Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 6. janúar 2000 Ungt fólk í hringborðsumræðum um framtíðina, trúna, eiturlyfin, fjölskylduna og lífið almennt Ármót eru oft tími heitstrenginga og ýmiss konar gegnumtöku sálar og Ííkama. Nú jafnvel finnst mönnum enn þá meira um að viðhafa einhvers konar endurlit og framtíðarsýn vegna þeirra mörgu núlla sem staðsett eru aftan við tölustaiinn tvo í þessu ári. Sumir flippa kannski einungis vegna myndrænnar sýnar sinnar á þetta ártal, en aðrir vegna þeirrar skoðunar að nú séu aldamót, árþúsundaskipti, þúsaldarskipti eða einhvers sem engum er skiljanlegt nema þeim sem ávaxtar sitt prívat líf utan við tíma og jafnvel rúm. Fréttir fara að sjálfsögðu ekki varhluta af allrí þessari umræðu og leggja að sjálfsögðu sitt af mörkum í umræðuna Til þess að fá sjónarmið ungs fólks á téðum tímamótum fóru Fréttir því á stúfana til þess að heyra ofan í líðan nokkurra ungmenna, sem luku prófum frá FIV nú í desember. Ákveðið var að viðhafa einhvers konar hringborðs- umræðu og allir möguleikar opnir. Hópurinn sem stóð saman af fjórum einstaklingum hittist á Café Maríu eitt mjúkt vetrarkvöld milli jóla og nýárs. Þeir sem þátt tóku í umræðunni voru Guðbjörg Guðmannsdóttir stúdent af náttúrufræðibraut, Guðlaug Gísladóttir stúdent af hagfræðibraut, Þórarinn Hjörleifsson stúdent af náttúrufræðibraut og Guðmundur Árni Pálsson sem lauk námi í múrsmíði. Benedikt Gestsson blaðamaður reyndi svo að hafa einhvers konar stjórn á umræðunni. Að vera Eyjamaður Þið eruð með sanni Eyjafólk, hvað er það að vera Eyjamaður að ykkar mati? Guðbjörg: ,Ja ég veit það ekki, kannski fyrst og fremst að vera fædd og uppalin hér og segir heimþráin allt- af til sín eftir langa íjarveru héðan. Guðmundur Ámi: „Þetta er náttúru- lega ákveðin staða, vegna þess að maður hefur ekki prófað neitt annað. En það er mjög gott að hafa alist upp héma. Ég hef til dæmis búið í Reykja- vík í nokkur ár núna og mann langar alltaf að koma heim. Hins vegar er atvinnan ekki eins mikil úti á landi.“ Guðlaug: „Það er alltaf svo gott að koma heim þegar maður er búinn að vera einhvers staðar, eða ferðast mikið.“ Þórarinn: „Að vera Eyjamaður. Það er að vera mjög sérstakur Islendingur, kannski dálítið lokaður gagnvart öðr- um íslendingum. Að vera Eyjamaður hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir mig. Guðmundur Árni: „Það er líka mjög gott þegar maður er búinn að vera í Reykjavík, þá þekkir maður svo marga hér og það er tekið svo vel á móti manni. Svona - Blessaður, ert þú kominn aftur - maður fær hlýjar mót- tökur.“ Guðbjörg: „Ein stór fjölskylda.“ Guðlaug: „Ég hef búið í þrjú ár í Reykjavík og kom aftur núna í haust og líkar langbest héma og vil hvergi annars staðar vera.“ Benedikt: Er þá eitthvað svona vont við Reykjavík? Guðlaug: „Nei þetta er bara allt öðru vísi en það sem maður þekkir. Mikil traffík og alltaf svo tímabundinn." Guðbjörg: Eins og með öll þessi loforð stjórnmálamanna, þau rugla mann og maður spyr sig hvort maður hafi kosið rétt. Guðmundur Árni. „Ég fer nú bara aldrei í kirkju, nema kannski á jólum. Ég bara teysti á sjálfan mig, læt það duga. Þórarinn: „Ég er ekki mjög trúaður, en trúi þó á tilvist guðs. Ég fer hins vegar ekki mikið í kirkju.“ Guðlaug: „Ég þekki að minnsta kosti mjög fáa sem eru svart- sýnir og sjá ekki björtu hlið- arnar.“ Guðbjörg: „Maður þekkir til dæmis engan í búðinni sem maður fer í, svo- lítið einmanalegt." Þórarinn: „Héma býður maður öllum góðan daginn, jafnvel þó að maður þekki hann ekki neitt.“ Guðbjörg: „í Reykjavík er maður miklu meira nobodý.“ Nærveran skapar líka aðhald Benedikt: Er þá ekkert óþœgilegt við þessa nœrveru héma í Eyjum? Guðbjörg: „Ef þú gerir eitthvað af þér þá fréttir allur bærinn það.