Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. febrúar 2000 Fréitir 9 Reykjavík, skólagöngu, sveitinni, komunni til Eyja og söngnum: gaman og við fómm á böll og svo fór maður líka á sjó á trillu og mér fannst þetta því mjög frjálst, og skemmtilegt líf í Eyjum. Svo var það náttúmlega góður plús við Gauja að hann málaði og hafði listrænar tilhneigingar. En hann var mjög óheppinn að því leyti að hann var alltaf að meiða sig og slasa og undir slíkum kringumstæðum hitti ég hann fyrst á Sjúkrahúsinu árið 1957“ Hólmfríður segir að Vestmanna- eyjar hafi verið algert ævintýri þegar hún kom þangað í fyrsta sinn. „Eg hafði verið alin upp í mjög vernduðu umhverfí og þekkti lítið til lífsins og hef oft sagt í gamni að ég hafi ekki orðið villingur fyrr en ég kom til Eyja. Þetta var svo allt öðmvísi líf. Ungt fólk héma var kannski flutt í ein- býlishús og átti allt til alls, enda vann það mjög mikið. En fólk hér var alveg sérdeilis gott og glatt, en þó að ég hafi alltaf verið með góðu fólki, þá var þetta fijálst fólk og einhvem veginn allt öðm vísi en maður átti að venjast. Maður eignaðist strax góða tengdaíjölskyldu, traustar vinkonur og var komin í saumaklúbb og ýmiss konar félagskap eins og kórstarfið en ég hef alltaf verið mikið fyrir að vera innan um fólk. Ég var líka mjög heppin og fór strax að vinna á Heilsu- gæslunni, eins og ég hef gert alla tíð síðan. Að vísu var ég á Sjúkrahúsinu þegar ég var nemi, en tók svo við af Unni Gígju, þegar hún fór í bameignarírí. Ég eignaðist syni mína tvo, Ola Tý 1963 og Ósvald Frey 1964 og byrjaði síðan að vinna árið 1967 á læknastofum í Amardrangi. Þar vann ég með Emi Bjamasyni lækni og fleiri góðum mönnum í sjö ár, en fluttist svo á nýju Heilsu- gæslustöðina, sem vígð var í sjúkrahúsinu 1971. Eftir gos var ég svo skólahjúkrunarkona í sjö ár. Árið 1980 tók ég við hjúkmnarforstjóra- stöðunni af Gígju, sem flutti úr bænum. Þessari stöðu gegndi ég til 1997. Við hjúkmnarffæðingar höfum það fram yfir aðrar stéttir (nema sjómenn) að mega hætta og fara á eftirlaun 60 ára gamlar. Ég var þá búin að fá yfir mig nóg af mikilli v'innu í 40 ár og greip því tækifærið. 3g var í fríi í eitt og hálft ár og naut íverrar mínútu. Þá breyttust aðstæð- tr og ég var tilbúin að byrja aftur í tálfu starfi.“ Hólmfríður segir að það skemmti- ega við að búa í svona litlu samfélagi •éu hin nánu kynni við flesta íbúana. ,Maður þekkir nánast alla, hefur ;omið inn á flest heimili og 'innustaði, sinnt bömunum frá æðingu og alla skólagönguna. Eldra ólkinu, sem ég vinn nú með á Iraunbúðum, hef ég fylgst með og ekkt flesta allan þennan tíma.