Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. janúar 2000 Fréttir 7 Nýliðið ár var að ýmsu leyti við- burðaríkt fyrir Vestmannaeyinga. Eins og ævinlega skiptust á skin og skúrir. Hvort þetta ár var gott eða slæmt fyrir Vest- mannaeyinga, sé litið á heildina, verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. Hér á eftir verður stiklað á stóru í því sem olli vonbrigðum á árinu og sömuleiðis því sem kalla má gleðilegt. Vonbrigði ársins Slakt gengi Vinnslustöðvar Slök útkoma í rekstri Vinnslu- stöðvarinnar er líklega það sem hvað minnisstæðast er af vondum tíðindum ársins. A fynihluta ársins var sýnt að stefndi í óefni. Miklar breytingar höfðu verið gerðar á rekstrinum, m.a. umbylt öllu sem sneri að físk- vinnslunni. En þær breytingar skiluðu sér ekki og til að auka á vandræðin þá brást loðnufrysting nær alveg en miklar vonir höfðu verið bundnar við hana. I sex mánaða uppgjöri var Ijóst að tap var á rekstrinum upp á hundruð milljóna króna og í kjölfarið fylgdu sársaukafullar aðgerðir, svo sem frekari uppsagnir starfsfólks, ásamt því að landvinnslu á bolfiski var hætt. Skipastóll fyrirtækisins minnkaði þegar Danski Pétur VE var tekinn út úr útgerðinni og settur á söluskrá. Engin sameining Forráðamenn ísfélags Vestmannaeyja gátu ekki leynt vonbrigðum sínum þegar ljóst varð í nóvember að ekkert yrði af fyrirhugapri sameiningu fjög- urra fyrirtækja, Isfélagsins, Vinnslu- stöðvarinnar, Krossaness og Oslands. Unnið hafði verið markvisst að þeirri sameiningu um nokkurra vikna skeið en þegar allt virtist vera að smella saman fengu stjómarmenn Vinnslu- stöðvarinnar bakþanka og ákváðu að draga sig út úr sameiningunni. Slæm staða bæjarsjóðs Svört mynd blasti við þegar milli- uppgjör bæjarins fyrir janúar til ágúst lá fyrir. Alls vantaði 50 milljónir upp á tekjur af útsvari, ásamt því að ýmsir liðir höfðu farið fram úr áætlun. Ljóst var að þessu þyrfti að mæta með lántöku upp á 118 milljónir króna. Fleiri fíkniefnamál Fíkniefnanotkun er sífellt að aukast í Vestmannaeyjum. Vart leið svo vika að lögregla hefði ekki afskipti af fíkni- efnaneytendum, ýmist vegna neyslu, sölu eða dreifingar. Til dæmis vom 15 aðilar teknir með fíkniefni á þjóð- hátíð. En langstærsta málið var þó í ársbyrjun þegar fimm kg af hassi fundust í togaranum Breka eftir söluferð til Þýskalands. Reyndist einn skipverja eiga hassið í þessu stærsta hækkaði bærinn upp í 3. sæti sem segir einfaldlega að betur hefur verið haldið á spilum hér en annars staðar. Seltjarnarnes var með hæstu eink- unnina, 6,7 og Iækkaði einnig um 0,3. Tveir þriðju hlutar sveitarfélaga á íslandi náðu ekki einkunninni 5. Ný framleiðslufyrirtæki Hörður Rögnvaldsson festi ásamt fleirum kaup á frystihúsinu Eyjabergi af Vinnslustöðinni og hófst fiskvinnsla þar í febrúar. Fimmtán manns fengu jrar atvinnu. Þá var stofnað nýtt fyrir- tæki sem sérhæfir sig í smíði glugga og hurða. Það heitir Gefjun og er í eigu þeirra Guðmundar Elíassonar og bræðranna Harðar og Baldvins Bald- vinssona. Rétt úr kútnum Eftir margar og vondar fréttir af rekstri Vinnslustöðvarinnar var það ánægju- legt í kjölfar þess að stjórn fyrir- tækisins ákvað að hætta við sam- einingu, að mikil breyting hefði orðið til hins betra í rekstrinum á fyrstu þremur mánuðum yfírstandandi rekstrarárs. Að vísu var tap á rekstr- inum upp á 11 milljónir en á sama tíma árið þar áður var tapið fyrir sömu þrjá mánuði 227 milljónir. Allartölur fyrir þessa fyrstu þrjá mánuði rekstrarársins boðuðu betri tíð hjá fyrirtækinu. Góð neta- og humarvertíð Humarveiði undanfarinna tveggja ára hafði verið með daprara móti en nú virðist stofninn hafa tekið við sér og var humarveiði sumarsins hin prýðilegasta. Ungt fólk hefur einkum haft vinnu við vinnslu humarsins og var því