Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. júnf 1998 Fréttir 11 svona verkefni af stað. Það er gert í félagi." Aðeigasérsýn Þún nefndir áðan hugmyndir eða það að hafa ákveðna sýn á hlutina. Getur þú útskýrt það nánar? „Ég hef dálítið gaman að setja fram svona sýnir og vinna að því að láta þær rætast. I heimsókn Keikóstjómar- innar til Eyja hér á dögunum lagði ég fram svona sýn. Ég sá þetta verkefni í víðara samhengi og sagði við þessa menn að í fimm ár hefðurn við verið að undirbúa jarðveg sem nú væri mjög þroskaður til þess til dæmis að taka á móti hvalnum Keikó. Þetta snýst hins vegar ekki bara um Keikó, heldur er Keikó aðeins eitt atriði á því sviði sem er mjög vel undirbúið." Samblandtveggjastofna Þorsteinn Ingi segir að hann hefði kannski getað orðið ágætis mála- færslumaður þegar hann er spurður að því hvemig hann undirbúi svona mál. Hann segir að þetta sé eins og hvert annað mál sem tekið sé fyrir og því þarf að fylgja eftir með rökum og að geta svarað gagnrökum, hins vegar hafi menn alltaf ákveðinn bakgrunn sem á hlut í að móta þá. „Móðurafi minn og nafni var þúsundþjala smiður. Hann var skólastjóri Gagnfræðaskól- ans, fór á fætur og skrifaði norska orðabók klukkan fimm að morgni, mjólkaði kýmar milli sex og sjö í Háagarði, svo fór hann og stjómaði skólanum frá átta til fjögur; eftir íjögur var hann Sparisjóðsstjóri til sex; eftir sex safnaði hann byggðasafninu saman á hanabjálkanum á Goðasteini. Hann átti einnig afar góða og gáfaða konu. I föðurættinni vom svo frábærir athafnamenn í viðskiptum, eins og Gfsli Johnsen og Ámi afi minn. Ég lít þess vegna stundum á mig sem sam- bland af athafnamanni og skólamanni og kann vel við báðar þessar persónur í sjálfum mér. Til dæmis gæti ég alveg hugsað mér að starfa eingöngu í atvinnulífinu. Hins vegar fmnst mér ég vera í óskastöðu í þeirri pró- fessorsstöðu sem ég nefndi áðan. Ég hef mjög frjálsar hendur til þess að stuðla að nýsköpun. Mér hefur hins vegar verið hætt við því að vera of jákvæður og taka of margt að mér. sem er kannski galli, því mig langar að klára allt vel. Ef það tekst ekki hættir manni til að lengja í sólarhingnum.“ Gæfaígóðrikonu Þegar menn fara að lengja í sólar- hringnum, kemur það ekki niður á fjölskyldulífinu? „Ég er mjög gæfusamur að eiga alveg yndislega konu, sem á mjög stóran þátt í velgengni minni. Á nióti kernur að ég reyni að helga frítíma minn fjölskyldunni. Auðvitað getur það verið erfitt að eiga svona karl eins og mig. Við ferðumst mikið saman jafnt innanlands sem utan, en ég státa mig ekki af því að vera mikill fyrir- myndarfaðir. Ég reyni hins vegar mjög að helga mig fjölskyldulífinu. Við eigum þrjú böm, Davíð Þór, sem er 18 ára og er í MR. Hann er mikill efnafræðingur og körfuboltakappi, Dagrúnu Ingu, sem er 10 ára og er mikil vísinda- og listakona. Hún er mikið í íþróttum og lestrarhestur, og Þorkel Viktor 5 ára, sem er skemmti- legur strákur líka. Hann var að koma frá Svíþjóð með mömmu sinni. þar sem hann var einn átta fulltrúa íslands í frásagnarráðstefnu. Hann var settur fyrir framan myndavél og látinn segja sögur. Svo er einhver sænsk nefnd sem á að greina þessar niðurstöður og gerir samanburðarrannsóknir á frá- sagnarþroska norrænna bama.“ Að rækta flölskylduna Kynnti hann sér frásagnarhátt ís- lenskra fomsagna áður en hann fór utan? „Ég hef verið að lesa fyrir hann Grettissögu á kvöldin og reyndar líka fyrir Dagrúnu Ingu. Þau em mjög áhugasöm um að ég lesi fyrir þau Isendingasögumar og mér finnst frábært að hafa fundið áhuga þeirra á þeim. Þetta er hluti af því að vera með og rækta fjölskyldu sína. Mér finnst það mjög mikilvægt að foreldrar og böm nái góðu sambandi við hvert annað, vegna þess að það er svo margt sem glepur. Það er ákveðin köllun hjá mér að reyna þetta eins vel og ég get, þó að tíminn sé kannski aldrei nægur. Hins vegar hefur einhver sagt að það sé betra að eiga gæðatíma með bömum sínum þó hann sé stuttur, en að tíminn sé endilega mjög langur. Mín heitasta ósk er að bömin mín verði góðir einstaklingar. Sjálfur reyni ég í minni heimspeki að ýta undir það að menn séu sanngjamir, því það þykir mér bestur eiginleiki fólks og að fólk sé jákvætt. Ég reyni að sjá það jákvæða í lífinu.