Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 18. júní 1998 Rólegtumhelgina oglljúní í dagbók lögreglu síðustu viku vom 242 færslur. Er það öllu nreira en verið hefur en stafar þó ekki að öllu leyti af aukinni ólöghlýðni bæjar- búa þar sem hér er um lengra tíma- bil 'að;ræða en venjulega er miðað við. I yfirliti blaðsins er alla jafna miðað við vikuna frá þriðjudegi til þriðjudags en að þessu sinni er miðað við tímabilið frá þriðjudegi í síðustu viku fram til dagsins í dag eða tveimur dögum meira en venjulega. Helgin var t.a.m. mjög róleg, aðeins 20 færslur í dagbókina á föstudags- og laugardagskvöld og 10 færslur voru í dagbókina aðfara- nótt 17. júnt sem ekki þykir til- takanlega mikið. Hjólumogmagnara stolið í vikunni var tilkynnt um þjófnað á gráu hjóli af DBS gerð en það stóð fyrir utan Vesturveg lOb. Þá var einnig stolið bamaþríhjóli frá Faxastíg 15. Og loks var tilkynnt um þjófnað á magnara úr geymslu að Ashamri 63. Hefur magnar- anum verið stolið seinnipart vetrar eða nú í vor. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um þessi mál. Stálu golfsetti í síðustu viku, þegar golfleikari einn ætlaði að fara að stunda iþrótt sína, greip hann í tómt þegar hann hugðist taka golfsettið úr skáp sínum í geymslu golfskálans. Golf- settið var horfið. Hann kærði þjófnaðinn til lögreglu sem hafði uppi á þjófunum. Var hér um að ræða þrjá unga drengi sem sjálfir stunda golf. Auk þess sem þeir voru yfirheyrðir af íögreglu mega þeir eiga von á að brot þeirra verði tekin fyrir hjá stjórn og aganefnd GV en brot af þessu tagi eru litin mjög alvarlegum augum þar á bæ. Brautrúðuí samkvæmi Þó svo að sjómannadagshelginni hafi formlega lokið á sunnudag voru einhverjir sem héldu þengur út eins og gengur og gerist. A þriðju- dag eftir sjómannadag fékk lög- regla tilkynningu um að brotin hefði verið rúða í húsi við As- hamar. Sá sem rúðuna braut var þar staddur í samkvæmi og hafði orðið eitthvert ósætti í sam- kvæminu. Það mál mun þó hafa verið leyst á friðsamlegan hátt. Stúturnúmerátta Aðfaranótt þjóðhátíðardagsins var ökumaður tekinn, grunaður um ölvun við akstur og er hann sá 8. á árinu. Þá var ungur maður á léttu bifhjóli stöðvaður og kom í ljós að bæði var hann réttindalaus og hjólið óskráð. Annars voru umferðarlaga- brot með færra móti í vikunni eða aðeins átta. Athugasemd Vegna orðspors í síðustu viku þar sem því var haldið fram að for- ráðamenn bæjarins hefðu ekki viljað hitta sendinefnd frá Maine vili Bjarki Brynjarsson hjá Þróun- arfélaginu koma því á framfæri að aldrei hefði verið rætt við forráða- menn bæjarins. Keikó veröur ekki Ulraunadýr Jeff Foster sem hefur þjálfað Keikó lengst allra lagði mikla áherslu á það rannsóknarstarf sem fylgdi í kjölfarið. Hann var spurður að því hvort Keikó ætti að verða einhvers konar tilraunadýr og hvort það væri ekki í andstöðu við markmið margra dýraverndunarsamtaka? „Það verða ekki gerðar neinar til- raunir á Keikó, eða neitt sem orðið gæti honum til tjóns. Það mun verða fylgst með líkamlegri heilsu hans og viðbrögðum hans við breyttum að- stæðum. Þetta er einungis hugsað sem tímabundin vistun og markmiðið að gera Keikó kleift að synda aftur frjáls um hafið með öðrum háhyrningum. Að sjálfsögðu mun þetta gera vísndamönnum kleift að fylgjast með honum og ekki síður námsfólki, bæði á háskóla- og grunnskólastigi. Þetta verða frekar atferlisrannsóknir þar sem hægt verður að sjá hvernig hann muni pluma sig við ísland. Inni í þessu eru rannsóknir á hvemig háhyrningar eiga samskipti, hversu djúpt þeir geta kafað og svo fram- vegis. 1 þessu skyni ráðum við yfir tækni til þess að setja á hann kvikmyndatökuvél og fylgjast þannig með honum og samskiptum hans við önnur villt dýr.“ Þegar og ef Keikó verður sleppt og framkvæmdin reynist ekki jákvæð. Hvert verður þá framhaldið? „Það sem gerir þetta verkefni meðal annars spennandi er að reyna að sleppa honum. Markmiðið er að sleppa honum, en það er aðeins tíminn sem leitt getur í ljós hvernig útkoman verður. Það hefur aldrei verið reynt áður að sleppa hval sem dvalið hefur í svo nánum tengslum við menn í fyrri heimkynnum. Ef þetta fer illa getum við fylgst með honum og kannað heilsufar hans. Það er mjög hæft starfsfólk jafnt læknar og vísindamenn sem hafa mikla reynslu af háhyrn- ingum og sjá munu um að heilsufar Keikós verði alltaf eins og best verður ákosið." Verður stofnað sérstakt fyrirtæki um Keikó hér á landi? „Ég tela að svo verði án þess að ég þekki það svo náið. Hins vegar hefur Free Willy sjóðurinn skuldbundið sig til þess að gæta hagsmuna hans svo lengi sem hann lifir hvort sem hann verður í kvínni eða syndir frjáls um hafið. Við viljum gjarnan sjá sem flesta Vestmannaeyinga geta átt hlut að þessu verkefni. Þar á ég við til dæmis við þjálfara og annað starfsfólk sem koma mun að málinu.