Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 6. janúar 2000 Framhaldsskólinn í gang eftir jólafrí: Stefnt að almennum hluta meistaranáms iðngreina Stúdentar sem útskrifuðust á haustönn 1999 setja upp húfurnar við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu. Kennsla í Framhaldsskúlanum í Vestmannaeyjum mun hefjast samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 6. janúar (í dag) að loknu jólafríi. Baldvin Kristjánsson aðstoðarskúlameistari FÍV sagði að skólastarfið færi af stað með hefðbundnum hætti og að fjöldi nemenda væri svipaður og á haustönninni. Einnig að engin vandamál hafi komið upp vegna hins margnefnda 2000 vanda í tölvukerfi skólans „Starfið leggst vel í okkur og engar meiri háttar breytingar á döfinni. Þó höfum við verið að gæla við að fara af stað með almennan hluta meistarnáms iðngreina í kvöldskólanum, ef næg þátttaka fæst. Það hefur verið spurt nokkuð um slíkt nám og við ætlum að reyna að verða við þessu.“ Framhaldskólunum eru reiknaðar tekjur á fjárlögum af svo nefndum fallskatti og sagði Baldvin að ekki væri ætlunin að taka þcnnan skatt upp á þessari önn. „Við sjáum ekki að þetta sé sá tekjuauki sem gert er ráð fyrir, vegna þess hve lítill skólinn er, þess vegna höfum við ekki séð ástæðu til að taka þetta upp. Baldvin segir að stundatöflur hafi verið afhentar í gær og að kennsla hæfist samkvæmt stundaskrá í dag. „Við höfum gefið frí í fyrstu tveimur kennslutímunum eftir þrettánda dag jóla og munum gera það nú samkvæmt venju. Að öðru leyti mun starfið verða áfram í föstum skorðum.“ Nýir stjómendur Lítilla lærisveina. I Nýir stjómendur hafa tekið við Litlum lærisveinum, bamakór | Landakirkju, af þeim Helgu Jónsdóttur og Amóri Hermannssyni. Þetta | em þau Osvaldur Guðjónsson tónlistarkennari og Guðrún Helga ■ Bjamadóttir leikskólakennari og bamafræðari sunnudagaskólans. ■ Guðrún og Osvald óska eftir að hitta alla núverandi og fyrrverandi . félaga í Litlum lærisveinum föstudaginn 14. janúar kl. 13.00 í [ safnaðarheimili Landakirkju. Nýir félagar eru einnig velkomnir. Kórstjórar Litlu lærisveinanna ! Samkórinn hefur ! störf á nýju ári. ■ Æfingar hjá Samkór Vestmanna- ■ eyja byrja aftur 11 .janúar næst- | komandi. Að venju verða | æfingamar á þriðjudagskvöldum í ■ sal Listaskólans og kórstjóri Bára ■ Grímsdóttir. A efnisskrá þessarar ■ annar verða íslensk lög bæði ■ gömul og ný í fyrirrúmi. Einnig ■ lög eftir Paul Simon, svo eitthvað ■ sé nefnt. Eyjamenn fá svo að heyra ■ afrakstur vinnu Samkórsins á ■ tónleikum í maí. Nýir og gamlir ■ söngfélagar velkomnir. Vinsam- ■ legast hafið samband viðBáru ■ kórstjóra í síma 481 2591 og 864 j 2591. I------------------------------------------------------------1 Sigurgeir Jónsson Af 2000 vanda og gagnfúa- vörðum bálköstum Skrifari vill í upphafi óska lesendum Frétta gleðilegs árs og vonar að þetta síðasta ár aldar- innar megi verða gæfuríkt. Margir urðu fyrir vonbrigðum og urðu jafnvel reiðir þegar minna reyndist verða úr 2000 vandanum svokallaða en menn áttu von á. Sér- fræðingar höfðu varað við því að tölvukerfi kynnu að fara úr skorðum, jafnvel hrynja þegar árið 2000 gengi í garð. Tölvunotendum var ráð- lagt að uppfæra kerfi sín eða taka afrit af gögn- um og víða var lagt í nokkum kostnað við endurbætur, sérstaklega í fyrirtækjum. Skrifari var einn þeirra sem tók þessa hluti alvarlega. Hann sat við á gamlaársdag og tók afrit af því markverðasta í tölvunum sínum tveimur og það reyndust u.þ.b. 15 disklingar. Svo mundi hann eftir því, rétt áður en nýja árið gekk í garð að hann hafði gleymt að afrita gögn úr töl vunni sem hann notar uppi í skóla og hefiir að geyma ýmis verkefni frá Stýrimanna- skólanum sáluga. Þrátt fyrir þá gleymsku hélt þó skrifari sálarró sinni enda kom í Ijós að þessi gagnavinnsla á gamlaársdag hafði verið með öllu óþörf, báðar tölvumar skiptu yfir í árið 2000 án þess að hiksta og hið sama gerði tölvan uppi í skóla. Nú ætti skrifari væntanlega að fylkja sér í hóp þeirra sem eru æfir af bræði yfir því að ekkert fór úrskeiðis og tala unt uppblásinn vanda sem ekkert hafi verið að marka. Það dettur skrifara aftur á móti ekki í