Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. janúar 2000 Fréthr n Kynningarfundur um CEEWIT tölvunám fyrir konur: r Ahuginn reyndist mjög mikill Fundur þessi var haldinn í Rannsóknasetrinu þriðjudaginn 28. fyrra mánaðar og var mjög vel sóttur en 45 konur voru þarna komnar til að fá upplýsingar um CEEWIT tölvunám. Byrjað var á því að bjóða konurnar velkomnar og lýst yfir ánægju með frábæra mætingu og síðan tók við kynning á CEEWIT verkefninu og hug- myndafræðinni á bak við það. Evrópskt verkefni CEEWIT er samevrópskt verkefni fjögurra þjóða sem varð til eftir að rannsókn sem var gerð hér á landi leiddi í ljós gríðarlegan mun milli kynja á tækniþekkingu en þar voru stúlkur langt á eftir drengjum. Eitt leiddi af öðm og í frekari rannsókn kom það í ljós að ófaglærðar konur í dreifbýli voru verst settar hvað þetta varðar. Því var gripið til þess ráðs í samstarfi við Irland, Noreg og Slóvakíu að leita eftir evrópskum styrkjum í þetta verkefni. Það hefur gengið hálf erfíðlega en Landssíminn hefur stutt þetta verkefni veglega hér á landi. Nú er námsefnið tilbúið og verið er að Ijúka við þýðingu á því yfir á íslensku. Þáttur í að stemma stigu við landsbyggðarflóttanum Hugmyndafræðin á bak við CEEWIT verkefnið er að gefa konum tækifæri á að öðlast þekkingu á tölvur og Intemet óháð búsetu, þjóðfélagslegri stöðu og menntunarlegum bakgrunni. Þetta gæti orðið einn stærsti þátturinn í að stemma stigu við landsbyggðar- flóttanum. Markmið CEEWIT er að stuðla að auknu sjálfstæði kvenna með því að gera þeim kleift að leita sér að þekkingu, fræðslu og jafnvel menntun á Intemetinu. óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Eftir námskeiðið eiga þær að hafa öðlast það mikið sjálfs- traust að þær þori og geti leitað sér að þeim upplýsingum sem þær hafa áhuga á og náð þannig að bijótast út úr því fari sem þær em fastar í. Ohefðbundið tölvunám Eitt það mikilvægasta og sérstaka við þetta námskeið er hlutverk kennarans. Hans hlutverk er ekki að standa upp við töflu eða myndvarpa og hella upplýsingum yfir þátttakendur, mata þá á námsefni, heldur er hann til aðstoðar. Námið byggist upp á sam- vinnunámi þ.e. þátttakendur vinna saman að verkefnum og eiga að þreifa sig áfram og læra hver á sínum hraða. Kennarinn einblínir á hæfileika hvers nemanda, aðstoðar, leiðir þá áfram og hvetur þá til að þreifa sig áfram af sjálfsdáðun bæði í tímum og heima. Hvetur þá til að bera ábyrgð á eigin námi. Námsefnið verður allt á Inter- netinu og því ólíkt flestum hefð- bundnum námskeiðum þar sem kennslan fer fram með hjálp náms- gagna í rituðu máli. Leið til áframhaldandi fjamáms CEEWIT vill gera öllum konum kleift FUNDURINN var mjög vel sóttur. GUÐRÚN K. Sigurgeirsdóttir útskýrir fyrir konunum hvað er í boði. að sjá hvaða möguleika Intemetið getur haft til þekkingaröflunar, óháð íjárhagsstöðu þeirra. Sýna fram á notagildi þess og möguleika t.d. til íjamáms. Með þessu námskeiði vill CEEWIT auka og efla sjálfstæði þess- ara kvenna til að geta farið af sjálfsdáðun í frekara nám, lært eitt- hvað sem þær hafa sérstakan áhuga á. Með auknu sjálfstæði eiga þessar konur að öðlast aukið sjálfsöryggi. Þetta námskeið er því aðallega ætlað fyrir ófaglærðar konur sem hafa litla sem enga tölvuþekkingu, eru í erfiðari stöðu og eiga þess ekki kost að sækja almenn og oft dýr tölvunámskeið en vilja gjaman brjótast úr því umhverfi sem þær em fastar í og hafa mikinn áhuga á að nýta sér þetta námskeið til frekara fjarnáms. Arangur verkefnis- ins er að nokkm leyti fólginn í því hve margir þátttakenda halda áfram í einhvers konar námi. CEEWIT nám- skeiðið er því ekki ætlað konum sem hyggjast eingöngu ætla að auka fæmi sína í ákveðnum forritum eða stýrikerfum en þar ættu hefðbundin tölvunámskeið að henta betur. Tilraunahópur niðurgreiddur Nú var framkvæmdin við námskeiðið betur kynnt en það verður um 40 stundir eða 13 skipti, 3 klst. í einu og það verður kennt einu sinni í viku. Öll kennsla fer fram í Athafnaverinu og verður þátttakendum frjálst