Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Side 12
12 Fréttir Fimmtudagur 3. desember 1998 og ferst það vel úr hendi. Nýtur hann þar góðs gertis en engu að síður tekst honum frábærlega að túlka vonleysið og úrræðaleysið sem hrjáir Asnann. Sindri Freyr Ragnarsson leikur Grislinginn. Sindri Freyr hefur áður sýnt að hann er ganranleikari af guðsnáð og hann brást ekki í þetta sinnið. Tókst honum á sinn lauflétta hátt að túlka Grislinginn sem er merkilegur fyrir þær sakir að vera ekkert merkilegur og sætta sig við það. Guðrún Jónsdóttir leikur Ugluna og tekst ágætlega að gæða hana lífi. Sem persóna er Uglan hund- leiðinleg, montin og yfirlætisfull en túlkun Guðrúnar gerir það að verkum að hún öðlast samúð þegar líður á leikritið. Jttkob er bara venjulegur strákur og sem siíkur kemst hann vel til skila hjá Guðntundi L. Þorvaldssyni. I heild er sýningin nokkuð vel heppnuð en að ósekju hefði mátt höfða meira til áhorfend- anna ungu. Reyndar tekst ágætlega að halda athygli þeirra nema á rólegustu köflunum. Það hefði mátt bæta með því að gera bömin að meiri þátttakendum í sýningunni og beina til þeirra spurningum um framvindu verksins. Eins og áður hefur komið fram er sviðið mjög skemmtilegt og sama gildir um búningana. Undirleikur í söngvum er leikinn af bandi og yftrgnæfði leikarana í byrjun sýningar en jafnvægi komst á þegar leið á. Leikfélagið hefur auglýst sýningar alla laugtu-daga og sunnudaga fram að jólum. Það ættu því öll börn í bænum að fá tækifæri til þess að kynnast Bangsímon og vinum hans. Er full ástæða til að benda foreldrum og forráðamönnum bama að drífa sig í leikhúsið og sjá Bangsímon. Bangsímon er vissulega barnaleikiit en fullorðnir geta líka hafa líka gaman að kynnast líftnu í skóginum. hefur verið lögð í sviðið sem skilaði sér í fallegri umgjörð um leikritið. Sama má segja um búningana, þeir eru litskrúðugir og vei gerðir og ná því að fanga athygli yngstu borgaranna. Sá ereinmitt tilgangurinn og má því segja að með skemmtilegu sviðinu og litskrúðugum búningum sé hálfur sigur unninn í því að fá yngsta fólkið til að fylgjast með frá upphafi til enda. Ævintýrið um Bangsímon og vini hans er þekkt, bæði af myndabókum og í sjónvarpi. Sagan í leikritinu er ósköp eintold og boðskapurinn líka þar sem skilaboðin eru að allir skuli vcra vinir. Persónumar stt'ga ekki í vitið en þær ná þó að skapa samúð hjá áhorfendum og sýna og sanna að maður þarf hvorki að vera bráðgátáður eða hetja til að eiga sér tilverurétt. Þessu tekst að koma til skila í uppsetningu Leiktélagsins og mannlegur breyskleiki, sem hefur verið yfnfærður á dýrin, skín líka í gcgn á oft mjög skemmtilegan hátt. Upphafsmínútur frumsýningarinnar á laugardaginn voru svolftið vandræðalegar og greinilegt að leikendum hafði ekki tekist að hrista af sér frumsýningarhrollinn áður en tjaldið var dregið frá. Fljótlega náðu leikaramir sér þó á slrik og þegar fram í sýninguna kom fóru hjólin að snúast hraðar. í leikritinu er enginn alvitur og enginn vondur. Bangsfmon vill láta gott af sér leiða en oftar en ekki verður matgræðgin honum fjötur um fót. Vonlausasta og um leið skemmtilegasta persónan er Asninn sem er sko enginn venjulegur asni. Grislingurinn er líka skemmtilegur, reyndar svolítið huglaus og reynir að komast undan því að takast á við lífið og tilveruna. Uglan er fulltrúi þeima sem allt þykjast vita en er svo ekki eins alvitur og hún vill vera láta. Þessar persónur ásamt Jakobi, sem er fulltrúi mannfólksins, hafa mest áhrif á söguþráð leikritsins. Almennt standa leikarar sig vel og skal þar fyrstan nefna Bangsímon í meðförum Guðmundar R. Kristinssonar. Guðmundur er ósköp bangsalegur í þessu hlutverki og lekst með því að koma Bangsímon ágætlega tii skila. Sigurhans Guðmundson leikur Asnann Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi á laugardag barnaleikritið Bangsímon og vini hans í leikstjóm Guðjóns Sigvaldasonar. Höfundur er A.A. Milne, leikgerð er eftir Eric Olson, þýðandi