Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Page 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 26. ágúst 1999
Málverkasýning Steingríms St. Th. Sigurðssonar
Astríður, taumlausar ástríður
„Það lá nú vel á mér, enn þá með New York stemmninguna í mér. Svo hringdi ég í Jóa á Hólnum, sem ég vil kalla Jóa á Háhólnum og hann
býður mér í morgunkaffi og þegar ég er kominn upp á Hólinn hjá honum ákveð ég að mála myndina þaðan. Síðan heitir myndin Vm/-
Tileinkað Jóa á Háhólnum.“ Steingrímur við myndina sem hann málaði í inspírasjón af Háhólnum og var komin á sýninguna um kvöldið.
Steingrímur St. Sigurðs-
son listmálari er maður
ekki einhamur og ekki til
sá hlutur sem hann hefur
ekki skoðun á. Hann á
langan feril að baki sem
blaðamaður og málari og
opnaði sína hundruðustu
og fyrstu myndlistar-
sýningu á föstudaginn í
síðustu viku. Þetta var
þriðja einkasýning hans í
Eyjum, en fyrstu sýningu
sína hélt hann í Eyjum
1972, en Steingrímur
helgar þessa sýningu Páli
Helgasyni, Páli Pálssyni
og Helga Benediktsyni.
Berfættur í sandölum
Steingrímur er nýkominn frá New
York þar sem hann dvaldi í nokkra
daga og er heimsborgin honum
ofarlega í huga. Það hefur aldrei verið
lognmolla í kringum Steingrím og það
er völlur á honum þegar blaðamaður
gengur í Akógessalinn þar sem
myndir liggja á gólfi meðfram öllum
veggjum og ein sem hengd hefur
verið upp og listamaðurinn segist hafa
málað um morguninn í mikilli
inspírasjón, útvarp í horninu sem lekur
frá sér léttum tónum. A flygli í öðru
homi er expressó kaffikanna í umbúð-
unum ásamt fleiri smáhlutum, ómiss-
andi fyrir listamann að hengja upp
sýningu. Ég kasta kveðju á manninn
stórskorinn og skeggjaðan, berfættan
á Rómarsandölum, í þykkum fjólu-
bláum skíðabuxum, vesti og jakki yfir
og hann segir:
„Já blessaður, hverra manna ertu?“
Ég segi honum undan og ofan
sitthvað um ættemi mitt.
„Ertu af Bergs- eða Víkings-
lækjarætt?"
„Hvað veit ég um það. Þessir for-
feður mínir eru bara fæddir á téðum
stöðum."
Steingrímur lítur á mig fullur
vorkunnar og segir að hann sé að bíða
eftir einni mynd sem komi með flugi
daginn eftir. „Hún heitir Skutla
vestfirsk," bætir hann við. „Og er
aldeilis mögnuð mynd, viltu kaffi, eða
toddí við kvefi, alger kvefelexfr,
blandaður suðrænni sítrónu og
sjóræningjarommi.“
Hvað er list
Ég þigg toddíið og spyr manninn
hvað list sé.
„Þetta er góð spurning. Menn hafa
verið að bisast við að svara þessu ár
og síð og meira að segja hefur verið
skrifuð bók sem heitir What is art eftir
Herbert Reed sem var enskt gáfnaljós
þegar ég var við nám í Englandi
forðum daga. Eftir öllum sólmerkjum
að dæma þá komst hann ekki að
neinni ákveðinni niðurstöðu. Hins
vegar held ég að list sé það sem hugur
og hjarta skapar, en að sjálfsögðu í
jafnvægi. Ég var einmitt að tala um
þetta við listamann úti í New York,
sem ég hitti bara óvart á stað sem
heitir Book café við endann á Church-
street. Þá kemur það í ljós að hann er
þýskur gyðingur sem flúði nasistana.
Við fórum einmitt að tala um hvað
væri list og hvemig list yrði til. Það er
svo mikið atriði að listamaðurinn sé í
vissu sálarástandi. Hann yrði að vera
með hugljómun en ekki nóg með það,
heldur yrði hann líka að hafa sálarfrið,
því ella færi allt úr böndum. Ég vil
halda því fram að listin sé stærðfræði
að vissu leyti blandin andagift og eitt
sem ég legg mikla áherslu á og það er
að kraftur sé til staðar, eins og í lífinu
sjálfu, en við getum ekki kóperað
líftð.“
Mikil tilhlökkun
Getur ekki verið meiri kraftur í
listinni heldur en finnst í líftnu sjálfu?
„Það er nú sagt að Hemmingway
sálugi hafí alltaf verið að reyna að ná
íjórðu víddinni, sko það em til þrjár
víddir, maður verður að mála í þremur
víddum. Það verður að vera birta í
mynd jafnvel þó að hún sé dökk, en
þetta óþekkta sem glittir í er mjög
eftirsóknarvert fyrir listamenn. Mér
finnst í seinni tíð að ef að allt gengur
þokkalega eftir allt puðið, þá er ég
nokkuð ánægður með lífið. Vegna
þess að maður verður að vera lífs-
glaður.“
Ég hvái, því mér heyrist maðurinn
segja lífsgraður.
„Þetta er góð spuming. Með
hugtakinu graður, sem er náttúmlega
nauðsynlegasti eiginleiki sem til er,
því hvað væri lífið án þess? Sko
hugsaðu þér bara hvað henni fylgir
mikil tilhlökkun.“
Þarfnast listin og listsköpuninn
einhvers konar greddu?
