Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Qupperneq 15
Fimmtudagur 25. júlí 1998 Fréttir 15 Landssímadeildin 10. umferð: ÍBV 3 -Þróttur 0 Steinsrímur með þrjú -Er langmarkahæstur 03 er þetta önnur þrenna hans í sumar Þessir fyrrum félagar í ÍBV eru markahæstír í Landssímadeildinni. Steingrímur hefur skorað 14 mörk í 11 leikium og harf aðeins að skora sex mörk í sjö leikjum til að slá markakóngsmetið. Tómas Ingi hefur skorað níu mörk og til samans hafa heir huí skorað 23 mörk en til gamans má geta hess að ÍBV hefur skorað 26 mörk hað sem af er en næstu lið ekki nema 18 mörk. Jafntefli og tap hjá KFS KFS sótti ekki gull í greipar Vík- inga frá Ólafsvík í 3. deildinni þegar Eyjamenn máttu þakka fyrir að ná jafntefli 6-6. Staðan í hálfleik var 3 - 2 Ól- afsvíkingum í vil og höðfu þeir 6-3 yfir þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Þá kom Eyjabaráttan. eins og hún gerist best, til skjalanna og bjargaði einu stigi. Mörk KFS: Jóhann Sveinn Sveinsson 2, Stefán Bragason 1, Haraldur Bergvinsson 1, Yngvi Borgþórsson 1 og Magnús Stein- dórsson I. KFS gekk heldur betur á móti Snæfelli. Þar náðu Eyjamenn fram 1 - 2 sigri með mörkum Jóhanns Sveins og Yngva. í fyrri leiknum var Magnús Steindórsson bestur en Gestur Magnússon var ásamt Jóhanni Sveini jafnbestur í leikjunum. Bestur KFS-manna í seinni leiknum var Sigurgeir Viktorsson markmaður en hann kom inn á vegna meiðsla aðalmarkvarðar. Einnig var Sigurður Smári Benó- nýsson frábær. Eftir fyni leikinn var haldinn neyðarfundur vegna lélegs vam- arleiks og skilaði hann sér beint í seinni leikinn. KFS var án nokkurra lykilmanna í þessari ferð á Snæfellsnesið en í liðið vantaði Heimi Hallgríms, Jón Braga. Sigga Gylfa, Erling Rikka, Kára Hrafnkels, Helga Braga. Félagið á nú eftir fjóra heimaleiki en hefur lokið við alla útileikina. Saðan í 3. deild Afturelding 9 leikir 21 stig KFS 10 leikir 19 stig Léttir 9 leikir 15 stig Bruni 9 leikir 15 stig Gunnar Heiðar í landsliðið Gunnar H. Þoi'valdsson, leikmaður með 3. og 2.flokki ÍBV. hefur verið valinn í 16-manna hóp drengja- landsliðsins í knattspymu. Gunnar er mikið efni, og hefur heldur betur verið á skotskónum, með sínum flokki í sumar. Framundan Föstudagur24.júlí K1.20:00 mfl.kv Coca-Cola bikar kvenna 3. d. ka KFS - Hamar Sunnudagur 26.júlf Kl. 14:00 3.fl.ka ÍBV - Þróttur Reykjavík. Þriðjudagur 28.júlí Kl. 20:00 mfl. kv. ÍBV - Breiðablik Miðvikudagur 29.júlí kl.20:00 Mfl.ka ÍBV - Obilik í Evrópukeppni meistaraliða. Venni úr leik Sigurvin Ólafsson, miðvallarleik- maðurinn snjalli. er úr leik í sumar. Venni var ásamt félögum sínum í úteyjarferð f Suðurey, þegai- hann slasaðist alvarlega í síðustu viku. Sköflungurinn brotnaði illa, og að auki tá-og ristarbrotnaði Venni. Þetta er mikið áfall fyrir bæði hann og ÍBV-liðið. Sjómannamótið laugardag Hið árlega sjómanna- og útvegs- mannamót GV og Ismar verður á laugardaginn. Vakin er athygli á auglýsingu á bls. 11. Eyjamenn fengu spútniklið Þróttar úr Reykjavík, í Landssímadeildinni á laugardag. Leikið var í blíð- skaparveðri á frábærum Hásteins- velli. Leikurinn var frábær skemmtun og voru yfírburðir IBV þó nokkrir og lauk leiknum með sigri heimamanna 3 - 0. Fyrirfram var búist við einvígi markahæstu manna deildarinnar, Steingríms Jóhannssonar hjá IBV og Tómasar Inga Tómassonar Eyjamannsins í liði Þróttara. Því einvígi