“ Guðmundur Ámi: „Þetta er þá kannski aðhald í leiðinni." Benedikt: Virkarþað eitthvað? Þórarinn: „Það gerir það ábyggilega. Svo venst þetta bara eins og allt annað.“ Guðlaug: ,Já, ég er alveg sammála." Benedikt: Er það svo mikið aðhald að ekki er hœgt að eiga viðhald? (hlátur) Þórarinn: „Ég er alveg sammála því að maður þorir stundum ekki að gera neitt af sér, þá er mamma kannski búin að frétta það og kannski á undan manni sjálfum, liggur við. Svo auð- vitað myndast kjaftasögur, sem er kannski það vonda við það.“ Guðbjörg: „Þetta er bara lítil eyja og allir þekkja alla og ekkert við því að gera.“ Skipta launin máli? Benedikt: Nú fóruð þið öll í nám. Af hverju? Guðbjörg: „Reyndar var ég ekkert ákveðin í hvað ég ætlaði, en ég fór til námsráðgjafa og hann taldi skynsam- legast hjá mér að fara í náttúmfræði. Þegar maður byrjar í skólanum er maður ekki að pæla mikið í þessu. Eg sé kannski svolítið eftir þessu núna og hefði langað að prófa hagfræði, en maður fattar þetta ekki oft fyrr en eftir á. Ég átti mér hins vegar þann draum og á hann reyndar enn þá að verða tískuljósmyndari, en það verður þá meira auka sem áhugamál í fram- tíðinni. Ég ætla að minnsta kosti í framhaldsnám." Þórarinn: „Af hveiju ég fór á náttúm- fræðibraut? Það er það sama og Guð- björg er að segja. Ég var ekki alveg viss, en námsráðgjafinn sagði að ég væri með það góðar einkunnir að ég ætti að fara á þá braut og ég sé ekki eftir því. Þegar ég var lítill hugsaði ég aldrei um það hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, nema þá að verða atvinnumaður í fótbolta, en það geng- ur líklega ekki lengur. Ég er kannski núna að pæla í lyíjafræði, en á reyndar eftir að kynna mér það nánar.“ Guðlaug: „Ég byrjaði reyndar í nátt- úmfræði og var þar í eitt og hálft ár, en ég skipti svo yfir í hagfræði vegna þess að ég hafði svo gaman að bókfærslu og þess háttar. Einu sinni ætlaði ég að verða ljósmóðir þegar ég var yngri, af hverju veit ég hins vegar ekki.“ Guðmundur Ámi: „Pabbi minn er múrari og ég byrjaði að vinna með honum þegar ég var fjórtán ára, svo æxlaðist þetta bara þannig. Það em mjög fáir sem dettur það í hug að fara að læra múrverk, það er orðin undan- tekning núna. Eg átti mér engan sérstakan draum um eitthvað annað. Ég hef reyndar mikinn áhuga á bifvélavirkjun og hef unnið við það svolítið, og byrjaði á þeirri braut, en fór svo í múrverkið. Það er betur launað.“ Benedikt: Skipta launin miklu máli þegar ungt fólk velur sér starfs- vettvang? Guðmundru Ámi: „Að sjálfsögðu." Guðlaug: Það er mjög stór partur af þessu. Maður vildi ekki vilja læra eitthvað sem gefur ekki neitt. Ég myndi ekki gera það.“ Guðbjörg: „Ég vildi samt ekki vilja læra eitthvað bara vegna launanna og þola svo ekki vinnuna og jafnvel kvíða því að fara í hana. Ég myndi heldur vilja vera í einhverju skemmti- legu starfi. Ég myndi ekki vilja sitja bara og horfa á klukkuna á fimm mínútna fresti í vinnunni vegna leiðinda. Þá myndi ég heldur vilja meta launin og hafa þá gaman af starfinu." Þórarinn: Ég myndi ekki vilja læra eitthvað, sem tæki kannski sex ár og fengi bara hundrað þúsund kall á mánuði. Maður reynir að stefna að því að fá há laun, einhvem veginn verður maður að lifa.“ Benedikt: Hafið þið unnið ífiski? Guðbjörg: „Ætli það hafi ekki allir gert það eitthvað." Þórarinn: „Ég vann í saltfiski síðustu þijú sumur, nema núna í sumar." Benedikt: Þið hafið ekki séð fram- tíðardraumana á þeim vettvangi. Allir: „Nei.“ Guðmundur Ámi: „Maður byrjaði náttúmlega að gella átta eða níu ára og fór á loðnu og síldarvertíðir. Jújú, maður hefur prófað þetta.“ Aldamót eða ekki? Benedikt: Hugsið þið mikið um aldamótin? Guðmundur Ámi: „Auðvitað hugsar maður eitthvað um það og kannski hundrað ár til baka og hvemig lífið var þá. Ég er alla vega feginn að hafa ekki verið uppi þá.