Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 1
nl ivvimi 25. árgangur • Vestmannaeyjum 18. júní 1998 • 24. tölublað • Verð ki'. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Otgerð og skip- stjóri sýknuð af öllum kröfum Skipstjóri og útgerð Sigurðar VE 15, sem ísfélagið gerir út, hafa verið svknuð af öllum kröfum í millirétti í Noregi. Sigurður var færður til hafnar í Noregi af sfldarmiðunum fyrir réttu ári. Þá voru skipstjóri og útgerð ákærð og dæmd til að greiða rúmlega fjórar milljónir í sekt. Hörður Óskarsson fjármálstjóri Isfélagsins segir að það sé mikill léttir yftr mönnum að dómurinn skyldi falla þeim í vil. „Þetta lítur mjög vel út. Við emm sýknaðir af ölium kröf- um og dómurinn sýnir kannski að norsk stjómvöld hafí farið offari í málinu á sínum tíma. Við eigum jafn- framt að fá endurgreiddan hluta af útlögðum kostnaði." Hörður segir að forsendur dómsins liggi ekki fyrir enn þá, en þær verði birtar á morgun föstudag, þannig að þá ætti málið að liggja ijóst fyrir. „Það mun hins vegar vera ljóst að Norðmenn geta ekki áfrýjað dómn- um, þar sem við emm sýknaðir af öllum kröfum. Þetta er endanlegur úrskurður." Hörður segir að útgerðin geti hugsanlega farið í skaðabótamál við norsk stjómvöld, en engin ákvörðun hefur verið tekin urn það enn þá. Grjóthrun „Auðvitað fylgir svona málum alltaf ákveðið ónæði og tjón, en ákvörðun um skaðabótamál hefur ekki verið tekin. Persónulega finnst mér hins vegar að ekki verði farið í skaða- bótamál og ég er hæstánægður með lyktir mála.“ Sigurður VE 15 var á Akureyri en heldur til loðnuveiða á morgun föstudag. úr Klifinu Alltaf af og til hrynur grjót úr Stóra Klifi niður á Eiðið. Flestir steinarnir enda ofan við varnargarðinn en alltaf hafna einhverjir á veginum. Á aðfaranótt mánudagsins hrundu a.m.k. átta steinar úr Klifinu og fóru þrír þeirra út á veg. Hefðu þeir auðveldlega getaö valdið tjóni á bílum og mönnum. Hér stendur Björgvin Arnaldsson við stærsta steininn f þessari hrinu en hann hafnaði ráttu megin við varnargarðinn. Er hann vart undir tonn af þyngd. Sigurður að hætta á póstinum í blaðinu í dag er auglýst staða stöðvarstjóra íslandspósts í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins mun Sigurður Jónsson, núverandi stöðvarstjóri, vera að taka við samsvarandi starfi í Mosfellsbæ. Sigurður staðfesti þetta í samtali við blaðið. Aðspurður um ástæðu þess að hann hygðist flytja sig um set, sagði hann að sig og tjölskylduna hefði einfaldlega langað til að breyta til. Hlutfélagið Keikur ehf. stofnað vegna komu Keikós: Markmiðið að tryggja Góður árangur Eyjastúlkna á Pæjumóti Níunda Pæjumóts IBV verður lengi minnst fyrir veðurblíðunnar sem stúlkurnar nutu alla mótsdagana. Mótið hófst strax á fimmtudagsmorguninn þó mótssetningin væri ekki fyrr en um kvöldið. Þegar upp var staðið höfðu 1003 mörk verið skoruð af 295 leikmönnum í 328 leikjum. Vestmannaeyingar geta vel unað árangri sinna stúlkna í mótinu. Þær léku til úrslita í fjórum Ilokkum af átta og stóðu uppi sem Pæjumótsmeistarar í 4. flokki A og 6. flokki B. Þessi frábæri árangur staðfestir að ÍBV er að festa sig í sessi sem verðandi stórveldi í kvennaknattspyrnunni. hagsmuni Eyjamanna Á mánudaginn verður stofnað hlutafélagið Keikur ehf. um Keikó í Vestmannaeyjum, og verður í meirihlutaeigu Þróunarfélags Vest- mannaeyja. Guðjón Hjörleifsson segir að markmið félagsins verði meðal annars að tryggja hagsmuni Vestmannaeyinga varðandi mál- efni Keikós. „Við viljum gera þetta að öflugu fyrirtæki sem mun koma að ferða- þjónustu. Þetta er bónus við þá ferða- þjónustu sem fyrir er í Eyjum og er hrein viðbót. Þetta er spuming um hvað við náum að þjónusta af ferða- mönnum sem koma hingað vegna Keikós." Það er ljóst að koma Keikós til Vestmannaeyja mun gjörbreyta öllu umhverfi í ferðamennsku í Vest- mannaeyjum og menn áætla að ferðamönnum fjölgi umtalsvert vegna hans. Það em margir ætla sér hluta af þeirri köku eins og búast mátti við. Vestmannaeyingar hafa gert vel í ferðaþjónustunni undanfarin ár, en nú þarf að endurskoða þá þætti alla með hliðsjón af Keikó sem hefur nú fundið sér heimili og vamarþing í Kletts- vfldnni. Menn binda ákveðnar vænt- ingar við þann þátt sem snýr að fræðslu- og upplýsingagildi hvalsins á breiðum gmndvelli. Ekki var hægt að fá staðfest hvort að Free Willy Keiko samtökin yrðu aðilar að Keik ehf. en það mál væri í skoðun. Sjá bls. 2 og 8. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813: I H Sumaráœtlun Herjólfs Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga Kl. 08:15 Kl. 12:00 aukaferöir fimmtu- föstu- ogsunnudaga Kl. 15.30 Kl, 19.00 Yter^uipur Sími 481 2800 Fax 481 2991 Bókabúðin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.