Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 6
* Fréttir Fimmtudagur 18.júní 1998 Einstæðir tónleikar í Klettshelli Kartakór Selfoss lekur lagið í Klettshelli. Stjórnandi kórsins rómaði mjög hljómburðínn og telur hann eínstakan. Karlakór Sclfoss var á ferð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi •g var það Arni Juhnscn sem átti meðal annars veg og vanda af komu kórsins til Eyja. Kórinn hélt tvenna tónleika á laugardcginum, aðra í sal (Ivítasunnusafnaðarins við Vest- IMinnabraut og hina úti í Klettshelli um borð í PH-Viking. Tónleikamir voru mjög vel heppn- aðir. Heldur þótti fámenni á tónleik- unum í sal Hvítasunnusafnaðarins, en þcss mun fleiri áheyrendur í Kletts- helli. Boðið var upp á ferðir fyrir áheyrendur út í Klettshelli, auk þess sem þó nokkur íjöldi hlýddi á tón- lcikana úr landi. Karlakór Selfoss hefur starfað í ein þrjálíu ár og er þetta í fyrsta skipti sem kórinn kemur til Vestmannaeyja. Ólafur Siguijónsson frá Forsæti í Flóa, stjómandi kórsins er Vestmannaey- ingum að góðu kunnur. Hann hefur oft leikið við athafnir í Landakirkju og keypti á sínum tíma gamla orgelið í Landakirkju og gerði það upp. Hann segir að það hafi verið draumur hans og kórfélaga að syngja fyrir Vest- mannaeyinga og þá sérstaklega í Klettshelli. Rómaði Sigurjón mjög hljómburðinnn í hcllinum og taldi hann ekki eiga sinn lika þó víða væri leitað. Valdimar Bragason, einn kór- félaganna segir mikla og langa söng- hefð á Selfossi og að Karlakór Selfoss sé bara einn tíundi af því kórastarfi sem sé í gangi á Selfossi og nær- liggjandi sveitum. „Selfyssingar em mjög söngglaðir og það var mjög óvenjuleg reynsla að syngja í hell- inum,“ segir hann. Á dagskrá kórsins vom íslensk lög, en að lokum söng kórinn ásamt áheyrendum, Undir bláhimni, þótti það nokkuð skondið, verandi í þeirri náttúmhvelfingu sem Klettshellir er. Að tónleikunum loknum hélt kórinn í stutta siglingu kringum Bjamarey og austur með nýja hrauninu. Voru kórfélagar mjög ánægðir með ferðina og höfðu fúllan hug á að koma úl Eyja aftur. Kórinn söng án undirleiks í Klettshelli, en í sal Hvítasunnu- safnaðarins lék Helen Káradóttir undir hjá kómum. Kórinn hefur farið í söngferðalög um landið á hveiju ári, en í ágúst mun kórinn halda í söngferðalag til Þýskalands. Valdimar segir að karlakórar séu alltaf að verða í meiri metum í Þýskalandi og að kórfélgar hlakki mjög til Þýskalandsferðarinnar. Mikil hátíðahöld eru fyrirhuguð í tilefni gosloka: Götuleikhús, veitingatjald og Presley mætir Mikil hátíðahöld eru fyrirhuguð í tilefni gosloka í byrjun júlí. Á síðasta ári var skipuð goslokanefnd til að sjá um hátíðahöldin. Var sú ncfnd skipuð þeir Arnari Sigur- mundssyni, Guðjóni Hjörleifssyni og Kagnari Oskarssyni. I maí sl. ákváðu þeir að ráða Vestmanna- eyinginn Andrés Sigurvinsson, leik- ara og leikstjóra, til að hafa yfir- umsjón með hátíðahöldunum og undirbúningi þcirra. Andrés kom í stutt spjall til okkar á Fréttum og sagði okkur undan og ofan af þeim hugmyndum sem verið er að vinna að þessa dagana. „Eg byrjaði á að hugsa um hvað mig langaði til að gera. Og ég lagði til við nefndina að þetta yrði ekki eins og sjómannadagur, 17. júní eða þjóð- hátíð, umgerðin yrði önnum. Ut frá þessu höfum við unnið. Hugmyndin er sú að ekkert