hug. Veðurfræðingar voru líka búnir að vara við því að brugðið gæti til beggja vona um veður á gamlaárskvöld. Svo var hið ágætasta veður þá og sömuleiðis margir fúlir út í veðurfræðinga fyrir að ala á ótta fólks um óhagstætt veður. Nú er skrifari ekki svartsýnn maður að eðlisfari en hann hefur alla jafna haft þann sið að gera ráð fyrir því að hlutir gætu farið úrskeiðis. Honunt finnst t.d. mun betra að fá gott veður þegar spáð hefur verið vondu en því gagnstæða, að fá ill- viðri þvert ofan í góða spá. Skrifari var nokkuð lengi til sjós. Ævinlega vom þá skálkaðar lúgur og gengið vel frá öllu ef illa spáði. Svo kom fyrir að minna varð úr þeim illviðrum en spár sögðu til um. Aldrei minnist skrifari þess þó að menn slepptu sér af bræði yfir því að hafa skálkað lúgur að tilefnislausu. Þess vegna sér skrifari hvorki eftir fé eða fyrirhöfn vegna afritunar gagna á gamlaársdag. Sú vinna varð m.a. til þess að hann fann ýmislegt sem hann hélt sig vera búinn að týna og gat hent öðru sem ekki var lengur þörf fyrir. Þetta var bara ljóm- andi áramótahreingeming. Rétt fyrir áramót fékk skrifari í hendur einkar merkilegt plagg. Það heitir „Bálkestir og brenn- ur, leiðbeiningar um vinnutilhögun og leyfis- veitingar." Ríkislögreglustjóri, Hollustuvernd ríkisins og Bmnamálastofnun ríkisins sömdu þær leiðbeiningar og sendu frá sér skömmu fyrir jól. I þessu plaggi er að finna margt merkilegt. T.d. skilgreiningu á bálkesti og brennu. Þar stendur: „Með bálkesti er átt við brennanlegt efni sem hlaðið hefur verið upp, en brennu þegar bál- köstur er brenndur.“ Ekki er nú ónýtt að fá loksins rétta skilgreiningu eftir margra ára vitleysu. I plagginu kemur líka fram hverju brenna má. „Æskilegasta efni er ómeðhöndlað timbur, pappi og pappír. Oheimilt er að brenna gagnfúavarið timbur, plast- og gúmmíefni....“ Þetta þykir skrifara stórlega til bóta, sérstaklega þetta með gagnfúavarða timbrið. Amm saman hefur það viðgengist átölulaust að menn hafi losað sig við úr sér gengin húsgögn og eldhús- innréttingar á slíka bálkesti án þess að ganga rækilega úr skugga um hvort þar sé um að ræða gagnfúavarið timbur. í framtíðinni verða væntanlega tekin sýni af öllu því timbri sem berst að bálköstum og kannað hvort það sé hæft til brennslu. Væntanlega yrði hægt að búa til eitt eða fleiri störf utan um þá sýnatöku og er gott ef þetta er atvinnuskapandi. Þá er í plagginu kafli sem fjallar um umsókn fyrir brennu. Þar kemur fram að sækja þarf um leyfi til lögreglustjóra og framvísa leyfum frá sveitarstjórn, slökkviliðsstjóra og heilbrigðis- nefnd auk vottorðs um ábyrgðartryggingu frá vátryggingarfélagi. Skrifara finnst þetta langt í frá nægilegt. Honum finnst ekki ná nokkurri átt að aðeins þurfi fjögur skrifleg leyfi opinberra aðila til að halda brennu. Skrifara finnst að auk þessara leyfisveitenda ætti að leita til skipulags- og bygginganefndar, umhverfis- og heilbrigðis- nefndar, íþrótta- og tómstundaráðs, landnytja- nefndar og sóknamefndar. Þá er auðvitað sjálf- sagt að fram fari grenndarkönnun hjá þeim sem búa í nágrenni fyrirhugaðrar brennu, vegna samþykkis þeinn og eðlilegast væri að gefið yrði út deiliskipulag fyrir hveija brennu íyrir sig. Það deiliskipulag yrði auglýst með sex mánaða fyrirvara hið minnsta svo að tryggt yrði að mótmæli gegn því bæmst í tíma. Þá þykir skrifara ekki nægilega Iangt gengið í tryggingamálum vegna brenna. Alls ekki er nægilegt að fara fram á ábyrgðartryggingu. Að auki þarf slysatryggingu og líftryggingu, bæði þeirra sem standa að brennunni svo og áhorf- enda. Þá væri einkar eðlilegt að fá rekstrar- stöðvunartryggingu ef svo skyldi fara að ekki yrði hægt að kveikja í bálkestinum, t.d. vegna veðurs. I ofannefndu plaggi er óskað eftir því að Bmnamálastofnun fái umsögn um reynsluna af hinunt nýju reglum fyrir janúarlok og er tekið fram að allar ábendingar séu vel þegnar. Það er ekki síst í ljósi þess sem skrifari hefur sett saman þennan fyrsta pistil á nýju ári og vonast til að ábendingar hans megi verða til þess að fastmót- að verði í framtíðinni hvenær og hvernig bera megi eld að bálköstum. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.