Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 16. júlí 1998 OPIÐ BRÉFTIL ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDAR Orð í tíma töluð Við viljum laka undir orð Þorsteins Lýðssonar í síðasta tölublaði Frétta, er varðar val á Þjóðhátíðarlagi Vest- mannaeyja ár hvert. Þætti okkur eðlilegast að haldin væri keppni um besta lagið á hverju ári. Eins og flestir vita hafa ijölmargir sent inn lög þegar óskað hefur verið eftir því, en í öllum bænum, ekki auglýsa eingöngu eftir þátttöku í Mogganum „korteri fyrir Þjóðhátíð" heldur í bæjar- blöðunum, og með að minnsta kosti eins og hálfs mánaðar fyrirvara. Undimitaðar hafa ásamt fjölda annarra tekið þátt í þessari skemmti- legu keppni, með misgóðum árangri, en samkeppnin hefur þó hvatt mann til að gera bara betur næst. En nú viljum við spyrja! Af hverju var ekki auplvst eftir tillögum að Þjóðhátíðarlagi í ár. Við vitum að ráðning flestra skémmtikrafta er oftast lokið löngu fyrir verslunarmannahelgi, því þykir okkur skrítið að samkeppni um besta lagið geti ekki fléttast inn í þann undirbúning. Því segjum við; upp með sokkana, inn með keppnina, og að lokum hvetjum við alla góða texta og lagahöfunda til að taka þátt í keppninni um besta Þjóðhátíðar- lagið 1999. Gleðilega Þjóðhátíð. Harpa Kolbeinsdóttir Helcna Pálsdóttir Ársæll Árnason HÚSASMÍÐAMEISTARI Bessahrauni 2, sími 481-2169 GSM 899-2549 ALHLIÐA TRÉSMÍÐI ♦ LAMELLA PARKET Sölufulltrúi óskast íslandspóstur hf. óskar eð ráða sölufulltrúa í fyrirtækjaþjónustu. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar gefur stöðvarstjóri. íslandspóstur Vestmannaeyjum íbúð fyrir kennara Tveggja herbergja íbúð óskast til leigu, helst sem næst Barnaskólanum. Upplýsingar í síma 552 5252 eða 551 2049 hjá Brynju. Skólastjóri Lundaveiðimenn og úteyjaféiagar Náttúrustofa og Veiðistjóri biðja ykkur um að halda til haga lundahausum og koma til Náttúrustofu Suðurlands á Strandvegi 50. Mikilvægt er að fá sem flesta hausa (eða gogga) í pokum merktum úteyjum eða veiðistöðum á heimalandinu. Vinsamlegast athugið að senda eingöngu inn hausana og að best er að fá þá sem ferskasta til frystingar. Hausarnir eru mikilvægir í stofnstærðar- og veiðiálagsmælingum sem fram munu fara á næstu árum. Nánari upplýsingar í síma 481 -1111 Náttúrustofa Suðurlands Ármann Höskuldsson forstöðumaður Öll almenn heimilistækja og raflagnaþjónusta. EINAR HALLGRÍMSSON Verkstæði að Skildingavegi 13 © 481-3070 & h® 481-2470 Far® 893-4506. <2£> TOYOTA iákn um gcedi í Vestmannaeyjum: Kristján Ólafsson, löggiltur bílasali Símar: 481 2323 8,898 3190 A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heimagötu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Sporafundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. Kr áfengi vandaniál í þinni fjötskvldu Al-Anon l'vrir iuUiiijJa vini alkóhólista I iH'ssum samtökum jjctur |uí: Hitt aöra scm ^líma viO sams konar vaiKÍamál. Fricðst um alkóhólisma st*m sjúkdóm Oðlast von í stað örvumtingar Ha*tt ástandið innan Ijiilskvlduimar ILjlUt upp sjállstraust þitt UMBOÐÍEYJUM: Friöfiimur Finnbogason 481- 1166 og 481-1450 WL ÚRVAL- ÚTSÝN Stöndum vörð um Þjóðhátfðina Eftir hálfan mánuð skellu Þjóðhátíðin á hér í Eyjum