Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. janúar 2000 Fréttir 13 íris Sæmundsdóttir - Framlag til íþróttamála: Ovenju glæsilegur ferill „Kvennaknattspyrna hefur átt vaxandi gengi að fagna í Vest- mannaeyjum eins og reyndar víðast annars staðar í heiminum. ÍBV- íþróttafélag hefur átt því láni að fagna að innan félagsins hefur verið fólk sem sá þessa þróun fyrir og var tilbúið að fylgja henni eftir með þeirri ómældu vinnu sem slíkt krefst,“ sagði Ómar um íþrótta- pýramídann. „Það var því engin tilviljun að ritstjóm Frétta horfði einkum til kvennaknattspymunnar þegar kom að því að veita Fréttabikarinn fyrir fram- lag til íþróttamála í Vestmannaeyjum árið 1999. Við nánari athugun var sífellt staldrað oftar við nafn Irisar Sæmundsdóttur fyrirliða meistara- flokks ÍBV sem á að baki glæsilegan feril bæði sem leikmaður og þjálfari yngri flokkanna. Það var því sameiginleg niðurstaða okkar að Iris hlyti Fréttapýramídann fyrir framlag til íþróttamála íyrir árið 1999. Iris er enn ung að ámm, er fædd 11. október 1974 og er því 25 ára í dag. Hún byrjaði frekar seint að stunda íþróttir, eða 12 ára gömul. Hún hellti sér út í handbolta og fótbolta og stundaði báðar greinar til ársins 1995. Einnig var Iris í frjálsum íþróttum um tíma og komst þar oft á verðlaunapall og setti m.a. Vestmannaeyjamet í 800 m hlaupi. Ferill Irisar er glæsilegur sem leikmanns, bæði í handknattleik og knattspymu. Ef litið er á handknatt- leikinn fyrst, en þar lék hún sem vinstri homamaður, er árangurinn þessi. 1990 var íris valin efnilegust í 3. flokki ÍBV. 1991 fékk hún Fréttabikarinn, varð hún Islandsmeistari með 3. flokki IBV og lék með stúlknalandsliðinu. 1992 valin besti leikmaður 2. flokks ÍBV. 1993 Islandsmeistari með Víkingi, var í silfurliði Víkings í 2. flokki og var valin efnilegasti leikmaður 2. flokks Víkings. 1994 var hún í silfurliði ÍBV í bikar- keppni HSÍ. Ekki er ferillinn síðri í knattspym- unni. 1990 besti leikmaður 2. flokks ÍBV, besti leikmaður mfl. IBV, þá aðeins 15 ára. 1991 besti leikmaður 2. flokks ÍBV, lék alla leikina fimm sem stúlkna- landsliðið lék það árið og ís- landsmeistari með 2. flokki ÍBV. 1992 besti leikmaður 2. og mfl. ÍBV. 1993 meistari 2. deildar með Hetti á Egilsstöðum. Iris hefur fengið að æfa með íslenska landsliðinu síðustu árin og var valin í úrvalslið 1997. Það var svo sl. sumar að íris var valin í A- landsliðið og kom inn á sem vara- maður í sínum íyrsta leik. Er íris fyrsta konan í IBV sem nær þessum áfanga. íris hefur leikið 68 leiki með mfl. ÍB V og skorað í þeim 31 mark. Hún leikur allar stöður á vellinum og hefur allan sinn feril í meistaraflokki verið markahæst þangað til í sumar. Þá er komið að þjálfuninni sem er ekki síður glæsileg. íris þjálfaði 5. flokk kvenna í handknattleik og náði silfrinu í 5. flokki. Hún byrjaði ung sem aðstoðar- þjálfari í fótboltanum og síðustu tvö ár hefur hún þjálfað 4. flokk kvenna. Á þessum tveimur árum hefur 4. flokkur IB V unnið Ijögur gull á Pæjumóti og tvö brons, þrjá íslandsmeistaratitla og eitt brons í íslandsmótinu. Þessi fjöldi helgast af því að um er að ræða fleiri en eitt lið í hveijum flokki. Þetta er að sönnu glæsilegur árangur af ekki eldri konu og er okkur því bæði heiður og ánægja að veita henni Fréttapýramídann 1999,“ sagði Ómar. GISLI afhendir Guðna Davíð bikar frá Fréttum. Guðni Davíð - Gullverðlaunahafi á Olympíuleikum þroskaheftra: Að vera með Guðmundur Ingi - Framlag til atvinnumála: Verðugur fulltrúi út- gerðarmanna í Eyjum „Einkaútgerð hefur alla tíð staðið traustum fótum í Vestmannaeyjum og sjaldan eða aldrei verið öflugri en nú þrátt fyrir að minni útgerðarfélög vítt og breitt um landið hafi átt undir högg að sækja. Hafa þessir útgerðarmenn staðið undir velferð í Vestmannaeyjum og munu gera það um ókomna framtíð. Því þó einhverjir séu að hætta bætast alltaf nýir menn í skörðin.