Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 6. janúar 2000 • l.tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 ÞAÐ er mál kunnugra að aldrei hafi öðru eins magni verið skotið upp af flugeldum í Vestmannaeyjum eins og um nýliðin áramót. Skothríðin hófst um 23.30 og stóð stanslaust í rúman klukkutíma. Alvarlegt flugeldaslys Eitt alvarlegt flugeldaslys átti sér stað í Vestmannaeyjum um ára- mótin. Raketta fór ekki af stað, heldur sprakk á jörðu niðri og skaddaðist sá sem í henni kveikti í andliti. Við skoðun á sjúkrahúsinu hér kom í ljós að hann hafði fengið áverka á auga og var því sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann í Reykjavík þar sem gerð var á honum aðgerð. Aðgerðin heppnaðist vel og út- skrifaðist maðurinn í gær af Lands- spítalanum. Hann missti hlutaafsjón á öðru auga tímabundið en sam- kvæmt upplýsingum Frétta munu nær fullar líkur á því að hann fái fulla sjón eftir nokkrar vikur. Fullfermi af síld á jólum Antares VE kom til Eyja í gær með 700 tonn af síld sem fékkst í tveimur köstum úti af Breiðafirði í fyrradag. Þetta er nánast endurtekning á því sem gerðist í fyrra en þá kom Antares einnig með 700 tonn af jólasíld þann 5. janúar. Hörður Óskarsson hjá Isfélaginu sagði að þetta væri þokkalegasta síld sem yrði flokkuð og unnin í frystingu en byrjað var í gærkvöldi að vinna í síldinni. íjJJui/ yri’Liiiy Dj D Uj'jjjjíJJjjjj Flötum 20 - Sími 481 1535 VJOtjy/ÚJ/ yj jjjju/jí-júí Græðisbraut 1 - Sími 481 3235 s’ ©1 Vetraráætlun \AA/ Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 Aukaferð föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00* Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000 Sími 481 2800 Fax 481 2991 w ^Ueriól^ur h$. Umferðarljósi Síðastliðinn þriðjudag voru umferðarljósin á horni Strand- vegar og Heiðarvegar formlega tekin í notkun að viðstöddum full- trúum bæjarins og tæknideildar, lögreglustjóra og fulltrúum Slysa- varnardeildarinnar Eykyndils sem gaf eina og hálfa milljón til verksins. Síðastliðna fínim daga lýstu ljósin gulu til þess að venja bæjarbúa við þau. Udirbúningur hönnunar ljósanna hófst í júní í fyrra, en að tillögu Vega- gerðarinnar var Vinnustofan Þverá, sem hefur sérhæft sig á þessu sviði, fengin til þess að hanna ljósin. Ljósin eru alumferðarstýrð. Ef engin umferð er standa ljósin á rauðu í allar áttir, en um leið og bifreið nálgast skiptir á grænt í þá átt. Stjómkassi umferðar- ljósanna er með elektrónískum raf- liðum ásamt fjómm skynjarakortum sem taka við boðum frá átta skynjurunt undir malbiki á akreinum. Við ljósin er einnig búnaður til þess að taka við boðum frá jafnmörgum hnöppum fyrir fótgangandi. Það var ungur Eyjapeyi, Sindri Freyr Guðjónsson, sem kveikti á ljósunum eftir að Guðjón Hjörleifsson hafði veitt gjafabréfi Eykyndilskvenna viðtöku. Þakkaði Guðjón rausnar- skap Eykyndilskvenna og óskaði Vestmannaeyingum til hamingju með þetta framfaraspor í umferðar- menningu Eyjamanna. Að lokinni athöfninni bauð bæjarstjórn upp á kaffi og meðlæti í húsi TM trygginga. Eftir er að ganga frá kantsteinum, hellulögn og að yfirborðsmerkja gatnamótin upp á nýtt en það verður gert strax og veður gefur til þess. Á- ætlaður heildarkostnaður er fjórar milljónir króna en þar af gáfu Eykyndilskonur ljósin sjálf upp á um l ,5 milljón króna. GENGIÐ mót grænu Ijósi með bros á vör.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.