Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Page 16
Leikurinn verður í Eyjum ÍBV leikur heimaleikinn gegn júgó- slavnesku meisturunum FK Obilic í forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu nk. miðvikudag, 29. júlí, í Eyjum. Undanþága hefur fengist til þess að leikurinn fari fram hér. Þorsteinn Gunnarsson, hjá ÍBV segir að þjóðhátíðarstemmningin hetjist á miðvikudaginn með Evrópuleiknum. „Vonandi ntæta sem flestir til að hvetja strákana. Það hefur kostað mikla fyrirhöfn að fá að spila leikinn í Eyj-um, völlurinn er á undanþágu þar sem aðstaða fyrir áhorfendur er ekki samkvæmt Evrópustöðlum. Stuðningsmannaklúbbur ÍBV verður með skemmtikvöld á þriðjudag sem verður auglýst nánar. Umferð um svæðið verður mjög takmörkuð, bílastæði ekki leyfð sunnan og austan vallar og það sýnt með skiltum. Dómarar í leiknum verða skoskir en eftirlitsdómari frá Belgíu. Þess má geta að nýja búnings- aðstaðan við Týsheimilið verður tekin í notkun í Evrópuleiknum. Mildi var að ekki varð stórslys inni í Herjólfsdal uni klukkan 16:30 í gær, þegar mannlaus vörubifreið ók á austustu sjoppuna sem nýbúið er að setja upp í tilefni Þjóðhátíðar. Aðdragandi slyssins var með þeint hætti að verið var að ýta mannlausri vörubifreiðinni í gang með traktorsgröfu, með þeim „ágæta“ árangri að vörubifreiðin fór í gang og hélt sem leið liggur að sjoppunni. Bifreiðin stórskemmdi sjoppuna og rafmagnsskáp sem var utan við hana, auk þess að skekkja hluta sjoppulengjunnar og hljómsveitarsviðið á bakvið. Tvær stelpur höfðu verið upp á þaki sjoppunnar við að mála og ný- komnar niður af þakinu, þegar vörubifreiðin skall á sjoppunni. Töluvert sá einnig á vörubifreiðinni. Þykja stelpurnar hafa sloppið með skrekkinn. Mörg börn voru og við málningarvinnu hjá sjoppunni og í ljósi þess þykir uppátæki þetta og tilgangur hinn undarlegasti. Hjálmurinn bjargaði Það slys varð um borð í Antaresi VE sl. fóstudag að svonefndur haus á nótaleggjara féll ofan á einn skipverja og slasaðist hann nokkuð. Hann var þegar í stað fluttur á Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík þar sem óttast var að meiðsli hans væru alvarlegs eðlis. Svo reyndist þó ekki vera og í fyrradag kom hann til Eyja þar sem hann liggur nú á Sjúkrahúsinu. Hann er hvergi brotinn en talsvert skrámaður og rnarinn. Að sögn lækna hefur hann sloppið ótrúlega vel og er það ekki síst þakkað því að hann var með öryggishjálm. FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM Doyligflr hríhr hwf á iuf mi w. Vöruafgreiðsla Mdldingovegl 4 Mal 4S1 3440 Vöruafgreiðsla í Reykjavik Aðatflutningar Héðinsgötu 3 Sínl 581 3030 Öll mþttaka ferðamanna, skóla- ogy'þróttahópa ()l)j K \SH KOS11 RIW II VH M 1927® 4811909 - 896 6810 J Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson S£MðÍFEBM8ÍLL n481-2943, * 897-1178 Þessar hressu stúlkur, og einn karlmaður, lögðu af stað í 55 km göngu, eftir Laugaveginum, leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur, í fyrradag. Fararstjóri frá Ferðafélagi íslands, Kristján Jóhannesson, verður þeim til halds og trausts í ferðinni, en hann var hér á ferð í síðustu viku og gekk með þeim á lokaæfingunni. Ferðin tekur fjóra daga og I dag ganga þær frá Álftavatni og niður í Emstrur. Þaðan fara þær á morgun síðasta spölinn niður f Þórsmörk, þar sem þær munu dvelja fram á sunnudag. Stef nir í mikla aðsókn Svo virðist sem aðsókn ætli að verða góð á þjóðhátíð í ár, allavega ef marka má fyrirspurnir og bókanir í flugi, svo og hvernig gengið hefur í forsölu á ntiðuni. Forsala aðgöngumiða er í Spari- sjóðnum. Erna Þórarinsdóttir, gjald- keri, sagði í samtali við blaðið f gær að búið væri að selja um 200 miða eða svipað og í fyrra. „Þetta fer yfirleitt rólega af stað en svo koma kippir í það á milli," sagði Ema. Hún sagðist eiga von á kipp í söluna í dag þar sem fimmtudagur er víða útborgunardagur launa. Hjá BSÍ í Reykjavík er einnig forsala aðgöngumiða. Raunar hófst sú sala ekki fyrr en sl. mánudag en samkvæmt upplýsingum sem þar fengust í gær hefur verið mikil traffík þá þrjá daga sem salan hefur verið í gangi. Arnar Richardsson hjá Flugfélagi fslands sagði að þegar um sfðustu helgi hefði allt flug félagsins á föstudegi í þjóðhátíð verið upppantað. „Það eru um 400 manns sem við flytjum í ellefu eða tólf ferðum," sagði Axnar. Amar sagði einnig að famar yrðu sjö ferðir á laugardeginum en enn væri laust pláss í einhverjum þeirra.. Hjá íslandsflugi fengust þær upp- lýsingar að mjög vel Iiti út með aðsókn hingað. Þegar væri fullbókað f þrjár ferðir á fimmtudag og tíu ferðir á föstudag. Magnús Jónasson, hjá Herjólfi, sagði að hjá þeim væri nær allt fullbókað fyrir bíla, bæði í næstu viku og svo vikuna eftir þjóðhátíð. „Það er ntikið búið að hringja og spyrja, bæði um ferðir og verð, mun meira en á sama tíma í fyrra. Mér sýnist á öllu að það komi til með að verða mikil aðsókn á þjóðhátíð að þessu sinni," sagði Magnús Jónasson. Trix nestispokinn / E. Finnson\ sinnep 450 gr Libbys tómatsósa 794 gr. kt. 149 x T rix heimilispokinn Egils X-Orka 8x0,5 Itr. kíf872 nnotakOTW'®8*®4 ttáhæruveröi ] Mhc iiísKarUnítaporo.fl.] Igils gosdrykkjatilboð Þjóðhátíðarbolur fylgir hverri kippu Pepsi kippa=6x2 Itr. kr. 951,- 894, 7upklppa = 6x2ltr. iií.354- 894,

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.