Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. júní 1999 Fréttir 9 yI$99 Una Þóra Una Þóra Agústsdóttir fæddist þann 28. febrúar árið 1980 og eru foreldrar hennar Kristín Guðjónsdóttir og Agúst J. Guð- mundsson. Kærastinn heitir Kristinn Þór Jóhannesson. Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt í sumarstúlkukeppninni? „Bara,“ segir Una Þóra. „Þetta er eitthvað nýtt og af hverju ekki að prófa.“ Gins og allar hinar tók hún grunnskólann með trompi og byrjar sitt þriðja ár í Framhaldsskólanum í haust. Stundar hún nám á náttúrufræðibraut. „Ég stunda engar íþróttir núna en ég var í fótboltaa þegar ég var yngri.“ Hvað með skólagöngu eftir framhaldsskóla? „Ég ætla í hjúkrun og stefni ótrauð að því. Núna er ég að vinna á Sjúkrahúsinu hér og í Noregi var ég að vinna á heimili fyrir þroskahefta þar sem ég var í tæpt eitt og hálft ár.“ Hvað með önnur framtíðarplön? „Ég ætla að vinna við hjúkrun og koma mér upp góðri fjölskyldu. En ég ætla að ferðast mikið eftir að ég er búin að læra og áður en ég byrja að búa til þessa fjölskyldu,“ segir Una Þóra. Hún virðist vera búin að finna sinn farveg í pólitíkinni., Já, ég held það. Alla vega kýs maður Sjálfstæðisflokkinn.“ Gætirðu hugsað þér að búa í Vest- mannaeyjum í framtíðinni? „Ég veit það nú ekki. Ég hef prófað að búa annars staðar og líkað það ágætlega.“ Gætir þú hugsað þér að búa í útlöndum og þá hvar? , Já. Ég hef búið í Noregi og það er mjög fínt að vera þar. Ég gæti líka hugsað mér að búa í Svíþjóð.“ Ætlar þú til útlanda í sumar?, Já. Ég er að fara til Benidorm í tvær vikur með vinkonum mínum.“ I hvað eyðirðu laununum þínum? Það er misjafnt en kannski mest í skemmtanir og föt held ég bara.“ Hvert er þitt fegurðar- Ieyndarmál? „Það er ekkert leyndarmál hjá mér.“ Uppáhalds- hljómsveit? „Ég á enga uppáhalds hljómsveit en uppáhalds- söngkonan er Janet Jackson.“ Ætlar þú að vera á þjóðhátíð., Já.“ Hvaða hljómsveit vildir þú hafa á þjóðhátíð? Þegar kom að þessari spurningu var hún sammála öllum hinum stelpunum um að Sálin hans Jóns míns sé nauðsynleg þegar kemur að þjóðhátíð. „Ég vildi sjá Sálina og Sóldögg og svo finnst mér Butter Cup ágætir.“ Hvað myndir þú taka með þér á eyðieyju? „Ætli maður myndi ekki taka með sér kærastann. Ég held það bara.“ Hvernig líst þér á fótboltann í sumar? „Ég hef ekki fylgst nógu mikið með stelpunum en mér líst ekki alveg nógu vel á karlaboltann. Þeir hafa ekki staðið sig nógu vel en vonandi er sigurinn á KR vísbending um betra gengi.“ Ekki er Una Þóra alveg viss um að hún eigi sömu möguleika og strákar í vinnu þó annað gildi um skólann. „Ég hef alveg sömu möguleika og strákarnir í skólanum. Það er undir manni sjálfum komið en það á kannski ekki við þegar kemur út á vinnumarkaðinn. Þar er ekki nógu mikið jafnrétti.“ Ætlar þú vinna úti þegar þú stofnar fjölskyldu? , Já, að sjálfsögðu,“ svarar Una Þóra ákveðið. „Maður verður að sjá fyrir heimilinu líka nema að karlinn minn verði milli.“ Ætlar þú ekki að sjá um heimilisverkin og levfa karlinum að slappa af þegar hann kemur dauðþreyttur heim úr vinnunni? „Nei, við eigum eftir að skipta heimilisverkunum jafnt á milli okkar.“ A karlinn að taka jafnlangt fæðingarorlof og konan? ,Já, já.