Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 24, iúní 1999
Skútudraumur
sem rættist
Nokkuð hefur verið um að
skútur hafi verið að koma til
hafnar í Eyjum það sem af er
sumri. Blaðamaður var á
bryggjurölti á dögunum og sá
þar konu nokkra um borð í
skútu sem lá í austurhöfninni.
Þetta var 40 feta skúta sem ber
nafnið Black Bear og er skráð í
St. Johns í Kanada Hún hvaðst
heita Gunnhildur og vera Emils-
dóttir og það sem meira er,
brottfluttur Eyjamaður. Hún
var að þrífa dekkið og tók vel í
dulítið skútuspjall og eylegan
uppruna sinn. Hún sagði að
maðurinn hennar Jakob Fenger,
hefði þurfti að fara til Reykja-
víkur til þess að bjarga Internet
málum skútunnar, en sonur
þeirra Emil mun stunda nám sitt
í gegnum netið næsta vetur á
ferðalagi þeirra um höfín.
Gunnhildur segir að skútuáhuginn
hafi kviknað fyrir tveimur árum þegar
hún og eiginmaður hennar hafi
ákveðið að kaupa sér skútu. „Ég hef
alltaf haft áhuga á smábátum og
siglingum. Ég er úr Eyjum og þótti
alltaf rosalega óréttlátt að strákamir
einir gætu verið á sjó. Ég var hins
vegar fljót að reyna að koma mér á sjó
og var sem kokkur og háseti. I
tvígang yfir sumartímann fann ég mér
pláss á handfæraveiðum og hef því
haft áhuga á sjó mjög lengi.
Skútudraumurinn varð svo að veru-
leika fyrir ári síðan þegar við keyptum
okkur þessa skútu í Kanada og hér
erum við komin.“
Er ekki hægt að fá eitthvað um
ættfræðilegan bakgrann þinn?
„Ég hugsa að flestir Vestmanna-
eyingar á mínum aldri og eldri þekki
mig. Móðir mín er úr Vallatúni og í
föðurætt er ég frá Fagurhól. Afi minn
og amma bjuggu þar. Ég var sautján
ára þegar ég fór héðan og svo sem
ekkert meira um það að segja.
Reyndar kom ég hingað aftur í gosinu,
því mér þótti það svo mikið ævintýri
að fá að taka þátt í öllu kringum það.
Eiginlega var það ævintýri lífs míns.
Hér vora líka fáar konur og að geta
orðið að liði var mjög skemmtilegt.
Eyjan var bæði sorgleg og stórfengleg
meðan á þessum hamföram stóð.“
Hvemig fjármögnuðuð þið skútu-
kaupin?
„Þetta leiddi eitt af öðra. Við höfum
verið að safna og ég seldi fyrirtæki
sem ég átti. En okkur hefur langað til
þess að gera eitthvað þessu líkt í mjög
mörg ár. Við eram þrjú sem ætlum á
skútunni suður á bóginn. Það er ég,
maðurinn minn og sonur. Við eigum
einnig dóttur, en hún ætlar að hitta
okkur einhvers staðar við Miðjarðar-
hafið í sumar.“
Gunnhildur segir að þau muni dvelja
í Eyjum í þrjá til fjóra daga og þegar
þetta kemur á prent hafa þau lagt úr
höfn í Eyjum. „Héðan ætlum við að
halda til írlands og þaðan til Portúgals
og áfram inn í Miðjarðarhafið, en
annars era engin ákveðin plön í gangi
varðandi ferðaáætlun og engar fastar
tímasetningar. Við vitum að við
verðum að vera komin eitthvert um
mánaðamótin september október þar
sem við getum öragglega komist í
samband við skólayfirvöld héma
heima svo sonur okkar geti byrjað
námið.“
Einhverjar hugmyndir um það
hvenær þið verðið komin heim aftur?
„Ég veit að ég verð að vera komin
heim í september árið 2000, því þá
byijar strákurinn aftur í skóla. Ég held
að það sé ekki forsvaranlegt að vera
lengur en eitt ár. Það á hins vegar eftir
að koma í ljós hvemig okkur gengur
að aðstoða hann við námið og temja
hann.“
Getur skútulífið ekki verið svolítið
einmanalegt?
„Ég veit það ekki enn þá. Ég geri
mér ekki grein fyrir því. Ég er nú búin
að vera á dekkinu héma í morgun og
það hefur verið mjög rólegt í kringum
mig og ég hugsaði hvort það væri
þetta sem koma skyldi. Ég ein á
dekkinu. Þessa stundina líður mér
mjög vel, því það er búinn að vera svo
mikill erill í kringum okkur. Ættingjar
og vinir að kveðja og svo framvegis. I
kringum skútur og skútulíf er mjög
mikið líf, þannig að ég held að maður
eigi alltaf eftir að finna sér félaga og
vini hvar sem maður er í heiminum.
Ég kvíði því að minnsta kosti ekki.“
En nú náðuð þið í skútuna frá
Kanada, svo einhverja reynslu hafið
þið á úthafinu?
