Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Page 2
2 Fimmtudagur 3. desember 1998 Uppmeðendur- skinsmerkin Aldrei er of varlega farið í um- ferðinni og á það ekki síst við í svartasta skammdeginu sem nú er að ná hámarki. Athugull bflstjóri kom að máli við Fréttir og benti á að notkun endurskinsmerkja væri á undanhaldi. Ætti það bæði við böm og fullorðna. Vill bflstjórinn hvetja fólk til að drífa upp endurskins- merkin því þau séu einfaldasta og ódýrasta vömin í umferðinni. Erill á aðventu Aðventa gekk í garð sl. sunnudag. Ekki er hægt að segja að þessi biðtími jólahátíðar hafi hafist með friðsamlegum hætti. Eftir nokkrar rólegar helgar æstist leikurinn nokkuð. Alls voru 156 færslur í dagbók lögreglu og er það nokkru meira en undanfarnar vikur. Talsverð ölvun var um helgina enda margir að skemmta sér. Enn fíkniefní á ferð Tvö ffkniefnamál komu upp um helgina. Maður nokkur var stöðv- aður vegna gruns um fíkniefna- misferli og fannst á honum 0,1 gramm af hassi sem ekki telst mikið en ólöglegt engu að síður. Þá gerði lögregla húsleit vegna gruns urn fíkniefnaneyslu og fundust. þar áhöld til neyslu fíkniefna en engin fíkniefni. „Þar sem er reykur, þar er eldur,“ segir gamalt máltæki og tækin voru gerð upptæk. Brutuuppspilakassa Nokkrir hafa haft heppnina með sér í spilakössum Háskóla íslands og unnið þar dágóðar fúlgur. Þó munu þeir fleiri sem hafa tapað þar ié. Einhver úr þeirra hópi hefur vænt- anlega talið eðlilegt að fá eitthvað af því greitt til baka. Á föstudag urðu starfsmenn veitingahússins Lundans varið við að brotist hafði verið inn á staðinn um nóttina, spilakassi sprengdur upp og úr honum hirt talsvert af peningum. Lögregla óskar eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við Lundann aðfaranótt síðasta föstudags. Rúðubrotogpústrar Utn helgina var óskað eftir aðstoð lögreglu í heimahús þar sem gestkomandi hafði brotið rúðu í hurð. Þá voru einnig brotnar rúður í Hótel Bræðraborg og versluninni Miðstöðinni. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu en þar munu meiðsl hafa verið minniháttar. Öhöppíumferðinni Þrjú umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglu í vikunni. Tveir voi'u kærðir vegna hraðaksturs og einn fyrir að aka gegn einstefnu. Tvö umferðaróhöpp urðu og í vikunni. Ekki urðu slys á fólki en nokkurt tjón á ökutækjum. Og á miðviku- dag í síðustu viku var lögreglu tilkynnt að ekið hefði verið utan í bfl við Hvítingaveg. Skaðvaldurinn lét sig hverfa al' veltvangi og óskar lögregla eftir vitnum að atvikinu. TýndurGSM GSM sími, Ericsson, svartur með silfurlitaðri framhlið, týndist á Höfðanum á föstudagskvöldið. Finnandi hringi í s. 896-9921 eða skili honum á Fréttir. Fréttir Bandaríski sendiherrann vill koma skólum hér í alþjóðlegt samstarfí vísindum: Vísindastarf ungs fólks er lykill að flölbreyttara atvinnulífl hér og hefur þannig jákvæð áhrifá búsetuskilyrði, segir Bjarki Brynjarsson Frá fundi Day Mount með fulltrúum bæjaríns og skólasUórum. Frá vinstri, Bjarki Brynjarsson, Day Mount Halldóra Magnúsdóttlr skólastjóri, Sigurður Símonarson, Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjórí og Páll Marvin. í fyrra var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og bandarískra stjórnvalda um þátt- töku íslenskra skóla í svonefndu Globe-verkefni. Það verkefni snýr einkum að virkri þátttöku á raun- greinasviði og umhverfismálum. Sendiherra Bandaríkjanna var í Vestmannaeyjum í vikunni til að kynna verkefnið fyrir skólastjórn- endum, forráðamönnum bæjarins, Rannsóknasetursins og Keikósam- takanna. Vill sendiherra tengja verkefnið veru Keikós í Vest- mannaeyjum. „Ég ræddi við Jeff Foster hjá Keikósamtökunum, Bjarka Brynjars- son hjá Þróunarfélaginu, Pál Marvin Jónsson forstöðumann Rannsókna- setursins, Sigurð Símonarson skóla- málafulltrúa og skólastjóra grunn- skólanna,“ sagði Day Mount sendi- herra í samtali við Fréttir. „Ég kynnti Global verkefnið sem A1 Gore vara- forseti Bandaríkjanna er aðalhvata- maður að. Það nær til 56 landa og eru öll Norðurlöndin þar á meðal. Mín hugmynd er að fá skóla í Vest- mannaeyjum til að taka þátt í verkefninu og tengja það veru há- hyrningsins Keikós í Vestmanna- eyjum,“ bætti sendiherrann við en hann kom mikið við sögu í tengslum við flutning Keikós til Eyja. Hugmynd hans er að Vest- mannaeyjar verði miðstöð rannsókna, menntunar og vísindastarfsemi sem tengist hafmu og mengun heims- hafanna. Segir hann mikilvægt að heimamenn hafí ákveðið frumkvæði. „Vísindamenn gætu komið að verk- efninu sem ekki aðeins nemendur í Vestmannaeyjum ynnu að heldur líka ungt fólk út um allan heim. Unga fólkið í Vestmannaeyjum gæti svo verið í sambandi við jafnaldra sína hvar sem er í heiminum. Hluti rannsókna á eiturefnum og þung- málmum í heimshöfunum. sem er orðið alheimsvandamál, gætu farið fram hér.