Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Side 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 3. desenrber 1998
STÓR HELGI HJÁ ÍSFÉLAGINU: Aðalfundur, loð
Sigurður Einarsson ræsir verksmiðjuna í tölvuherberginu haðan sem
öllu er stjórnað.
Loðnubræðsla ísfélagsins var
gangsett sl. fimmtudag og hófst
þar með nýr kafli í framleiðslu
á ftskimjöli og lýsi í Vest-
mannaeyjum. Verksmiðjan er
ein sú fullkomnasta hér á landi
og stenst fyllilega samanburð
við það besta sem þekkist
annars staðar. Afköst
verksmiðjunnar verða um 900
tonn á sólarhring en möguleiki
er á að auka þau í 1000 til 1100
tonn. Gúanóreykurinn og
önnur mengun heyra nú
sögunni til og sem vinnustaður
er fátt sem minnir á gamla
FES-ið. Verksmiðjuhúsið er
líka nýtt og er það stærsta hús
sem ennþá hefur verið reist í
Vestmannaeyjum.
Meðal nýrra tækja em tveir þurrkarar,
ketill, pressa, sjóðari, mjölskilvinda,
grófskilvinda sem afkastar um 30
tonnum af vökva á klukkutímann og
svo forhitari. Hann hitar hráefnið upp
í 50 gráður og til þess er notuð af-
gangsorka. Einnig var byggt nýtt 200
fm ketilhús norðan við bræðsluhúsið
en samkvæmt nýjum lögum eiga
gufukatlar að vera í sérstökum húsum.
Stærsta breytingin er að nú verður allt
mjöl þurrkað með heitu lofti í stað elds
áður. Til þess var allur þurrk-
unarbúnaður verksmiðjunnar endur-
nýjaður. Um er að ræða ræða tvær
þurrkur og afkastar önnur 600 til 700
tonnum á sólarhring og hin 300
tonnum. Þurrkurnar eru mjög full-
komnar og fer mikið fyrir þeim með
tilheyrandi hreinsibúnaði. Fremst í
þurrkunum er brunahólf þar sem loft
er hitað í varmaskiptum upp í 350 til
400 gráður. Heita loftið fer inn í litla
forþurrku þar sem mesti rakinn fer úr
mjölinu. Þama er mjölið í 5 til 8
sekúndur en fer þaðan í stóra eftir-
þurrkun og kemur fullþurrkað út eftir
8 til 10 mínútur og er þá um 80 gráðu
heitt. Loftið er kælt niður í 18 gráður
og fer þá inn á kerfið aftur og
viðbótarlofti er bætt við í gegnum
lokur. Til kælingar og til að losna við
lykt þarf um 650 tonn af sjó á
klukkutímann.
Þá hefur verið sett upp fullkomin
fítugildra sem afkastar um 70 tonnum
á klukkutíma. Allt blóðvatn fer um
gildruna og annar vökvi, öll fíta
hreinsuð í burt. Sjórinn er algjörlega
mengunarlaus þegar hann fer og loftið
fer til baka í brunahólfið þar sem öll
lykt brennur úr því. Auk þess er verið
að vinna að því að koma upp kerfí
sem tekur við allri gufu frá mjöli og
sniglum. Gufan er kæld niður og leidd
inn í brennara í gufukötlunum þar sem
lyktin brennur. Verksmiðjan er því
nánast mengunarlaus og hefur lítil
sem engin áhrif á umhverfið.
Stöndumstströngustu
kröfur
Það hefur sennilega alveg farið fram
hjá bæjarbúum að loðnuverksmiðja
Isfélagsins var gangsett á fimmtu-
daginn eftir gagngerar breytingar sem
staðið hafa síðasta árið. Gúanó-
reykurinn. sem áður var eitt af ein-
kennum verksmiðjunnar heyrir nú
sögunni til og nú er að rísa ein full-
komnasta loðnuverksmiðja landsins.
A hún að afkasta um 1000 tonnum á
sólarhring og vera nánast meng-
unarlaus.
„Verksmiðjan sem við erum með í
höndunum í dag er nánast meng-
unarlaus og byggð eftir ströngustu
kröfum Hollustuvemdar ríkisins,"
Aðalfundur isfélagsins fyrir rekstrarárið I. september
1997 til 31. ógúst 1998:
Töluverður
bati milli ára
Á aðalfundi ísfélagsins sagði
Sigurður Einarsson, forstjóri,
það Ijóst að miklar breytingar
væru sífellt að eiga sér stað í
íslenskum sjávarútvegi. Hefði
Isfélagið ekki farið varhluta af
þeim breytingum. Hraðinn
væri sífellt að aukast og það
væri spurning hvernig félaginu
tækist að mæta breytingum á
öllum sviðum.
