Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Page 7
Fimmtudagur 16. júlí 1998 Fréttir 7 Herjólfsdalsnefnd skilar afsér: Róttækar en athygl ísueröar tillögur Á síðasta kjörtímabili skipaði bæjarstjórn sérstaka Herjólfsdals- nefnd sem skvldi koma með tillögur að framtíðarskipulagi í Herjólfsdal. I nefndina voru valin þau Árni Johnsen, formaður, Guðjón Hjör- leifsson, Þór Vilhjálmsson, Ólafur Týr Guðjónsson og Auróra Frið- riksdóttir. Með nefndinni hefur einnig starfað formaður þjóðhá- tíðarnefndar, Birgir Guðjónsson og hafði nefndin samráð við þjóð- hátíðarnefnd um allar tillögur. Nefndin tók þá ákvörðun í upphafi að miða hugmyndir um endurbætur og lagfæringar í Herjólfsdal við það að vemda útlit Dalsins eins og hann hefur þróast á undanfömum áratugum en leggja um leið kapp á að gera dalbotninn fallegan og aðgengilegan sem útivistarsvæði, bæði á þjóðhátíð og öðmm árstíma. Nefndin var sam- mála um að nauðsynlegt væri að að lagfæra svæðið í takt við nútímakröfur. Nefndin fékk Pétur Jónsson, landslagsarkitekt til að gera hugmyndir og teikningar til að vinna eftir. Þann 3. júh' sl. skilaði nefndin svo frá sér tillögum sínum og hugmyndum og mælir með því að þær verði fram- kvæmdar. Þjóðhátíðamefnd mælir einnig með því. Nefndin telur mikil- vægt að hefjast handa nú þegar fyrir næstu þjóðhátíð og taka fyrir stæði og hellulögn undir nýja veitinga- og þjónustuaðstöðu. Þá telur nefndin einnig mikilvægt að malbika hlaupa- brautina í sumar þó svo að loka- frágangi hennar Ijúki síðar. Nefndin skiptir tillögum sínum niður í 13 verkþætti og verður hér stiklað á stóm í þeim þáttum. 1. Hlaupabrautin: Eins og hlaupabrautin er nú, er hún óhijálegur malarstígur sem eys út ryki í þurm veðri og verður að dmllu- pollum í bleytu. Nefndin leggur til að hún verði malbikuð, 5,5 m breið og hellulögð á ytri og innri köntum með rauðbrúnum steini, 10x20 cm og einnig rákuð með þverrákum á sama hátt. Öll vinna í dalbotninum miðast við að vatn geti hvergi safnast fyrir á almennum svæðum, afrennsli verði eðlilegt frá tjaldstæðum hústjalda, danspöllum, göngusvæðum og brekk- um. 2. Tjaldgötur: Reiknað er með jarðvegsskiptum í götum hústjaldanna, 30 cm þykk gróf möl, síudúkur, 10 cm sandlag og síðan tyrft ofan á sandinn. Fleiri möguleikar hafa verið skoðaðir en þessi leið er talin best auk þess sem hún er ódýmst. Nefndin telur æskilegt að taka á- kveðnar götur fyrst og láta reyna á gæðin. 3. Brekkusviðið: Byggt verður varanlegt brekkusvið úr bjálkum og staðsetning þess eins og verið hefur, þ.e. móti brekkunni. Danssvæðið verður austan sviðsins en tryggt að hljóðkerfmu verði ekki beint yfir hústjöldin. Brekkusviðið verður með sviðsstærð mjög svipaða og verið hefur en gefur þrjá möguleika, breitt svið í hálfhring eða tvískipt fyrir brekku annars vegar og danspall hins vegar. Með þeim breytingum sem á- ætlaðar eru mun álagið á brekkuna minnka verulega en hún hefur oít farið illa á þjóðhátíðum. Bakatil á sviðinu verður varanleg lítil bygging en tjald- himninum yfir sviðinu verður hægt að skella upp á innan við klukkustund. Undir sviðinu verður um 100 fermetra rými fyrir geymslur, snyrtingu o.fl. 4. Nýi danspallurinn: Nýi danspallurinn verður steyptur upp á svæði innan norðurenda hlaupabrautar en að öðru leyti verður sá hluti hellulagður. Unnt verður að setja upp staura til að afmarka pallinn og einnig staura fyrir hátalarakerfi þannig að hljóð beinist inn á pallinn en ekki yfir tjaldborgina. 5. Gamli danspallurinn: Gamli pallurinn verður stækkaður lítillega og byggt varanlegt svið við hann, einfalt að gerð úr bjálkum eða spírum. Húsgrind á pallinum verður boltuð saman og síðan dúktjald yfir. Sviðinu verður snúið nokkuð frá því sem nú er þannig að allur pallurinn notist fyrir sviðið. Byggt verður stauragrindverk kringum pallinn og hliðið endurbyggt en allt trévirki verður varanlegt og stendur árið um kring. Undir sviðinu verður m.a. aðstaða fyrir skemmtikrafta. 6. Brúin: Brúin yfir tjömina verður byggð varanleg úr staumm og tengist göngu- stígum, annars vegar á hlaupabrautina og vestan megin í átt að veitinga- og sölutjöldum. 7. Brekkan: Brekkan við brekkusviðið verður stölluð í takt við brekkuna sjálfa, löguð að brekkunni en mun gjörbreyta aðstöðu fólks til að láta fara vel um sig. Þá mun stöllunin minnka álagið á brekkuna en stöllunin verður samt með minnsta móti. I gegnum brekk- una er gert ráð fyrir göngustíg sem á að auðvelda aðgengi að brekkunni. Stöllun brekkunnar gengur niður að hlaupabraut og bratti kanturinn neðst mun hverfa. 