Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Síða 1
26. árgangur • Vestmannaeyjum 26' ágúst 1999 • 34. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293
Framhalds-
skólinn settur
Framhaldskólinn í Vestmanna-
eyjum var settur síðastliðinn
þriðjudag að viðstöddum kennur-
um og nemendum næsta skólaárs.
Að sögn Olafs H. Sigurjónssonar
skólameistara verða tæplega 260
nemendur í skólanum í vetur þar af
60 nýnemar sem er svipað og síð-
astliðinn vetur. Ólafur sagði að
árgangurinn nú væri frekar lítill, en
um 90% nemenda sem luku grunn-
skólaprófi í Vestmannaeyjum í fyrra
setjast nú á skólabekk í Framhalds-
skólanum. Einhverjir hafa einnig
farið í skóla upp á landi, eða farið á
vinnumarkaðinn. Engin skipstjómar-
braut er nú við Framhaldsskólann, en
að öðm leyti er skipting milli
námsbrauta svipuð og verið hefur, en
flestir em þó skráðir á náttúm-
fræðibraut og félagsffæðibraut. Allar
kennarastöður hafa verið mannaðar
og litlar breytingar í kennaraliðinu,
nema hvað aðeins em breytingar í
hópi stundakennara, þurfti þó ekki að
fá kennara ofan af landi heldur var
hægt að manna allar stundakenn-
arastöður heimamönnum. „Viðför-
um af stað full af bjartsýni og krafti,“
sagði Ólafur.
NEMENDUR taka við
stundatöflum hjá Ragnari
Óskarssyni kennara
ÞESSIR ungu merih voru að sleppa pysjum í Höfða-
víkinni en galsinn var það mikill að þeir enduðu í sjónum.
Skólarnir aö hefjast
Nemendur heldur flelrí en í fyrra
Aukiö val nemenda íníunda bekk
Skólastarf hefst nú um mánaða-
mótin í grunnskólunum en Fram-
haldsskólinn byrjaði sl. þriðjudag
með skólasetningu og er kennsla
þar hatin.
Ekki er enn fyllilega ljóst hver
nemendafjöldi verður í Framhalds-
skólanum á haustönn þar sem fólk
hefur enn verið að innrita sig síðustu
daga. Þá em alltaf einhveijir sem skrá
sig en mæta svo ekki. Samkvæmt
nýjustu tölum er fjöldi nemenda um
260 eða eilítið færra en á haustönn í
fyrra. Skipstjómarbraut verður ekki
við skólann og sjávarútvegsbraut, sem
auglýst var, verður að líkindum ekki
starfrækt í vetur, a.m.k. ekki á
haustönn, þar sem fáir sóttu um nám á
henni. Nú tekur gildi ný aðalnáms-
skrá sem felur m.a. í sér breytingar á
kennslu í sumum áföngum.
I Hamarsskóla verða í vetur 355
nemendur eða aðeins fleiri en á
síðasta skólaári. Halldóra Magnús-
dóttir, skólastjóri, er í leyfi en skóla-
stjóri í vetur verður Bergþóra Þór-
hallsdóttir. Ekki hefur enn verið
gengið frá ráðningu aðstoðarskóla-
stjóra en viðræður hafa staðið yfir við
Sigurlás Þorleifsson og líklegt að hann
gegni því starfi í vetur. Bergþóra segir
að þrír nýir kennarar bætist í kenn-
arahópinn, allt nýútskrifaðar konur.
Bergþóra segist vera ánægð með að
við skólann em í vetur allir kennarar
með full réttindi ef undan er skilinn
einn leikskólakennari sem raunar
hefur fulla menntun sem slíkur. Af 29
kennurum í Hamarsskóla em aðeins
fjórir karlar en 25 konur. Bergþóra
segir að starfið verði með svipuðu
sniði í vetur og verið hefur. Þó tekur
nú gildi ný skólanámskrá og henni
fylgja ákveðnar breytingar. í vetur
verður um aukið val nemenda að ræða
í 9. bekk um námsgreinar. Nemendur
munu velja sér greinar eftir því hvers
konar nám þeir hyggjast stunda í
framhaldsskóla. Þá verður í vetur
byrjað að kenna ensku í 5. bekk sem
fyrsta erlenda tungumál en dönsku-
nám hefst ekki íyrr en í 8. bekk.
Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri
Bamaskólans, segir að þar verði í
vetur um 450 nemendur og er það
heldur aukning frá síðasta skólaári.
Því veldur m.a. að sex ára árgang-
urinn, sem nú kemur inn, er fjöl-
mennur. Jóna Ólafsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri, er í leyfi og Hjálmfríður
sagði í viðtali við blaðið í gær, að ekki
væri enn á hreinu hver myndi gegna
því starfi, það myndi líklega skýrast í
dag en enginn sótti um starfið.
Nokkrar breytingar verða á kennara-
liði skólans. Sex nýir kennarar koma
til starfa og þrír sem hefja störf að
nýju eftir leyfi. Flestir kennara
skólans hafa full réttindi, tveir em
leikskólakennarar og einn sem ekki
hefur réttindi. Hjálmfríður segir að
alls séu 65 starfsmenn við skólann, af
þeim séu 53 konur en 12 karlar.
Breytingar á skólastarfi fylgja flestar
nýrri námskrá og em svipaðar og í
Hamarsskóla. Sem fyrr há þrengsli
skólastarfinu. Nú fjölgar um eina
bekkjardeild og Hjálmfríður segir það
skapa vandræði sem ekki er enn séð
fyrir endann á. „Við verðum að reyna
að þreyja af þennan vetur og vona að
húsnæðismálin verði leyst fyrir næsta
skólaár,“ sagði Hjálmfríður.
Þá vildi Hjálmfríður benda for-
eldmm á að kíkja vel í hársvörð bama
sinna. Undanfarin ár hefur borið á því
að óboðnir, hvimleiðir gestir hafa
leynst þar, gestir sem hvorki em
æskilegir í skólum né á heimilum.
Háspenna
Einn mikílvægasti leikur ÍBV
verður á sunnudaginn í Frosta-
skjólinu þar sem liðið mæti KR-
ingum.
Leikurinn getur ráðið úrslitum um
hvort liðið hampar Islandsmeistara-
titilinum þann 19. september nk.
Búist er við að Eyjamenn fjöl-
menni á leikinn og og bjóða bæði
Heijólfúr og Flugfélag íslands hag-
stæð fargjöld af þessu tilefni. Er
Herjólfur með pakkaferðir í sam-
vinnu við Skeljung á leikinn. Þeir
sem vilja geta svo keypt miða í
forsölu íTvistinum.
Sjá viðtal við Bjarna
þjálfara á bls. 15.
ÍSEifiÖMiffllD liríj.jijiii.i Ji
SíáÍÍJJJ4J3JJ'
Flötum 20 - Sími 481 1535
yigfgí/OÍ/ <jjj úuiuráíöúi
Græðisbraut 1 - Sími 481
3235
Frá Eyjum Frá Þorl.
Alla daga kl. 08.15 kl. 12.00
Aukaferðir á fimmtud.,
föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00
MmwÉmímM
Sími 481 2800, fax 481 2991