“ Næmtaugafyrirgóðum lausnum Þorsteinn Ingi hefur þótt hafa næmt auga fyrir góðum lausnum á þeim málum sem hann tekur sér fyrir hendur og að ýmsu leyti sé það persónulýsandi fyrir margan Eyja- peyjann. „Ég hef stundum litið á mig sem mann sem leysir vandamál, hvort sem það er að reikna ákveðið dæmi eða eitthvað hlutlægara. Þess vegna er þetta kannski rétt lýsing. Ég nýt þess að kljást við vandamál og leysa þau og neita því ekkert að ég er stundum montinn ef ég finn skemmtilegar lausnir. Ég þarf alltaf að vera að kljást við ný vandamál og geng fyrir því að takast á við erfíð verkefni. Reyndar ber ég virðingu fyrir því fólki sem starfar óslitið og samfellt í sínum störfum, en ég er líka nýjungagjam.“ Að sjá það jákvæða í lífinu sagðir þú áðan. Telur þú að það sé á ein- hvem hátt grundvöllur fyrir að eygja góðar lausnir í lífinu og þeim verkefnum sem þú hefur unnið að? „Maður reynir að sjá jákvæðar lausnir. Mér semur til að mynda ekki vel við fólk sem bara sér hið neikvæða, þó tel ég mig hafa tekist að breyta nokkrum karakterum sem ég hef umgengist. Þetta á kannski við um nemendur mína. Ég fæ mikið út úr þvf að leiðbeina nemendum mínum og sérstaklega þeim sem eru í meistara- og doktorsnámi hjá mér og legg mikið upp úr því að nemendur mínir verði fyrir góðum áhrifum af samvistum við kennarann. Ég er kannski gamaldags kennari að því leyti að ég reyni að vera félagi nemenda minna og vil meina að ég eigi dálítið f þeim þegar upp er staðið. Maður er þannig að ala upp fullorðið fólk.“ Viðhorf til menntunar er að breytast á landsbyggðinni Nú er oft talað neikvætt um menntun og fræðingar af ýmsu tagi litnir homauga. þetta á kannski ekki síst við úti á landsbyggðinni. Hvað finnst þér um þetta viðhorf? „Ég held að þetta sé nú að breytast. Ég tel að það séu tvö atriði sem þarf að vera hægt að uppfylla til þess að bæta lífsskilyrði úti á landi. Það verður að vera þekking til staðar svo að hægt sé að ýta undir hvers kyns þekkingar- iðnað. Þetta fmnst mér vera að takast vel í Eyjum. Það hefur verið lagður grundvöllur að þessum nauðsynlega þekkingargrunni svo að í Eyjum vilji setjast að fólk sem hefur sérþekkingu og eigi í góðum samskiptum við fólkið. Það má ekki gleyma þessari hlið atvinnulífsins. í annan stað tel ég að samgöngur séu líka lykilatriði í framtíðarsýn landsbyggðarinnar. Ef þetta tvennt er til staðar er hægt að komast mjög langt og menn ættu ekki að finna til neinnar akademískrar ein- angrunar eins og stundum hefur verið sagt. Ef við lítum á Rannsóknasetrið, hlýtur það að vera ánægjulegt að koma til starfa þar í dag ólíkt því sem var fyrir svosem tíu árum, þar sem menn vom dálítið einir í heiminum. Á svona setri byggist upp ákveðið skiln- ingsríkt umhverfi, sem ætti að geta margfaldað hæfni og hæfileika viðkomandi einstaklinga..“ Meðmörgjárníeldinum Nú er Þorsteinn Ingi með mörg jám í eldinum sem honum eru hugleikin. Hann er formaður Rannsóknarráðs íslands og hann er formaður undirbúningsstjómar Ólympíuleik- anna í eðlisfræði sem haldnir verða í sumar. Þá koma um 500 manns frá 60 þjóðum til landsins. Eitt helsta áhugamál hans nú er hins vegar að vinna rannsóknarverkefni til eflingar atvinnutækifæra. „Núna sem stendur er ég að stofna fyrirtæki sem heitir AIur-Álvinnsla. Það hefur ekki verið sagt frá þessu opniberlega áður, en tel að það ætti að vera í lagi núna. Þetta er verkefni sem ég hef unnið með dr. Helga Þór Ingasyni ásamt fleirum, en Helgi