Samkvæmt því sem fram kom hjá
Sigurði hefur það tekist bærilega því
hagnaður af reglulegri starfsemi var
67 milljónir á síðasta rekstrarári sem
lauk þann 31. ágúst sl. en árið á undan
var tap á rekstrinum. „Þannig að
afkoma félagsins er töluvert betri nú
en á síðasta ári,“ sagði Sigurður í
skýrslu sinni.
Nettóskuldir í lok reikningsársins
vom 2.223 milljónir króna en vom
2.134 milljónir árið á undan. Hækkuð
skuldastaða skýrist af ýmsum fjár-
festingum félagsins, sem vom miklar
á seinasta ári. Sigurður sagði að
síðasta rekstarár hefði verið þokkalegt
og ástæður fyrir batnandi afkomu á
seinasta ári væm fyrst og fremst góður
gangur í loðnuveiði félagsins. „Það
tókst að draga vemlega úr kostnaði við
loðnuútgerð félagsins, verð á loðnu-
afurðum hélst hátt þannig að útkoman
á loðnubátunum lagaðist vemlega.
Síldveiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum gengu þokkalega. Aftur á
móti var áfram tap á bolfiskveiðum og
vinnslu félagsins en það minnkaði
samt frá árinu á undan,“ sagði
Sigurður.
Fjármagnskaflinn varjákvæður um
32 milljónir, sem Sigurður sagði mjög
óeðlilegt, þar sem félagið skuldar á
þriðja milljarð í nettóskuldir en
íjármagnskostnaður var 151 milljón lil
gjalda á rekstrarárinu þar á undan.
Fjárfestlngar losa hálfan
milljarð
„Félagið fjárfesti á síðasta ári fyrir 512
milljónir í varanlegum rekstrarfjár-
munum, þar af var fjárfest í skipum
félagsins fyrir 50 milljónir, í fast-
eignum í frystihúsinu að Strandvegi
102 fyrir 33 milljónir og í tækja-
kaupum þar fyrir 95 milljónir.
Fjárfest var samtals í vélum og
fasteignum fyrir loðnuverksmiðju
félagsins upp á 295 milljónir en nú á
sér stað uppbygging á henni svo að
hægt verði að framleiða þar gæðamjöl
í mengunarlausri verksmiðju.“
Næst kom Sigurður inn á bolfisk-
vinnslu og bolfiskveiðar Isfélagsins
sem hann sagði að hefðu vægast sagt
gengið mjög illa. „Það hafa verið
gerðar margvíslegar ráðstafanir til að
bæta úr því og m.a. tekin í notkun ný
flæðilína. Hækkandi verð á afurðum
hefur orðið til þess að hagur þessarar
vinnslu hefur batnað verulega. Á
rekstrarárinu var jafnframt farið að
taka allt hráefni af skipum félagsins
inn í frystihúsið þannig að hráefnis-
aðstreymi hefur lagast verulega. Það
þarf samt að gera betur í að tryggja
að þessi þýðingarmikli þáttur í rekstri
félagsins verði ekki rekinn með tapi.
Eitt af því er að efla starfsanda fólks
sem vinnur við þessa vinnslu í landi.“
Aukinnhagnaðurfyrir
félagið
Félagið bætti hag sinn töluvert á
seinasta ári eins og komið hefur fram
t;
M <>■
Frá aðalfundinum. Frá uinstri, Friðrik Nlár Sigurðsson útgerðarstjóri, Sigurður forstjóri, Eyjólfur Martinsson,
Baldur Guðlaugsson stjórnarformaður og Hörður Úskarsson fjármálastióri.
hér að framan. „Ástæður þess eru
ýmsar, bæði ytri og innri aðstæður hjá
félaginu. Undanfarin ár hafa verið
hagstæð fyrirtækjum sem hafa verið
stór í loðnu eins og Isfélagið en því
miður hefur ekki tekist nógu vel að
nýta þetta góðæri ýmissa hluta vegna.
Framlegð Isfélagsins á seinasta ári var
17% og meðaltal fyrirtækja sem gefa
upp afkomutölur á Verðbréfaþingi er
17%, það sem af er árinu 1998. Árið á
undan var meðaltalsframlegð sömu
fyrirtækja 15% en þá var framlegð
ísfélagsins aðeins 10%. Það hefur
tekist að bæta úr framlegðinni en betur
má ef duga skal.
