Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur lS.júní 1998 form&nn*- vísur 1956 Hér á árum áður var algengt að ortar væru svonefndar formannavísur á vetrarvertíð. Voru það vísur um skipstjóra á Eyjaflotanum en þeir voru ævinlega nefndir formenn. Skipstjóranafngiftin festist ekki í sessi fyrr en eftir 1950. Oskar Kárason var hvað drýgstur við að yrkja formannavísur en fleiri munu og hafa komið að slíku. Ævinlega voru þessar vísur ortar undir hefðbundnum ferskeyttum hætti og öllum bragfræðireglum fylgt í hvívetna. Upp úr 1950 leggst þessi siður svo af að mestu. En á sjómannadag 1956 tók Ási í Bæ sig til og orti nokkrar formannavísur. Ekki þó undir hefðbundnum hætti heldur undir laginu um Davy Crockett en það var þá vinsælasta dægurlagið á Islandi. Þessar vísur voru frumfluttar á skemmtun á sjómannadaginn og söng Erling Ágústsson þær við undirleik Hljómsveitar Guðjóns Pálssonar. Þetta atriði sló virkilega í gegn enda eru vfsurnar vel ortar og skemmtilegar eins og vænta mátti þegar skáldið í Bæ átti í hlut. Guðni Grímsson, vélstjóri, gaukaði þessum vísum að okkur á dögunum og þar sem sjó- mannadagurinn er nýgenginn er vel við hæfi að birta þær nú. FormAvmAvíswr 1956 Áttatíu bátar úr Eyjavör, áttahundruð kempur í hverri för, stundum í roki og stómm sjó, stundum í logni og sléttum sjó. Sjómenn, sjómenn glaðir, súpum nú heilla skál. Á Eyjaflotanum ei finnast þeir sem feitari eru en Sigurgeir, hjá Eiríki fékk liann bæði Emmu og frú, með ágætum stýrir báðum nú. Siggi, Siggi Vídó, Emmu stýrir út á mið. Hann Bjamhéðinn hefur þann burðarskrokk sem bilar sko ekki við fyrsta sjokk og svo á hann til að tvinna fast að talstöðin þrisvar í sundur brast. Bjarni, Bjarni í Happó, Rúnu stýrir heilli í höfn. Æðir Sæfari út á sjó, einn stendur Siggi við kommandó. Nú skal tú gamli gá at tí að gott er að hafa tungan frí. Siggi, Siggi Þórðar, segðu nú fáein orð. Eyfi á Bessa er eins og fýrr alltaf á sömu miðum kyrr. Ef að hann segir ekki orð, allt er í lagi þar um borð Eyfi, Eyfi á Bessa, alltaf er karlinn eins. Pálsson kom heim með prýðis far sem puntaði upp á Eyjamar. Men ute i Sverge var aldri född önnur slík hafsins þrumurödd. Jói, jafnan kátur, ég skal ekki þræða þig. Siggi á Freyjunni siglir hratt suður að Skeri með Gústa Matt. Hér er nú gullið, Gústi minn sem girnist svo ákaft hugur þinn. Siggi, Siggi á Freyju, sá er ekkert lamb í leik. Þar sem rúm fjörutíu ár eru síðan þessr vísur voru ortar og þeir líklega margir, sérstaklega af yngri kynslóðinni sem ekki kannast við yrkisefnið, er ekki úr vegi að fara um það nokkrum orðum til skýringar. í fyrstu vísunni er talað um 80 báta en það mun hafa verið sá fjöldi sem gerður var út á vertíð þetta ár og hefur þar orðið mikil breyting á. Algengt var að um tíu manns væru í áhöfn á netabátum. í annarri vísunni er kveðið um Sigurgeir Olafsson, Sigga vídó. Siggi var formaður á Emmu og vel í holdum á þessu tímabili. Emmu gerði út tengdafaðir hans, Eiríkur Ögmundsson. Bjarnhéðinn Elíasson kemur við sögu í þriðju vísu. Hann var einn af litríkari mönnum flotans og talaði aldrei neina tæpitungu. Hann átti til að tvinna saman blótsyrðum og einhverju sinni þegar talstöðin bilaði hjá honum. sögðu menn að hún hefði ekki þolað munnsöfnuðinn. Bjarnhéðinn var kvæntur Ingibjörgu Johnsen, sem átti og á reyndar enn blómaverslun en þá var nafn verslunarinnar Happó. 1 fjórðu vísu kemur Sigurður Þórðarson við sögu. betur þekktur sem Siggi í Eyjaberg en hann reisti það hús og rak þar lengi fiskverkun. En 1956 var hann formaður á eigin bát, Sæfara. Færeyskan í textanum vísar til þess að yfirleitt var uppistaðan í áhöfn Sigga Færeyingar. Siggi þótti líka málglaður með afbrigðum og er einnig ýjað að því í vísunni. Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum var með Hilmi þessa vertíð. Eyfi var mjög rólegur maður og fátt sem kom honum úr jafnvægi eins og kemur fram f vísunni. Hann uppgötvaði mörg af fengsælustu fiskimiðum við Eyjar og átti sér sína uppáhaldsstaði sem hann lagði oft á með góðum árangri. I sjöttu vísunni er kveðið um Jóhann Pálsson, Jóa Páls. Jói lét smíða fyrir sig skip í Svíþjóð, Hannes lóðs. Jói hafði nokkuð hása og sérkennilega rödd eins og kemur fram í vísunni. Þá þótti hann nokkuð aðgangsharður á miðunum og kunni því illa ef lagt var yfir hann eða trossur hans þræddar. Og í síðustu vísunni er svo fjallað um Sigurð Sigurjónsson, Sigga á Freyjunni. en hann átti þann bát í félagi við Fiskiðjuna, þ.á.m. Ágúst Matthíasson, Gústa Matt. í vísunni er minnst á gull í Súlnaskeri og er þar átt við skertollinn en venja þeirra sem fara í Skerið var, og er enn. að láta smápening í vörðu uppi á Skerinu. Gústi þótti nokkuð aðsjáll í fjármálum og er ýjað að því í vísunni. Af þeim sem hér er kveðið um eru aðeins tveir á lífi. þeir Sigurgeir Olafsson og Jóhann Pálsson. Samantekt: Sigurg. Jónsson Myndir: Sigurg. Jónasson Ási í Bæ Bjarnhéðinn Eyfi á Bessa Siggi Þórðar Siggi Vídó

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.