Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 6. janúar 2000 a'skana Laxness reyndist engin kvöð Það er hreint ótrúlegt hvað margar bækur hafa komið upp í kollinn. Ég hirði ekki um að tíunda nema fáar. Bækur Péturs Gunnarssonar um Andra Haraldsson fyrstu 2-3 ára- tugina í lífi hans eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega fyrsta bókin í þessari fjögurra bóka röð, Punktur punktur komma strik. Bæði er að þar er sagt frá skemmtilegum atvikum og snilldarlega er sagt frá. Einar Már Guðmundsson heimsótti okkur upp í Framhaldsskóla í haust leið og í kjölfar heimsóknarinnar rifjaði ég upp nokkuð af því sem hann hefur skrifað. Þar ber Engla alheims- ins trúlega hæst. I fyrravetur las ég bækur Böðvars Guðmundssonar, Lífsins tré og Híbýli vindanna, þar sem vesturferðir Is- lendinga eru viðfangsefnið. Fannst mér það mögnuð lesning. Og úr því talað er um utanferðir Islendinga og harða lífsbáráttu þá var Brotasaga Bjöms Th. Bjömssonar aldeilis skemmtileg lesning og þá ekki síst þegar sögusviðið færðist hingað út í Baldvin Kristjánsson er bókaunnandi vikunnar Eyjar. I menntaskóla var mér gert að lesa Islandsklukkuna eftir Halldór Laxnes. Það reyndist mér engin kvöð, enda mjög gaman að lesa eins og sumt annað eftir þann ágæta mann. Ég get svo ekki látið hjá líða að nefna nokkrar barnabækur, sem ég hef lesið á svo sem eins og síðustu tuttugu og fimm árum. Þar bera af tveir kvenmenn, Guðrún Helgadóttir og Astrid Lindgren. Af bókum Guðrúnar þóttu mér sögur Jónanna Odds og Bjama bera af. Og ef nefna á eina sögu Astrid Lindgren öðmm fremur þá verður það Bróðir minn Ljónshjarta. Hef ég svo þessa upptalningu ekki lengri enda likíega fullt eins gaman að lesa símaskrána og svona lista. Að lokum vil ég svo óska öllum gleðilegs nýs árs um leið og ég skora á Þuríði Bemódusdóttur, að tjá sig um einhveijar þeirra bóka sem hún hefur lesið í gegnum tíðina. Af hveiju Þura? Af því hún sagði mér einhvern tíma að hún væri í svona leshring. ©rðTspor - í orðspori fyrir viku síðan var getið um hina göfugu Dodda. I\lú hefur borist athugasemd við téða klausu og Doddar ekki sagðir Doddar, heldur Bumbubanar og það áréttað að bumbugengið hafi aldrei verið öflugt göngugengi. Er þessu hér með komið á framfæri, en hverjir ráfuðu um Höfðann á 2. í jólum verður enn um sinn hulið mistri dulúðarinnar. - Margir, sem langaði að skjótast á milli húsa, áttu ekki aðra úrkosti en að nota leigubíla um áramótin með þar af leiðandi pyngjurýrnun, vegna okurtaxta sem voru sérstaklega hann- aðir vegna ársins 2000. Saga fer af tveimur mönnum í Eyjum sem rann blóðið til skyldunnar og léku miskunnsama samverjann þessa nótt. Þeir höfðu tekið sér leigubíl, en á ferð sinni tóku þeir upp fólk sem ekki hafði orðið svo „lánssamt “ að verða sér úti um okurleigureið. Munu okrarar hafa tapað mörgu startgjaldinu vegna þessa miskunnarverks félaganna tveggja og þar af leiðandi er talað um að leigubílastöðin í Eyjum sé eina leigubílastöðin í heiminum sem stóð frammi fyrir 2000 vandanum í mjög svo óvenjulegri mynd. Soðin ýsa, oj,oj, oj Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, fagnaði 70 ára afmælisínu ídesembersl. Einn af föstum liðum í starfsemi Eyverja er grímuball á þrettándanum og verður að sjálfsögðu haldið í dag. Formaður Eyverja er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn ? Gunnar Friðfinnsson. Fæðingardagur og ár? 9. mars 1975. