Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Síða 17
Fimmtudagur 15. október 1998 Fréttir 17 Að kanna hið óþekkta Sýningarsalurinn í Listaskólanum er nýttur til hins ýtrasta, bæði gólf og veggir. Verk Guðjóns eru fyrirferðarmikil og hví kemur stærð salarins sér uel. Laugardaginn 4. október sl. opnuðu þrír myndlistarmenn sýningu í gamla vélasalnum vestan við Listaskóla Vest- mannaeyja. Það eru þeir Jón Óskar, Guðjón Bjamason og Bjami Sigurbjömsson sem sýna verk sín, en þetta er jafnframt þeirra fyrsta sýning í Vestmannaeyjum. Sýningin er hluti sýningar sem sett var upp í Hafnarborg, menningar- miðstöð Hafnaríjarðar og mun hún fara héðan til New York. Verður að teljast mikill fengur fyrir myndlistarlíf í Eyjum að fá þessa sýningu til Vestmannaeyja. Mevmtvm Jón Oskar nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðar við School of Visual Arts í New York. Hann hefur haldið á þriðja tug sýninga á Islandi og víðar um heim og tekið þátt í fjölda samsýninga. Verk hans er og að fínna á söfnum á Islandi, Skandinavíu og Bandarfkjunum. Guðjón Bjarnason nam myndlist við Rhode Island School of Design og School of Visual Arts í New York. Hann hefur haldið fimmtán einkasýn- ingar á Islandi, Bandaríkjunum, Frakklandi Noregi og Bretlandi. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda sam- sýninga heima og erlendis og á verk á söfnum víða um heim. Bjami Sigurbjömsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og síðar við San Fransisco Art Institute og lauk þaðan MFA gráðu árið 1995. Hann hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í ýmsum sam- sýningum í Bandarikjunum og á íslandi. Sýningin ber yfirskriftina „Við mörk málverksins". Sú vísbending sem felst í þessu heiti er mjög svo lýsandi fyrir efnistök og vinnubrögð listamannanna. Listamenn hafa löng- um farið fram á ystu nöf í viðleitni sinni til að tjá hugmyndaheim sinn og túlka veruleikann. Sérstaklega hin síðari ár hefur jafnvel mátt kenna ákveðinnar upplausnar þeirra viðteknu miðla sem listamenn hafa unnið með og ekki síður en hugmyndanna sem að baki liggja. Málverk er ekki lengur málverk, heldur mynd af málverki á einhverjum stigum þess útfært í allt annan miðil en hina hefðbundnu olíu á striga. Ahorfandinn er því oft settur í þá aðstöðu að taka sér nýja stöðu og endurmeta sinn eigin veruleika og það sem listamaðurinn er að miðla hverju sinni. I þessu felst viss áhætta eins og ævinlega í hvers kyns könnunnum á hinu óþekkta. Þeir þrír listamenn sem nú sýna í sýningarsal listaskólans hafa tekið þessa áhættu og fara mjög svo óhefðbundnar leiðir í þessari viðleitni sinni. BjAmi Bjami Sigurbjömsson er yngstur þeirra þriggja. Hann málar óhlut- bundnar myndir sínar á akrýlplötur, þar sem áhorfandinn getur gengið í kringum málverkið og kynnt sér fyrstu „pensil“strokumar öðmm megin og þær síðustu frá hinni hliðinni. Menn spyrja sig því gjaman hvar byrjar myndin og hvar endar hún. Þannig má segja að í huganum mótist ákveðinn hringferill, sem er endalaus í sjálfu sér, en að sama skapi ferill innan þess flatar sem listamaðurinn markar sér. Bjarni notar einnig röntgen- myndir sem hann fellir inn í myndir sínar, þar sem má sjá ýmis lífræn form mannslíkamans. Þannig bera myndir hans í sér tilvísun til mannsins og gagnsænur tilveru hans.^ Hann er á floti í skipulögðu kaosi. An þess að vilja túlka þennan myndheim á táknsæjan hátt fyrir stöðu mannsins í heiminum væri kannski nær að túlka myndverkin sem viðleitni til þess að meta stöðu mannsins í málverkinu og gagnvart því sem slíku. Þannig gengur maðurinn inn í hringferilinn sem felst í málverkinu og verður hluti af því. Og sá sem er hluti af einhveiju getur ekki skorast undan, heldur verður að taka afstöðu. Mörk málverksins eru því kannski ekki í miðlinum og verkinu sjálfu heldur í huga áhorfandans. Eitt þrfvítt ntálverk í kolli áhorfandans, eða einn þrívíður skúlptúr í málverki augans. GviÖjÓM Guðjón Bjamason sýnir bæði gólf- skúlptúr