“ Guðlaug: „Mér finnst þetta eins og hver önnur áramót." Þórarinn: „Það er nú svo mikill rugl- ingur með þessi aldamót. Ég lenti til dæmis í umræðum í gær, þar sem mikill ágreiningur var um hvort alda- mót væm núna eða að ári. Ég lít alla vega á þessi áramót sem aldamót og bara næstu líka.“ Guðmundur Ámi: „Af því að það kemur 2000, þá finnst manni það passa betur við að hafa aldamót. Hitt er hins vegar réttara, manni finnst asnalegt að halda aldmót árið 2001, eiginlega fáránlegt.“ Guðlaug: „Ut af fyrir sig em þetta hins vegar merkileg tímamót, því það em ekki allir sem fá að lifa aldamót." Guðbjörg: „Spuming um töluna, þannig séð em þetta eins og hver önnur áramót, en mismunandi hvemig fólk tekur í það.“ Þórarinn: „Þegar ég var yngri hugsaði ég alltaf að ég yrði tvítugur árið 2000 og á Þjóðhátíð, en fyrir mér er 2000 aldamót og ekkert meira um það að segja." Fjölskyldan skiptir miklu máli Benedikt: Hvemig eru samskipti yldcar við foreldra og systkini? Guðbjörg: „I mínu tilfelli em þau mjög náin. Hins vegar er faðir minn alltaf á sjó, þannig að samskiptin em miklu meiri við mömmu, en það er alltaf jafn gott að fá pabba heim. Ég á eina fjórtán ára systur og okkar sam- skipti em mjög góð.“ Þórarinn: „Ég á mjög náin samskipti við mína foreldra, spjalla oft við þau. Stundum finnst mér eins og yngri krakkar séu fjarri foreldmm sínunt en ég var og er. Ég er til dæmis að vinna inni í Féló og ég sé að mamma og pabbi em eitthvað svona - Æi - Ég á einn yngri bróður sem er tólf ára. ég píndi hann kannski dálítið þegar ég var yngri og þoldi hann kannski ekki stundum, en núna skemmtum við okkur stundum vel saman Ég held að hann líti nú ekki upp til mín.“ Guðlaug: „Ég á mjög náin samskipti við mína foreldra. Reyndar kom tímabil þegar maður var tólf ára og upp í sextán, eða á gelgjuárunum vom þau eitthvað losaraleg, en það er mikið breytt í dag. Ég á þrjár eldri systur. Ég hef hins vegar aldrei búið með þeim, þvi þær vom fluttar að heiman, en samband okkar er mjög gott og við náum mjög vel sarnan." Guðmundur Ámi: „Ég er alveg sam- mála og á mjög náin samskipti við foreldra mína.“ Benedikt: „Þú ert ekki ( neinu sér- stöku uppáhaldi af því að þú fórst í múrverkið eins og pabbi? Guðmundur Ámi: „Nei það held ég ekki. Ég á einn eldri bróður og það er alveg jafnt metið hvað hvor er að gera. Reyndar emm við eins og svart og hvítt. Maður heyrir kannski í honum einu sinni í mánuði eða svo. Það hefur þróast þannig og ég hef ekkert litið sérstaklega upp til stóra bróður sem fyrirmyndar.“ Ýkt kvenréttindabarátta Benedikt: Aðeins út í aðra sálma. Eitt afþví sem einkennt hefur þann tíma sem þið hafið verið að alast upp er kvenréttindabarátta og aukin virkni kvenna í samfélginu. Hvert er viðhorf ykkar til þeirrar þróunar í sam- félaginu? Guðbjörg: „Maður styður að sjálf- sögðu svona baráttu upp að vissu marki. Stundum er þetta frekar ýkt. Kynin eiga að hafa sömu réttindi. En þessi hugmynd um að konan eigi bara að vera heima og sjá um bömin hefur sem betur fer breyst og mér finnst það af hinu góða. Annars er þetta trikkí spurning." Þórarinn: „Þú þorir ekki að segja neitt mikið?“ Guðbjörg: „Nei.“ Þórarinn: „Ég er alveg sammála því að konur og karlar eigi að vera jöfn, en mér finnst á undanfömum ámm að karlamir hafi farið dálítið halloka. í fréttum em konur alltaf að kæra eitt- hvað til jafnréttisráðs, vegna þess að þær fá ekki einhveija stöðu. Kven- réttindabaráttan er þörf, en hvort jafnrétti er í raun held ég að sé ekki og karlar em með hærri laun fyrir sam- bærileg störf, eins og kannanir hafa sýnt og em í fleiri stjómunarstöðum. Konur verða bara að sætta sig við það enn um sinn.“ Gðmundur Ami: „Þær verða að halda áfram baráttunni.“ Guðbjörg: „Ég held að karlmenn séu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.