að sækja þangað fyrir utan kennslustundir t.d. til að vinna að heimaverkefnum svo framarlega sem tölvumar em ekki í notkun. Kostnaðurinn er talsverður af þessu íyrsta tilraunaverkefni og til að gefa öllum jafnan kost á að sækja námskeiðið þá þurfa þáttakendur í tilraunahópnum eingöngu að greiða kr. 10 þúsund Það sem upp á vantar verður greitt niður með styrkjum. Að lokum var umsóknin, sem konumar fengu í hendurnar eftir fundinn, kynnt á glæm og útskýrt eftir hverju verið væri að leita. Þær þurfa að sækja skriflega um að komast í tilraunahópinn og í væntanlega hópa sem munu fara af stað eitthvað síðar og kosta þá eitthvað meira. Þær gátu skilað inn umsókninni strax að fundi loknum eða til ritara Rannsókna- setursins iyrir 8. janúar 1999. LOKAORÐ Þessi fundur þótti takast ágætlega og fóm konumar talsvert betur upplýstar um tilgang og fyrirkomulag þessa sérstaka tölvunámskeiðs. Reiknað er með að það verði mikil eftirsókn í að komast að á þessu námskeiði en þá má geta þess að reiknað er með að þetta verði ekki einstakt námskeið heldur að það verði haldið aftur seinna meir og þá jafnvel fyrir aðra afmarkaða hópa eins og t.d. aldraða sem hefðu gaman af því að komast í samband við tölvuheiminn og síðan þyrfti að finna leið til að auka áhuga stúlkna á tölvum. Páll Marvin Jónsson, Athaftiavermu og Guörún Kr. Sigurgeirsdóttir, kennari. Bjarki Brynjarsson skrifar: íslenski hluta- bréfamarkaðurinn Mikil bjartsýni hefur verið með- al Ijárfesta á inn- lenda hlutabréfa- markaðnum á þessu ári. Velta hefur aldrei verið meiri og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 45% frá áramótum. Mestar hækkanir hafa verið innan upplýsingatækni, olíudreifingar, íjármála og trygginga. Mestar hækkanir á einstökum fé- lögum hafa verið allt upp í 300%! Þrátt fyrir að aukinna þenslumerkja hafi orðið vart á undanfömu ári og líku á verðbólguaukningu í upphafi árs, ríkir enn bjartsýni á hluta- bréfamarkaðinum. Almenningur lét vel til sín taka í nýloknum hlutaíjár- útboðum Landsbanka og Búnaðar- banka auk þess sem íjárfestar buðu talsvert hærra en Iágmarksgengi kvað á um í tilboðshluta útboðsins. Lands- bankinn var seldur til einstaklinga á genginu 3,8 en stendur nú í 4,49 og Búnaðarbankinn var seldur á 4,1 en stendur nú í 4,85. Ljóst er að íjárfestar veðja á sameiningar innan banka- kerfisins með aukinni hagræðingu og enn betri afkomu. Ahrif óhagstæðrar þróunar í efna- hagslífinu að undanfömu gæti sett mark sitt á þróun hlutabréfaverðs í upphafi þessa árs. Verði verulegar launahækkanir í kjölfar komandi kjarasamninga gæti afkoma fyrirtækja versnað umtalsvert og leitt til lækkunar á hlutabréfamarkaði. í nýútkominni skýrslu frá greining- ardeild Kaupþings hf. er mælt með fjárfestingum f innlendum félögum sem ekki em mjög næm fyrir inn- lendri hagsveiflu. Þetta eru fyrirtæki sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á útflutningi, t.d. Marel og Össur. Ennfremur er gert ráð fyrir að tæknifyrirtækin eigi gott ár framundan ef ekki dregur vemlega úr fjár- festingum innlendra fyrirtækja í nýrri tækni fari að hægja á efnahagslífinu á næstu mánuðum. Þeir sem óttast lækkanir á innlenda hlutabréfamarkaðinum geta leitað til útlanda. Áfram virðast horfur fyrir bandarísk tæknifyrirtæki vera mjög góðar þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þeirra á þessu ári. Góðir fjárfest- ingarkostir finnast í stærri tækni- fyrirtækjunum þrátt fyrir að verð margra fyrirtækja sem enn ekki hafa skilað hagnaði virðist vera orðið all- hátt. I Evrópu virðast góðar horfur fyrir efnahagslegan bata á næsta ári og munu tæknifyrirtækin væntanlega einnig leiða hækkanir á hlutabréfa- mörkuðum í Evrópu. Þrátt fyrir miklar hækkanir á hluta- bréfamörkuðum á þessu ári virðist enn gæta bjartsýni bæði hér á landi og erlendis. Flest bendir því til að árið 2000 geti orðið gott ár fyrir fjárfesta bæði innanlands og erlendis. Bjarki A. Brynjarsson Forstöðumaður Kaupþings hf. á Suðurlandi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.