“ Sendiherrann er mikill áhugamaður um Keikó og er mjög ánægður með hvað hann þrífst vel í Klettsvíkinni. „Hann er við góða heilsu og virðist hamingjusamur sem mér finnst mjög jákvætt. Áhugi fólks í Bandaríkjunum er ennþá mikill á velferð Keikós og eru að birtast greinar um hann í víðlesnum blöðum og tímaritum. Við erum tilbúnir til að hjálpa til og ég er bjartsýnn á framhaldið," sagði Day Mount sendiherra að lokum. Um Globe-verkefnið hér á landi er það að segja að tveir íslenskir skólar voru valdir til þessa samstarfs, Álfta- mýrarskólinn í Reykjavík, sem er grunnskóli og svo Éjölbrautaskóli Suðumesja. Tveir raungreinakenn- arar, einn frá hvorum skóla, sóttu námskeið í Þýskalandi í fyrra. Að því loknu tóku þeir til við að setja upp Globe-verkefnið í skólum sínum ásamt samkennumm. Þá þurfti að festa kaup á talsverðu af tækjum og búnaði utanlands frá. Nú hefur fengist nokkur reynsla af þessari vinnu. Þeir kennarar, sem hafa notað efnið, hafa lokið lofsorði á það þótt um erfiðleika hafí verið að ræða eins og búast má við í byrjun. Aðalvandamálið er að námsefnið er allt á ensku og þótt íslenskir nemendur séu yfirleitt vel að sér í því tungumáli, þá vandast málið þegar kemur að tæknilegu hliðinni. Reynt hefur verið að kynna Globe- verkefnið í fjölmiðlum og fyrir áhrifamönnum. M.a. var bæði forseta íslands og umhverfisráðherra boðið í skólana til að sjá hvað verið væri að gera þar. Þá hefur verkefnið einnig verið kynnt fyrir skólanefndum, líffræðikennumm og eðlis- og efna- fræðikennumm innan Kennarasam- bandsins. Nú stendur til að fjölga þeim skólum sem þátt taka í Globe-verkefninu. „Áhugi sendiherrans á vísindastarfl ungs fólks almennt og ekki síst hér í Eyjum er mikil lyftistöng fyrir það starf sem við emm að vinna og unnið er í Rannsóknasetrinu. Vísindastarf ungs fólks er lykill að fjölbreyttara atvinnulífi hér og hefur þannig jákvæð áhrif á búsetuskilyrði. Fyrir liggurað góðir möguleikar eru á að skólamir í Eyjum taki þátt í Globe-verkefninu og bind ég töluverðar vonir við að svo geti orðið og að takast muni gott samstarf milli skólanna og Rann- sóknasetursins,“ sagði Bjarki Brynj- arsson hjá Þróunarfélaginu. Jólatónleikar Samkórsins í næstu viku Jólatónleikar Samkórsins verða baldnir nriövikudaginn 9. des- ember kl. 20.30 í Safnaðar- heimilinu. Samkórinn hefur æft af krafti síðan í september og fær fólk að heyra afrakstur vetrarstarfsins. Á dagskrá kennir ýmissa grasa og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. T.d. verða sungin tvö lög sem útsett em fyrir hina heimsfrægu King Singers frá Bretlandi. Einnig er á efnisskrá ný útsetning eftir kór- stjórann, Bám Grímsdóttur, af Grýlu í gamla hellinum og skemmtileg blanda af íslenskum og erlendum jólalögum, allt frá miðöldum fram í jass og popp nútímans. Þó eru öll lögin nteð íslenskum textum. Miðaverð á tónleikana er 800 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir böm. (F réttatilkynning) Hjálmfríúur Sveínsdóttir, skólastjóri Barnaskólans, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í gær. Var mikið um dýrðir í Barnaskólanum í tilefní þess. Veisluborð beið kennara í morgunfrímínútum og að sjálfsögðu gleymdust nemendurnir ekki, allir fengu tertu í nestistímanum. Afmælissöngurinn glumdi um alla ganga og allir voru glaðir og kátir. Á mvndínni er afmælisbarnið í hópi nemenda úr 5. BB og sögðu bau að BB stæði fyrir „besti bekkurinn" en bættu við að kennarinn beirra héti nú raunar Bryndís Bogadóttir. (FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjóman Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.isMrettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversiuninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.