Þór var einu sinni nemandi minn. Hugmyndin er að taka álkrap sem fellur til í Straumsvik og Grundar- tanga og vinna það betur. Það verður alltaf dálítið ál eftir í þessu krapi og með tækjabúnaði sem við flytjum inn frá Kanada ætlum við að vinna þrjú til fjögur þúsund tonn af þessu krapi, sem að öðmm kosti er jafnvel grafið í jörð. Verðmætið miðað við það sem til fellur hér er um 600 milljónir króna. Þetta verður vonandi að veruleika á næsta ári. Við emm að semja við ísal og Norðurál um að kaupa hjá þeim álkrapið og endurselja svo álið sem fæst úr því. Við verðum hins vegar ekki meginfjárfestar í þessu, heldur koma aðrir aðilar þar að. Hugmyndin er hins vegar okkar og við njótum þess kannski að einhverju leyti. Annað verkefni sem tengist dáh'tið Vest- mannaeyjum, heitir Norður ehf. Norður ehf. vinn ég með Bergi Bene- diktssyni og dr. Jóni Braga Bjama- syni. Við höfum verið að skoða hum- arafslit úti í Vestmannaeyjum. Hug- myndin er að setja afslitið í ensímblöndu til þess að búa til súpu- eða kryddkraft. Nú eru komin tengsl milli fyrirtækisins og erlendra krydd- framleiðenda og vonandi líða ekki mörg misseri þar til þetta verður komið í gang og hafin framleiðsla á humar-, rækju- og skelfiskkrafti. Þetta er þessi lausnahugsun hjá mér. Ég vissi að menn gátu gert þetta og hvatti Berg og Jón Braga til þess að vinna áfram í þessu og nú er þetta orðið ákveðið viðskiptatækifæri. Með dr. Bjarka Brynjarssyni er ég að vinna að verkefni fyrir Sigmund ehf. Bjarki er mjög öflugur gangsetjari ef svo má segja og núna bfðum við einungis eftir betri reglugerðarútfærslum til þess að geta farið af stað. Þetta verkefni snýst um björgunarbúnað fyrir sjómenn. þar sem ljós kviknar á búnaðinum og Bjarki er búinn að tengja radíósendi. Þannig að ef maður fellur í sjóinn fer ákveðið ferli í gang sem setur neyðarbjöllu um borð af stað. Ég gæti nefnt margt fleira, eins og öryggis- nema til þess að skynja alls konar kæligastegundir, eins og ammóníak og freon. Það er fyrirtæki á Sauðár- króki sem heitir Element skynjara- tækni, sem hefur verið að framleiða þessa skynjara." Raunvísindi og húmanismi eigasamleið Kannski við snúum okkur almennt að háskólastarfi. Nú er rektor Háskóla Islands Páll Skúlason húmanískur fræðamaður en ekki raungreinamaður eins og rektorar hafa verið undanfarin ár. Skiptir þetta miklu máli sérstak- lega í Ijósi tengsla atvinnulífsins og Háskólans? „Það má ekki gleyma þvf að Sveinbjöm Bjömsson sem var rektor á undan Páli er jarðeðlisfræðingur en jafnframt mikill húmanisti. Háskólinn hefur notið þess undanfama áratugi að rektorar hans hafa haft mjög breiðan hugmyndalegan og andlegan grunn. Ég sé ekki að verði mikil breyting á því og ég bind miklar vonir við Pál, enda er hann mjög víðsýnn og hann pælir í hlutunum. Sveinbjöm stofnaði til þessa samstarfs við Vestmanna- eyjar á sínum tíma og Páll er ákveðinn í þvf að rækta það áfram. Við má bæta að samstarf mitt við Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur verið mjög hvetjandi og ég ber mikla virðingu fyrir starfi hans að eflingu rannsókna- og menntamála í landinu." Getur þú séð fyrir þér tengsl við Rannsóknasetrið sem hefði meira með húmanískar rannsóknir að gera? „Gísli Pálsson prófessor hefur verið einn af frumkvöðlunum í Eyjum ásamt Gísla Má Gíslasyni. Gísli Páls er í rauninni sá aðili sem tengt hefur flesta stúdenta Eyjum því að flestir stúdentar, sem tengdir eru einum kennara og verið hafa í Eyjum, hafa verið hjá Gísla. Hann er að mennta fólk sem er að skoða mannfélagið og fræði sjávarútvegsins. Háskólastarfið í Eyjum er kannski ekki spuming um háskóladeild, heldur frekar útstöð. í þessu sambandi langar mig að geta hugmyndar sem ég kalla Delfí umhverfisins. Þetta er hugmynd sem mig langar til að verði að veruleika í Eyjum. Égséfyrir mér að Delfí sendi út