Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. ágúst 1999
Fréttir
15
Knattspyrna: Bjarni Jóhannsson þjálfari um KR-leikinn í Frostaskjólinu á sunnudaginn
Rúmlesa sex stiga leikur
Leikur ÍBV gegn KR á sunnudag er
nánast eins og úrslitaleikur í úrvals-
deildinni. Urslit í honum hafa
gífurlega þýðingu fyrir bæði lið
enda tekið að líða á seinni hluta
leiktímabilsins.
„Þessi leikur er ekki ósvipaður og
síðasti leikurinn okkar í fyrra,“ segir
Bjami Jóhannsson, þjálfari IBV.
„Þessi tvö lið hafa verið afgerandi í
deildinni í sumar, baráttan hefur staðið
milli þeirra allt mótið. Segja má að
þetta sé rúmlega sex stiga leikur, mjög
þýðingarmikið að ná góðum úrslitum
í honum. Við unnum fyrri viðureign
liðanna í Eyjum í sumar, það er eini
leikurinn sem KR hefur tapað í sumar,
en þau úrslit hjálpa okkur lítið á
sunnudaginn. Þá verðum við að sýna
allar okkar bestu hliðar. Raunar hefur
ÍBV gengið vel á KR-vellinum, við
unnum þar bæði í fyrra og hitteðfyrra.
En þar ber einnig allt að sama bmnni,
þau úrslit hjálpa okkur ekki í næsta
leik“
Bjami segir að breytingar séu ekki
fyrirhugaðar á skipulagi liðsins,
hvorki í mannskap né leik. „Auðvitað
em alltaf einhverjar smávægilegar
breytingar frá leik til leiks en slíkt er
auðvitað ekki gefið upp fyrir leikinn.
Við vomm mjög ósáttir við að detta út
úr bikarkeppninni. Nú eigum við
þennan titil að verja og við munum
leggja allt undir til að ná því marki.
Eg efast ekki um að sama viðhorf sé
til staðar hjá KR-ingum, þá er eflaust
farið að þyrsta í titil eftir öll þessi ár.
Þetta verður því ömgglega hörku-
leikur á sunnudag enda mikið í húfi
fyrir bæði lið,“ sagði Bjami Jó-
hannsson.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst
ekki að ná sambandi við Atla
Eðvaldsson, þjálfara KR, en hann er
staddur í Skotlandi, ásamt liði sínu, og
ekki væntanlegur til landsins fyrr en á
morgun.
- ..
.t.‘ ■ -■ ■•*-■- • -■
-s .-■ •■• . - - ....:•■“
'■ .____u3T-
fef £& ■
.«■ '■■ . ■" •';■■'*’
> :r'íW - ■ :
.f'/ -'.-A- , •■’■■ ■•■■
-V. •- * * * .
INGI Sigurðsson meiddist illa í
lokaleik KR -g ÍBV í fyrra og
náði ekki að klára leikinn. Áður
hafði hann samt náð að skora og
átti því sinn þátt í að ÍBV tókst
að ná Islandsmeistaratitlinum
við nefið á KR-ingum. Ingi hefur
leikið vel í sumar og vonandi
nær hann að leika sama leikinn
og í fyrra, skora a.m.k. eitt mark
ensleppa ómeiddur.
Dansleikur 03 upphitun fyrir leik
Stuðningsmenn ÍBV í Reykjavík ætla að hita upp fyrir KR-leikinn með
stórdansleik í veitingahúsinu Broadway á laugardag. Þar verður
kvöldverður með sýningu og dansleikur með Sóldögg á eftir. Við
innganginn verður stuðningshópurinn með ýmiss konar IBV-varning til
sölu. Á sunnudag er svo upphitun á Glaumhar og sætaferðir þaðan á
völlinn. Stuðningsmenn ÍBV eru hvattir til að mæta tímanlega á völlinn,
norðanmegin móti stúkunni, íklæddir hvítum treyjum, treflum og ÍBV-
húfuni, til að styðja sína menn til sigurs.