Það er sérstök ástæða til að tala um
hversu vel hefur tekist til í fjár-
magnskostnaði félagsins og lækka
hann með skipulögðum aðgerðum.
Þar hefur fjármálastjóri félagsins unn-
ið mjög gott starf ásamt fulltrúum frá
fyrirtækinu Ráðgjöf og efnahagsspár,"
sagði Sigurður.
Gildi hagnaðar fyrir félagið
„Það má öllum vera ljóst, sem hér em
inni, að það skiptir miklu máli fyrir
félagið að það hagnist. Ástæður þess
em augljósar. Það er eðlilegt að hlut-
hafar fái arð af sínu hlutafé, það
tryggir atvinnuöryggi starfsmanna
félagsins og jafnframt að hægt verði
að fjárfesta til þess að bæta rekstur
félagsins og grípa ný tækifæri.
Þeim sem starfa við rekstur
fyrirtækja á íslandi í dag er alltaf að
verða það ljósara hversu mikilvægt
það er að fyrirtæki hagnist og skili
góðum hagnaði bæði fyrir eigendur
sína starfsfólk og allt atvinnulífið.“
Frá seinustu áramótum er rekstur
netagerðarinnar Ingólfs í sjálfstæðu
hlutafélagi en ísfélagið á öll bréfin.
Hlutaféð er 65 milljónir. Sagði Sig-
urður að þessi breyting hafi verið
hagstæð fram að þessu, þar sem tekist
hefur að styrkja samkeppnisstöðu
Netagerðarinnar með þessu og ekki
hafa komið upp nein vandamál.
Næst kom Sigurður inn á stærstu
fjárfestingu Isfélagsins í mörg ár,
breytingu á loðnuverksmiðjunni sem
hann sagði að hefði gengið þokkalega.
„Verksmiðjan var tekin í notkun í
þessum mánuði og er mjög glæsileg.
Kostnaður við breytingar á verk-
smiðjunni er orðinn um 600 milljónir.
Ákveðið er að setja upp svokallaða
dagtanka sem geyma mjöl fyrir stutta
vinnslu og jafnframt setja upp 2.500
tonna lýsistanka og breyta löndun
þannig að hægt verði að landa beint í
þrær en þessi atriði eru eftir. Með
þessum breytingum er verksmiðja
félagsins orðin ein sú nýtískulegasta á
landinu.“
Sigurður sagði að loðnuskip
félagsins væru orðin gömul en þeim
væri mjög vel við haldið og rekstur
þeirra hefði í gegnum tíðina verið
farsæll. „Félagið er nú að kanna hugs-
anlega endumýjun á skipum og reikna
út hvort að sú endumýjun muni geta
reynst arðbær eða ekki.“
Isfélagið á samtals hlutabréf í 21
félagi, misjafnlega mikið. Félagið
hefur lagt í fyrirtæki bæði hér innan-
bæjar og líka á landsvísu. Félagið
hefur bæði keypt hlutafé til að reyna
að hagnast á hækkunum bréfa og líka
með þátttöku í rekstri sem það hefur
tekið þátt í eins og Krossanesi hf. á
Akureyri. „Félagið hefur mótað þá
stefnu að leggja ekki í félög hér
innanbæjar, sem eru í samkeppni við
aðra. Markaðsverð hlutabréfa ísfé-
lagsins miðað við seinustu skráningar
em milli 1.000 - 1.100 milljónir
þannig að það er ljóst að þama er um
verulega fjármuni að ræða og skiptir
miklu máli fyrir félagið hvemig þeir
em ávaxtaðir.“
Úhagstæðir samningar, sam-
komulagviðáhafnir
Sigurður nefndi sjómannaverkföllin
tvö sl. vetur sem hann sagði að hefðu
verið erfið. „Þar var tekist á um kaup
og kjör sjómanna. Þessar kjaradeilur
beindust að litlu leyti að félaginu en
vom meira á landsvísu. Samningar
tókust sem em ömgglega mjög
óhagstæðir útgerðinni, sérstaklega
stofnun svokallaðs Kvótaþings. Fé-
lagið hefur náð samkomulagi við sína
skipverja um fiskverð og þær breyt-
ingar sem leiða af því.“
Að lokum þakkaði Sigurður stjóm,
hluthöfum og öllu starfsfólki félagsins
fyrir gott og ánægjulegt samstarf á
liðnu starfsári.