Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. janúar 2000
Fréttir
9
með hærri laun en konur, en af hverju
ættu þeir að fá hærri laun fyrir sömu
vinnu? Mér finnst það mjög ósann-
gjamt.“
Benedikt: Svör ykkar strákanna núna,
eru þau ekki lýsandi fyrir það að þið
séuð að verða undir og valtað verði
yfír karlmenn á nœstu tuttueu árum?
(Hlátur)
Gðmundur Ámi: „Það getur vel verið,
en mér finnst sjálfsagt að það sé
jafnrétti, það er óþarfi að níðast á fólki
og að karlar fái hærri laun fyrir sömu
störf. Mér finnst það ósanngjamt, eða
finnst þér það?“
Benedikt: Það þýðir ekkert að spyrja
mig að neinu héma?
Guðmundur Ami: „Ef ég væri kona
þætti mér þetta ekki sanngjamt."
Benedikt: Eiga karlmenn auðveldara
með að setja sig í spor kvenna núna,
en áður var. Eg spyr af því að þú
komst með þessa likingu - efég vœri
kona -?
Guðmundur Ámi: ,,Já ætli það ekki.“
Þórarinn: Eg veit náttúrulega ekkert
hvemig konur hugsa, þannig að ég get
ekki sett mig í spor þeirra, en þær þola
örugglega margt sem við þurfum ekki
að þola. En kannski þori ég ekki að
segja neitt mikið um þetta.“
Pólitísk meðvitund eða
meðvitunarleysi
Benedikt: En í sambandi við pólitík,
emð þið mjög meðvituð um pólitík og
pæliði í henni?
Guðmundur Ámi: „Nei ekki neitt og
hef ekki nýtt mér kosningaréttinn."
Guðlaug: „Eg hef kosið og tel mig
hafa sterka pólitíska sannfæringu."
Þórarinn: „Ég nýtti mér kosn-
ingaréttinn í fyrsta skiptið nú í vor og
ég vissi alveg hvað ég átti að kjósa.
Hins vegar held ég að ungt fólk og
pólitík eigi mjög lítið saman í dag.
Ungt fólk fylgist ekkert með í pólitík
og getur ekki myndað sér skoðanir. Ég
held að hér í Vestmannaeyjum séu til
dæmis Eyveijar að vinna gott starf, en
ég held að margir séu þar ekki vegna
pólitískra skoðana heldur bara til þess
að gera eitthvað.“
Guðmundur Ámi: „Svo er mjög sterkt
þetta með, - af því að mamma og
pabbi gera það
Guðbjörg: „Ég get ekki sagt það og
hef í raun engan tíma til að fylgjast
með pólitík og hef ekki mikinn áhuga
heldur. Ég fékk að kjósa í fyrsta skipti
í vor og nýtti mér það, en eins og
Gummi sagði held ég að foreldrar hafi
oft áhrif þegar ungt fólk er að kjósa í
fyrsta skipti. En mér fannst ég kjósa
rétt.“
Benedikt: Haldið þið að pólitískt
meðvitundarleysi, eða ómeðvitund sé
vont fyrir ungtfólk?
Guðbjörg: „Nei nei, það hafa allir
sínar skoðanir eða áhuga á pólitík,
annað hvort kynnir fólk sér það eða
sleppir því. Þetta er bara hluti af
áhugamálum hvers og eins. Fólk getur
verið hægri sinnað í dag og vinstri
sinnað á morgun, það fer bara eftir því
hvað hver flokkur býður.“
Guðmundur Ámi: „Mér finnst samt að
fólk eigi að mynda sér einhveijar
skoðanir á hlutunum.“
Guðbjörg: Eins og með öll þessi lof-
orð stjómmálamanna, þau mgla mann
og maður spyr sig hvort maður hafi
kosið rétt. Eiginlega fær maður ekki
að hugsa i friði. Pólitísk loforð enda
yfirleitt á því að verða svikin.“
Þórarinn: , Já, já. Ég vil að ungt fólk
pæli meira í pólitík, einhver verður að
stjóma í framtíðinni, þannig að von-
andi hefur einhver áhuga á pólitík."
Benedikt: Hyggurþú sjálfurá pólitík?
Þórarinn: „Það var nú sagt við mig um
daginn að ég ætti að verða þingmaður.
Ég gaf nú reyndar ekki mikið út á
það.“
Guðbjörg: „Ég held að hann ætti að
fara á þing. Hann er ekta týpan í þetta.
Hann er góður talsmaður og kemur
vel fram, og líka mjög skynsamur."
Benedikt: Þú átt ekki við að hann sé
efnilegur lygari?
Guðbjörg: „Nei ég er ekki að ýja að
því.“
Þórarinn: „Ég held að starf þing-
mannsins sé hundleiðinlegt. Ég hef
það á tilfinningunni."