er Hulda Valtýsdóttir og söngtextar eftir Guðrúnu Jónsdóttur sem er meðal leikenda. Persónureru Bangsímon, Uglan, Asninn, Jakob, Grislingur, Kaninka og Kengúra og Kengúrubam og vettvangurinn er skógurinn sem er heimkynni þessara dýra. Það sem strax vakli athygli er að mikil vinna Krakkamir í Hamarsskóla sem þátt tóku í fatahönnunarkeppni gmnnskólanna sem fram fór í Laugardalshöllinni á sunnudaginn náðu ekki að vinna til verðlauna en þau stóðu sig með prýði og voru sjálfum sér og skólanum sínum til mikils sóma. AIls vom sýnd 130 verkefni í Laugardalshöllinni og höfðu krakkar í áttundu, níundu og tíundu bekkjum gmnnskóla vítt og breitt urn landið unnið þau. Af þessum Qölda komu hvorki fleiri né færri en 30 frá krökkunum í Hamarsskóla. Bergþóra Þórhallsdóttir, kennari, var ein þeirra sem aðstoðaði krakkana í þessu verkefni og fylgdi þeim til Reykjavíkur. „Það var gaman að fá þetta tækifæri til að kynnast krökkunum utan skólans með þessum hætti,” segir Bergþóra. „Við höfðum stuttan fyrirvara og styttri fyrirvara en aðrir skólar. En áhuginn var mikill og með aðstoð góðra tókst að koma þessu í höfn.” Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram og var þema hennar fegurð og frelsi. Það er ákveðið að taka upp þráðinn að nýju á næsta ári og þá verður þemað Móðir jörð. „Við urðum að skila inn teikningum fyrir 13. nóvember og þá átti eftir að fá úr því skorið hverjir kæmust áfram og sníða og sauma kjólana fyrir keppnina sem var 29. nóvember.” Sigurdís Arnarsdóttir aðstoðaði krakkana við teikningarnar og segir Bergþóra að það hafi örugglega átt sinn þátt í því hvað margir úr Hamarsskóla komust í lokakeppnina. Auk Sigurdísar og Bergþóru komu að verkefninu Ema Jónsdóttir handavinnukennari, Selma Ragnarsdóttir kjólameistari, Ragnheiður Borgþórsdóttir, snyrtifræðingur og Nanna Leifsdóttir hárgreiðslumeistari. Ekki var skilyrði að krakkamir sýndu sjálfir fötin en Bergþóra segir að um helmingurinn hafi sýnt eigin föt en hinn helmingurinn fékk vini, félaga eða frændfólk til að sýna fötin. Mikill áhugi var hjá foreldrum á keppninni og komu margir þeirra með til Reykjavíkur og í sumum tilfellum mættu heilu tjölskyldumar að sögn Bergþóm. Til að byrja með vom 19 krakkar valdir í undanúrslit en níu kepptu til þrennra verðlauna. „Kjólamir sem þá duttu úr vom þeir fallegustu að okkar mati sem sýnir að við vomm kannski ekki alveg á réttri braut. En við emm reynslunni ríkari og verðum tilbúin í slaginn næsta ár. Það \ ar Irábært að vera með krökkunum í þessu verkefni. Fyrir þau er þetta mikil rcynsla og þetta er líka gotl fyrir félagslífið í 1. I I L , I 1 I I skólanum. Við ætlum að slá upp keppni hjá okkur á 1. des. skemmtuninni og s\o hoUim \ ið \ erið beðin um að s_\ na \ iða um bæinn." sagði Bergþóra að lokum. Bjartey Gylfadóttirer 15 áraogí 10. bekk. i Hún hannaði og saumaði samkvæmiskjól sem hún^^kt, fékk vinkonu sína, Guðbjörgu Helgadóttur til að sýna. WSm „Þetta er fyrsti kjóllinn sem ég hanna og sauma og ég'Wk 7 gerði þetta allt saman sjálf. Var það mjög gaman,” segir^V ~ Bjartey sem fékk hugmyndina að kjólnum kvöld eitt. „Eg var að fara að sofa en gat ekki sofnað. Ég lá þarna og hugsaði og þá fékk ég allt í einu þessa hugmynd.” Þegar Bjartey er spurð að því hvað henni hafi fundist erfiðast í keppninni segir hún að það sé ekki rétt að tala um að einhver hluti hennar hafi verið erfiður. „Þetta var fyrst og fremst skemmtilegt en ég var orðin stressuð fyrir keppnina. Við voium á síðustu stundu en þctta hafðist allt.” Aðspurð um framtíðina á þessu sviði sagðist Bjartey vera til í taka þátt í hönnunarkeppni aftur. „En ég veit ekki hvort ég hefði áhuga á að verða fatahönnuður. Ég er með ósköp venjulega fatadellu miðað við stelpur á mínum aldri en það var gaman að prófa eitthvað nýtt,” sagði Bjartey að endingu. í 3 i 1 i i u* 1 í 1 t 1 r í r • i k \ 111 n 1111 rí [ 11 m 11-] fi 1 / i B i VE h i ■ A Á "i*íT?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.