Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. júní 1999
Fréttir
13
GRÚTURINN í höfninni er mikið lýti og Vetmannaeyingum til lítils
sóma.
síldinni, og þekur yflrborð hafnar-
innar, auk bryggjukanta með til-
heyrandi óþefjan og er lítt augna-
yndi að minnsta kosti ferðamanna.
Það em ekki allir sem sjá ástæðu til
þess að æsa sig yfir „smá“ grútar-
mengun í höfninni og segja að hún sé
óhjákvæmilegur fylgifískur útgerðar
og menn verði að laga sig að
atvinnuháttum á hverjum stað, burt
séð frá hvaða skoðun ferðamenn hafi
ámálinu.
Björgvin Magnússon sem sér um
mengurnarmál hjá Vestmannaeyja-
höfn segir að ekki sé vitað hvaðan
þessi mengun kemur, né hægt sé að
benda á einn sökudólg. „Það hefur
eitthvert slys átt sér stað, því menn em
ekki að lensa grút í höfnina viljandi.
Við urðum varir við þessa mengun á
laugardagskvöldið og fómm strax í
það að kanna málið. Það er enn þá
verið að skoða þetta, hvað þama hefur
átt sér stað, en þetta kemur frá
einhverjum bát eða bræðslunum, en
eins og ég sagði er málið í rannsókn
og meðan við höfum ekkert í
höndunum vil ég ekki láta hafa neitt
eftir mér um hugsanlegan sökudólg."
Björgvin segir svona mengun erfiða
viðureignar og erfitt að hreinsa hana
upp. „Það verður ekki farið í að
hreinsa þetta sérstaklega, heldur mun
tíminn og sjávarföll sjá um málið.
Við eigum reyndar dreifiefni á olíu
sem blandast sjónum, en það hefur
ekkert að segja á grútarmengun. Auk
þess sem þess slíkum dreiftefnum
íylgir oft meiri mengun og er síst betra
fyrir lífríkið."
Björgvin segir að Hollustuvemd,
heilbrigðisyfirvöld og hafnaryfirvöld
fari með mengunarslys. „Samkvæmt
nýrri reglugerð á hafnarvörður fyrsta
orðið ef mengunarslys verður innan
hafnar, en utan hennar er það
landhelgisgæslan í samráði við
heilbrigðisyftrvöld.“
Björgvin segir að ástand mengun-
arvamarmála sé ágætt í Eyjum.
„Sjómenn í Eyjum em mikið famir að
hugsa um umhverfið og menn til-
kynna nú ef slys eða óhapp á sér stað
frekar en að hverfa af vettvangi, svo
hægt sé að bregðast við í tíma, þó að í
þessu tilviki nú haft eitthvað misfarist
með að tilkynna skaðann.“ segir
Björgvin.
- á vegum Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja 1999. Keppt í þremur aldursflokkum
Eftir að sfld fór að berast til Eyja
hefur verið áberandi mengun í
höfninni í Vestmannaeyjum. Að
því er fróðir menn segja mun þetta
vera rauðáta og drulla sem fylgir
Miðstöðin býður upp á málningarvörar
Miðstöðin, sem til þessa hefur ein-
beitt sér að öllu sem lýtur að pípu-
lögnum, hefur fært út kvíarnar og
býður nú upp á málningu frá
Málningu hf.
Miðstöðin hefur rekið bæði verslun
og pípulagnaþjónustu til margra ára og
segir Guðni Gunnarsson, starfsmaður
Miðstöðvarinnar, að þeir séu bæði að
auka þjónustuna og halda góðri vöm á
markaðnum. ,JVIálningarverslun Gísla
og Ragnars, sem hætti verslunarrekstri
eftir marga áratugi á þessu ári, var
með umboð fyrir Málningu hf. sem
hefur verið þekkt fyrir góða vöm. Við
sáum okkur leik á borði, þegar þeir
hættu, að bæta málningunni við.
Hingað til höfum við einbeitt okkur að
öllu sem lýtur að pípulögnum, hrein-
lætistækjum og eldhúsáhöldum auk
þess sem við höfum boðið upp á gott
úrval af flísum,“ segir Guðni.
Hann segir að húsnæði fyrir
málningardeild hafi verið til staðar í
versluninni þannig að lítið mál haft
verið taka inn málningarvöruna. „Það
yrði of langt mál að telja upp allt það
úrval sem Málning býður upp á og
fæst hjá okkur. En það þekkja allir
Kópal innimálninguna, Steintex og
Steinvara utanhúss og Semtex
steypuefnin. Þessa daga frá því við
opnuðum málningardeildina hefur
verið mikið að gera þannig að mér
sýnist að við séum á réttri leið,“ sagði
Guðni.
Miðstöðin stendur á gömlum merg.
Upphafið má rekja til ársins 1947
þegar Marinó Jónsson hóf rekstur
pípulagningaverkstæðis og verslunar
með hreinlætistæki og ofna árið 1947.