Benedikt: Þú œtlar þá ekki að verða
Johnsen Vestmannaeyja framtíð-
arinnar?
Þórarinn: „Nei ég ætla ekki að verða
það.“
Guðmundur Ámi: „Þá verður hann að
fara að læra á gítar.“
(Mikill hlátur)
Þórarinn: ,Éig hef ekki hugsað mér að
verða þingmaður, þó veit maður aldrei
nema maður verði plataður út í þetta.“
Sjá tölvutæknina í jákvæðu
og neikvæðu fólki
Benedikt: Annað sem er einkenniþess
tíma sem ykkar kynslóð hefur gengið í
gegnum er tölvuvœðingin og upplýs-
ingatœknin, hvernig sjáið þið
framtíðina íþví Ijósp.
Þórarinn: „Þetta á örugglega eftir að
aukast í framtíðinni og maður er alltaf
að pæla í því hvort maður ætti ekki að
skella ser í tölvunarfræðina í Háskól-
anum. Ég held líka að þetta sé til góðs
innan vissra marka. Þegar tölvur fara
að taka störf fólks held ég að nei-
kvæðar hliðar tölvunnar komi betur í
ljós. Þetta er að einhveiju leyti farið að
ske, en ég held að menn verði að passa
sig á þessu.“
Guðlaug: „Auðvitað vildi maður
frekar hafa manneskju til þess að tala
við í stað þess að tala við einhvem
tölvukassa hjá stofnunum eða íyrir-
tækjum, en svo fær fólk trúlega vinnu
við að stjóma tölvunum.“
Guðmundur Ámi: „Það em margir
jákvæðir þættir í þessu, eins og með
tengsl sem fólk getur byggt upp í
gegnum Intemetið. Mér finnst hins
vegar að menn þyrftu að athuga hve
margir fara í töivunám á kostnað til
dæmis iðnnáms. Ég held til dæmis að
það séu ekki nema tveir til þrír sem
útskrifast á hverju ári sem múrarar í
Reykjavík. Kannski er ég síðasti mó-
híkaninn í þessari iðngrein, það er að
minnsta kosti nokkuð ljóst að tölvur
koma ekki til með að vinna múrverkið
í framtíðinni, að minnsta kosti er það
mjög hæpið.“
Guðbjörg: „Ég er sammála þeim.
Samfélagið hefur breyst gífurlega
síðan þessi tölvuþróun hófst og hún á
eftir að halda áfram. Þetta hefur góðar
og slæmar hliðar. Ég myndi til dæmis
vilja gefa mér meiri tíma til þess að
kunna eithvað á þetta.“
Benedikt: Hver eru áhugamál ykkar
og hvað gerið þið í frístundunum ef
þœr gefast?
Guðlaug: „Áhugamál mín? Það er
mikið flökkueðli í mér og ég tolli illa
heima hjá mér. Ég hef hins vegar ekki
ferðast nóg, en það er stefnan að gera
það. Hins vegar er ekki mikill frítími,
maður er alltaf að vinna og í skóla, en
jú maður fer og hittir vini sína og
annað fólk.“
Þórarinn: „Ég hef mjög mikinn áhuga
á íþróttum, þó að ég stundi þær ekki
sjálfur eins og er, þá fylgist ég mikið
með íþróttum í sjónvarpi og fer á
fótboltaleiki. Einnig vinn ég stundum
í sambandi við íþróttir, svo að mínar
frístundir fara að mestu í að fylgjast
með íþróttum og vera með vinum
mínum. Einu sinni hafði ég áhuga á
bflum, en ekki lengur.“
Guðbjörg: Ég errosalegur íþróttafíkill
og hef mikla þörf fyrir að hreyfa mig,
svo það gefst lítill tími fyrir áhugamál.
Ég spila með meistaraflokki og öðmm
flokki kvenna í handbolta og ef ég er
ekki á æfingum hér heima þá er ég á
æfingum í Reykjavík. Þess á milli er
þá gaman að hitta vini sína, hitta fólk
og gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef
að minnsta kosti engan tíma til þess að
hangsa, þá fer ég heldur í vinnu.“
Guðmundur Ámi: „Ég er bara hraða-
fíkill. Ég tek alltaf þátt í kvartmflunni,
bæði á mótorhjólum og bflum. Á
vetuma er ég að dútla við að taka
hjólið í sundur, breyta og setja saman
aftur.“
Trúin á guð er til staðar
Benedikt: Eruð þið trúuð?
