Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 26. ágúst 1999 frettir Áyóöí upp á 5,2 milljónir Á fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Bmnabótíifélags íslands um ágóða- hlutagreiðslu fyrir 1999 og nemur upphæðin 5.216.900 kr. í fram- haldi af þessu bréfi lagði Ragnar Óskarsson fram bókun þar sem hann leggur áherslu á að þessu fé verði varið til biunamála. Nánar er greint frá þessu hér á síðu 2. Fleiri bókanir Ragnar Óskarsson lét bóka fleira á þessum bæjarráðsfundi. Svohljóð- andi bókun barst einnig frá honum: „I framhaldi af samþykkt bæjar- stjómar, frá 2. nóv. 1998 og bókun minnihluta bæjarstjómar 22. júlí 1999, legg ég áherslu á að Þróunarfélagið flýti sem kostur er þeirri vinnu sem eftir er í samræmi við fyrrgreinda samþykkt bæjar- stjórnar." Þama mun Ragnar vera að ýta eftir því að Þróunarfélagið leggi fram lillögur að endurbótum í atvinnumálum í Vestmannaeyjum. Engir nautgripír á Stakkó Fyrirbæjarráðsfundi á mánudag lá bréf frá þeim Ómari Garðarssyni og Sigurgeir Jónssyni. Þar sækja þeir um að fá hluta af Stakkagerðistúni undir nautgriparækt. Bæjarráð gat ekki orðið við því erindi. Snöggatgreiðsla Fyrir fundi bæjatTáðs lágu sjö mál. Sjöunda og síðasta mál á dagskrá var að ákveða að næsti fundur bæjarstjómar yrði 9. september nk. en ekki 2. september eins og áður hafði verið ákveðið. Bæjarráðs- fundurinn hófst kl. 16.00 og var honum lokið kl. 16.20. Þaðtókþví ekki nenia 20 mínútur að hespa þessum sjö málum af og verður það að leljast snaggaraleg afgreiðsla. Greinilega er ekki verið að hangsa yfir hlutunum í bæjarráði, þar er þetta stutt og laggott. Brotistínní Ráðhúsið Þegar starfsfólk Ráðhússins mætti til vinnu á mánudagsmorgun kom í ljós að brotist hafði verið þar inn um helgina. Rúða hafði verið brotin á suðurhlið hússins og farið þar inn. Farið hafði verið um allt hús, m.a. brotin rúða í millihurð í kjallara þar sem gengið er upp á efri hæð. Ekki víu- að sjá að neinu hefði verið stolið en tnikið gramsað. Ekki er vitað hvort þessir óboðnu gestir hafa verið á ferðinni aðfaranótt sunnudags eða mánu- dags en þeir sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir við Ráðhúsið um helgina em beðnir að láta lögreglu vita. Stúturnúmer25 Á fimmtudag í síðustu viku var 25. ökumaðurinn á þessu ári tekinn vegna grans um ölvun við akstur. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Áhöld til neyslu Á föstudag var farið á tvo staði í bænum í leit að fíkniefnum. Þar fundust áhöld til neyslu slíkra efna en engin efni. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags íslands: Greiðir 5 milljðnir krðna til bæjarins Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Islands greiðir 130 milljóna króna framlag til ágóðahlutar til sveit- arfélaga sem eiga aðild að sam- cignarsjóði EBI. I hlut Vestmanna- eyjabæjar koma rúmar 5 milljónir króna en í heild sinni hljóta að- ildarsveitarfélög á Suðurlandi tæpar 18 milljónir króna. Þetta framlag er í samræmi við ákvarð- anir stjórnar og fulltrúaráðs EBI. Þau áttatíu og sex sveitarfélög sem eiga aðild að sjóðnum fá greitt framlag til ágóðahlutar í samræmi við eignarhlut sinn í sjóðnum. Hilmar Pálsson, forstjóri EBI, segir að í samræmi við samþykktir félagsins