verði aðfengið, allt framkvæml af heimamönnum og búin til virkileg fagnaðarhátíð. Eg er búinn að vera hér meira og minna í þrjár vikur og er búinn að tala við fjölda manns á þeim tíma, líklega 40 til 50 manns hið minnsta og fá margar góðar hugmyndir. Eg hcf unnið þetta í nánu samráði við nefndina. Ég hef fengið mér til aðstoðar Ástu Guðmundsdóttur búninga-, fata- og skrímslahönnuð. Hún er mjög fær í sínu fagi, sá meðal annars um hönnun búninga í söngleiknum Evítu. Og það sem mestu skiptir er að hún er ættuð héðan. Mér finnst ánægjulegast hvað allir, sem ég hef rætt við, hafa tekið vel í þetta, allir verið fullir áhuga og sýnt sig reiðubúna til þátttöku án greiðslu. Leikfélag, íþróttafélög, tónlistarfólk, einstaklingar og fleiri, allir hafa verið til í að leggja sitt af mörkum og margir hafa gaukað að mér góðum Andrés Sigunrinsson, leikari og leikstjóri, ráðinn suórnandi goslokahátiðar. hugmyndum. Áætlað er að hátíðarhöldin heíjist föstudaginn 3. júlí og standi allt fram til laugardagsins 11. júlí. Þá lýkur þeim formlega. Að vísu verður ekki alltaf allt á útopnu í bænum alla þessa daga en fyrirhugað er að nokkrar myndlistarsýningar og ljósmyndasýn- ing verði opnar allan þennan tíma. Svo eru hugmyndir um unglist, þ.e. myndefni eftir börn og unglinga. Áformað er að fá sérstakt húsnæði undir þá sýningu ef af henni verður. Segja má að yfirskrift hátíðarinnar verði götuleikhús. En föstudaginn 3. júlí hefst dagskráin með skrúðgöngu úr Friðarhöfn að Stakkagerðistúni með alls kyns uppákomum á leiðinni. Á Stakkó verður svo haldið áfram með lúðrasveitum, tónlistarfólki og fleirum. Gamla veitingatjaldinu frá þjóðhátíðinni verður komið upp við Vesturveginn þar sem Baldurshagi stóð áður og þar verður einnig ýmislegt um að vera. En það sem kannski á eftir að vekja mesta athygli verður götuleikhús í Skvísusundi. Þá verða myndlistarsýningar í Akóges og Listaskólanum og einnig áformað að koma upp ljósmynda- sýningu. Þá hefur Hafsteinn Guð- finnsson tekið saman sérstaka tón- listardagskrá um þá Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ og verður hún flutt í Kiwanishúsinu. Á laugardag verður hápunktur hátíðarinnar að forseti fslands kemur hingað í ppinbera heimsókn. Þá mun aðaldagskráin fara fram á Stakkó og byggjast upp á því sem hér hefúr verið að framan talið ásamt fleiru. Tón- listardagskrá Hafsteinns Guðfinns- sonar verður áfram í Kiwanis og allar sýningar að sjálfsögðu opnar. Um kvöldið er svo áformað að efna til útidansleiks á Stakkó en hafa gömlu dansana í veitingatjaldinu við Vestur- veginn og húllumhæ í Skvísusundi. Dagskrá sunnudags hefst með messu í gígnum í Eldfelli en síðan verður athöfn á Skansinum með ýmsum uppákomum á hafnargörðunum. Við reiknum með að smábátaflotinn muni verða á vettfangi og von er á víkingaskipi í heimsókn. Þessi dagskrá er ekki hvað síst ætluð bömunum en boðið verður upp á óvissuferðir, bæði á sjó og landi. Ætlað er að koma upp útivistarsvæði í Skansíjömnni og síðan er aðalatriðið að sjálfur Presley kemur fram undir Löngu. Eins og við öll vitum, þá lifir Presley enn,“ sagði Andrés. Eins og sjá má af þessari upptalningu er Ijóst að mikið stendur til við að fagna goslokum í júh'. Andrés Sigur- vinsson hefur á undanfömum ámm getið sér gott orð í listaheiminum, ftjór