lauk með yfirburðasigri Steingríms sem náði að skora þrennu í leiknum. Nýliðar Þróttar náðu að halda aðeins í Eyjamenn í fyrri hálfleik, þeir vörðust mjög aftarlega, og beittu nokkuð ógnandi skyndisóknum, en þar var Tómas Ingi virkilega ógnandi. En ÍBV hafði undirtökin allan fyrri hálfleikinn. Það var samt ekki fyrr en um 10 mínútur voru til leikhlés, að Steingrímur Jóhannesson, skoraði gott skallamark eftir sendingu frá ívari Bjarklind, og einnig eftir hroðalegt úthlaup hjá markmanni Þróttar. Mikilvægt mark sem kom á mikil- vægum tíma. í seinni hálfleik héldu Eyjamenn áfram að þjarma að gestunum, og spumingin var bara sú, hvenær annað markið yrði að veruleika. Það kom eftir gott spil upp miðjuna, Jens Paeslack, gaf góða sendingu fyrir og hver annar en Steingrímur var mættur til að skora af stuttu færi. Á lokamínútum leiksins skoraði Steingrímur þriðja mark ÍBV, og sitt þriðja mark í leiknum, eftir góða stungusendingu frá Inga Sigurðssyni. Þannig urðu lokatölur leiksins, sannfærandi 3 - 0 sigur. Saetur Nú er nokkuð ljóst að dómur vegna kæru Stjörnunnar út af leik IBV og Stjörnunnar í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í síðustu viku mun verða ÍBV í óhag. Það var engu líkara en Eyjastelpur hefðu þetta á bak við eyrað þegar þær tóku Stjörnuna í nefíð leik liðanna í Eyjum á þriðjudagskvöldið. Urslit leiksins urðu sex mörk gegn einu og þar með komst IBV upp að hlið Stjörnunnar með tíu stig. ÍBV-stelpumar sýndu strax að þær ætuðu sér ekkert nema sigur og fyrsta markið kom strax á fjórðu mínútu þegar Bryndís Jóhannesdóttir skoraði glæsimark. ÍBV hafði vindinn í fangið í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það óðu stelpumar í fæmm en tókst þó ekki nema einu sinni að koma boltanum í mark andstæðinganna. Þar var íris Sæmundsdóttir að verki. Fyrri hluti seinni hálfleiks var algjör einstefna að marki Stjömunnar. Hjördís Halldórsdóttir fór fyrir Eyjastelpum og skoraði tvö fyrstu mörkin í hálfleiknum, á 1. og 10. mínútu. Eftir það fór að bera á einbeitingarleysi hjá ÍBV og á 20. rnínútu tókst Stjömunni að skora sitt fyrsta og eina mark. Þá tók Olga Stefánsdóttir málin í sínar hendur, skoraði tvö mörk og þar með varð niðurlæging Stjömunnar algjör. Best í liði ÍBV var Anna Rentschler, stjómaði vel á miðjunni og sótti óhikað í andstæðingana. LiðÍBV: Petra 7 - Fanný 7, Ema 7, Sigríður Á 8, Kristín E. 6) - Elena 8, Bestu menn ÍBV í leiknum voru þeir; Hlynur Stefánsson, sem hélt Tómasi Inga alveg niðri í leiknum. Kristinn Hafliðason og Ivar Ingimarsson voru og afgerandi á miðjunni og síðan en ekki síst, maður leiksins, Steingrímur Jóhannesson, sem lék óaðfinnanlega í þessum leik. Steingrfmur er nú kominn með 14 mörk í deildinni og Anna 9, Hrefna 7 (Dögg L. 5), Hjördís 8 (Jóna Heiða 5)- íris 8, Bryndfs 7 (Olga 8). Sigur en tap í bikarnum? Á miðvikudagskvölið í síðustu viku áttust við IBV og Stjarnan í 8 -liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í knatt- spymu. Leikurinn fór fram á Há- þarf nú aðeins að skora sex mörk í þeim sjö leikjum sem eftir eru af mótinu, til þess að slá markametið. Lið ÍBV: Gunnar 7 - ívar 7, Hlynur 8, Zoran 7, Kjartan 7(Hjalti 6) - Ingi 6, Kristinn H. 7, ívar I. 7, Kristinn L. 6( Jens 6), Steinar 6(Guðni 6) - Steingrímur 9. steinsvelli, við mjög góðar aðstæður og lauk með 2 - 0 sigri ÍBV. Þrátt fyrir sigurinn