Góður stgur hjá þriðja flokki
Þriðji flokkur ÍBV karla sigraði ÍA í A-riðli íslandsmótsins á þriðjudag
3 - 2. IVIörk IBV skoruðu Bjarni Rúnar Einarsson 2 og Hörður Orri
Grettisson. IBV virðist því á góðri leið með að bjarga sér frá falli í
riðlinum. Þess má geta að Skagamenn eru efstir í A-riðli en Eyjamenn
áttu stórleik og unnu verðskuldað.
Tippið í gang
Getraunaþjónusta IBV opnarað nýju
á laugardaginn eftir smá sumarfrí.
Opið verður frá kl. 10.30-13.00.
Ensku leikimir eru komnir á
seðilinn og því ekkert að vanbúnaði
að byrja að spá í spilin, fá nýjasta IBV
slúðrið staðfest hjá Edda Garðars og
Tói segir ykkur sögur úr 2. flokki.
Hópaleikurinn hefst aðra helgi,
laugadaginn 4. september. Því er um
að gera að byrja að undirbúa sig,
jafnvel fmna nýjan makker til þess að
ná betri úrslitum en í fyrra.
Ágóðinn af getraunum rennur sem
fyrr í unglingastarf ÍB V og nýtur yngri
kynslóðin því góðs af því þegar þið
tippið. Tekin hefur verið í notkun
glæný tölva sem auðveldar tippið til
muna.
Munið að ÍBV fær miklu stærri hlut af
tippinu sé tippað beint í gegnum
tölvuna í Týsheimilinu.
Hvemig væri að sameina laugar-
dagsmorgunrúntinn og kaupa laugar-
dagssælgæti og tippa í leiðinni...
Gctraunaþjónusta IBV
Knattspyrna: Landssímadeild karla - Fram 0 - IBV 2
Orusst
Liðsmenn IBV sýndu í leiknum
gegn Fram á Laugardalsvelli á
sunnudaginn að þeir höfðu nýtt
sfðustu viku til að hlaða batteríin.
Unnu þeir tiltölulega auðvcldan
sigur á Frömurum og eru Eyja-
menn því ennþá með í slagnum um
íslandsmeistaratitlinn. Leiknum
lauk með 0-2 sigri Eyjamanna.
ÍBV byrjaði leikinn með miklum
krafti og uppskar fyrra markið strax á
2. mínútu þar sem Ivar og Ivar vom að
marki. Ivar Bjarklind komst upp á
endamörkum og gaf fyrir markið þar
sem nafni hans Ingimarsson náði til
boltans og skoraði.
ívar Bjarklind átti eftir að koma
aftur við sögu þegar hann skoraði
seinna mark ÍBV á 62. mínútu. Var
það eftir að Ingi Sigurðsson skallaði
fyrir markið. Ivar var staddur á
marklínu og skoraði.
Með þessum sigri tekst ÍBV að
halda í skottið á KR-ingum sem eru á
mikilli siglingu. Þegar þetta er skrifað
eru KR-ingar með 33 stig eftir 14 leiki
og ÍBV 30 stig eftir 13 leiki. Takist
ÍBV að sigra í Valsleiknum eru Eyja-
menn komnir upp að hlið KR-inga en
þeir státa af hagstæðari markamun,
sem er 20 mörk í plús á móti 15
mörkum hjá ÍBV. Meðan þessi
markamunur helst verður ÍBV að
komast stigi yfir og það gæti tekist á
sunnudaginn í Frostaskjólinu.
í gær lék IBV við Val en af óvið-
ráðanlegum ástæðum verðum um-
fjöllun að bíða næsta blaðs.
Körfubolti: Leitinni lokið
Bandarískur þjálfari ráðinn í körfunni
Körfuknattleikslið Eyjamanna, IV
hefur ráðið spilandi þjálfara til
starfa fyrir komandi átök í vetur.
Sá heitir David Grissom, tæplega
tveggja metra hár Bandaríkjamaður
með íslenskan ríkisborgararétt, sem
hefur m.a. spilað með Keflavík og
KR.
Amsteinn Ingi Jóhannesson for-
maður IV segir að það sé mikill fengur
að hafa fengið jafn sterkan leikmann
og Grissom er. Hann hefur verið
valinn í landslið íslands, en hafði
stuttu áður ákveðið að leggja skóna á
hilluna en hefur nú tekið þá fram á ný.