“ Hólmfríður segir að hún hafi einnig lltaf ræktað vinkonur sínar í íeykjavík, þrátt fyrir að hafa flust til /estmannaeyja. „Við vomm þrjár 'inkonur sem vomm mikið saman frá >ví við vomm smástelpur. Þetta vom éra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og ísta Jónsdóttir sjúkraliði. Við fómm ;vo auðvitað í Verslunarskólann, af 3ví hann var hinu megin við götuna og pabbi Auðar Eir var skólastjóri þar. Við vomm alla tíð mjög samrýmdar og góðar vinkonur og hefur haldist alla tíð síðan, þá höfum við skólasystumar úr Hjúkrunarskólanum alltaf verið mjög samrýmdar. Fyrstu árin fór maður ekki oft til Reykjavíkur, enda langt að fara með Heijólfi fýrir Reykjanes, en það var nú svo merkilegt að sumar vinkonur mínar í Reykjavík höfðu kannski ekkert sést frá því ég hafði verið í Reykjavík síðast. Miklar breytingar á starfinu Hólmfríður segir að miklar breytingar hafi orðið á starfi hjúkmnarfræðinga á þessum ámm og að hún muni tímana tvenna í starfmu. „í gamla daga lá fólk inni kannski mánuðum og ámm saman, fólk var kannski í magakúrum í fleiri vikur upp á hrærð egg og rjóma. Fólk sem hafði farið í bakað- gerðir, þurfti kannski að liggja inni í hálft ár. Svo vom ný lyf að koma til sögunnar, eins og pensilín og skyld lyf.“ Hvemig stóð á því að þú lagðir fyrir þig hjúkmn, sér í lagi í ljósi þess að vera með próf frá Verslunar- skólanum? „Þetta er bara eins og með fleiri drauma sem ég átti. Móðursystir mín var reyndar hjúkmnarkona, en hún dó nú fermingarárið mitt svo ég þekkti hana því ekkert sem slíka, enda hún hætt sem hjúkrunarkona þegar ég man eftir henni. Ég var úti í Englandi þegar ég var fimmtán ára, sem au-pair og í þorpinu sem ég bjó í tók fjarskyld íslensk kona á móti mér. Ég kom þama á miðvikudegi og var svo hjá henni í mat á sunnudeginum. Þá fær hún heilablæðingu á meðan ég er þama og dó innan nokkurra klukku- tíma. Eg veit ekki hvort þetta atvik tengist hugsanlegum áhuga mínum á hjúkmn, eða hvort eitthvað slíkt vaknaði innra með mér þegar ég var að stumra yfir henni þama. En ég var í Englandi á þriðja mánuð að læra ensku sama árið og ég fór í þriðja bekk í Versló." Skelfingartímar Hólmfríður og Gaui upplifðu gos- nóttina eins og svo margir og segir Hólmfríður að það hafi verið skelfing- artímar. „Þófannst mér fólk almennt vera frekar rólegt, en ég man að ég hljóp í næstu hús til þess að vekja upp fólk, því að það vora ekki allir með síma. Einnig rifjaðist upp íyrir mér að mamma hafði einhvem tíma lent í bmna þegar hún var ung pg talaði oft um það sem hún missti. Ég var nú oft búin að hugsa um hverju ég myndi bjarga ef ég lenti í einhveiju svipuðu. Nú og það eina sem ég tók með mér var ljósmynd af henni ömmu minni Hólmfríði sem dó fermingarárið mitt, en var mér alla tíð mjög kær og einnig tók ég silfrið mitt sem við fengum í brúðkaupsgjöf. En í sambandi við gosið var það mjög ánægjulegt þegar fólk fór að flytja aftur til Eyja og maður varð vitni að þeirri bjartsýni sem einkenndi fólkið og upp- bygginguna.“ Éinnst þér þessi bjartsýni vera á undanhaldi? „Já, en það er allt öðm vísi. Mér finnst svartsýnin ekkert vera bundin við Vestmannaeyjar heldur þjóðina alla. Það er alltaf einhver eilífðar böl- móður og fólk allt of neikvætt. En auðvitað hefur samdráttur og atvinnu- leysi neikvæð áhrif og það er nú alltaf auðveldara að gera meira úr því nei- kvæða en þvf jákvæða. Fólk er ekki alltaf nógu ánægt með hlutskipti sitt og heldur að allt sé grænna hinum megin girðingar. Svo er þetta hugar- far sem er orðið svo ríkjandi að fólk vill ekki gera hlutina sjálft, heldur á alltaf einhver annar að gera þá.