Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 6. janúar 2000
frettií
Erillumáramófln
Alls voru 175 færslur í dagbók
lögreglu í síðustu viku sem eru
nokkuð fleiri færslur en í vikunni á
undan. Nokkur erill var hjá Iög-
reglu á gamlársdag og nýársnótt en
engin stórmál konui upp.
Skemmdarvargará
ferð
Tilkynningar um þrjú eignaspjöll
bárust lögreglu í síðustu viku. Það
fyrsta var aðfaranótt 28. desember
þegar gerð viu tilraun til að brjótast
inn í Frá VE. Ekki var um miklar
skemmdir að ræða. Þá var tilkynnt
að kvöldi nýársdags um skemmdir
ájólaskreytingu við Foldahraun 39.
Náðist til þess sem þarna var að
verki. Þann 2. janúar var tilkynnt
um rúðubrot í langferðabifreiðum
sem standa við Tangagötu. Ekki er
vitað hver þama var að verki en
þeir sem geta gefið upplýsingar
varðandi rúðubrotin eru beðnir um
að hafa samband við lögreglu.
Ein líkamsárás
Ein líkamsárás var tilkynnt til
lögreglu og gerðist það að morgni
nýársdags. Ekki mun hafa verið um
alvarlega áverka að ræða og hefur
engin kæra verið lögð fram.
Fyrstí stútur ársins
2000
I umferðinni komu upp átta mál í
síðustu viku. Einn ökumaður var
stöðvaður vegna gruns um ölvun
við akstur að morgni 3. janúar. Er
það fyrsti ölvunarakstur ársins
2000. Tveir voru kærðir vegna
hraðaksturs, einn vegna brots á
einstefnu og einn vegna aksturs án
réttinda. Önnur mál voru minni-
háttar.
Tuöslysenekki
alvarleg
Tvö slys vom tilkynnt lögreglu yfir
áramótin og átti annað sér stað í
heimahúsi en hitt á einu af öldur-
húsum bæjarins. Ekki var um
alvarleg slys að ræða.
Dýrtaðakaámáti
rauðu
í tilefni þess að konnin em upp
umferðarljós á gatnamótum Strand-
vegar og Heiðarvegar og Skild-
ingavegar vill lögreglan koma
framfæri að akslur gegn rauðu ljósi
varðar 10.000 króna sekt og íjórum
punktum í ökuferilsskrá.
Frestunámanniog
konualdarinnar
Vinna við Eyjamann og Eyjakonu
20. aldarinnar reyndist viðameiri en
ætlað var í fyrstu. Upphaflega var
áætlað að birta niðurstöðurnar í
jólablaðinu en af því gat ekki orðið.
Nú er vinnsla á lokastigi og verða
niðurstöður birtar í næsta blaði
Frétta.
Þeir sem enn eiga eftir að skila
blöðum vegna könnunarinnar eru
beðnir um að hafa samband við
blaðið.
Kaupmenn í Vestmannaeyjum ánægðir:
Jólasalan mun rneiri
núna en fyrir jólin 1998
Kaupmönnum í Eyjum ber saman
um að kauptíðin í desember hafl
komið vel út. Fréttir ræddu við
nokkra þeirra og bar þeim öllum
saman um að salan í desember að
þessu sinni væri meiri en á sama
tíma árið áður. Þetta kemur að
ýmsu leyti á óvart, þó svo að góðæri
sé sagt ríkja í landinu ber flestum
saman um að það hafi ekki skilað
sér sem skyldi í vasa almennings.
Það er mat flestra að fólk versli
meira í sinni heimabyggð, versl-
unarferðir til Reykjavíkur og út-
lanria séu ekki jafnheiiiandi og
áður.
Dúddý í Miðbœ:
Svipað verð hér og úti
„Þetta var mjög gott, mun betra en í
fyrra,“ sagði Dúddý í Miðbæ. „Hjá
okkur var salan róleg framan af des-
ember en tók svo kipp eftir 15. des. og
var mikið að gera alveg fram á síðasta
dag. Eg held að þessar miklu versl-
unarferðir til útlanda heyri sögunni til.
Þegar fólk sér að hlutirnir kosta það
sama hér og úti þá leggst sú hugsun af
og þetta verða skemmtiferðir í stað-
inn,“ sagði Dúddý.
Katrín í Kúltúru:
Meira greitt með peningum
„Mjög fínt og verulega meira en í
fyrra,“ segir Katrín í Kúltúru. „Mér
fannst aðalmunurinn liggja í því að í
fyrra fyrjaði traffíkin ekki fyrr en með
nýju kortatímabili en nú var þetta
miklu jafnara allan desember. Og að
þessu sinni var meira greitt með
peningum en kortum," sagði Katrín í
Kúltúru.
Eiríkur í Eyjablómum:
Aukning allt árið
„Desembersalan var mjög góð, tölu-
vert betri en í fyrra,“ segir Eiríkur í
Eyjablómum. „Raunar var allt árið
mjög gott og sl. tvö ár hefur verið
stöðug aukning í verslun. Ég veit ekki
ástæðuna en er að sjálfsögðu ánægður
með þetta,“ segir Eiríkur.