„Miklar vangaveltur hafa verið um
hver yrði þjálfari í vetur og hefur m.a.
verið rætt við Jón Kr. Gíslason fyrr-
verandi landsliðsþjálfara, en sökum
anna gat hann ekki gefíð sig 100% í
starfið og mælti því með Grissom,“
sagði Amsteinn.
Hann sagði ennfremur að lið IV
yrði tvískipt í vetur, hluti leikmanna
flyst búferlum og fer í skóla í
Reykjavík. Munu þeir halda úti æf-
ingum þar, einnig væri verið að leita
eftir sterkum leikmönnum á höfuð-
borgarsvæðinu til að æfa með þeim,
enda telst það ekki mjög freistandi að
koma til Vestmannaeyja til að spila
körfubolta enn sem komið er.
Ferðir á KR-lcikinn
Eins og alltaf þegar ntikið stendur
til í boltanum þjappa Eyjamenn sér
saman, nær og fjær og gera allt til
að styðja sína menn. Nú á sunnu-
daginn er einmitt einn mikilvægasti
leikur ÍBV í ár þegar Eyjamenn
mæta liði KR í Reykjavík. Herj-
ólfur býður upp á hópferð og er
fólki það í sjálfevald sett hvenær
það fer, þ.e. föstudag, laugardag eða
sunnudag, en seinni ferð Hetjólfs
seinkar og er haldið úr Þorlákshöfn
kl. 21.30.
Einnig mun Flugfélag íslands
bjóða stuðningsmönnum ÍBV í
hópferð og er farið í hádeginu á
sunnudaginn og til baka kl. 22.10.
Flugið frarn og til baka kostar
aðeins 5.730.
Upphitun á
Glaumbar
Stuðningsmannaklúbbur ÍBV í
Reykjavfk (ÁTVR) verður með
upphitun fyrir leik KR og ÍBV á
sunnudaginn. Áætlað er að hittast á
Glaumbar síðdegis, eða upp úr
íjögurleytið.
Stuðningsmannaklúbbur ÍBV í
Reykjavík hefur reynst ÍB V frábær
bakhjarl undanfarin ár. Stuðnings-
menn ÍBV eru hvattir til þess að
klæðast hvítu með rauðu ívaft og
skella sér í upphitun á Glaumbar.
Á úrtökumót KSÍ
Ástvaldur Gylfason og Stefán Bjöm
Hauksson, leikmenn 3. flokks
ÍBV, tóku þátt í úrtökumót KSÍ hjá
piltum fæddum 1984 í Snæfellsnesi
um síðustu helgi.
Þrjár Eyjastúlkur úr 3. llokki,
Erna Dögg Sigurjónsdóttir, Berg-
lind Þórðardóttir og Hanna Guðný
Guðmundsdóttir, hafa verið valdar
á úrtaksæfingar U17 ára. Æftng-
amar verða um miðjan september.
Framundan
Fimmtudagur 26. ágúst
IBV-Valur í Landsímad. kvenna kl.
18.30.
Fram-ÍBV 2. fl. karla kl. 19.00.
Sunnudagur 29. ágúst
KR-ÍBV 2. fl. kvenna kl. 14.00.
KR-ÍBV Landsúnad. karla kl. 18.00
Þriðjudagur 31. ágúst
ÍBV-Fjölnir Landsímad kvenna kl.
18.00.
Miðvikudagur 1. scptember
ÍBV-Víkingur Landsímadeild karla
kl. 18.00.
Ynsri flokkar
Verið er að athuga áhuga fyrir
körlúknatlleik fyrir krakka á
aldrinum 8 - 12 ára, (jafnvel yngri
og/eða eldri ). Áhugasamir eru
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band við Amstein í síma 481 -1248,
eða Sæþór Orra í síma 896-8873.
Nýr liðsmaður Frétta
Júlíus Ingason hefur tekið við startl
Rúts Snorrasonar sem umsjónar-
maður íþrótta á Fréttum.
Þeir sem þurfa að koma á fram-
færi upplýsingum af íþróttasviðinu
haft samband við Júlíus.
Golf á sunnudas
Sparisjóðsmótið í golfi verður nk.
sunnudag. Það hefst kl. 11.00 og
verður ræst út á öllum brautum
samtímis. Skráning er í golfskála.