Fljótlega fékk fyrirtækið nafnið Mið-
stöðin og er þriðji ættliðurinn tekinn
við rekstrinum. Sigursteinn tók við af
Marinó föður sínum og nú hefur hann
dregið sig til baka og er fram-
kvæmdastjóm nú í höndum Marinós
Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur unnið markvisst að því að gera Þjóðhátíð
Vestmannaeyja að meiri fjöiskyiduskemmtun en verið hefur. Liður íþví
er teiknimyndasamkeppni barna á vegum Þjóðhátíðarblaðs Vest-
mannaeyja.
vetur, fædd 1989-1992
3. Böm sem voru í 5.-7. bekk sl.
vetur, fædd 1986-1988
Markmiðið með teikni-
myndasamkeppninni er að
gerabömin ogþeirrahug-
arheim gagnvart Þjóðhátíð-
inni sýnilegri og bíðum við
spennt eftir undirtektum.
Fróðlegt verður að sjá hvemig
börnin túlka Þjóð-hátíðina
myndrænt.
Vonumst við til að foreldrunt og
forráðamönnum bamanna lítist vel á
og styðji bömin í að taka þátt í
þessum létta leik.
Nöfn vinningshafa
ásamt úrvali innsendra
mynda verða birt í
Þjóðhátíðarblaði Vest-
mannaeyja 1999 sem
kemur út í þjóðhátíðar-
vikunni.
Nánari upplýsingar em veittar
hjá Rósu og Steina í síma 481-
2761.
SIGURSTEINN með börnum sínum, Marinó, Ingu Birnu, Guðbjörgu og Ester.
sonar hans. Fjórði ættliðurinn, Bjami
Olafur vinnur hjá pabba sínum þannig
að allt stefnir í að þar taki fjórði
ættliðurinn við.
Margt hefur breyst á þeim rúmlega
50 ámm sem liðin em frá því Marinó
Jónsson stofnaði fyrirtækið. Sem
dæmi um það sýndi Marinó blaða-
manni reikning sem Hulda Sigurð-
ardóttir frá Vatnsdal fann í fómm
Tryggva Gunnarssonar tengdaföður
síns. Hann er frá árinu 1950 og í
hausnum stendur: Marinó Jónsson
Faxastíg 25 Vestmannaeyjum sími
353. Auk þess stendur: Mið-
stöðvarofnar - útlendir og innlendir. -
Vatnsleiðslur og hreinlætistæki. -
Ennfremur miðstöðvarkatlar - olíu- og
kolakyntir. -Pípulagningar.
Verðin em náttúrlega allt önnur og
þá er söluskatturinn ekki nema 3%.
„Það var mjög gaman að fá þennan
reikning í hendumar sem sýnir tímana
tvenna. Ungt fólk í dag þekkir ekki
miðstöðvarkatla og sjálfúr man ég lítið
eftir kolakyndingu. Auk þess er
úrvalið miklu meira hjá okkur í dag en
var á Faxastígnum. Það má segja að
við höfum að öllu leyti stigið út úr
gamla tímanum þegar við fluttum
hingað á Strandveginn fyrir rúmum
þremur ámm,“ sagði Marinó.
Þegar bræðumir Gísli og Ragnar
Engilbertssynir hættu rekstri verslunar
sinnar fyrr á þessu ári lauk merkum
kafla í verslunarsögu Vestmannaeyja
því þeir byijuðu kaupskap árið 1963.
1 tilefni opnunar málningardeild-
arinnar hafa Málning ehf. og Mið-
stöðin ehf. ákveðið að gefa Landa-
kirkju utanhússmálningu á safn-
aðarheimili kirkjunnar.
GUÐNI, Marinó og Ragnar Engilbertsson við opnun málningar-
deildarinnar.
Grútarmengun
íhöfninni
-Óhjákvæmilegur fylgifiskur útgerðar?
Teiknimyndasamkeppni bama
um mynd frá bióðhátíð
Þjóðhátíðarblað Vestmanna-
eyja efnir til teiknimynda-
samkeppni barna um mynd frá
Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Þess er
krafist að myndefnið tengist þjóð-
hátíð en að öðru leyti er það frjálst.
Mikilvægt er að myndin sé teiknuð
með góðum litum á hvítan pappír
sem gætu komið vel út á prenti.
Myndinni á að skila inn á ritstjóm
Frétta. Skilafrestur er briðiu-
daaurinn 6. júlí.
Myiidina skal setja í umslag merkt:
Teiknimyndasamkeppni
Þjóðhátíðarbiað 1999
Strandvegi 47
900 Vestmannaeyjar
Munið að merkja ntyndina á
bakhlið hennar með fullu nafni,
aldri, heimilisfangi og síma. Sérstök
dómnefnd velur úr bestu myndimar
og því er betra að nafnið sé ekki
framan á myndinni sjálfri.
Vegleg verðlaun verða í boði fyrir
vinningshafa í hverjum aldursflokki.
1. verðlaun: tölvuleikur frá
Tölvun,
2. verðlaun: ÍBV treyja,
3. verðlaun: geisladiskur
Miðað verður við þijá aldursflokka:
1. Leikskólaaldur (böm sem ekki eru
bytjuð í grunnskóla)
2. Börn sem voru í L- 4. bekk sl.