Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Side 12
12 Fréttir Fimmtudagur 26. ágúst 1999 nw Do Re Mí 'ilboðsvika IMýjar vörur Á (MiLbSBffgjJ A sj][lli &j:/a£>^2J 03/ufeku Do Re Mi Barnafataverslun Kirkjuvegí 10 J Atvinna Starfskraft vantar hálfan daginn frá 13.00 til 17.00. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar á staðnum ísjakinn Smóar Til leigu Til leigu er tveggja herbergja íbúð. Laus 1. speptember. Upplýsingar í s. 481-1113 og 481-2134 Til leigu Til leigu tveggja herbergja íbúð á besta stað í bænum. Upplýsingar í s. 481-3048 og 481-2248 Hús til leigu Þriggja til fjögurra herbergja hús í miðbænum er til leigu. Laust frá 1. sept. nk. Upplýsingar í s. 555-2939 Barnapössun Get bætt við börnum í dagvistun. Hef leyfi. Upplýsingar gefur Sæunn í s. 481-1540 Bíll til sölu Til sölu er Toyota Corolla ‘98. Ekin 13.000 km. Græn að lit og vel með farin. Upplýsingar í s. 481-2750 • • ✓ Skopti Orn Olafsson stjórnarmaður í Eyverjum: Ánægður með hvernig til tðkst á SUS-þingi Um scinustu helgi flykktust ungir sjálfstæðismenn á 35. Sambands- þing ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Eyjum. Þingið var sett af formanni SUS, Ásdísi Höliu Bragadóttur, sem lét nú af for- mennsku sambandsins eftir tveggja ára farsælt starf. Rúmlega 450 manns höfðu rétt til setu á þinginu en í kringum 400 manns létu sjá sig í Eyjum þar sem veður setti strik í reikninginn. Skapti Örn Ólafsson sem sæti á í stjóm Eyverja sagði að strax í sumar hefði verið ljóst að tveir menn höfðu áhuga á að setjast í formannsstólinn, þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Jónas Þór Guðmundsson. „Það var því ljóst að margt yrði um manninn hér í Eyjum helgina sem þingið átti að fara fram. Á venjulegu SUS þingi eru um 200 - 250 manns en vegna þess að formannsstólinn var laus var búist við um 400 - 450 manns til Eyja. Að undirbúa þing sem þetta er mikið verk og strax í júlí hófust Eyverjar handa við að undirbúa þingið. Var af nógu að taka, þar sem margir komu að því að gera umgjörð þingsins sem eftir- minnilegasta. Þingið sjálft fór fram í Framhaldsskólanum en starf í mál- efnaefndum fór fram í Hamarsskóla ogFramhaldsskólanum.“ í setningarræðu sinni kom Ásdísi Halla Bragadóttur inn á grundvallar- hugsjónir Sjálfstæðisflokksins, aukið frelsi einstaklingsins og minnkandi ríkisumsvif. Þar á eftir ávarpaði formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, þinggesti og sagði meðal annars að Eyverjar fögnuðu 70 ára afmæli 20. desember nk. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Davfð Oddson forsætisráðherra ávarp- aði þingið á föstudaginn og sat síðan fyrir svörum í hátíðarsal Framhalds- skólans ásamt ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins, og sagði Skapti Örn að fundurinn hafi verið fjörugur og skemmtilegur. Hvar eru stuðboltamir... ? Skapti Öm segir að Eyverjar hafi eftir fundinn með ráðherrunum haldið glæsilega^ móttöku að hætti Eyja- manna í Ásgarði, félagsheimili sjálf- stæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. „Sýndu Eyverjar enn einu sinni að þeir em manna skemmtilegastir á SUS þingum, enda spurði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hvar stuðboltamir Ási Friðriks., Goggi í Klöpp og Gaui Bæjó væra. Svöruðu Eyverjamir því að það væru samtals 30 ár og 150 kg. sfðan þeir héldu uppi stuðinu, nú væri það nýtt og ferskt afl sem héldi uppi starfseminni af miklum krafti. Nýleg og glæsileg aðstaða, sem Eyverjar hafa verið að koma sér upp undanfarin tvö ár, var til sýnis og vakti óskipta athygli. Félagslegi þátturinn virðist oft gleymast hjá mörgum aðildarfélum SUS víða um land. Ungt fólk verður líka að geta skemmt sér saman án þess að vera ætíð að fjalla um stefnur stjómmálaflokkanna og berja á afturhaldsöflum í þjóðfélaginu." Málefnastarf og skemmtilegheit Starf í málefnanefndum hófst síðan á laugardag þar sem starfað var í 20 mismunandi nefndum, allt frá land- búnaðamefnd til utanríkisnefndar. Nefndimar lögðu síðan