„Jú og við vorum fjórtán daga og
átján klukkutíma frá Kanada til
Reykjavíkur. í sjálfu sér var sú sigling
mikið álag, vegna þess að við
hrepptum leiðindaveður á leiðinni,
þannig að það var dálítið brambolt á
okkur, hins vegar gekk allt mjög vel.
Einnig samdi okkur mjög vel og það
er fyrir öllu. Við lásum töluvert fyrir
hvort annað og sjálf teikna ég svo ég
finn aldrei fyrir því að ég sé neitt
einmana. Reyndar eram við líka með
sjónvarp, vídeó og Internetið eins og
ég sagði áðan, en sjónvarpi nær maður
hins vegar ekki einhvers staðar úti á
ballarhafi, en ef það á við er hægt að
grípa í vídeóið. Mér finnst alveg
óþarfi að einangra sig gjörsamlega
eins og að vera komin á fjöll. Ég sé
engan tilgang með því. En skútan er
heimili okkar um leið, en við höfum
ijölskyldualbúmið með okkur, svo við
getum sest við það ef við viljum hitta
fjölskylduna," segir Gunnhildur að
lokum.
Beg
Með trönur í fj allinu
í vikunni hafði listmálari komið sér fyrir í hlíðum Helgafells með skilirí sín og liti og mundaði þar pentskúf j
sinn að festa Kliftð og Blátind á léreftið. Hann kvaðst heita Kevin Broad og vera frá Fíladelfíu í j
Bandaríkjunum. Hann hefur verið að ferðast um Island á hjóli ásamt vini sínum og skrapp til Eyja með flugi |
til þess að mála nokkrar myndir. Hann sagðist vera með myndir sínar til sýnis og sölu í galleríi í New I
Jersey, en galleríið er í eigu Hrefnu Jónsdóttur, sem að sögn Kevins er frá Vestmannaeyjum. „Það er nú 1
aðallega vegna kynna minna af Hrefnu sem ég kom til Vestmannaeyja, en mig langaði til þess að mála mynd
fyrir hana frá æskustöðvunum. Fjölskylda hennar er flutt frá Eyjum, en faðir hennar mun hafa hrapað í j
smalamennsku fyrir þijátíu og fimm eða fjörutíu árum í Eyjum. Hún á hins vegar systur í Reykjavík,“ segir i
Kevin og horfir í átt að Klifinu. _ I
Kevin sagðist mála það sem fyrir augu bæri, en hann væri hins vegar ekkert að binda sig við landslag. „Ég [
hef málað herbergið mitt og götuna sem ég bý við, þannig að ég er ekkert upptekinn af landslagi sérstaklega.
Ég lít á mig sem atvinnulistamann, þó að ég verði að vinna aðra vinnu með, en ég hef verið í alls kyns |
skreytingum á húsum og sértækum verkefnum við húsamálun. Samkeppnin er hins vegar mikil og ekki i
margir listamenn í Bandaríkjunum sem geta lifað eingöngu af list sinni. Mér gengur hins vegar ágætlega og I
sel þó nokkuð af mínum verkum. Mér finnst skemmtilegast að mála með olíulitum, en þegar ég mála á [
ferðalögum eins og nú nota ég akrílliti sem eru fljótari að þoma og meðfærilegri að því leyti,“ sagði Kevin .
að lokum og helt áfram að festa fjallahringinn á strigann.
I__________________________________________________________________________________________________I
Mikil og góð aðsókn var á nemendasýninguna. Hér er Steinunn Einars-
dóttir fyrir miðju ásamt tveimur nemendum sínum, systrunum Gerði og
Hólmfríði Sigurðardætrum.
Mikil afköst
og fjölbreytni
Steinunn Einarsdóttir myndlistar-
maður hefur síðustu fjögur árin
staðið fyrir myndlistarkennslu sem
notið hefur mikilla vinsælda.
Hverju námsári lýkur með sýningu
og í síðustu viku gafst bæjarbúum
kostur á að sjá afrakstur síðasta
vetrar.
Sýningin var í gamla áhaldahúsinu
sem síðustu misseri hefur verið að
vinna sér sess sem góður staður fyrir
myndlistarsýningar. Tæplega 20
manns tóku þátt í sýningunni og
sýndu þeir hvorki fleiri né færri en um
120 myndir sem Steinunn segir að séu
alveg ótrúleg afköst. ,Já, þaðerrétt
að þetta er fjórða nemendasýningin
mín,“ segir Steinunn. „Það era
fáeinir hér sem byijuðu fyrir fjóram
áram en flestir era á 2. og 3. ári og þrír
byrjuðu í haust. Sumir era ótrúlega
afkastamiklir sem skýrir þennan
fjölda af myndum sem við sýnum
núna,“ bætti hún við.
Um sýninguna er það að segja að
hún var skemmtileg og eins og gefur
að skilja fjölbreytt. Eðlilega era
nemendur Steinunnar misjafnlega
staddir á vegi myndlistarinnar en í
heildina sést að hún er að skila árangri
í kennslunni.