hafí stjóm og fulltrúaráð EBÍ mælst til þess við aðildarsveitarfélögin að þau verji fjármununum til forvama, greiðslu iðgjalda af tryggingum sveitarstjóma og brunavama í sveitar- félaginu. „Nú er nýlokið útboði á tækjabúnaði fyrir slökkvilið sveitar- félaga sem skipulagt var af EBl og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fimm sveitarfélög hafa nú þegar lýst yfír vilja sínum til að festa kaup á nýjum slökkvibifreiðum og mun EBI bjóða hagstæð kjör við fjármögnun kaupanna." Hilmar segir að fjöldi þeirra sveitar- félaga sem áhuga hafi á því að taka þátt í útboðinu sé ekki endilega mælikvarði á branavamir sveitar- félaga, heldur fari það ekki síður eftir stærð þeirra og tekjum. „Þau fimm sveitarfélög sem hafa lýst yfir áhuga á að festa kaup á nýjum slökkvibílum era Sandgerði, Reykjavík, Hveragerði, Fjarðabyggð og Seyðisfjörður. Hér er um nýjar bifreiðir að ræða, en hins vegar er það opið ef einhver önnur sveitarfélög vilja bætast við.“ Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir að Vestmannaeyjabær eigi ágætan slökkvibíl og þess vegna muni bærinn ekki verða eitt þeirra sveitar- félaga sem taka mun þátt í slökkvi- bílaútboðinu. „Við erum að efla branavamir hjá stofnunum bæjarins og eram vel búnir hvað slökkvibíl varðar. Þannig að þessi upphæð, sem kemur til greiðslu nú, mun fara sem tekjur til bæjarins. Hins vegar finnst mér ekkert óeðlilegt að sveitarfélög sem vantar slökkvibfl, nýti sér þetta útboð EBÍ.“ í lyrrahaust lagði meirihluti bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokkins fram tillögu þess efnis í bæjarráði um að slíta Eignarhaldsfélagi Brunabótafé- lags Islands og að eignum þess yrði ráðstafað til tryggingartaka og sveitar- félaganna, eins og lög þess gerðu ráð fyrir. Guðjón Hjörleifsson sagði að ekki virtist vera áhugi hjá öðram sveitarfélögum um að slíta félgainu. „Reykjanesbær ályktaði reyndar um málið á sínum tíma, en dró síðan ályktunina til baka.“ Lögreglan lekur ekkí Starf lögreglu er oft og tíðum skrýtið, mörg mál kærð til hennar og til þess ætlast að Iögreglan leysi úr hinum ýmsu málum. Það getur reynst snúið nema í samvinnu með samborguranum. Þar má nefna skemmdarverk og innbrot. Fólk sem vart verður við eitthvað gruggugt, svo að ekki sé nú minnst á ef fólk horfir á skemmdarverk eða innbrot, á að sjálfsögðu að tilkynna lögreglu um slíkt. Ekki viljum við sem einstaklingar láta skemma eigur okkar og þurfa síðan sjálf að bera tjónið. Stundum heyrast þær raddir að ekki sé hægt að tilkynna neitt til lögreglu, þaðan leki allt út. Lög- reglumaður, sem blaðið ræddi við, fullyrðir að það sé ekki rétt, lögreglan virði slíka upplýsingaleynd. Aftur á móti komi slíkar fullyrðingar flestar frá þeim aðilum sem era í fíkni- efnaneyslu og innflutningi slíkra efna. Lögreglumaðurinn fullyrðir að þeir komi þessum orðrómi á framfæri til að verja sjálfa sig. Umferðarskólinn Ungir vegfarendur, sem er ætlaður 5 til 6 ára börnum, starfaði í Vestmannaeyjum síðastliðinn mánudag og þriðjudag og var mikill áhugi og eftirvænting eins og undanfarin ár meðal barnanna sem nú sækja skólann. Umferðarskólinn er samstarfsverkefni Umferðarráðs og allra sveitarfélaga landsins. I umferðarskólanum er farið yfir