Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 24. júní 1999
SUMARSTÍ
(Mra® ffo
Donna Yr Kristinsdóttir er fædd í
Reykjavík þann 22. desember 1981 og eru
foreldrar hennar Sigríður Árný
Bragadóttir og Kristinn Þór Jónsson en
fósturpabbi hennar er Eyjólfur
Guðjónsson. Systkini hennar eru Bragi
Þór, Guðrún Eydís og Elín Sólborg og
kærastinn e Héðinn Karl Magnússon.
Hvers vegna ákvað Donna Yr að taka þátt í
sumarstúikukeppninni? „Þetta er bara
stuð sem gaman er að taka þátt í,“ segir
hún.
Donna fór hefðbundna leið upp
grunnskólann og lauk öðru ári í
Framhaldsskóianum í vor þar sem hún var
á almennri braut.
Hún sleppti boltaíþróttum en stundaði
sund af því meiri krafti fram eftir aldri en
núna sækir hún tíma í Hressó til að halda
sér í formi.
En hvað ætlar Donna sér að læra. „Þar
kemur tvennt til greina, læra til sjúkraliða
eða að læra fatahönnun.“
Hvað með frekari framtíðaráætlanir? „Ég
er ekkert farin að hugsa um þau mál
ennþá. Það er nógur tími til að hugsa um
þau mál.“
„Ég hef ekki ennþá myndað mér pólitíska
skoðun og myndi hvorki kjósa Davíð eða
Margréti,“ sagði Donna þegar hún er
spurð um pólitíska skoðun sína.
Ekki var hún með á hreinu hvort hún gæti
hugsað sér að búa í Eyjum í framtíðinni.
„Kannski,“ svaraði hún en hvað finnst
henni vanta fyrir unga fólkið hér í bæ?
„Það mætti gera meira fyrir unglingana.
Skemmtanalíf mætti vera fjölbreyttara og
svo vantar stað fyrir krakkana til að koma
saman á.“
Gætir þú hugsað þér að búa í útlöndum og
þá hvar? „Já, til dæmis í Bandaríkjunum
eða Ástralíu.“ Af
hverju þessi lönd?
„Þessi lönd heilla
mig einna mest.“
Ætlar þú til útlanda
í sumar? „Já, til
Bandaríkjanna.
Ætlunin er að fara
til Flórída í
sumarfrí.“
I hvað eyðirðu
laununum þínum?
„Föt og aftur föt.“
Hvert er þitt
fegurðar-
leyndarmál? „Fæ
þetta allt frá
mömmu,“ segir
Donna.
„Ég á enga sérstaka
uppáhalds-
hljómsveit. Það eru
frekar söng-
konurnar sem heilla
og þar eru fremstar í
flokki Brandy og
Monica en það er
líka fullt af öðrum
sem koma til
greina,“ sagði
Donna þegar hún
var spurð um tónlistarsmekk.
Ætlar þú að vera á þjóðhátíð? „Nei.“ Ertu
á móti þjóðhátíð? „Nei alls ekki. Það mætti
alltaf vera þjóðhátíð.“
Hvaða hljómsveit vildir þú hafa á
þjóðhátíð? „Ný danska.“
Hvað myndir þú taka með þér á eyðieyju?
„Bikiní, kampavin, Iiggja í sólbaði og bíða
eftir að einhver kæmi að sækja mig.“
Hvernig líst þér á fótboltann í sumar? „Á
þessu sviði er mér alveg sama. Ég hef
einfaldlega engan áhuga.“
Donna þurfti ekki mörg orð til að lýsa
skoðunum sínum í jafnréttismálum. Þar
virðist hún vera með hlutina á hreinu.
Áttu sömu möguleika og strákar í skóla og
vinnu?, Já.“
Á það líka við um Iaun?, Já.“
Ætlar þú vinna úti þegar þú stofnar
fjölskyldu.?, Já.“
Ætlar þú ekki að sjá um heimilisverkin og
leyfa karlinum að slappa af þegar hann
kemur dauðþreyttur heim úr vinnunni.
„Nei, hann skal sko fá að hjálpa mér,“ segir
Donna, ákveðin á svipinn.
Á karlinn að taka jafnlangt fæðingarorlof
og konan?, Já, ef hann vill.“
Eitthvað að lokum? „Hvet alla til að
koma,“ sagði Donna að lokum.