atvinnuástand með betra móti hjá þeim hópi í sumar. Þeir fáu bátar sem stunda humarveiðar frá Vest- mannaeyjum voru ekki lengi að veiða þann kvóta sem til ráðstöfunar var. Þá hefur þeim bátum einnig fækkað verulega sem stunda netaveiðar á vetrarvertíð, miðað við það sem eitt sinn var. En afli þeirra var mjög góður á vertíðinni og það eina sem hrjáði þá var kvótaskortur sem raunar hrjáir nær alla útgerð á Islandi í dag. HÚS guðanna er eitt listaverkanna sem afrakstur Iistaverkefnisins Hraun og menn. Verkið er eftir danska höggmyndarann Niels Christian Frandsen. fíkniefnamáli sem komið hefur upp í Vestmannaeyjum. Fækkun íbúa Ibúum í Vestmannaeyjum fækkaði milli 1997 og 1998 um 1,1%, úr4645 í 4594. Og sú þróun hélt áfram á árinu 1999, þó aðeins hægði á henni. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru íbúar í Eyjum 1. des. sl. 4585 og hafði því fækkað um níu manns hér frá 1. des. árið áður eða um 0,2%. Herjólfur úr leik Bilun kom upp í veltiuggum Heijólfs. Reyndist hún svo alvarleg að senda varð skipið út til viðgerðar. Voru því Vestmannaeyingar án þjónustu Her- jólfs í nær sex vikur og olli það ýmsum vandræðum, ekki síst þar sem hvítasunnuhelgin var á þeim tíma. Fagranesið var fengið til að bæta úr brýnustu þörfmni en á þessum tíma kom berlega í ljós hve veigamiklu hlutverki Herjólfur gegnir í sam- göngumálum Vestmannaeyinga. Þá er nokkuð Ijóst að rekstur Herjólfs verður boðinn út á þessu ári. Heima- menn hafa af því áhyggjur og óttast að ekki verði tekið tillit til þarfa byggð- arlagsins, færi svo að nýir aðilar tækju við rekstrinum. Samgönguráðherra hefur hins vegar staðhæft að engar breytingar verði gerðar á þjónustunni hver svo sem sjái um rekstur skipsins. Gleðitíðindi ársins Hugur í útgerðarmönnum Útgerð Hugins VE ákvað að ráðast í kaup á nýju skipi og var ákveðið að það yrði smíðað í Chile. Og fleiri fylgdu á eftir. Tvær útgerðir ákváðu að fara út í nýsmíði, annars vegar útgerð Ofeigs sem gekk frá samn- ingum um smíði á fiskiskipi í Kína og svo Sæhamarsmenn sem sömuleiðis láta smfða fyrir sig í Kína. I báðum tilvikum er horft til túnfiskveiða sem eru vaxtarbroddur í íslenskri úlgerð. Þá endumýjaði Gullbergsútgerðin skip sitt, keypti vel búið llskiskip frá Noregi. Vestmannaeyjabær í 3. sæti Tímaritið Vísbending gefur sveitar- félögum á hverju ári einkunn sem tekur mið af ijárhagsstöðu þeirra. Og að þessu sinni fengu Vestmannaeyjar þriðju hæstu einkunnina eða 6,1. Arið áður voru Vestmannaeyjar í 5. sæti með einkunnina 6,4 og þrátt fyrir lækkun á einkunn upp á 0,3, þá Fistin í öndvegi Líklega hefur aldrei árað jafnvel listalega séð í Vestmannaeyjum og á árinu 1999. Islandsbanki og Eimskip studdu myndarlega við bakið á lista- mönnum sem hingað komu og héldu listsýningar í sal Listaskólans þar sem áður var til húsa Ahaldahús Vest- mannaeyja og síðar Vélskólinn. Þá var hleypt af stokkunum viðamiklu verkefni þar sem Ijöldi myndhöggvara kom við sögu, bæði íslenskir og erlendir. Það verkefni nefndist Hraun og menn og setti svip á bæjarlífið yfir sumarið þótt skiptar væru skoðanir fólks um ágæti allra þeirra verka er þar litu dagsins ljós. Fjöldi mynd- listarmanna sýndi einnig verk sín í öðrum húsum og hafa líklega aldrei fleiri sýnt verk sín í Vestmannaeyjum en áþessu ári. Þá stóð tónlistarlíf með blóma, heimafólk með sína árlegu tónleika auk þess sem aðkomulistamenn sóttu okkur heim. Líklega var hápunkturinn þegar sá kunni bassaleikari Nils Henning Örsted Pedersen hélt hér tónleika ásamt hljómsveit sinni íjúní. Eflaust mætti tína fleira til í þennan sarp gleði og vonbrigða en þetta verður látið nægja með ósk um fleiri gleðilegar fréttir á nýhöfnu ári. Sigurg. Gleði og sorg á nýliðnu ári

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.