Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 3. desember 1998 Sælgætissala Kiw anis um helgina Um helgina munu félagar í Kiw- anisklúbbnum Helgafelli ganga í hús í bænum og bjóða sínar árlegu sælgætisöskjur til sölu. Að venju em þær fullar af gómsætu sælgæti. Af- raksturinn af sölunni rennur í styrktarsjóð klúbbsins sem aftur veitir til hinna ýmsu verkefna til heilla fyrir samfélagið hér í Vest- mannaeyjum. Stundum styrkir klúbburinn einstaklinga eða fjöl- skyldur sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu. Margar stofnanir hafa notið góðs af starfi þessu og reyndar bæjarfélagið allt. Það fé sem safnast í þessari sölu kemur fyrst og fremst frá fyrirtækjum sem auglýsa á öskjunni og á fylgiblaði sem sett er í hveija öskju, og síðan þeim er kaupa öskjurnar og styrkja um leið gott málefni. Kunnum við öllum þessum fyrir- tækjum og einstaklingum bestu þakkir fyrir stuðninginn. Mig langar í stuttu máli að kynna fyrir ykkur helstu styrktarverkefni Kiwanis- klúbbsins Helgafells undanfarin ár. Fyrir nokkmm ámm gaf klúbburinn eldvarnarteppi á öll heimili í Vest- mannaeyjum og einnig til Gríms- eyjar til vamar eldsvoðum. Gang- brautarljósin á IUugagötu era verk okkar Kiwanismanna en yfír III- ugagötu^ er mikil umferð gangandi fólks í Iþróttamiðstöðina. Neyðar- rofar á bryggjur í Vestmannaeyjum með beintengingu á lögreglustöðina sem notast eiga ef slys verða, em einnig verk Kiwanismanna. Þá hafa ósjaldan verið veittir styrkir til tækja- kaupa fyrir Sjúkrahús Vest- mannaeyja. Fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig notið stuðnings frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli, þegar erfiðleikar hafa steðjað að. I fyrra haust gáfu Kiw- anismenn gmnnskólum Vestmanna- eyja 10 tölvur. 5 tölvur í Bamaskóla Vestmannaeyja og 5 til Hamars- skóla. Sambýlinu og Meðferðarheim- ilinu höfum við einnig gefíð húsbúnað. í haust hefur verið veitt fé til Heilsugæslustofnunar Vest- mannaeyja til kaupa á boðkerfi, einnig hefur Björgunarfélag Vestm. fengið fjármagn til kaupa á súrefnistækjum . Þannig mæti lengi telja, en ég læt hér staðar numið. Ágætu Vestmannaeyingar. Ég veit að þið takið vel á móti sölumönnum okkar í ár eins og endranær, þegar þeir banka upp á og bjóða ykkur jólasælgætið. Stærð þeirra styrktarverkefna sem klúbburinn ræðst í á þessu starfsári, fer mjög eftir því hvernig sala jólasælgætisins gengur. Við treystum á ykkar stuðning við jólasælgætissölu Kiwanisklúbbsins Helgafells eins og áður til að koma góðum málum í framkvæmd. Með Kiwaniskveðju Páll G. Ágústsson forseti Helgafells. LESENDABREF - Guðjón Hjörleifsson bæjarstjori ISKM Aðlögun útsvars í Vestmannaeyjum að útsvarí í sambærílegum sveitarfélögum Á bæjarráðsfundi sl. mánudag var lögð fram tillaga um að breyta útsvari úr 11,24% í 11,94% af tekjum. Vest- mannaeyjabær hefur mörg undanfarin ár verið með lægra útsvar en flest sambærileg sveitarfélög og verður það áfram þrátt fýrir þessa hækkun. Samanburður útsvara milli sveitarfélaga Reykjavíkurborg var með sama útsvar og Vestmannaeyjar, Garðabær og Sel- tjamames en flest önnur sveitarfélög vom með útsvar töluvert hærra og mörg þeirra hafa lagt á hámarksútsvar sem er 12,04%. Vestmannaeyjabær hefur mörg undanfarin ár haft útsvarið 11,24% og hefur það verið stefna Sjálfstæðis- manna að reyna að hafa gjöld á bæjarbúa sem lægst. Því miður þarf að breyta þessu þar sem þetta gekk ekki lengur. Þrátt fyrir þessa hækkun em t.d. Reykjavík, Kópavogur, Hafnaríjörður, Árborg, Akranes, Húsavík, Ólafs- ijörður, Dalvík, Egilsstaðir, Homa- fjörður, Grindavík, Borgarbyggð, Stykkishólmur, Snæfellsbær, Siglu- tjörður, Bolungarvík og Vesturbyggð með hærra útsvar en Vestmanna- eyjabær. Helstu ástæður breytts útsvars Það má skipta því í fimm þætti: Þjónusta hefur aukist mikið undan- farin ár og kostnaður farið vaxandi þrátt fyrir aðhald í rekstri. Yfirtaka gmnnskólanna til bæjarins kostar