“ Heyrst hafa raddir um að ef að Keikó drepist muni það bitna á Vest- mannaeyingum og það gæti haft skaðleg áhrif á Eyjar. Jeff segir þetta hins vegar óþarfa áhyggjur. „Ég held ekki. Fólk er sæmilega upplýst og veit að eitt sinn skal hver deyja. Keikó er miðaldra ef svo má segja og það er frekar styrkur að flytja hann nú á heimaslóðir Háhyrningar geta orðið fjörutíu til sextíu ára gamlir en Keikó er nú um tvítugt. Það eru kannski meiri líkur á því að hann verði í kvínni það sem hann á eftir ólifað, en hann gæti allt eins verið farinn eftir sex mánuði,“ segir Jeff Foster að lokum. Á myndinni hér að ofan má sjá stelpurnar í fótboltanum taka niður fána á Stakkagerðistúni eftir að ákveðið var að „fresta” 17. júní vegna veðurs. Ekki mun ákveðið hvenær hann verður haldinn en vestmannaeysk börn bíða frétta í ofvæni. Ekki mun, svo okkur sé kunnugt um, áður hafa verið frestað að halda uppá þjóðhátíðardaginn. Delfí umhverfisins í Eyjum: Shellniót-Akiö varlega Nú um helgina verður Shellmótið í knattspymu. Búast tná við að gestir kringum mótið verði í kringum 2000 og má því búast við miklum fjölda gangandi vegfarenda á götum bæjarins. Sérstaklega er ökumönnum bent á að fara varlega kringum mótssvæðið. Hámarks- hraði frá gatnamótum Hamarsvegar og Brekkugötu að gatnamótum Hamarsvegar og Áshamars 30 verður 30 km. Þá er þess farið á leit við ökumenn að þeir leggi ekki bifreiðum sínuin þannig að það verði umferð til trafala. Því er einnig beint til ökumanna að þeir reyni að velja aðrar ökuleiðir en Hamarsveg meðan á mótinu stendur. Lögregla verður með eftirlit á svæðinu og mun grípa til sekta ef þörfþykir. Leiðrétting í frásögn af skólaslitum Barna- skólans í síðasta blaði urðu nafna- brengl á tveimur stöðum. Tveir nemendur fengu viðurkenningu frá Foreldrafélagi skólans fyrir prúð- mennsku og misritaðist seinna nafnið. Hið rétta er að þeir sem viðurkenningamar fengu voru Sindri Viðarsson og Atli Jóhanns- son. Þá var einnig rangt farið með fyrsta nafnið í hópi þeirra níu sem fengu viðurkenningu fyrir ástundun og hegðun frá skólanum. Hið rétta nafn viðurkenningarhafans er Andri Ólafsson. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Slettu málningu Á fimmtudag í síðustu viku kvartaði bifreiðareigandi nokkur yfir því við lögreglu að málningu hefði verið slelt á bifreið hans. í ljós kom að slettumar höfðu komið frá vél sem hér hefur verið við götumerkingar. Að sögn þeirra sem sjá um merkingamar var auðvelt að ná málningunni af með terpentínu. Ætlað að skynja og miðla hvers- lags upplýsingum úr náttúrunni Hugmyndin um DELFI umhverfíð í Eyjum sem Þorsteinn Ingi Sigfússon hefur mótað og kynnt í nafni Rannsóknarseturs Vest- mannaeyja snýst um stofnun sem hlustar, skynjar og miðlar hvers kyns upplýsingum frá umhverfínu. Miðstöð slíkrar skynjunarstöðvar yrði í Vestmannaeyjum. „Hugmyndin um DELFI kviknar vegna þess að sagan er lifandi og alltaf nærtæk og markmiðið er að gera Vest- mannaeyjar að nokkurs konar hlustun- arstöð eða skynjara umhverfisins og til þess að styrkja þessa hugmynd settum við Keikó inn í þá mynd. Þorsteinn Ingi segir að Qögur atriði séu lögð til grundvallar þessari hug- mynd. „Þetta verkefni verður grund- vallað á öllum mögulegum hugmynd- um nútíma upplýsingtækni þar sem ekkert er undanskilið. Þar inni f myndinni er hafið, landið og loftið sem við öndum að okkur. 1 hnotskum náttúran og samfélagið eins og það leggur sig. 1 annan stað byggir hug- myndin á nánu rannsóknasamstarfi á aljjjóðlegum gmndvelli. Þar er hug- myndin að gera Keikó að lifandi tákni fyrir hlustir og augu alls heimsins. I því sambandi verður áherslan lögð á samskipti manna og tengsl þeirra við umhverfið. I þriðja lagi er hugmyndin að byggja upp ferðamannaþjónustu þar sem DELFI umhverfið gæti orðið nokkurs konar hlustunarmiðstöð nátt- úmnnar í mjög víðfeðmum skilningi og síðast en ekki síst er sýnin sú að allt þetta umhverfi geti orðið vettvangur komandi kynslóða um allan heim til þess að skynja og komast í náin tengsl við þann heim sem við lifum í. Þá á ég við jafnt miðstöð fyrir sérfræðinga og ungt fólk sem hefur áhuga á þeim möguleikum sem slík miðstöð hefur upp á að bjóða." FRETTIR i Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.