“ Þannig fylgdi Ómar Fréttapýra- mídanum fyrir framlag til atvinnumála úr hlaði og hélt svo áfram: „Verðugur fulltrúi einkaútgerða í Vestmanna- eyjum er Guðmundur Ingi Guð- mundsson útgerðarmaður á Hugin VE sem hann er oftast kenndur við. Guðmundur Ingi er fæddur í Reykjavík 22. október 1932. Hann hóf sjómennsku sína sem hjálparkokkur á Gylli 13 ára að aldri. Þaðan lá leið hans á ýmis skip og báta uns hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimannaprófi árið 1954. Árið 1955 kom Guðmundur Ingi til Eyja og hóf að róa á Jötni með Oddi í Dal. Fyrst sem háseti en síðar sem stýrimaður og skipstjóri. Hann var síðan með Hafbjörgina fyrir Ingólf Theodórsson og Erling IV fyrir Sig- hvat Bjamason uns hann, í október 1959, stofnaði, ásamt Óskari Sigurðs- syni á Hvassafelli, hlutafélagið Hugin og keyptu þeir vélbátinn Hugin VE, 59 tonna trébát. Þann bát gerðu þeir út til ársins 1964 er þeir létu smíða nýtt 184 tonna stálskip í Noregi sem hlaut nafnið Huginn II. Árið 1968 keyptu Guðmundur Ingi og Kristín Pálsdóttir kona hans hlut Óskars í Hugin hf. og hefur Huginn hf. síðan verið í eigu þeirra og bama þeirra. Þann 18. desember 1973 undirritaði Guðmundur Ingi samning um smíði á nýju skipi sem var byggt í Noregi og afhent útgerðinni árið 1974. Það var Huginn, 347 tonna stálskip sem ári síðar var yfirbyggt í Noregi og brú skipsins hækkuð nokkrum ámm síðar. Árið 1987 var farið í verulegar endur- bætur á Hugin, skipt um aðalvél í skipinu og skut þess slegið út og honum breytt og árið 1995 var Huginn lengdur í Póllandi og byggður á hann bakki. Guðmundur Ingi var skipstjóri á Hugin þar til hann lét af sjómennsku fyrir nokkmm ámm og útgerðarsaga hans spannar 40 ár. Nú hefur Guð- mundur Huginn sonur hans tekið við stjóminni um borð í Hugin. Guðmundur Ingi er ekki af baki dottinn því þann 18. desember 1998 undirritaði hann samning við Asmar skipasmíðastöðina í Chile um smíði á nýju skipi fyrir útgerðina. Um er að ræða stálskip sem verður 68,3 metrar á lengd og 14 metrar á breidd og verður það búið öllum nýjasta og fullkomnasta búnaði sem völ er á. Ráðgert er að skipið verði búið vinnslu- og frystibúnaði sem afkastað getur um 100 tonnum af afurðum á sólarhring. Frystilest skipsins mun rúma 500 til 600 tonn af afurðum en auk þess getur skipið borið 1200 tonn í kældum tönkum. Skip þetta verður því trúlega flaggskip Eyjaflotans. Smíði Hugins átti að vera lokið í lok apríl árið 2000 en einhverjar tafir hafa orðið á smíðinni og er líklegt að skipð verði afhent í júlí og komi til heima- hafnar í Eyjum síðsumars. Það er okkur heiður að veita Guð- mundi Inga Fréttapýramídann fyrir framlag hans til atvinnumála í Vestmannaeyjum, ekki bara á síðasta ári heldur síðustu 40 árin. „Sum afrek fara hljóðar en önnur og þegar cinstaklingar sem ekki eru búnir fullri getu til að takast á við lífíð og tilveruna eru annars vegar er það eitt að vera þátttakandi afrek út af fyrir sig. Við höfum átt íjölda afreksmanna í hópi fatlaðra og þroskahefta sem má þakka öflugu starfi íþróttafélagsins Ægis. Einn þeirra er Guðni Davíð Stefánsson, 17 ára Eyjapeyi sem gerði sér lítið fyrir og vann gull á Ólympíu- leikum þroskaheftra sem fram fóru í Raleigh í N-Karólínu í Bandaríkj- unum dagana 26. júní til 4. júlí síðastliðið sumar. Guðni Davíð keppti í 50 m og 100 m bringusundi og vann hann 50 m með glæsibrag. Hann náði einnig góðum árangri í 100 m og hefði náð bronsinu ef hann hefði ekki gert ógilt á lokasprettinum. Olympíuleikar þroskaheftra eru stórvirki því þar voru þátttakendur um 7000 frá 150 löndum. Þama var okkar maður, Guðni Davíð, fremstur meðal jafningja í sínum riðli. Það tók Guðna mörg ár að læra að synda og það var ekki fyrr en í september 1998 að hann fer að æfa sund. Hann á enn eftir að læra að stinga sér og að því leyti höfðu keppinautar hans forskot en hvattur af sínu fólki seig Guðni Davíð framúr og sigraði. Er þetta ógleymanleg stund að því er móðir hans segir. Okkur á Fréttum langar til að minnast þessa afreks með því að færa Guðna Davíð örlítinn virðingavott,“ sagði Ómar um þetta afrek Guðna Davíðs. BRASSKVINTETT Vestmannaeyja lék nokkur lög við góðar undirtektar gesta. Hér sjást fjórir úr kvintettinum, Vilborg Sigurðardóttir, Páll Pálsson, Eggert Björgvinsson og Ólafur Snorrason. Á myndina vantar Ósvald Guðjónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.