töluvert meira heldur en áætlað var en tekjumar sem koma á móti em ekki nógu miklar. Miklar framkvæmdir em fram- undan eins og einsetning gmnn- skólanna og endurbygging íþrótta- miðstöðvar og framkvæmdir við framhaldsskólann. Vegna framlaga bæjarins til fé- lagslega íbúðakerfisins hefur rekstur bæjarins þyngst mikið. Viðbrögð almennings Það er eðlilegt að viðbrögð fólks verði ekki góð við því að þurfa að fara að borga meira. Bæjarfulltrúar hafa orðið varir við að það hafa verið auknar kröfur um að auka þjónustu en það er ekki hægt nema takist að auka tekjur bæjarins. Sjálfstæðismenn vilja ekki auka skuldasöfnun bæjarins þannig að þó að þessi útsvarshækkun verði, sem gefur um 35 milljónir á ári í auknar tekjur fyrir bæjarsjóð, þá þarf eigi að síður að gæta fyllsta aðhalds í rekstri bæjarins til að skuldasöfnun aukist ekki. Ein milljón í árslaun gefur bæjarsjóði 7.000 kr. á ári Það er eðlilegt að spyrja hvað þetta kosti hinn almenna skattborgara. Viðbótarútsvarsgreiðsla til bæjarfé- lagsins er kr. 7.000 á ári af hverri milljón sem fólk hefur í tekjur. Byggjum upp áfram- haldandi gott mannlíf Það er markmið okkar allra að byggja upp sem best samfélag hér í Vest- mannaeyjum og gera það með því að uppbygging og þjónusta sé sam- bærileg hér og annars staðar og þar emm við fýrir ofan meðallag að mínu mati. Til þess að geta haldið áfram á sömu braut var óhjákvæmilegt annað en að hækka útsvar nema að auka skuldir of mikið. Ágæti Eyjamaður. Ég vona að þessar línur gefi glögga og réttláta mynd af ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Guðjón Hjörleifsson Höfundur er bœjarstjóri LESENDABREF - Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja Vegna ósannrar og rætinnar yfírlýsingar Páls Óskars Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja harmar hreint ótrúlegar, svívirðilegar og ósannar yfirlýsingar Páls Óskars Hjálmtýssonar, söngvara, um Áma Johnsen, Þjóðhátíð Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga yfirleitt. Yfirlýs- ingar hans í Testamentinu, blaði sósíalista, sem ljósvakamir hafa fjallað um undanfama daga, em með ólíkindum rætnar og sama er að segja um frásögn hans frá atviki á þjóð- hátíðarsviðinu í Herjólfsdal á þjóð- hátíðinni 1996. Staðreynd málsins er sú að á kvölddagskrá þjóðhátíðar 1996, þar sem þúsundir manna sátu í brekkunni, var stundarkom milli atriða. Þá stóð Páll Óskar í mjög ósæmilegu framferði með fylgdarmanni sínum við hlið trommusettsins sem er nánast á miðju sviði aftan til. Kynnir og dagskrárstjóri þjóðhá- tíðarinnar, Ámi Johnsen, kom með skjótum viðbrögðum í veg fyrir að þetta yrði opinbert atriði þeirra félaga og vísaði þeim snarlega baksviðs með skipun en ekki handalögmálum eins og Páll Óskar segir. Þegar þeir vom komnir baksviðs bað dagskrárstjóri gæslumenn, sem þar em, að vísa fylgdarmanni Páls Óskars út úr hús- inu. Hann þráaðist við en var leiddur út án nokkurra stimpinga. Að dagskrárstjóri hafi lagt hendur á fylgdarmann Páls Óskars er því uppspuni frá rótum. Ámi Johnsen hefur í 20 ár verið kynnir á Þjóðhátíð Vestmannaeyja og stjórnað dagskrá með léttleika og em tugþúsundir þjóðhátíðargesta til vitnis um það. Árásir og umfjöllun Páls Óskars um þjóðhátíð em einstaklega ófyrirleitnar og ógeðfelldar árásir á þorra þjóðhátíðargesta, fólk á öllum aldri og mesta rógsherferð sem okkur er kunnugt um gegn þessari gamalgrónu útihátíð þar sem ávallt hefur verið lagt kapp á vandaða dagskrá og vel heppnaða skemmtun. Það vita allir, sem vilja vita, að þjóðhátíðamefnd kappkostar að hver þjóðhátíð fari eins vel fram og kostur er með vandaðri dagskrá, góðri gæslu og aðhaldi eins og vera ber á fjölmennustu útihátíð landsins um langt árabil. Reynslan er sú að allur þorri þjóðhátíðargesta er til fyrirmyndar en eðlilega koma upp vandamál sem menn vildu frekar án vera. Það er hins vegar sorglegt að slík vandamál skuli koma upp á sjálfu aðalsviði dag- skrárinnar. Með