er ekki útséð um fram- haldið vegna kæru Stjömunnar. Dórnur verður að liggja fyrir í dag eða á morgun því annað kvöld verður leikið í undanúrslitum þar sem annað hvort ÍBV eða Stjaman mætir Breiðabliki. Bikardraumurinn úti Annar tlokkur karla, fékk lið Keflavíkur f heimsókn, síðastliðinn föstudag. Þetta var leikur í bikar- keppni KSÍ, og því að duga eða drepast. Þarna mættust tvö af betri liðum landsins og var rnikið í húfi í þessum leik. Jafnræði var með liðunum fyrri hluta leiksins, en staðan í hálfleik var, 2-1. Fyrirliði IBV, Bjami G. Viðarsson, var rek- inn útaf í fyrri hálfleik, vegna tveggja gulra spjalda, sem og einn Keflvíkingur. Magnús Elíasson, skoraði bæði mörk ÍBV í fyrri hálfleik. fyrst eftir gott spil og seinna markið gerði hann eftir stungusendingu. En í byrjun seinni hálfleiks gerðu Keflvíkingar tvö mörk með stuttu millibili, og náðu undirtökunum í leiknum. Fjórða mark gestanna kom um miðjan seinni hálfleikinn, og nteð þvf marki fengu Eyjamenn rothöggið. Lokatölur leiksins urðu því, 2-4, og ÍBV þar með úr leik í bikarnum. Magnús Elíasson, átti bestan leik Eyjapeyja, en aðrir geta mun betur. Miðað við mannskapinn, sem ÍBV hefur á að skipa, þá er liðið alls ekki að spila góðan bolta og eiga strákamir mun meira inni. Stelpurnar í góðum málum Annar flokkur kvenna lék við Stjömuna í síðustu viku. Leikið var í Garðabæ, og lyktaði leiknum með jafntefli, 1-1. Mark ÍBV skoraði Hjördís Halldórsdóttir. Á sunnudaginn var fengu stelp- urnar síðan FH í heimsókn, og endaði leikurinn með sigri ÍBV, 5- 0. eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0. Hanna, Hjördís H., Hrefna, íris og Hjördís J. skoruðu mörkÍBV. Gunnar meó fjögur Þriðji flokkur karla fékk KA frá Akureyri f heimsókn í síðustu viku. Eyjamenn áttu ekki í vandræðum með gestina að norðan, og sigruðu örugglega, 6-0. Gunnar H. skoraði fjögur mörk í leiknum, en þeir Atli og Bjami R. eitt mark hvor. Sætur sigur hjá strákunum Strákamir í tjórða flokki hafa staðið sig framar vonum í sumar. Nú síðast lögðu þeir lið Leiknis úr Reykjavík, með fjórum mörkurn gegn einu. Víðir Róbertsson gerði þrennu í leiknum og Andri Ólafsson skoraði eitt mark. Fimmti flokkur á skotskónum Fimmti flokkur karla spilaði við Leikni úr Reykjavík, síðastliðinn fimmtudag. Hjá a-liðunum endaði leikurinn, 5-1 og skoruðu þeir Björgvin 3 og Grétar 2 mörk. B- liðiö burstaði sinn leik, 15-0, og meðal markaskorara voru þeir; Einar K., Garðar Ó, Bjami, Ragnar, Steingrímur, Hersir, Sævald og Þorgils O. Leiðrétting í grein um úrslit í Vestmanna- eyjamótinu í fimleikum féllu niður tvö nöfn. Kristrún Ósk Hlynsdóttir og Ása Guðrún Guðmundsdóttir sem féngu 9,80 á dýnu. ÍBV átti flesta keppendur á Guli og silfur mótinu í Kópavogi þar sem eigast við yngri flokkar kvenna í knattspyrnu. ÍBV náði einum meístaratitli. Var pað hinn ósigrandi 4. flokkur A sem hampaði enn einum titlinum. Aðrir flokkar ÍBV náðu einnig góðum árangri sem greínt verður frá í næsta blaði. Efri röð f.v. Karítas Þórarinsdóttir, Berglind Jóhannsdóttír, Ásta Hrönn Guðmannsdóttír, Eyrnn Haraldsdóttir og Erna Sævarsdóttir. Heðri röð f.v. Margrét Lára Viöarsdóttir, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Halla Björk Hallgrímsdóttír og Sara Sigurlásdóttír. Meistaradeild kvenna: ÍBV 6 - Stjarnan 1 hefndarsisur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.