“ Þórhildur Ögn Þórhildur Ögn Jónsdóttir fæddist í Reykjavík þann 21. desember 1981 og eru foreldrar hennar Kristín Anna Hjálm- arsdóttir og Jón Þór Geirsson. Systir hennar er Kolfinna og kærastinn heitir Ríkharð Bjarki Guðmundsson. Agga, eins og hún er venjulega kölluð, segir sig hafa Iangað til að prófa eitthvað nýtt þegar hún er spurð af hverju hún ákvað að slá til og taka þátt í Sumarstúlkukeppninni. Eftir grunnskólann fór Agga í MH þar sem hún hefur lokið tveimur árum. Hún er á svokallaðri IB-braut sem var nýjung í MH þegar hún hóf nám við skólann. „Þarna tekur maður alþjóðlegt stúdentspróf. Við lærum allt á ensku nema íslenskuna og spænsku,“ segir Agga. Hún fór ekki alveg hefðbundna vestmanneyska leið í íþróttum því hún byrjaði í fimleikum aðeins fjögurra ára og hélt sig við þá þar til hún var 15 ára., Já, ég var í fimleikum í 11 ár en nú stunda ég erobik til að halda mér í formi.“ Ekki segist Agga vera búin að gera upp við sig hvað hún ætlar að taka fyrir eftir stúdentspróf. „Það verður að koma í ljós og það sama er að segja um framtíðaráætlanir. En ég er ákveðin í að Iifa lífinu lifandi, sama á hverju gengur.“ Þó Agga sé komin af mikilli framsóknarætt í móðurlegginn er hún ekki búin að ná áttum í pólitíkinni. „Þau mál eru ekki á hreinu hjá mér þó Vilhjálmur langafi á Brekku sé framsóknarmaður yst sem innst. Að öðru leyti eru allir hver í sínu horni í ættinni í þessum málum.“ Gætirðu hugsað þér að búa í Vest- mannaeyjum í framtíðinni?, Já, ég gæti það.“ Gætir þú hugsað þér að búa í útlöndum og þá hvar?, Já, ég gæti það. En ég veit ekki alveg hvar. Það væri þá helst í Bandaríkjunum eða einhvers staðar á Norðurlöndunum." Ætlar þú til útlanda í sumar? „Nei.“ I hvað eyðirðu laununum þínum? Nú hlær Agga. „f sem minnst því núna er ég að safna fyrir skólanum í vetur og framtíðinni.“ Hvert er þitt fegurðar- leyndarmál? „Að vera maður sjálfur.“ Uppáhalds- hljómsveit? „Þessi var erfið. Ég er alæta á tónlist, svona nokkurn veginn og ég man ekki eftir neinni sérstakri hljómsveit núna.“ Það stóð ekki á svarinu þegar Agga er spurð að því hvort hún ætli að vera á þjóðhátíð., Já, ekki spurning.“ Hvaða hljómsveit vildir þú hafa á þjóðhátíð? „Sóldögg og Sálina en annars koma margar hljómsveitir til greina." Hvað myndir þú taka með þér á eyðieyju? „Ég tæld Rikka með, án efa.“ Hvernig líst þér á fótboltann í sumar? „Bara ágætlega. Stelpurnar eru komnar með sterkara lið og ég held að strákarnir eigi eftir að standa sig.“ Þegar kemur að jafnréttiskaflanum sagðist Agga halda að hún ætti sömu möguleika og strákar í skóla og vinnu? „Annars held ég að ef maður setur sér einhver markmið eigi maður að geta náð þeim. Sama hvort maður er karl eða kona,“ segir hún. Ætlar þú vinna úti þegar þú stofnar fjölskyldu.?, Já, örugglega.“ En ætlar þú ekki að sjá um heimilisverkin og leyfa karlinum að slappa af þegar hann kemur dauðþreyttur heim úr vinnunni? „Þetta er nú algjör brandara spurning. Það á að vera jafnrétti á heimilinu en ætli maður geti ekki dekrað við hann, stundum og þá verður hann að gera það sama á móti.“ A karlinn að taka jafnlangt fæðingarorlof og konan? „Tvímælalaust. Hann á að eiga jafn mikinn þátt í uppeldi á börnunum. Það finnst mér,“ sagði Þórhildur Ögn Jónsdóttir að lokum. Texti Ó.G. Myndir: Halla Einarsdóttir. Framkvæmdastjóri: Bima Vigdís Sigurðardóttir. Sprett úr spori Kirkjuvegi 19 Hárgreiðslustofa Guðbjargar Heiðarvegí 9 b, Simi 481-1630 Eðalsport Selma Ragnarsdóttír Klæðskeri og kjólameistari

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.