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Er í sambúð með Betsý Ágústsdóttur. Menntun og starf? Útskrifaðist af náttúrufræðibraut FÍV en starfa nú sem Eyjabúðarprinsinn. Laun? Já, mánaðarlega. Bifreið? Lancer frá síðustu öld. Helsti galli? Matvandur með eindæmum. Helsti kostur? Rólegur með ein- dæmum. Uppáhaldsmatur? Indverskir pottréttir með banana. Versti matur? Soðin ýsa, oj, oj.oj. Uppáhaldsdrykkur? Mjólk. Uppáhaldstónlist? fíokk og klassísk tónlist með fiðluívafi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera í góðra vina hópi með eitthvað fyrir stafni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að hætta að reykja (aldamótaheitið). Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Fagna. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Davíð Oddsson. Uppáhaldsíþróttamaður? Birkir Ivar Guðmundsson (BIG) Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Eyverjum og knattspyrnufélaginu fíauðu rottunum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Vinirog Fóstbræður. Uppáhaldsbók? Shining eftir Stephen King. Hvað meturþú mest í fari annarra? Stundvísi og ósérhlífni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Andstæðan við þetta á undan. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vest- mannaeyjar í logni. Er vaxandi eða minnkandi áhugi fyrir grímu- ballinu frá ári til árs? Mér finnst hann vaxandi og ég vona að sem flestir komi í sínu fínasta grímu- ballsdressi. Að minnsta kosti ætla ég að mæta, sjá og sigra eins og allirhinir. Nú er grímuball Eyverja haldið í Alþýðuhúsinu. Fyrir nokkrum árum hefði slíkt þótt saga til næsta bæjar, að ungir sjálfstæðis-menn væru með skemmtun í Alþýðuhúsinu. Af hverju þar? Nú eru breyttir tímar. Þetta er hentugasta húsnæðið, eitt hið ódýrasta og í raun eittaffáum húsum sem völ er á þessa dagana. Ég man síðast eftir mér á grímuballi í ík Samkomuhúsinu, dauðhræddur BU við tröllin. fekj Hvernig er að vera formaður I Eyverja? Ótrúlega skemmtilegt I viðfangsefni sem gerir manni I kleift að kynnast fólki hvaðan- I æva að og maður lætur sig I málin varða. I Hvað er framundan í starfi I Eyverja? Verið er að skipu- I leggja Færeyjaferð Eyverja I seinna á árinu og annað I skemmtilegt. I Eitthvað að lokum? Sjáumst Nýfæddir * Vestmannaeyingar Þann 28. október eignuðust Þórdís Sigurjóns- dóttir og Þorgeir Richardsson son. Hann hefur verið skfrður Sigurjón og er hér á mynd með stóra bróður Richard Björgvin og föður sínum. Þann I4. nóvember eignuðust Harpa Hjartardóttir og Huginn M. Egilsson son. Hann vó 16 merkur og var 54 crn að lengd. Hann hefur verið skírður Máni og er hér á mynd með tvíburunum móðurbræðrum sínunr Andra tv. og Sindra th. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Á dofinni 4* 6. jan Þreftándi dagur jóla með tilheyrandi dagskrá á vegum IBV 6. jan Grímuball Eyverja í Alþýðuhúsinu Id. 15.00 6. jan Ofeigur á Lundanum 7. og 8. jan Hafrót á Lundanum 11. jan Spilavist Austfírðingafélagsins í Alþýðuhúsinu kl. 20.30 15. jan Þorrablót Norðlendingafélgsins í Alþýðuhúsinu kl 20.00 22. jan Kjör íþróttafólks Veslmannaeyja 1999

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.