Guðbjörg: „Ég trúi alveg á guð, en ég
er ekkert þvflíkur trúmaður og fer ekki
alltaf í kirkju á sunnudögum, þó ég
vildi gjaman gera meira af því. Það
gefst bara lítill tími fyrir það. Mér
finnst hins vegar mjög gott að fara í
kirkju á jólunum. Það fylgir því vel-
líðan og maður veit að þá er maður í
návist guðs, en að sumu leyti fer þetta
ekki saman, það að vera trúaður og
vera kirkjurækinn."
Þórarinn: „Ég er ekki mjög trúaður, en
trúi þó á tilvist guðs. Ég fer hins vegar
ekki mikið í kirkju.“
Guðlaug: „Ég trúi á guð, en fer mjög
sjaldan í kirkju og gef mér engan tíma
fyrir trúna núna. Ég veit ekki af
hverju, þetta er bara svona. Ég held
hins vegar að trú ungs fólks á guð hafi
ekkert minnkað. Ég hef hins vegar
ekki alist upp við að sækja mikið
kirkju og maður heldur í það.“
Þórarinn: „Þegar ég hef farið í kirkju
þá er meirihlutinn eldra fólk, maður
sér ekki mikið af ungu fólki þar og ég
held að kirkjusókn eigi ekki eftir að
aukast í framtíðinni. Þetta hlýtur að
minnka, ég trúi bara ekki öðru.“
Guðmundur Ámi. „Ég fer nú bara
aldrei í kirkju, nema kannski á jólum.
Ég bara teysti á sjálfan mig, læt það
duga. Maður náttúrlega trúir á guð,
það er einhver ímyndun þama.“
Benedikt: ímyndun?
Guðmundur Ámi: ,Já.“
Benedikt: Er einhver ógn í tilverunni
sem þið hafið áhyggjur af í fram-
tíðinni?
Guðmundur Ámi: „Það er kannski
mengunin og þynning ósonlagsins.
Einnig kjamorkusprengjumar sem til
em. Þó maður hugsi ekki daglega um
það, þó hefur maður áhyggjur af vax-
andi mengun.“
Guðlaug: „Ég hef nú ekki áhyggjur af
neinu sérstöku og óttast voða lítið."
Þórarinn: „Ottast maður ekki bara
heimsendi. Nei ég veit ekki, var ekki
Nostradamus að spá honum fljótlega.
Ég lenti í umræðum um þetta í gær.“
Benedikt: Það hafa verið miklar
umrœður hjá þér í gœr?
Þórarinn:, já, en jú maður óttast nátt-
úrulega mengun, svo óttaðist ég 2000
vandann. Til dæmis varðandi kjam-
orkuverin í Rússlandi. Ég hugsa samt
ekkert um þetta daglega. Osonlagið
eyðist náttúmlega, en þegar það er
búið er ég náttúmlega löngu dauður.
Maður óttast líka stríð, sem ömgglega
eiga eftir að verða í framtíðinni, ég er
viss um það. Ég er ekkert kvíðinn fyrir
þessu.“
Guðbjörg: „Ég er sammála því sem
Þórarinn var að segja. Reyndar er ein
vinkona mín sem alltaf er að hræða
mig með heimsendi, þannig að maður
fer að hugsa um þetta. Ég skil hins
vegar ekki alveg hvemig heimsendir
eigi að geta orðið. Hins vegar er orðin
gífurleg mengun í heiminum. Ég fann
það til dæmis þegar ég fór til Kína í
sumar, loftslagið þar er gjörólíkt, það
var erfitt að anda þar vegna mengunar.
Tíminn leiðir þetta bara í ljós.“
Unga fólkið og eiturlyfin
Benedikt: Eg átti kannski von á því að
þið mynduð nefna eiturlyf, veldur sú
þróun engum ugg hjá ykkur?
Guðbjörg: „Ég var að hugsa um að
nefna það. Það er rosalega margt fólk
í kringum mann sem er í þessu og
maður heyrir að þetta er að aukast og
á eftir að hafa slæm áhrif.“
Þórarinn: „Ég óttast þetta ekkert
þannig. Er ekki löggan alltaf með hert
eftirlit. Ungt fólk á eftir að verða í dópi
og maður hefur séð það fara illa á því,
en ég hef ekki miklar áhyggjur af því í
framtíðinni. Fólk á hins vegar eftir að
átta sig á því að það er ekkert sniðugt
að vera í þessu.“
Guðbjörg: „Það verður ekkert aftur
snúið þegar fólk er byrjað í þessu ef
fólk finnur það ekki hjá sjálfu sér að
hætta."
Guðmundur Ámi: „Það em samt
ótrúlega margir byrjaðir í þessu. Þegar
ég var síðast í Eyjum fyrir tveimur og
hálfu ári, heyrði maður varla um þetta.