ISLANDSFLUG
gerir fleirum fært að fljúga
Sigríður Ása
Sigríður Ása Friðriksdóttir fæddist í
Vestmannaeyjum þann 23. júní 1979 og
eru foreldrar hennar Friðrik Gíslason og
Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Hún á einn
bróður, Bjarka en þessa stundina er enginn
kærasti til staðar.
Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt í
sumarstúlkukeppninni? „Langaði að prófa
eitthvað nýtt.“
„Eftir grunnskóla lá leiðin í Framhalds-
skólann þar sem ég hef verið á
félagsfræðibraut. Það er að styttast í þessu
hjá mér í Framhaldsskólanum því að ég
vonast til þess að útskrifast núna um jólin.“
Sigríður Ása er mjög íþróttasinnuð og er í
dag leikmaður með meistaraflokki kvenna
IBV þar sem stcfnan er tekin ofar en síðasta
ár. „Ég byrjaði sjö ára að dúlla mér í
fimleikum en það átti ekki alveg við mig
þannig að ég skipti yfir í fótbolta og
handbolta. Ég var 17 eða 18 ára þegar ég
hætti í handbolta og síðan hef ég einbeitt
mér að fótboltanum.“
Hvað með framtíðarskólagöngu? „Það er
fyrst að klára stúdentinn. Hvað svo verður
veit ég ekki en kannski verð ég bara
garðyrkjufræðingur.“ Ertu með græna
putta? Ekki mjög, það hefur í rauninni
aldrei reynt á það en einu sinni átti ég að
passa blómin á heimilinu og mér tókst að
drepa öll blómin í húsinu á þessum tveimur
vikum sem ég var ein heima.“
Hvað með frekari framtíðarplön? „Halda
áfram í boltanum og ferðast eins mikið og
maður getur.“
Hefurðu myndað þér pólitíska skoðun?
„Ekki er það nú mikið ennþá en ætli það sé
ekki frekar til hægri.“
Gætirðu hugsað þér að búa í
Vestmannaeyjum í framtíðinni?, Já alveg
hiklaust.“
Gætirðu hugsað þér að búa í útlöndum og
þá hvar? , Já. Ég hef
verið íDanmörku
þar sem ég fór í
íþróttaskóla á
Jótlandi og það var
rosalega fínt. Ég gæti
alveg hugsað mér að
búa þar.“
Ætlar þú tij útlanda
í sumar? „Ég ætla að
fara til útlanda
þegar boltinn er
búinn. Ég vann ferð
fyrir tvo til Dublin
hjá Atlaskortum og
ætla ég að nýta það
við fyrsta tækifæri.“
I hvað eyðirðu
laununum þínum?
„Föt og ferðalög,“ er
svarið, stutt og
laggott.
Hvert er þitt
fegurðar-
leyndarmál? Nú
hlær Sigríður Ása
hressilega. „Ekki
neitt.“
Hver erþín
uppáhalds
hljómsveit? „U-2.“
Ætlar þú að vera á Þjóðhátið? „Ég veit
ekki annað.“
Hvaða hljómsveit vildir þú hafa á
þjóðhátið? „Skítamóral, Sálina og Kim
Larsen. Hann yrði flottastur á þjóðhátið.“
Hvað mundi þú taka með þér á eyðieyju?
„Ekki getur það verið kærasti þannig að
ætli það yrði ekki bara gemsinn minn svo
að ég gæti hringt og látið sækja mig.“ .
Hvernig líst þer á fótboltann? „Það er björt
framtíð, hjá bæði konum og körlum.“
Áttu sömu möguleika og strákar í skóla og
vinnu? Þarna stendur ekki á svarinu., Já
það er alveg á hreinu. Ég er algjör
rauðsokka.“
Ætlar þú að vinna úti þegar þú stofnar
fjölskyldu? , Já, ef þess þarf með þá gerir
maður það. Það að vera heima með krakka
og heimili er nú vinna líka.“
Ætlar þú ekki að sjá um heimilisverkin og
leyfa karlinum að slappa af þegar hann
kemur dauðþreyttur heim úr vinnunni? Ef
ég er heimavinnandi húsmóðir er það
ekkert mál, en ef við vinnum bæði jafnan
vinnudag, verða bæði að sjá um húsverkin.
Á karlinn að taka jafnlangt fæðingarorlof
og konan?, Já. Þeim finnst það örugglega
ekkert síður gaman að vera heima hjá
þessum nýfæddu krúttum en okkur
konunum,“ sagði Sigríður að lokum.
ÍUrtít^
Veslmannahraut 30
Simi481-2886
Eyjablóm
Vestmannabraut
Sími 481-2047
nSparisjóður
Vestmannaeyja