Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. janúar 2000 Fréttir 15 Knattspyrna: Meistaraflokkur IBV Getraunaleikurinn: Elías ráðinn aðstoðarþjálfari -Björgvin verður meióslasérfraeðingur eins og undanfarin tuttugu ár Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV hefur ráðið Elías J. Friðriksson aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Elías verður því aðstoðarmaður Kristins R. Jónssonar sem var sem kunnugt er ráðinn aðalþjálfari ÍBV síðastliðið haust. Elías er sjúkraþjálfari að mennt og starfaði sem slíkur í kringum liðið sumarið 1998 þegar ÍBV varð íslands- og bikarmeistari. Elías lék í mörg ár með meistaraflokki ÍBV, frá 1984 til 1992 og hefur einnig þjálfað töluvert, m.a. 2. flokk ÍBV 1997. Elías mun sjá um þjálfun meistaraflokkshópsins sem er í Eyjum en Krisúnn sér um æfingar hjá hópi liðsins í Reykjavík í vetur en sá hópur flytur svo út í Eyjar í vor. Þetta er ekkert nýtt af nálinni, að meistaraflokkshópurinn skuli vera tvískiptur, svona hefur þetta verið undanfarin ár, með tilheyrandi aukakostnaði. „Mér lýst ljómandi vel á þetta verkefni. IBV liðið er góð blanda af yngri og reyndari leikmönnum. Hóp- urinn er sérlega jákvæður og skemmtilegur og hjá knattspymu- deildinni er haldið vel utan um hluúna og allar forsendur til þess að byggja upp skemmtilegt lið næsta sumar,“ sagði Elías í samtali við Fréttir. Þá hefur stjóm knattspyrnudeildar ÍBV ráðið Björgvin Eyjólfsson til að sjá um meðhöndlun vegna meiðsla á leikmönnum ÍBV jafnframt því að sjá um fyrirbyggjandi aðgerðir og svo uppbyggingu á leikmönnum sem em að stíga upp úr meiðslum. Björgvin hefur starfað með meistaraflokki karla ÍBV undanfarin 20 ár en reyndar með nokkmm hléum. — AÐSTAÐA til líkamsræktar er mjög góð í Hressó og margt í boði. Áskeran Hressó áríð 2000 Þeir eru trúlega ófáir sem strengja þess heit um áramót að nú skuli snúið til betra lífs með því að hætta að reykja, ráðast til atlögu við aukakflóin og koma sér í gott form. Þegar kemur að líkamsræktinni byrja margir með miklum látum en allt of margir gefast upp og falla í sama gamla farið. Stelpumar á Hressó, Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur, hafa ákveðið að koma til móts við þetta fólk með átaki sem þær kalla Áskomn Hressó árið 2000. „Þetta er áskomn til fólks sem vill taka sér tak og lifa heilbrigðu lífi og takast á við mataræðið," segir Jóhanna þegar hún er spurð um átakið. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir fólk sem er ákveðið í að gera eitthvað í sínum málum og ég tala nú ekki um þá sem hafa strengt um það heit í upphafi nýs árþúsunds," bætir hún við. Um er að ræða 12 vikna námskeið þar sem farið er yfir alla þætti er snúa að líkams- og heilsurækt. „Við byggj- um námskeiðið mikið upp á fræðslu og verðum með fitumælingu í hverri viku þannig að fólk getur fylgst með árangri sínum. Við verðum með þrjá tíma í viku í líkamsrækt fyrir þátt- takendur á námskeiðinu en þegar líður á námskeiðið mælum við með því að fólk bæti við sig tímum. Verður ýtt við fólki til að drifa sig í aðra tíma.