“ Söngurinn En hvað með áhugamálin, er það söngurinn? , Já ég myndi nú segja að sögnurinn hafí verið mitt stærsta áhugamál. Ég hef verið í kómm alveg frá því í bamaskóla að ég söng með Bamakór Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík undir stjóm Jóns Isleifssonar, þegar ég var tíu ára Ég veit svo sem ekkert hvemig líf mitt hefði orðið ef ekki hefði komið til söngurinn og kórastarfið Maður hefur upplifað svo margt skemmtilegt með þessu fólki, að það er eins og fjölskylda manns. Við höfum farið í margar ferðir, jafnt innan lands sem utan. Reyndar elskaði ég karlakóra og átti mér draum um að maðurinn minn yrði að syngja í karlakór, en Gaui hefur ekki tekið þátt í kórsöngnum. En til dæmis þegar Samkórinn setti upp Meyjaskemmuna og fór með til Færeyja á sínum tíma, þá bjó hann til leikmyndina og það allt saman. Svo að hann hefur nú eitthvað tengst þessu. Ég hef líka haft mikinn áhuga á ljósmyndum og hef tekið ótrúlegan fjölda mynda og kannski má segja að maður sé alin upp í því, vegna þess að Osvaldur Knudsen frændi minn og hans myndasmíð og kvikmyndir setti sterkan svip á fjölskylduna. Ég var þó ekkert í kvikmyndun heldur bara áhugamanneskja um að taka ljósmyndir og aldrei talið mig neitt flinka við það, Gaui hefur aftur tekið mikið af fínum myndum og framkallaði oft sjálfur hér áður fyrr. Hann var einnig að taka fréttamyndir héma fyrir sjónvarpið á ámm áður.“ Nú hefur Gaui alltaf verið mikill þjóðhátíðarmaður og starfað mikið í kringum þær, hefur þú smitast af þessum undirbúningi í kringum Þjóðhátíð í Eyjum? „Já, kjötsúpukona eins og frægt er orðið. Auðvitað var þetta stundum heilmikið vesen en oftast nær mjög gaman eins og í kringum strákana okkar og enn kemur fólk til okkar sem kemur bara í kringum Þjóðhátíð og strákana Ola Tý og Osvald, sem er reyndar nýfluttur heim aftur. En það er afskaplega gott að hafa þá og ljölskyldur þeirra héma.“ Ég er sátt Sérðu líf þitt hafa tekið einhveija aðra stefnu undir ólíkum kringumstæðum? „Maður hefur svo sem oft hugsað um það, en ég veit það ekki, sumt hefði kannski mátt fara öðm vísi en það fór. Ég er altént mjög sátt. Auðvitað höfum við gengið í gengum ýmsa erfiðleika eins og flestir, en maður reynir að láta það ekki hafa áhrif á sig. Og eins og ég sagði áðan er ég aftur byrjuð að vinna í hálfu starfi og er mjög ánægð með lífið og tilvemna." Benedikt Gestsson UNG og ástfangin, Gaui og Hólmfríður á trillu við Eyjar í blíðviðri 1957. HÓLMFRÍÐUR, árið 1957 framan við gamla sjúkrahúsið þar sem nú er Ráðhúsið. FJÖLSKYLDAN, Gaui, Ólafur Týr, Hólmfríður og Ósvaldur. i 111 ■ \ 1 í jBlpv' ' 11 / jflfiÉu JPSP5 " b -iJ á ■k BHmL % IV V' STJÓRN Kórs Landakirkju á 200 ára afmæli kirkjunnar 1982/1983. F.v. Ólafur Sveinbjömsson, Ásta Ólafsdóttir, Hallgrímur Þórðarson, Hólmfríður og Hjálmar Eiðsson. HÓLMFRÍÐUR með sonum og tengdadætrum, f.v. Jóhanna AI- freðsdóttir, Ólafur Týr, Hólmfríður, Sigrún Gylfadóttir og Ósvaldur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.