Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Qupperneq 15
Fimmtudagur 15. október 1998 Fréttir 15 Júgóslavinn Zeljko Sankovic, nýráðinn yfirþjálfari yngriflokka IBV: Elskar fótbolta Knattspyrnudeild ÍBV hefur ráðið yfírþjálfara fyrir yngri flokka félagsins en það er í fyrsta skipti sem bandalagið gerir slíkt. Hann heitir Zeljko Sankovic og er Júgóslavi. Eiginkona hans heitir Elsa og synirnir eru tveir, Leo sem er 19 og Georg 16. Zeljko er 44 ára, menntaður íþróttakennari og hefur unnið alla sína tíð sem knattspyrnuþjálfari. Fjölskyldan flutti til Isafjarðar fyrir ári og var ekki í hópi hinna eiginlegu flóttamanna sem hingað hafa komið frá því stríðshrjáða landi Júgóslavíu. Zeljko segist einfaldlega ekki hafa séð fram- tíðina í fótboltanum á Isaflrði þótt sér og sinni fjölskyldu hafl Iiðið mjög vel þar. Fótbolti sé hans fag og bárust honum mörg freistandi tilboð í haust til að þjálfa. Að lokum þurfti hann að velja á milli ÍBV og KR og það var alveg sama við hvern hann talaði, allir mæltu frekar með ÍBV. Zeljko er sárt saknað af krökkunum á Isafírði, það fer ekki á milli mála þegar bæjarblaðið á Isafirði, Bæjarins Besta, sagði frá brottför hans. Zeljko og Elza leggja á það mikla áherslu að þau líta fyrst og fremst á sig sem Júgóslava en ekki Serba eða Kró- ata. Enda má til sanns vegar færa að hér er um að ræða eina af hinum fjölmörgu fjölskyldum sem eru af blönduðum uppruna og eiga vini af öllum þjóðemum hins gamla ríkis. Þau bjuggu á Kýpur í 5 ár og höfðu farið frá Júgóslavíu áður en borgara- styrjöldin þar byrjaði og hafa fylgst með hörmungunum þar úr fjarlægð. Þeim finnst mjög sárt hvemig komið er fyrir gamla landinu þeirra þar sem vinir og samherjar hafa lent í and- stæðum fylkingum. „Þegar Júgósla- vía brotnaði sundur, brotnaði hjarta mitt,“ segir Zeljko. Zeljkofjölskyldan er frá bænum Knin í Króatíu sem áður var eitt af sambandsríkjum Júgóslavíu en er nú eitt hinna sjálfstæðu ríkja. Nafnið Sankovic er aftur á móti serbneskt. Þegar kom að því að þau þurftu að endumýja júgóslavnesk vegabréf sín rákust þau á vegg, það var ekki hægt. Ekki fengust útgefin króatísk vegabréf vegna hins serbneska ættamafns, þrátt fyrir að margar aldir séu liðnar frá því Sankovic ættin fluttist frá Serbíu til Króatíu. Knattspyma sem sérgrein Zeljko byijaði ferilinn sem leikmaður hjá Hajduk Split 15 ára. Hann lék síðan með ýmsum liðum í landi sínu. Jafnframt þvi stundaði hann nám við íþróttaháskóla í Zagreb, fyrst við almennt nám sem íþróttakennari og þjálfari en lauk síðan framhalds- skólanámi með knattspymuþjálfun sem sérgrein. Hann þjálfaði m.a. hjá Hajduk Split, Dinamo Zagreb og Dinara Knin, auk þess að starfa við unglingalandslið Króatíu og frá 1992 til 1997 var hann knattspymuþjálfari í Límasol á Kýpur. Zeljko hefur úr miklum efníuiö að moða í fótboltanum ef marka má bann mikla fjölda sem sótti lokahóf yngrí flokkanna á laugardaginn. Zelkjo sýnir blaðamanni möppu með myndum og blaðaúrklippum frá ferli sínum. Hann starfaði á sínum tíma sem þjálfari landsliðs Króatíu 18 ára og yngri, ferðaðist um í leit að efnilegum leikmönnum og skipulagði æfingaprógrömm þeirra. A meðal heimsþekktra knattspymumanna sem byrjuðu ferilinn undir stjóm Zeljkos má nefna Davor Suker, markakóng síðustu heimsmeistarakeppni og leik- mann Real Madrid, Jami hjá Juventus, Zwonimir Boban