8. Veítínga- og sölutjöld: Allar sölubúðir verða fluttar af svæði nýja danspallsins og vestur fyrir hlaupabrautina þar sem veitingatjaldið hefur verið staðsett. Þar er gert ráð fyrir þremur tjöldum. Tvö er þegar búið að panta, veitingatjald, sem getur staðið allan ársins hring ef því er að skipta, og eldhústjald tengt því en gert er ráð fyrir þriðja tjaldinu sem verður 350 fermetrar á að hýsa sölubúðimar með þeim möguleika að bæði sé hægt að selja inni í tjaldinu eða út úr því um hliðarveggi. Undir þessum tjöldum verður hellulagt svæði með steyptum sökklum undir sjálf tjöldin. Nefndin telur áríðandi að ljúka uppbyggingu undir þessi tjöld í einum áfanga fyrir þjóðhátíðina í sumar. 9. Stökkgryfja: Gamla stökkgryfjan, fyrir stangar- stökk og önnur stökk, verður end- urbyggð enda er það vilji þjóðhátíðamefndar að hefja íþróttir aftur til vegs og virðingar. 10. Þjóðhátíðarborð: Byggt verður þjóðhátíðarborð úr torfi og grjóti á hólnum norðvestan við gamla danspallinn og hlaðinn bekkur kringum borðið þannig að gestir geti tyllt sér niður. Ekkert er vitað um hvemig gamla þjóðhátíðarborðið frá 1874 leit út en þetta nýja borð í gömlum stfl á að verða til að upphefja sögnina um fyrsta þjóðhátíðarborðið. 11. Lagnakerfi: Vanda þarf vel til alls lagnakerfis í Dalnum, endumýjun og uppbygging þess verði í takt við aðrar fram- kvæmdir, bæði rafmagn, vatn skolp og annað og æskilegt að tæknimenn skipuleggi það úl hlítar. 12. Leiktæki: Gert er ráð fyrir að varanleg leiktæki verði byggð upp fyrir böm á Fjósaflötinni undir Fjósakletti. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að skreyt- ingar á borð við hof og myllu geti verið þar áfram. Miðað er við að leiktækin verði byggð upp af skátum með spírum, böndum og öðram möguleikum sem tengjast slíku. Fláinn á kantinum upp á flötina verður minnkaður til að auðvelda aðgengi að henni. 13. Göngustígur: Lagt er til að varanlegur göngustígur, með bundnu slitlagi, verði gerður frá Hásteini inn í Dal, um tveggja m breiður, með lágri lýsingu en miðað er við að lýsing í sjálfum Dalnum verði í lágmarki eða aðeins þar sem nauðsyn ber til vegna öryggis. Á næstu misserum mun Her- jólfsdalsnefndin huga að fleiri atriðum, svo sem hugmyndum að uppbyggingu Herjólfsbæjar, veginn inn að vatnspósti, uppbyggingu vatnspóstanna beggja en þetta eru at- riði sem hægt er að vinna sjálfstætt með tíð og tíma. Nefndin telur mikilvægt að heljast nú þegar handa, eins og fyrr er getið og gera framkvæmdaáætlun. Þá er nefndin reiðubúin til frekari verka um leið og bæjaryfirvöld hafa tekið af skarið um framgang málsins. Kristján og Bára kjörnir prestar í Eyjum Ákveðið hefur verið að ráða séra Kristján Björnsson sóknarprest í Vestmannaeyjum og Báru Frið- riksdóttur guðfræðing sem prest. Verða þau sett inn í embætti í byrjun september nk. Prófastur Kjalanesprófastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson prestur að Reynivöllum í Kjós, boðaði til kjörfundar sl. sunnudag þar sem mættu tólf af fjórtán kjörmönnum sóknarinnar. Þar voru Kristján og Bára kjörin með öllum greiddum atkvæðum að því er Jóhann Frið- finnsson, formaður sóknamefndar, tjáði blaðinu. Bára er 35 ár guðfræðingur og kemur frá Hafnarfirði en Kristján er 39 ára og er sóknarprestur á Hvammstanga. „Þau verða sett í embætti við hátíðlega athöfn í Landakirkju þann 6. september nk. Þangað til hefur Þórey Guðmunds- dóttir verið settur sóknarprestur í Vestmannaeyjum og heldur sína fyrstu Guðsþjónustu nk. sunnudags- kvöld kl. 20.30,“ sagði Jóhann í samtaii við Frétúr Séra Kristján Björnsson. Bára Friðriksdóttir guðfræðingur. ísúlfur Gvlfí Pálmason Bingmaður og formaður Suðurlandsskóga afhenti Vestmannaeyjabæ trjáplöntur að gjöf frá Suðurlandsskógum í síðustu uiku. Suðurlandsskógar eru átaksuerkefni í skógrækt sem hófst fyrir ári síðan en uerkefnið er til fjörutíu ára. Það er ríkissjóður sem stendur að baki bessu uerkefni, en lög bessa efnis uoru sambykkt á Albingi fyrir einu ári. ísólfur Gylfi sagði uið afhendinguna að gjöfin uæri liður í jnri að efla græna fingur í Eyjum og uonaðiaðsuomyndiuerða. ísólfur afhenti Vestmannaeyingum birki, reyniuið og greni sem kallað er íslendingur, en Guðjón Hjörleifsson tók uið trjánum fyrir hönd Vest- mannaeyinga á grænum sólskinsdegi í síðustu uiku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.