Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. júní 1998 Fréttir 13 LEIÐIR andsb Langskemmfllegasta Pæju- módð sem ég bef komifl fl -segir Kristín Siguröardóttii; efnilegasti leikmaðurinn, sem nú mætti ísjötta sinn Kristín Sigurðardóttir, 3. flokki Vals var kosin efnilegasti leik- maður mótsins, og átti hún það svo sannarlcga skilið. Ef Kristín heldur áfram á sömu braut, þá á hún sannarlega framtíðina fyrir Kristín hampar Lárusarbikarnum semkemuríhlut efnilegasta leikmannsPæjumótsins. sér í knattspyrnunni. Kristín spilaði með 3.flokki Vals og verður hún 15 ára í desember. „ Eg byrjaði að æfa knattspyrnu átta ára gömul, og þá með Val. Þetta er í sjötta skiptið sem ég fer á Pæjumótið og að mínu mati var þetta það langskemmtilegasta. Eg hef æft mjög vel, og staðreyndin er bara sú að það skilar sér oftast í góðum árangri." Kristín segist fylgjast mikið með Heimsmeistaramótinu í Frakklandi, og þar á hún tvö uppáhaldslið; Brasilíu og Holland. Uppáhaldsleikmennirnir hennar eru; Ronaldo og Kluvert. Hér heima er hún harður Valsari og er Salih Heimir Porca hennar uppáhaldsleikmaður. Hvað hefur Kristín hugsað sér að verða í framtíðinni? „ Eg er staðráðin í því að mennta mig vel og eins og staðan er í dag, þá langar mig mest til að læra sjúkraþjálfun. Eg ætla einnig að halda áfram í boltanum og spila með meistaraflokki Vals í framtíðinni.“ Ásta H. Guðmannsdóttir, fjórða flokki ÍBV: Anna María Halldórsdóttir, fyrirliði og leikmaður 6. flokks B Steingrimur í uppáhaldi Ásta Hrönn stóð sig frábærlega á Pæjumótinu, eins og meðspilarar hennar í fjórða flokki ÍBV. og fór svo að þær urðu sigurvegarar. Við náðum tali af Ástu eftir mótið. Ásta Hrönn var alveg í skýjunum yftr árangrinum á mótinu og fannst henni alveg frábært hvað veðrið var gott. Hún hefur keppt á Pæjumótinu síðan hún var sex ára en í dag er hún 12, að verða 13 ára. Henni fannst mjög gaman að spila á mótinu, en einnig fannst henni skemmtilegt að fara í bátsferð. Helstu áhugamál Ástu em fótbolti og aftur fótbolti. Hún segist fylgjast spennt með Heimsmeistarakeppninni í Frakklandi og em uppá- haldsliðin hennar Brasilía og Frakkland. Hún segist ekki eiga sér einhvem uppáhaldsleikmann erlendis, en hér heima sé það Steingrímur Jóhannesson. Aðspurð hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður eldri, svaraði hún: „Ég ætla að verða atvinnuknattspymukona, og reyna að spila á Englandi, með Liverpool eða Manchester United." ÁstaHrönnmeð bikarinn sem jiær fengufyrir Pæjumótstitilinn í 5. flokki A mænust ÍBV og Breiðablik í úrslitum í hörkuspennandi leik. Leikurinn var hörkuspennandi frá fyrstu mínútu. Því miður höfðu okkur stúlkur. sem lögðu mikla baránu í leikinn, ekki erindi sem erfiði og urðu að sæna síg við annað sætið. Tókst Blikastúlkum að skora eina mark leiksins. Þjálfari stúlknanna er Olga Stefánsdónír. Skemmtilegast að spila fót- bolta og vera með vinkonunum Stór bikar í lítilli hendi. Anna María Halldórsdónir með sigurlaunin. f bríðja flokkí ánust við IBV 2 og Valur. Lið ÍBV er eingöngu skipað stelpum á yngra ári en eldra liðið lenti í briðja sæti. Leikurinn var geysilega spennandi og ÍBV-stelpurnar börðust eins og ijón. Þrán fyrir hað tókst Val að skora mark fljóUega í leiknum og nægði hað beim dl sigurs. Þena var sannkallaður baránuleikur bar sem sigurinn gat lent hvorum meginsemvar. Þjálfari stúlknanna er Heimir Hallgrímsson. Anna María Halldórsdóttir, fyrirliði og leikmaður 6. flokks B IBV er mikið efni og stýrði hún sínum stelpum til sigurs á mótinu. Hún var einnig kosinn efnilegasti leikmaðurinn í sjötta flokki B-Iiða og kom það engum á óvart. En hvernig fannst henni mótið vera? „ Mér fannst þetta alveg æðislega gaman, og það skemmtilegasta á mótinu var að keppa úrslitaleikinn. Einnig var bátsferðin skemmtileg, því að það var svo gott veður, og pizzu-partýið var líka svaka fjör.“ Anna María var að keppa á sínu fýrsta Pæjumóti, en þess má geta að hún byrjaði ekki að æfa knattspymu fyrr en í nóvember 1997. Hún sagðist hafa byrjað í fimleikum og handbolta, en hætt þar og síðan hafí hún prófað fótboltann og fundist það svo rosalega gaman. Þannig að aðaláhugamálið hjá Önnu núna, er að leika sér í fótbolta með vinkonunt sínum. En hver skyldi vera uppáhaldsleikmaðurinn hennar? „Það er meðspilari minn, Sara Guðjónsdóttir, einnig er Valgeir Ingvi í miklu uppáhaldi." Anna María segist vera svolítið þreytt eftir mótið, þess vegna kentur sér vel að hún er að fara í frí til Danmerkur og Noregs í næstu viku. Hvað framtíðina varðar, þá langar hana að spila með meistaraflokki IBV í knattspymu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.