Ingimar í Vöruvali:
Fleiri heima um jólin
„Það má segja að ég sé í skýjunum
yfir jólasölunni, hún var mjög góð og
töluvert meiri en í fyrra,“ segir Ingi-
mar í Vöruvali. En hvað veldur þessu,
er fólk að borða meira nú en í fyrra?
„Sennilega ekki, a.m.k. ekki pr. mann.
En nú voru t.d. mun færri Vest-
mannaeyingar á Kanaríeyjum en í
fyrra og það þýðir að þeir kaupa sinn
jólamat hér en ekki þar syðra. Svo hef
ég líka gmn um að margir hafi verið í
heimsókn hér ofan af fastalandinu og
það þýðir líka aukin matarkaup,"
sagði Ingimar í Vöruvali sem tók við
rekstri verslunarinnar af Sigmari
bróður sínum á síðasta ári.
Svanhildur í KÁ:
Samkeppnisfær í verði
„Bæði jóla- og áramótasalan komu vel
út, talsverð aukning frá fyrra ári,“
segir Svanhildur í KA. „Ég á ekki von
á að fólk sé farið að borða rneira þó
hefur líklega verið meira lagt í
ýmislegt fyrir þessi áramót en oft áður.
Ég held að fólk sæki minna til Reykja-
víkur en var, við erum orðin sam-
keppnisfær í verði við Reykja-
víkursvæðið og því ekki ástæða til að
fara þangað og fylla bílinn af vam-
ingi,“ sagði Svanhildur.
Fimmtán
útköll á árinu
Samkvæmt skýrslu slökkviliðs-
stjóra var Slökkvilið Vestmanna-
eyja kallað út í 15 skipti á árinu
1999. Fimm sinnum var eldur laus
í íbúðarhúsum, í tvö skipti í bátum
og í sex tilfellum var liðið kallað út
vegna sinubruna. Auk þess var
einu sinni kallað út vegna elds í bíl
og einu sinni vegna elds í ruslagámi.
Þetta eru ívið fleiri útköll en á
undanfömum ámm, yfirleitt hafa þau
verið um tólf á ári. Mestu munar um
að sinubrunar em fleiri en áður.
Æfingar liðsins vom samtals 30 á
árinu, auk þess sem slökkviliðsmenn
sóttu tveggja daga endurmennt-
unamámskeið sem Bmnamálaskólinn
kom með hingað til Eyja um miðjan
mars. I nokkur skipti aðstoðuðu
slökkviliðsmenn starfsfólk fyrirtækja
og áhafnir skipa við slökkviæfmgar. I
júní höfðu starfsmenn Vestmanna-
eyjabæjar æfíngu með mengunar-
vamabúnað sinn og tóku slökkviliðs-
stjórar þátt í henni.
Slökkviliðið tók þátt í eldvama-
vikunni sem er árlegt samstarfs-
verkefni Landssambands slökkviliðs-
manna. Heimsóttu slökkviliðsmenn
gmnnskólana hér og spjölluðu við átta
ára nemendur um sérstakar íkveikju-
hættur í sambandi við jól og áramót.
Og eins og venjulega hafa yngstu
nemendur gmnnskólanna, svo og
leikskólaböm, komið í heimsókn á
slökkvistöðina.
BÆRINN hefur sennilega aldrei verið eins nrikið skreyttur eins og
um þessi jól. Nýjar gerðir af ljósaseríum gera mönnum auðveldara
að skreyta myndarlega liús sín og næsta nágrenni. Hefur þetta
gert sitt til að skapa jólastemmningu í bænum.
Ekki hefur síður verið skrautlegt við höfnina þar sem öll nema
tvö skip voru skrýdd ljósum í tilefni jólanna. Urðu útgerðarmenn
þarna við tilmælum Útvegsbændafélagins um að skreyta skipin.
(FRÉTTIR)
Útgefandi: Byjíprat dtf. \fetHHTHeflim. Rbtstjád.: Qnar Garðarsscn. Blaðamenn: toeálkt Cistæm & Sigurgair Jcnsan.
ýrótir: JíriÍBlgpEm. Ábyrgðarmenn: Órar Gúrferscn & Gísli tMtýssm.
Pratónra: B/japrat é£. \festnarBeyjun. A3ætur ritstjánBr: Strakegi 47 H. toð. Smi: 481-3310. M^ririti: 481-1293.
ffetfang/iafpóstur: fiEtt±fl^jarj& \fefferg: httj>,/tow.e>gar.is/~fiEttir.
FRÉTTIR kna út álla firmtoxkpi. Rlaðið er æLt í árianft cg eimig í læaælu í Tútmnm, Kletti, \feitirffdalnm Eriiririfri, Tástinin, Ttsnjn, Kráni, \&ual, fferjolfi,
ElrrimfiHnaslmirni, Tárp'im, Siliríálaim Há&rhöfii. FRÉTTIR au prataðar í 2000 eintiJain.
FRÉTTIR enaðUaraöí&rtEkLmbejar- cg báa&fréttabla&. Eftirpratm, hljáiitLn, notkin ljcsiynfe cg anað e: dHmilt ihib henml& æ gstið.