Nú er þetta ekkert bundið við yngra
fólkið, heldur líka fólk sem komið er á
miðjan aldur.“
Guðlaug: „Auðvitað óttast maður
þetta. Það er kannski ekki nema einn
VIÐ hringborðið sátu ásamt blaðamanni, Guðbjörg, Þórarinn, Guðmundur Árni og Guðlaug
þriðji sem kemst upp. Kannski erþetta
bara meira áberandi núna vegna þess
að það er meira talað um þetta.
Kannski hefur þetta verið svona í
mörg ár án þess að maður hafi vitað af
því.“
Guðmundur Árni. „Samt held ég að
eins og við vomm að tala um áðan að
í svona lillu bæjarfélagi, ef þetta hefði
verið svona mikið þá hefði maður
vitað um það. Maður kemst ekki upp
með eitthvað svona í einhverja
mánuði, án þess að það vitnist."
Benedikt: Finnst ykkur heimurinn sem
þið búið í góður heimur og barn-
vœnn?
Þórarinn: „Já, já, það mætti samt
breyta samfélaginu. Mér finnst til
dæmis of mikill munur á milli ríkra og
fátækra. Það er ekkert góðæri hjá öll-
um eins og talað er um. Samt er
samfélagið á Islandi ágætt og á ekki
eftir að breytast, nema það komi ein-
hver kreppa. Heimurinn er ekkert
vondur.“
Guðbjörg: Mér finnst íslenskt sam-
félag tiltölulega gott og myndi ekkert
sleppa bameignum þess vegna. Það
eiga alltaf eftir að verða breytingar og
ekki hægt að sjá fram á það hvort
heimurinn verður góður eða slæmur.“
Guðlaug: „Ég er alveg sammála
Guðbjörgu og Island er held ég ágætur
staður til þess að ala upp böm. Én ég
er að tala um ísland, og ég er ekki eins
viss um heiminn. Ég myndi ekki vilja
eignast börn hvar sem er.“
Guðmundur Ámi: „Ég er alveg sam-
mála, en mér finnst svörtu hliðamar
vera fíkniefnin og auðvitað vildi
maður ekki að bömin sín lentu í slíku.
En ef maður hugsar alltaf neikvætt
gerir maður aldrei neitt.“
Benedikt: Þið eruð þá bjartsýnt ungt
fólk og hafið trú á framtíðinni?
Þórarinn:, Já, já, maður verður að vera
það, ef maður ætlar að ná langt í lífinu
verður maður að vera bjartsýnn. Mínir
vinirem bjartsýnir. Ég held hins vegar
að ungt fólk sé ekkert mikið að hugsa
um framtíðna. Ungt fólk vill bara
skemmta sér, hugsa sem minnst og
lifa á foreldrunum, en ef það hugsar
um framtíðina held ég að það sé oftast
bjartsýnt. Ég vona bara að ungt fólk
eigi glæsta framtíð og njóti lífsins."
Guðbjörg: „Verður maður ekki að
vera bjartsýnn og hress, og lifa lífinu.
Mér finnst fólk alltaf skemmtilegra ef
það er bjartsýnt og hefur gaman af
lífinu, og vona að flestir séu það.“
Guðmundur Árni: „Ef maður horfir
alltaf á það neikvæða, væri maður
einhvers staðar lokaður í pappakassa.
Hins vegar er allur gangur á því hjá
ungu fólki hvort það er bjartsýnt eða
ekki.“
Guðlaug: „Ég þekki að minnsta kosti
mjög fáa sem em svartsýnir og sjá
ekki björtu hliðarnar."
Benedikt: Þegar þið hafið heyrt í
hvort öðru héma íþessu spjalli, finnst
ykkur þá að þið eigið meira sam-
eiginlegt, en það sem sundrar ykkur?
Guðbjörg: „Já mér finnst við eiga
mjög margt sameiginlegt og gaman að
hitta fólk sem maður talar ekki að
staðaldri við.“
Þórarinn: „Já ég er sammála Guð-
björgu.
Guðlaug: ,Já mér heyrist það að við
séurn nokkuð sammála."
Guðmundur Ámi: „Já ég held að við
eigum meira sameiginlegt, þó að
trúlega geti það átt eftir að breytast."
Benedikt: Vœruð þið til í svona spjall
eftir 50 ár?
Guðmundur Ámi: ,Já maður er alltaf
opinn fyrir öllu og tilbúinn að skoða
eittvhað nýtt.“
Þórarinn: „Ef maður verður á Iífi og
heimurinn enn þá til.“
Guðlaug: ,Já,já.“
Guðbjörg: „Ég hugsa að það yrði
ógeðslega fyndið, en ég væri sko til í
það, alveg hiklaust.“
Þar með lauk spjallinu og við
ákváðum að hittast á Café Maríu eftir
fimmtíu ár, með þeim fyrirvara að allir
héldu heilsu og lífi og Café María
héldi að sjálfsögðu velli líka.