hjá Inter Milan og Igor Stimac hjá Derby. Greinilegt er að Zeljko er afar hreykinn af þessum bömum sínum! Góð tilfínning En hvers vegna kom Zeliko til Eyja að þjálfaÍBV? „Það er nú saga að segja frá því. Ég var að klára æfingu á Isafirði í sumar og sá þar mann á fótboltasvæðinu vera að leika sér með syni sínunt í fótbolta. Við tókum tal saman og í ljós að kom að þetta var framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar ÍBV, Steini (Þorsteinn Gunnarsson). Svo leiddi eitt af öðru og mjög góður vinur minn fyrir vestan, Haukur, veitti mér allar upplýsingar um ÍB V. Fleiri lið höfðu svo samband við mig um að þjálfa yngri flokka og að endingu stóð valið á milli IBV og KR. Haukur vinur minn á Isafirði, sem elskar Liverpool og KR, ráðlagði mér eindregið að fara til Vestmannaeyja. ÍBV væri klúbbur á uppleið, samfélagið væri kröftugt og okkur myndi líða vel þar. Þetta sagði Haukur þrátt fyrir að vera KR-ingur. Fjölskyldan settist á rökstóla og ég veit ekki af hverju en við höfðum öll mjög góða tilfmningu fyrir Vest- mannaeyjum og vildum frekar fara þangað en til Reykjavíkur. Það var Jóhannes Úlafsson, formaður Knattspyrnudeildar ÍBV í hrókasamræðum við Zeljko líka alveg sama við hvern ég talaði, allir mæltu með Vestmannaeyjum. Mér líst vel á það sem ég hef séð hér í Vestmannaeyjum. Ég er búinn að hitta þjálfarana mína og líst vel á þá. Ég held að við séum öflugur hópur. Ég er að undirbúa veturinn en foreldrar eiga eftir að verða varir við að æfingum á eftir að fjölga," segir Zeljko sem greinilega iðar í skinninu að takast á við verkefnin. Hann segir að efniviður í Vest- mannaeyjum sé eflaust mikill en framundan sé mikil vinna sem krefjist tíma og þolinmæði hjá öllum. Mjög metnaðarfullur Móðir Elzu, systir og mágur og börn þeirra voru á meðal flóttamanna sem komu til ísaijarðar fyrir tveimur árum. I fyrrahaust kom svo önnur systir Elzu til Islands og settist að á Hornafírði. Synir Zeljko og EIzu stunda nú báðir nám við Framhaldsskólann. Leo, sá eldri æfír fótbolta af kappi og þykir mikið efni. Georg æfir sund með sunddeild ÍB V og báðum hefur þeim gengið vel að aðlagast nýju lífi í Vest- mannaeyjum. Zeljko er óneitanlega nokkuð útlendingslegur með sitt svarta skegg. Hann segist vera opinn maður og hann kunni einfaldlega ekki að hata fólk. Þvert á móti þyki honum vænt um allt gott fólk. Zelkjo er mjög metnaðarfullur maður sem segist tilbúinn að vinna mjög langan vinnudag í þágu IBV og fótboltans enda elskar hann sitt fag. Hann mun skipuleggja æfingar hjá öllum flokkum en sjálfur sér hann alfarið um þjálfun 4. og 5. flokks drengja og 5. flokk stúlkna. Með honum eru rnjög hæfir þjálfarar hjá IBV, flestir með mikla reynslu og íþróttakennaramenntun. Ef marka má samtöl við fólk fyrir vestan sem starfaði í íþróttahreyfmgunni er Zeljkos sárt saknað. A aðeins einu ári lyfti hann grettistaki í fótboltanum og var mikið þrýst á hann að halda þar áfram. En fótboltinn skiptir Zelkjo öllu máli og hann sá einfaldlega ekki framtíð í fótboltanum á Isafirði. Það sá hann hins vegar í Vestmannaeyjum og þess vegna er hann hingað kominn til þess að gera okkar unga knatt- spyrnufólk, drengi og stúlkur, enn betri í fótbolta. Hlutverk Zeljkos er að sjá til bess að merki ÍBU verði áfram á meðal beirra bestu í Iramtíðiiini.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.