vinsemd. Fyrir hönd Þjóðhátíðar Vestmannaeyja 1966 Sigurður Á Sigurbjörnsson, formaður 1996. Sigurgeir Jónsson jm m * * ■■ J\ sknfar Af utvarpsstoovum tt4íi C0Í Á dögunum gluggaði skrifari í könnun sem kom honum satt best að segja nokkuð á óvart. Nú er það svo sem ekki nýtt að skoðanakannanir ýmiss konar komi á óvart og sumir segjast aldrei taka mark á skoðanakönnunum, a.m.k. segja sumir pólitíkusar það ef þeirra fiokkur kemur illa út í slíkum könnunum. Og svo er reyndin nær alltaf sú að nefndar kannanir fara mjög nærri um úrslit. En þessi könnun, sem skrifari varð svo undrandi yfir, átti ekkert skylt við pólitík, slíkar kannanir fara þó sennilega að verða nokkuð algengar á næsta ári. Þessi könnun, sem birt var í DV, sýndi hlustun á hina ýmsu þætti á hinum fjölmörgu útvarpsstöðvum sem við eigum aðgang að. Ekki kom á óvart að fréttir vom þar langfremstar á blaði og skutu öllum öðrum liðum aftur fyrir sig. En svo var farið ofan í saumana á hinum ýmsu þáttum í dagskrá útvarpsstöðvanna og þá kom ýmislegt í ljós. Ríkisreknu stöðvamar hafa slíka yfirburði yfir aðrar stöðvar að með ólíkindum er. Þeir tíu þættir, sem mest er hlustað á, em ýmist á Rás 2 eða gömlu gufunni. Það er ekki lýrr en í 11. sæti sem morgunþáttur Bylgjunnar blandar sér í slaginn og svo ekki fyrr en fer að nálgast 20. sætið. Vinsælastur allra þátta er sunnudagsþáttur Önnu Kristine á Rás 2 en á hann hlusta tugir þúsunda. Aðrir vinsælir þættir em t.d. morgun- þátturinn á Rás 2, svo og dægurmálaútvarpið á sömu útvarpsstöð. Og gamla, góða sunnu- dagsmessan á gufunni er í 5. sæti vinsælda- listans og hver skyldi nú hafa trúað því. Það vakti athygli skrifara hve lítil hlustun er á allar nýju stöðvarnar sem spretta upp eins og gorkúlur og deyja svo flestar drottni sínum eftir mislanga lífdaga. I könnuninni kom fram að á þætti þeirra stöðva, flesta hveija, em að hlusta á bilinu núll til 200 manns. Satt best að segja undrast skrifari ekki svo mjög að þær stöðvar skuli deyja drottni sínum, varla em auglýsendur ýkja ginnkeyptir fyrir þeim hlustendafjölda. Éina útvarpsstöðin, sem eitthvað kveður að fyrir utan ríkisstöðvamar, er Bylgjan og eflaust nýtur hún þess að vera í nábýli við öfluga sjón- varpsstöð og hefur m.a. sameiginlega fréttastofu með henni. Skrifari hefur áður sagt frá því hversu tak- markaður áhugi hans er fyrir nýbylgju- stöðvunum sem sumir kalla síbyljustöðvar. Hann er með sín útvarpstæki stillt á Rás tvö og gufuna og bregst yfirleitt ókvæða við sé einhver að fikta í þeim stillingum. En hann átti satt best að segja von á því að yngri kynslóðin hlustaði meira á nýju stöðvamar, ekki hvað síst þætti sem em beinlínis stfiaðir beint inn á ungt fólk. Kannski finnst ungu fólki bara betra að hlusta á sína eigin geisladiska og losna þar með við misjafnt og oftast lítt uppbyggilegt blaður svonefndra þáttagerðarmanna. Það styður þá skoðun skrifara að ungt fólk nú til dags sé upp til hópa ágæta vel gefið. Niðurstöður úr könnun sem þessari hljóta að vera nokkurt áhyggjuefni þeim aðilum sem eiga sér þá köllun að reka útvarpsstöð. Flestir munu ætla sér að hafa einhvem ábata af slíkum rekstri og ekki nema nokkrir gallharðir hugsjónamenn á landsbyggðinni, á borð við Hallbjöm og Bjama Jónasson, sem halda ótrauðir áfram og hugsa ekki alfarið út frá fjárhagslegum á- vinningi. Líkast til eiga þær landsbyggðar- stöðvar stærri hlustendahóp en margar þeirra sem stfla inn á höfuðborgarsvæðið þótt þeirra sé hvergi getið í áðumefndri könnun. Hin síðari ár hefur verið sterk umræða uppi um að hætta rekstri ríkisíjölmiðlanna og láta einkaaðilum hann eftir. Satt best að segja finnst skrifara það hálfgert öfugmæli, sé tekið mið af því hvað fólk vill hlusta á. Það er greinilegt að almenningur er ekkert á þeim buxunum, gamla gufan ætlar að standa af sér moldviðri sí- byljunnar og það þykir skrifara hið besta mál.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.