í hugsun og þekktur fyrir að fara ekki alltaf troðnar slóðir. Það er því fengur að hafa fengið hann til að sjá um uppbyggingu og ffamkvæmd þessarar hátíðar. Blóð, suíd og tár á Hálandaleikunum á Stakkó Mikill fjöldi fylgdist með Hálandaleikunum og öðru sem fram fðr á Stakkó á laugardaginn. Hljðmsveitirnar Dee Seven og Dans á rðsum og fris Guðmundsson voru meðal heirra sem har tróðu upp og stððu sig með prýði. Um síðustu helgi voru Há- landaleikarnir haldnir á Stakkó í Vestmannaeyjum. Þetta eru fyrstu Hálandaleikarnir í ár og miklir kraftajötnar sem leiddu saman hesta sína. Leikarnir munu verða haldnir á tíu stöðum um landið í sumar og gáfu leikarnir forsmekkinn af því sem koma skal, því mikil og hörð keppni var á milli þessara Herkúlesa Islands. í ár eru kapparnir á ferð með Bylgjulestinni sem er nokkurs konar fjölmiðlakarnival með þátttöku ýmissa fyrirtækja sem auglýsa og styrkja ferðina og einstaka liði hennar. Mcðal þess sem gestum stóð til boða var að hlýða á hljómsveitir spila, auk þess sem Radíusbræður skemmtu gestum við góðar undirtektir. Gestir gátu einnig tekið þátt í hvers kyns lukkuleikjum, þar sem ýmiss konar verðlaun voru í boði. Svo fengu börnin blöðrur, sem svifu um himininn þegar líða tók á daginn. Það var tignarlegt. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri setti Hálandaleikana og lýsti yfir ánægju sinni með veru þessara heljarmenna íEyjum. Hannopnaði svo keppnina með því að kasta fyrsta steininum í 16 punda steinkasti og það var ekki kast úr neinu glerhúsi og náði hann 7,78 metra kasti með miklum tilþrifúm sem er nýtt met hjá Guðjóni, enda Guðjón mikill keppn- ismaður, íþróttamannslega vaxinn og verðugur fulltrúi Vestmanna- eyinga í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Gestum var einnig gefinn kostur á því að spreyta sig og létu þeir ekki sitt eftir liggja og náðu ijórir Vestmannaeyingar (karlar) að lyfta 110 kg steinsteyptri kúlu upp á þar til gerðan kassa. Konunum var gefinn kostur á því að lyfta 70 kg steini, en eitthvað voru þær ekki í formi, því ekki náðist steinninn upp. Sitthvað fleira stóð gestum einnig til boða við að reyna krafta sína og náðu Eyjamenn hinum ágætasta árangri. Veðrið lék við gesti og keppendur þennan laugardag og óhætt að segja að kraftajötnunum hafi hlaupið kapp í kinn við þessar kjöraðstæður, enda náðu þeir miklum og góðum árangri í hörkukeppni, og fuku metin í blíð- unni við góða hvatningu áhorfenda. Keppt var í fimm greinum. 16 Yfirfðr sleggjan. punda steinkasti, lóðkasti yfir rá þar sem Sæmundur Sæmundsson náði að koma lóðinu yfir 18 fet. 28 punda lóðkasti, staurakasti og bóndagöngu. Andrés Guðmundsson, heljarmenni, sem var kynnir á leikunum og stjómaði keppni af röggsemi segir að þetta hafi verið toppmót og keppendur náð mjög góðum árangri. Vildi hann jiakka það mikilli og góðri hvatningu Éyjamanna og ffábæru veðri og aðstöðu. Urslit í leikunum urðu sem hér segir. Pétur Guðmundsson og Sæ- mundur Sæmundsson deildu fyrsta og öðru sæti með 34 stig. Auðunn Jónsson varð í 3. sæti með 29 stig. Unnar Garðarsson varð í 4. sæti með 26,5 stig. í 5. sæti varð Hjalti Úrsus Ámason með 22,5 stig og í 6. og neðsta sæti var Sölvi Fannar Viðarsson með 19 stig. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.