myndir, Intemetupplýsingar til fjölmiðla frá Eyjum; frá fuglabyggð, frá Keikó, ef og þegar hann kemur, og samfélaginu öllu. Þannig sé ég Eyjar fyrir mér sem skynjara umhverfisins. Ég reyni að fella þessa hugsun inn í þetta Delfi' umhverfi og sé fyrir mér Keikó sem hluta af þessari stóru umhvefismiðstöð sem Eyjar gætu orðið. í Delfí til forna var véfréttin mikla. Umhverfið á kannski sína véfrétt. Með því að senda upplýsingar Þorsteínn Ingi meöBerglióru konusinni ogyngrisyninum.DauíóÞór. gegnum þá miðla sem okkur eru tiltækir með Intemetinu og gervi- hnattasamskiptum er maður í raun að Ijá véfréttinni eyru og augu um allan heim. Ef menn kunna að vinna úr þessu gæti þessi hugsun orðið leið að farsælu og þróttmiklu starfi.“ Sýndarveruleiki Þorsteinn Ingi segir að nú lifi menn í dálitlum sýndarveruleika og þar sem alls konar hugmyndir og hugtök séu útgangspunktur. „Það er svo erfitt að greina á milli einhvers konar tilbúins veruleika og þess veruleika sem fólk starfar í daglega í sínu lífi. Þetta á við í vísindum, heimspeki. myndlist og bókmenntum. Þannig lít ég á mig jafnt sem vísindamann, athafnamann og að vissu leyti listamann. Ég er ekki að gera lítið úr einhverju sem hægt er að kalla sýndarveruleika, en þróunin hefur tilhneigingu í þessa átt. Þess vegna lít ég svolítið á nútímann sem eina allsherjar uppákomu. Okkar er hins vegar að nýta og virkja þennan hugtakaheim, þannig að til blessunar geti orðið." Þegar þú nefnir vísindamanninn athafnamanninn og listamanninn, þá dettur manni ósjálfrátt í hug Leonardo da Vinci og enduiTeisnin. Erum við að lifa einhverja sambærilega tíma núna, vegna þess að oft undir aldarlok hefur verið talað um ákveðna hnignun á mörgum sviðum? „Leonardo er einn áhugaverðasti maður sem Iifað hefur og hugur hans er endalaus uppspretta frjórra hug- mynda. í raun og veru eru hann og Wagner uppáhaldslistamenn mínir.. Hugur nútímamannsins hefur úr góðu að spila og þjóðin er betur menntuð en nokkru sinni fyrr og kannski tilbúin að takast á við ævintýrið. Það frelsi til athafna sem allt umhverfi, jafnt pólitfskt sem efnahagslegt býr okkur núna, er líka örvandi. Valdúekkingar Oft er talað um vald þekkingarinnar. Hvað viltu segja um það? „Þekkingarvald Háskólans hefur verið að breytast. Á miðöldum voru það klaustrin sem varðveittu þekk- inguna. í dag eru fyrirtækin sjálf að verða þekkingarmiðstöðvar. Sem dæmi get ég tekið Marel hf. sem í sjálfu sér er fullgildur háskóli á sínu sviði og er kannski meiri þekkingar- brunnur á sínu sviði en nokkur há- skóli. Þetta er hin nýja tegund háskóla sem veitir hefðbundnum háskólum nokkra samkeppni. Það verður hins vegar alltaf þörf fyrir vísindaþjálfun ungs fólks í háskólum. Það er þá frekar að fyrirtækin tækju yfir þjálfun námsmanna, sem eru að ljúka námi og útskrifast." Þekking manna á miðöldum var kannski þekking fárra útvaldra sem almenningur hafði lítið um að segja. Heldurðu að þekking manna í dag sé nær hinum almenna borgara, en áður var?^ „Ég gæti þá spurt á móti hvort þú haldir að almenningur vilji fílabeins- tuma. Ég er ekki maður fílabeinstuma og langar ekki að búa í fílabeinstumi. Hins vegar held ég að ákveðinn elítismi verði til staðar vegna þess að menn em misjafnlega hæfir til þess að skapa þekkingu. Afburðamennirnir verða alltaf til að ryðja brautina. Há- skólar verða alltaf að stunda hæfilega blöndu af hagnýtum rannsóknum og síðan grunnrannsóknum sem eru eingöngu forvitnirannsóknir. Með því að efla og halda við forvitnirann- sóknum, þá rækja menn háskólastarfið til fulls; án þess er ekki hægt að tala um eiginlegan háskóla," segir Þorsteinn Ingi að lokum en hann hann hefur ömgglega ekki sagt sitt síðasta í Vestmannaeyjum því Keikó er á leið til Eyja og þar er mikið starf fram- undan sem hann tekurfullan þátt í. Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.