“ Jóhanna leggur áherslu að áskor- unin nái bæði til karla og kvenna og sé óháð aldri. „Það verða teknar myndir af þátttakendum í upphafi námskeiðs og að því loknu. Námskeiðinu lýkur um mánaðamótin mars - aprfl og munu þeir sem taka áskorun okkar og standa sig taka á móti vorinu í toppformi, bæði á sál og líkama. Við höfum fengið hjón sem ætla að taka áskoruninni og ætla að gefa lesendum Frétta tækifæri á að fylgjast með hvemig þeim gengur. Ég ætla ekki að upplýsa strax hver þau eru en næsu viku verður mynd af þeim í blaðinu og svo verður fylgst reglulega með þeim næstu tólf vikumar," sagði Jóhanna að lokum. Gnðarlega lágt skor í hópaleik Síðasta leikvika, þ.e.a.s. 52. leikvika, hjá Islenskum getraunum árið 1999 var á föstudaginn síðasta en þá var sölukerfmu lokað þótt leikimir hafi farið fram síðastliðinn mánudag. Þetta var jafnframt 5. vikan í hópa- leik ÍBV og Frétta og höldum við að jafn lágt skor hafi sjaldan sést. Hópurinn Flug-Eldur, sem í em Óla í Sparisjóðnum og Lillý kona Hauks á Reykjum, náði hæsta skorinu eða 7 réttum. Fimm hópar náðu 6 réttum en aðrir hópar náðu 5, 4, eða 3 réttum. En lægsta skorið fékk hópurinn Vinstri bræðingur, en hann náði einungis 2 réttum en vikuna áður hafði þessi ágæti hópur verið með hæsta skorið eða 10 rétta og má því segja að það skiptist á skin og skúrir hjá Vinstri bræðingi. Staðan eftir 5 vikur er þessi: A-riðill: Klaki 38, Dumb and Dumber og Fema United 36, Austurbæjargengið og H.H. 35, Bonnie and Clyde 30 B-riðill: Húskross 37, Allra bestu vinir Ottós, JóJó og Vinstri Bræðingur 34, Joe on the Hill 31, Munda 28 C-riðill: Flug-Eldur 39, FF 38, Pörupiltar 36, Mambó 33, E.H. 28 D-riðill: Tveir á Toppnum 37, Tippalingurnar 34, Bæjarins bestu og Man.City 33, Bláa Ladan 32 Um hátíðimar var mikill mis- skilningur uppi hvenær opið var í Týsheimilinu en nú verða opnunar- tímar hefðbundnir á ný og verður opið á laugardaginn milli klukkan 10 og 14 og vonum við að sjá tippurum vegna betur á nýju ár- þúsundi. GETRAUNANEFND ÍBV Knattspyrna: 3. flokkur karla íslandsmótið í Eyjum á laugardasinn í janúar fara fram riðlakeppnir í Islandsmótinu í innanhússknatt- spyrnu. Einn riðillinn fer fram í Vestmannaeyjum, í 3. flokki karla, næstkomandi laugardag, 8. janúar, og er hann í umsjá ÍBV. Með ÍBV í riðlinum em Víðir, Þróttur, Stjaman og Reynir. Fyrsti leikurinn er á milli ÍBV og Víðis og hefst kl. 10.15. Riðillinn stendur til kl. 13.15. Vestmanna- eyingar eru hvattir til að mæta í íþróttahöllina á laugardaginn til að hvetja strákana okkar til dáða. Þjálfari 3. flokks ÍBV er Bjöm Elíasson. Þess má geta að 2. flokkur kvenna verður í eldlínunni um næstu helgi en þær keppa uppi á landi. Frjálsar: Árni Óli út til Svíþjóðar Hinn ungi og efnilegi frjáls- íþróttamaður, Arni Óli Ólafsson, hefur ákveðið að taka boði sænsks félags um að fara út og æfa með því fram undir mitt sumar. Félagið er staðsett í Falun og hjá því starfar einn fremsti kastþjálfari Norðurlandanna. í frétt frá Óðni segir að hann haft séð til Áma Óla þegar Óðinn fór í æfingaferð til Svíþjóðar fyrir rúmlega einu ári og vildi ólmur fá að þjálfa hann. Var haft á orði að hann væri gott efni í afreksmann, enda var þeim nánast sama hvenær Árni Óli sæi sér fært að koma, bara að hann kæmi úl þeirra. Umgmennafélagið Óðinn styrkir Árna Óla til fararinnar og vildi hann koma á framfæri þakklæti til félagsins og allra þeirra sem gert hafa þessa för að veruleika. Knattspyrna: Herrakvöld ÍBV verður föstudasinn 21. janúar Nú styttist í Herrakvöld ÍBV. Það verður haldið föstudaginn 21. janúar nk. í Týsheimilinu. Húsið opnað kl. 19.00. Ymislegt verður lil gamans gert. Ræðumaður kvöldsins verður ótrúlega skemmtilegur, þama verður happdrætti, uppboð, frábær matur o.fl. o.fl. Leikmenn IBV verða í þjónustunni. Leikmenn ÍBV og fulltrúar stuðningsmannaklúbbs IBV munu á næstunni selja miða á herrakvöldið. Knattspyrnudeild ÍBV Stuðningsmannaklúbbur ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.