og óhlutlægar myndir. Guð- jón hefur beitt mjög óhefðbundnum aðferðum við að útfæra hugmyndir sínar í málverk og skúlptúr. Líkt og Bjami, leikur Guðjón sér á mörkum málverksins og þrívíðra hugmynda. En um leið eru myndir Guðjóns í vissum skilningi náttúmmyndir, vegna þess hversu sköpunarferli þeirra er nátengt því ferli sem á sér stað í hringrás náttúmnnar. Maðurinn er þó aldrei langt undan að skaka sínum skömngi í sköpunarverkið, sérstaklega vegna þess hvemig Guðjón vinnur skúlptúra sína. Hann smíðar krossa úr járni, sem hann síðan leggur út í náttúmna og sprengir með dínamíti. Brotunum raðar hann síðan eftir ákveðnu kerfi í sýningarsalinn. Skúlptúrar Guðjóns em því leitin að því óvænta, líkt og náttúran er duttlungafull og raðast síðan í kerfí sem maðurinn reynir að skilgreina og brjóta undir sig, reynir Guðjón slíkt hið sama. Fyrir trúaðan mann væri þetta kannski guðlast; að lista- maðurinn setji sig í fótspor guðs að skapa heim og raða honum síðan samaneftireiginhöfði. Allt um það, því að í því myndferli sem Guðjón hefur tileinkað sér felst og ákveðinn eyðingarmáttur, ekki síður en í nátt- úmnni sjálfri. Enn er listamaðurinn því á ystu nöf í stöðugri leit sinni að formi og innihaldi. Myndir Guðjóns, sem hanga á veggjum sýningarsalarins eiga sér gmnn í sambærilegu ferli og skúlptúramir, því hann hefur sett liti á striga og síðan látið strigann veðrast úti í náttúmnni í nokkra daga. Síðan hefur hann beygt málverk náttúmnnar undir þá fagurfræði sem honum hentar hverju sinni. Þannig spila myndirnar vel á móti skúlptúrunum jafnt í lit og formi og kallast á við áhorfandann um merkingu. )ón ÓsIgm* Jón Oskar er vel þekktur fyrir flenni- stórar portraitmyndir sínar sem hann hefur málað af þekktum mönnum úr myndlistarheiminum. Hann er samur við sig í stærð mynda sinna, en að sama skapi hafa portraitin minnkað á fletinum og máðst út í hringiðu grárra tóna. Mótífið er og ekki lengur þekkt- ar persónur heldur hinn síkviki trúður sem á sér mikla og langa sögu í myndhefð vesturlar.da. Hann hefur hins vegar tapað litskrúðugu yfir- bragði sínu og tjáir svipbrigði sín í einhverju sem er mitt á milli þess að vera portrait og uppleystur veruleiki. Jón Oskar sýnir líka smærri myndir þar sem andlit trúðsins er endurtekið, eða öfugt, þar sem veruleiki mál- verksins gleypir andlitið, en vísunin er þó ætíð til staðar í hvoru tveggja heima málverksins og hinnar kunnuglegu myndar trúðsins. Jón Óskar vinnur stóiu verkin á tréplötur sem hann þekur mörgum lögum og minnir á árhringi trésins, eða jarðlög, sem hlaðist hafa upp. Þannig setur tíminn mark sitt á myndir Jóns Óskars sem hleður upp hverju laginu af öðru þar til ekkert er eftir, nema málverk af hugmynd um eitthvað sem var. Sýning þeirra félaga er eins og áður segir í gamla vélasalnum vestan við Listaskólann og er gengið inn frá Græðisbraut. Vegna tæknilegra vand- kvæða tókst ekki að hafa sýninguna opna í síðustu viku og er beðist vel- virðingar á því. Sýningin mun verða opin frá kl 14:00 til 18:00 á fimmtu- degi til sunnudags, en lokað mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga. Sýningunni lýkur sunnudaginn 25. október. Listamennirnir vilja einnig koma á framfæri þakklæti til bæjar- yfirvalda fyrir lánið á salnum og velvilja íjteirra garð. Einnig vildu þeir þakka Ahaldahúsi Vestmannaeyja, Vélsmiðjunni Völundi, umboðsmanni Olís í Eyjum og Heildverslun H. Sigurmundssonar sérstaklega fyrir hjálpsemi og aðstoð við uppsetningu sýningarinnar. Bjarni er yngstur beirra hriggja. Hann málar óhlutbundnar myndir sínar á akrýlplötur, þar sem áhorfandinn getur gengið í kringummáluerkið Guðjón sýnír bæði gólfskúlptúr og óhlutlægar myndir. Guðjón hefur beitt mjög óhefðbundnum aðferðum uið að útfæra hugmyndir sínar í máluerk og skúlptúr. Jón Úskar er uel þekktur fyrir flennistórar portraitmyndir sínar sem hann hefur málað af þekktum mönnum úr mynd- listarheiminum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.