„Ástríðu, taumlausrar ástríðu, en eins
og ég sagði áður verður að vera
jafnvægi og það hefst ekki nema
maðurinn ráði sinni líðan. Ég vil
halda því fram að hver og einn ráði
sinni líðan. Mér tekst þetta oft og það
reyndi á það í New York á dögunum
þar sem ég var í ellefu daga og ellefu
nætur. Ég var einn allan tímann vegna
þess að vinur minn, prófessorinn
Richard Bamett, þurfti að skreppa í
ferðalag. Ég fór út á Stateneyju því ég
kynntist manni sem hét Raymond,
kallaður Ray og rak Ray’s pizza niður
við höfnina. Hann sagði að ég yrði að
koma með honum til Stateneyju, en
hún er sikileysk og mest gamaldags
bær í New York. Þama var ég tvígang
og inn á gafli hjá ítölskum íjölskyld-
um og mér fannst ég bara heyra
enduróminn úr Godfather. Við
gengum framhjá pósthúsinu og á
hægri hönd var held ég ráðhúsið, þar
vom mikil salarkynni sem minntu mig
á salarkynni samkomuhússins á
Akureyri, sem var svona dansk-
þýskur arkitektúr með Krónborgar-
tumum, mjög tignarlegt. Þama inni
var gífurlega stór mynd af Sammy
Davis, Dean Martin og Frankie boy.
Þeir em allir fæddir á Staten eyju, en
vom allir bendlaðir við mafíuna."
Roðgúll
En hverfum frá New York og
Stateneyju til Vestmannaeyja?
„Já hér öðlast ég lífsgleðina 1972
sem hefur aldrei horfið alveg, vegna
þess að mér var falið það vandasama
hlutverk af fyrrverandi eiginkonu
minni að taka að mér bömin. Það er
líklega einsdæmi á Islandi að föður sé
trúað fullkomlega fyrir bömum af
móðurinni. Ég festi kaup á Roðgúl á
Stokkseyri og vann fyrir því hörðum
höndum og hélt meðal annars sýningu
í Akóges og átti þá fyrir Roðgúl og
skellti búnti af fimm þúsundköllum á
borðið."
Roðgúll hvað merkir það?
Jú, það em skrítin þessi bæjamöfn á
ströndinni, sem ég kalla nú La costa
brava. Roð merkir fiskroð, gúll merk-
ir trantur eða kjaftur og nafnið stendur
fyrir roð í gúl. Þama mun því hafa
búið maður sem veiddi físk í kjaft.
Roð í þessari merkingu er hlutur fyrir
heild, pars pro toto. Þama mun því
hafa búið aflasæll maður.“
En þegar þú kemur öðm sinni til
Eyja?
„Þá kem ég til þess að endumýja
gömul og góð kynni og kynntist
dýrðlegu fólki hér, eins og Stebba pól,
frænda mínum sem var vemdari
sýningarinnar og Elísabetu Hallgíms-
dóttur móður Högnu Sigurðar
arkitekts. Hún er háöldmð og ég kem
alltaf til hennar. Hún er skemmti-
legasta kona á íslandi, grínagtug,
ljómandi af gleði og er ekki að
vorkenna sér; ekkert uppgerðarfas.
Það er svo gaman að hitta fólk sem er
skemmtilegt. Margt fólk sem ég hef
kynnst hér í Eyjum er ennþá lifandi.
Ég vil halda því fram að Vest-
mannaeyingar og Vestfírðingar séu
leifamar af þjóðarsálinni. Þeir em
ferskir og hressir, eins og Páll
Steingrímsson vinur minn og Ámi
Johnsen, öndvegis strákar lausir við
allan hátíðleika og setja sig ekki í
neinar stellingar, Hermann ritstjóri og
Robertó sem er mikill listamaður, sem
á indæla fallega konu, sem hreyfir sig
eins og gasella."
Öfgamaður
Þessi gleði sem þú nefndir er þetta
einhver innri gleði, eða jafnvægi eins
og þú segir að þurfi að vera í listinni?
„Já, en ég er voðalega furðulegur.
Ég er öfgamaður öðmm þræði, en ég
varðveiti enn þá þessa rómantísku
kennd, sem mörgum flnnst kannski
bamaleg, en ég tel mig nú samt svona
ískaldan raunsæismann á köflum, þó
að maður geti ekki dæmt sjálfan sig.
Ég hef sennilega farið í gegnum
tilvemna á vissum næmleika og
úthaldi, vegna þess að þegar ég vinn
með gleði er úthaldið mikið. Það er
eitt sem ég þoli ekki varðandi kollega
mína, sem ég reyni nú að dæma ekki,
að minnsta kosti ekki verk þcirra. Þeir
halda margir að það fylgi því vald að
vera listamaður, frekar en vélstjóri,
bflstjóri eða verkamaður. Þetta er
mesti miskilningur, mér leiðist þessi
hroki og um leið snobberí sem
myndast í kringum list, því hún á að
vera eðlileg, eins og náttúran. Hún
verður að vera verðug og rísa undir
sér.“
Steingrímur stendur upp og sýnir
mér myndina sem hann byrjaði að
mála klukkan sjö um morguninn.
„Mér bara datt í hug þegar ég var að
koma af flugvellinum milli Fella að ég
væri að sjá Vestmannaeyjar í fyrsta
skipti í svona glimmerfallegu ljósi.
Það lá nú vel á mér, enn þá með New
York stemmninguna í mér. Svo
hringdi ég í Jóa á Hólnum, sem ég vil
kalla Jóa á Háhólnum og hann býður
mér í morgunkaffi og þegar ég er
kominn upp á Hólinn hjá honum
ákveð ég að mála myndina þaðan.
Síðan heitir myndin Vm/-Tileinkað
Jóa á Háhólnum,“ segir Steingrímur
og snýr sér að öðmm gestum
sýningarinnar. Sjálfur geng ég út í
ferskt kvöldið og laus við kvefið sem
ég var ekki með.
Benedikt Gestsson