í öllu sínu veldi. Þjóðhátíðin er ekki hefðbundin útihátíð eins og tíðkast víða um land um verslunarmannahelgina. Þjóðhátíð í Eyjum á langa sögu, eða allt ífá árinu 1874. Þegar Vestmannaeyingar komust ekki til Þingvalla til að fagna 1000 ára byggð á Islandi en fluttu þess í stað allt sitt útilegudót inn í Herjólfsdal og héldu hátíð. I yfir 100 ár hafa Vestmanna- eyingar haldið þeim sið að fara inn í Herjólfsdal og haldið hátíð með ýmsum siðum og hefðum. Þrátt fyrir óveður, eldgos otl. hafa menn ekki látið deigann síga hvað varðar þennan þátt í bæjarlíftnu. En hver er sérstaða Þjóðhátíarinnar í Eyjum? í gegnum árin hefur sjarmi og sérstaða hennar verið sú að þar hafa kynslóðimar komið saman og notið þess að halda hátíð. Manneskjur hafa ekki verið flokkaðar niður eftir aldri heldur hefur þetta verið hópefli kynslóðanna. Nokkuð hefur borið á því á síðastliðnum ámm að Þjóð- hátíðin hefur orðið minni fjöl- skylduhátíð og er það miður. Eina aðferðin til að sporna við því er að hvetja myndugt fullorðið fólk til að fjölmenna með bömin sín í Herjólfsdalinn um verslunarmanna- helgina og kenna afkomendum sínum og gestum hvemig Eyjamenn halda hátíð. Það vekur líka unglingunum okkar öryggi og ánægju að hafa fullorðna fólkið með. En við verðum öll að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það á jafnt við um unga sem aldna. Þegar nokkur þúsund manns koma saman á einum stað er ástæða til að vanda sig. Mín vamaðar- orð til unglinganna em þau að nota ekki áfengi. Nauðsynlegt er að halda hópinn og gæta þess að verða ekki viðskila við vinina. Á Þjóðhátíð eigum við að vera vinir í raun. Við fullorðna fólkið megum ekki gleyma ábyrgð okkar og hlutverki sem fyrirmyndir. Það væri mikil blessun fyrir hátíðina ef foreldrar létu það vera að nota áfengi á meðan bömin þeirra em með þeim í dalnum. Það má ekki búa þannig unt bömin okkar að þau fyllist kvíða og sorg þegar hátíðir nálgast vegna þess að þá misnoti foreldrar áfengi og geti ekki átt uppbyggilegt fjölskyldulíf. Lögreglan, félagsmálayfirvöld, heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Björgunarfélagið og Landakirkja hafa átt einstaklega gott samstarf á liðnum ámm, varðandi viðkvæm og erfið mál sem upp kunna að koma árið um kring. Á Þjóðhátíð leggur þetta fólk ekki niður samstarf sitt heldur eflir það ef eitthvað er. En það er ekki nóg. Við þurfum að efla Þjóðhátíðina með samstöðu allra sem hér búa til að viðhalda hinum 124 ára gamla viðburði í bæjarlífinu sem raunveru- legri hátíð þar sem fjölskyldu- og vinagildi blómstra en ekki skrílsháttur og víma. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Þann 20. júní s.l. voru gefin saman í hjónaband af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur þau Helga Björk Ólafsdóttir og Sigursteinn Bjarni Leifsson. Heimili þeirra er að Foldahrauni 39 g Ljósmyndastofa Óskars OAI OA fundir eru haldnir í tumherbergi Landakirkju (genffið inn um aðaldyij manudaga kl. 20:00. Teikna og smíða: Sólstofur, útihurðir, glugga, utanhúss- m klæðningar, þakviðgerðir og mótauppstáttur. Agúst Hreggviðsson Simi: 481-2170 Trésmiðaverkst: Miðstræti 23 481 2176 GSM: 897 7529 L

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.