fram ályktanir sem síðan voru bomar undir atkvæði á þinginu og sagði Skapti Öm mikið og skemmtilegt málefnalegt starf hafa farið fram, og oft á tíðum skemmti- legar umræður um hin ýmsu málefni. Eftir mikil og löng fundahöld á laugardeginum bmgðu þinggestir sér í skoðunarferð um bæinn og komu meðal annars við í Fiskmarkaði Vest- mannaeyja. Þeir fengu síðan að spreyta sig í þjóðariþrótt okkar Vest- mannaeyinga, spranginu og sleppa nokkrum pysjum. Síðar um kvöldið var síðan efnt til hátíðarkvöldverðar í Týsheimilinu, þar sem bæjarstjórinn okkar Guðjón Hjörleifsson stýrði veislunni af miklum myndugleik. í skemmtidagskrá eftir kvöldverðinn var mikið um atriði þar sem hlátur- taugar þinggesta titruðu lengi og vel. Fyrst ber að nefna heimsfræga hljóm- HELGI Bragason, formaður Eyverja og Jóhanna Eyjólfsdóttir (Martinssonar) framkvæmdastjóri SUS, báru hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd þingsins. sveit með nokkrum Eyverjum, sem steig á stokk. Það er hljómsveitin „Heymarlausu hænumar" en söngv- arinn, Gunnar Friðfmnsson, varafor- maður Eyverja, stýrði hljómsveitinni með óaðfinnanlegri söngrödd. Þess má geta að hljómsveitin var strax bókuð í Kringluna um jólin, hvort það er til þess að trekkja að eða ekki skal ósagt látið. Frambjóðendumir, Jónas Þór og Sigurður Kári voru síðan fengnir upp á svið til að láta til sín taka í söng- listinni. Eftir góðan mat frá Veislu- þjónustu Gríms og hin ýmsu skemmtiatriði steig stórhljómsveitin Buttercup á sviðið og spilaði fram eftir nóttu við góðar móttökur. Formannskosningamar Stóra stundin var síðan á sunnudaginn þegar ganga átti til kosninga til stjómar og formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þar sem veður hafði sett strik í reikninginn á laugardag og sunnudagsmorguninn komust færri en vildu til Eyja. Gripu formannsefnin til ýmissa ráða til að koma mann- skapnum til Eyja en allt kom fyrir ekki. En það var um hádegisbil á sunnudaginn þegar opnaðist fyrir flug, að í kringum 100 manns komu til Eyja til að styðja sína menn í for- mannskjörinu. Skapti Öm segir að úrslit kosn- inganna hefðu orðið þau að Sigurður Kári vann yfirburðasigur á Jónasi Þór með 211 atkv. á móti 143 atkv. Jónasar. „Það var magnþrungin spenna sem greip þinggesti þegar fulltrúi fráfarandi stjónar SUS las upp tölurnar. Báðir frambjóðendur ávörpuðu þingheim eftir að úrslit lágu fyrir og hvöttu þeir til samstöðu og að menn gætu unnið saman af heilindum eftir þessa miklu og hörðu kosn- ingabaráttu. Það er því ljóst að þeir eiga eftir að láta mikið að sér kveða í þjóðmálaumræðunni í framtíðinni. Eftir að búið var að kjósa formann og stjóm SUS var þinginu slitið og ljóst að einu stærsta og eftirminnilegasta SUS þingi frá upphaft var lokið. Það fór því vel á því að halda SUS þing hér í Eyjum á 70 ára afmæli Eyveija." Það var margt gott fólk sem kom að þinginu á einn eða annan þátt og vildi Skapti Öm koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg. Vildi stjórn Eyverja þakka skóla- stjórum Framhaldsskólans og Ham- arsskólans, og starfsmönnum þeirra kærlega fyrir afnotin á skólunum, Fiskmarkaði Vestmannaeyja og mörgum, mörgum fleiri sem ekki er hægt að tilgreina hér. Glerlist á Lundanum Steinunn Guðmundsdóttir glerlistakona mun opna sýningu á glerverkum á Lundanum í dag kl 15.00. Glerið sker hún út og setur saman á ný með blýi eða tini. Einnig sýnir hún kertastjaka og ýmsa aðra nytjahluti úr gleri. Steinunn segir að hún hafi unnið að glerlistinni í tæpt ár, en áhuginn á listinni hafi alltaf verið til staðar. „Eg gerði eymalokka úr lundanefum og lundafótum, auk hálsmena hér í eina tíð, en hef nú snúið mér aðallega að glerlistinni," segir Steinunn. Hún hefur sýnt á handverksmörkuðum og sýndi síðast á handverkssýningu í Hrafnagili í Eyjafirði í sumar. Sýningin er aðeins opin í dag og á morgun frá klukkan 15.00 til 19.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Verkin em öll til sölu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.