mikilvægustu umferðarreglurnar, sögð leikbrúðusaga, sýndar stuttar kvikmyndir og umferðarmyndir á glærum. Allt efnisval miðast við að búa börnin undir að takast á við umferðina og nota þann öryggisbúnað sem við á. Einnig gefst foreldrum kostur á að fræðast um sérstöðu barna í umferðinni og fá þeir fræðslurit heim með barninu. Þegar blaðamann bar að garði í Hamarsskólanum, þar sem skólinn var starfræktur, fór fram afhending viðurkenninga fyrir myndir sem börnin gerðu heima hjá sér fyrri daginn. Var mikil stemmning meðal barnanna, enda lögreglumaður í fullum einkennisbúningi sem veitti börnunum viðurkenningarnar og Iét góð hvatningarorð fylgja með. frettir Vanrækslaáskoðun í dagbók lögreglu í síðustu viku voru færslur alls 192 og er það vel yfir meðaltali. Ein ástæða þess er sú að áhersla hefur verið lögð á skoðuníumál ökutækja og hafa margir verið kærðir vegna van- rækslu á að færa bfla sína til skoðunar. Bíla á að skoða einu sinni á ári nema nýjar bifreiðir í einkaeign. Skoðunarmánuður ræðst at' síðustu tölu í skráningar- númeri. Endi númerið á 9 á að færa bflinn til skoðunar í september og endi það á 0 skal færa hann til skoðunar í október. Erill um helgina Töluverður erill var hjá lögreglu aðfaranætur laugardags og sunnu- dags. Bar þar mest á hávaða en auk þess var farið inn í bifreiðar og þær látnar renna og hurðir þeirra skildar eftir opnar. Þá var band strengt yfir götuna frá Vestmannabraut 73 yfir í Stjórnsýsluhúsið með þeim af- leiðingum að leigubifreið, sem ekið var eftir götunni, lenti á bandinu og skemmdist. Þeir sent gætu gefið upplýsingar um hver eða hverjir komu þessu bandi fyrir, eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Tialdi og búnaði stolið Á sunnudagskvöld var lögreglu tilkynnt um þjófnað á tjaldi, tveimur svefnpokum, tösku og úlpu sem tveir drengir voru með í Herjólfsdal. Þeir höfðu verið í dalnum á laugardag og sunnudag, yfirgáfu tjaldið á sunnudag kl. 17 en þegar þeir komu til baka um kl. 22 var allt horfið. Drengirnir höfðu þennan búnað að láni og sakna hans ekki síst þess vegna. Þeir sem hafa upplýsingíu- vegna þessa máls era beðnir að láta lögreglu vita. Ennafsauðum í síðasta blaði var frá því sagt að kylfingar væra orðnir þreyttir á lausagöngu sauðfjár á golfvellinum og hefðu boðað til smölunar og slátrunar á laugardag með tilheyr- andi grillveislu. Þar sem Landsmót unglinga fór fram unt helgina var ekki unnt að smala en blaðið hefur fregnað að nokkrir fóthvatir kylf- ingar séu tilbúnir næst þegar ferfættir sauðir láta sjá sig á golf- vellinum og hyggi gott til glóð- arinnar að geta fyllt á í frystikistum sínum. Eigendum fyrmefndra sauða virðist nokkuð sama um þá, allavega hafa menn svarið af sér að þeina fé gangi laust og ættu því varla að verða mikil eftirmál þótt téðir sauðir hyrfu til beitar á golfvöllum annars heims. ÍBV-ball á Broadway ÍBV ball verður á Broadway (Hótel Islandi) á laugardagskvöldið í Reykjavík. Þar vej’ður upphitun fyrir leik KR og ÍBV á sunnu- daginn. Leikur KR og ÍBV á sunnudaginn er auðvitað leikur ársins í íslenskri knattspymu í ár. Fréttatilkynning. (FRÉTTIR) Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavikurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.