Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 3. febrúar 2000 Dónakvöld á Fjörunni: Tvíræð sjálfhneigð Bjarni Tryggva hélt tónleika og flutti spaug í sitjandi stellingum á nýinnréttuðum veitingastaðnum Fjörunni síðastliðinn laugardag. Bjarni Tryggva hefur lengi, eða í ein þrettán ár, flutt landsmönnum sýn sína á tilveruna í formi texta og laga og margt af því nokkuð neðan þindar, enda var yfirskrift kvöldsins „Dónakvöld með Bjarna Tryggva“. Brást Bjami ekki aðdáendum sínum og náði bæði áheyrendum og sjálfum sér á gott flug. Á tímabili leit þó út fyrir að veður myndi hamla för Eyjamanna á tónleikana, en eins og segir á fornum bókum styttir öll él upp um síðir. I stuttu spjalli sagði Bjami að hann væri ekki í fyrsta sinn í Eyjum og að margir Eyjamenn væru gagnkunnugir textagerð hans og flutningi. „Ég hef gert dálítið af því að endursemja þekkta texta við lög sem náð hafa vinsældum, en þó ekki eingöngu, því ég frumsem mikið sjálfur, bæði lög og texta.“ „Tvíræðni höfðar svo sterklega til manna,“ sagði Bjami. „Sérstaklega vegna þess að tvíræðnin gefur mönnun tækifæri til þess að vita meira en þeir halda og halda meira en þeir eiga innistæðu fyrir, þetta er svona leiftrandi náttúmsamband óskhyggju og hroka, að þessu getur fólk svo hlegið þegar það hugsar milli fótanna á sér.“ Annars sagði Bjarni að hann hefði nóg að gera þessa dagana og væri mikið á ferðinni. „Ég flaug hingað frá Stykkishólmi, en fer svo heim eftir þessa dagskrá í Eyjum. Annars finnst mér miklu betra að sitja í rútu og lesa, og láta aðra um að rýna út um framrúðumar og í sortann, ekki það að ég óttist að fljúga, það er líka hægt að lesa í flugvélum." Hann sagði að hann væri fullbókaður fram í apríl og að færri fengju en vildu. „Þetta er nú fjörugasti tíminn í þessum bransa, allir á þorrablótum og starfsemi hvers kyns átthagafélaga blómstrar þessa dagana. Þess á milli treð ég svo upp á pöbbum og sambærilegum samkomuhúsum g hugnast lífið all bærilega, enda er ég vakinn og sofinn í þessu meira og minna.“ Eins og góðra performera á þessu sviði er siður byggist svona uppákoma nokkuð af stemmningunni í salnum og hveming boðskapurinn fer í áheyrendur og verður ekki annað sagt en að Bjama sé nokkuð lagið að fá Tónleikar Peter Máté: Ungverskt hljómfall og íslenskar hljóðöldur Bjarni Tryggva útskýrir tvíræða sjálfhneigð við fádæma tvíræðar undirtektir gesta sem fjölmenntu eftir því sem veður skánaði. viðbrögð við flutningi sínum, enda lét hann ekkert ósparað við að ná áheyrendum í spjall, hann á sviðinu og áheyrendur í salnum. Kom þetta tvíræðninni í góðan gír og flugu „svívirðingamar“ á milli manna með ágætum, en þó allir ósárir að lokum eftir því sem næst verður komist. Það má kannski segja að fámennið í salnum hafi jafnvel opnað enn frekar fyrir gáttir neðanþindarsamskiptanna og dónaskaparins, því hver og einn fékk þeim mun persónulegri þjónustu og sumir jafnvel framhaldsþjónustu á meðan þöglari áheyrendur þurftu að nota sér sjálfhneigðina, sem blómstraði ekki síður en aðrar hneigðir þetta kvöld. Tékkneski píanóleikarinn Peter Máté hélt tónleika í safnaðarheimili Landakirkju síðastliðinn sunnudag að viðstöddu fámenni og þess aukin heldur góðmenni. Það var Menningarmálanefnd Vestmanna- eyja sem stóð fyrir tónleikunum en nefndin hefur gert samstarfs- samning við Félga íslenskra tónlistarmanna með styrk frá Menntamálaráðuneytinu um tón- leika á landsbyggðinni. Voru þetta fyrri tónleikar í Eyjum með þessu sniði, en seinni tónleikarnir munu verða síðar á árinu og þá með öðrum listamanni. Peter Máté er fæddur árið 1962. Hann nam við Tónlistarakademínua í Prag og hefur unnið til verðlauna fyrir píanóleik sinn. Peter hefur starfað á Islandi síðan 1990 og kennir nú við Tóniistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljóm- sveitum og verið þátttakandi í ýmsum kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir ungverska tónskáldið Béla Bartók og íslendinginn Mist Þorkelsdóttur, sem leikin voru fyrir hlé, en eftir hlé lék Peter verk eftir ungverska tónskáldið, píanó- snillinginn og kvennahjartabræðarann Franz Liszt. Þrátt fyrir þessa miklu ungversku síðdegisstund í safnaðar- heimilinu fór ekkert illa á því að hafa Mist, sem rímar og ágætlega á móti Liszt með þessum virtúósum tónmenntanna. Peter Máté er feikilega tekniskur píanóleikari og verk þau sem hann flutti talin kröfuhörð, hvað varðar hraða og snerpu, en hann fór líka vel með hið blæþrigðaríka og yfirborðslitríka verk Liszt, Gosbrunnar í Villa d’Este. Engu að síður mjög skemmtilegir tónleikar sem þakka ber, ekki á hverjum degi í Eyjum sem slfk tónlistarveisla er í þoði, leiðinlegt samt hversu fámennt var, þrátt fyrir að ekki kostaði eina einustu Eyjakrónu á tónleikana. Verðugt rannsóknarefni. Látið stelpurnar dekra við bílinn Á laugardaginn kemur, þann 5. febrúar mun meistaraflokkur kvenna í knattspymu bjóða fram krafta sína við þrif á bifreiðum Eyjamanna, jafnt utan sem innan. Kostnaður er í lágmarki, og óhætt að kalla kostakjör, enda féll bifreið biaðamanns fyrir tilboðinu, sem felur í sér tjöruhreinsun, þvott, bón, og fleira. í einu orði sagt dekurmeðferð í þæsta gæðaflokki. Stelpumar munu verð í Áhaldahúsinu frá kl 10.00 á laugardaginn og eitthvað fram eftir degi, eða í samræmi við eftirspum. Allar tekjur af þessu framtaki renna til styrkatar meistaraflokksins I---------------------------------------1 Sigurgeir Jónsson Af knattleikum Handboltamenn hafa verið í löngu fríi flestir hveijir, þ.e. þeir sem ekki vom valdir tii að spila í Króatíu með landsliðinu. Handbolti hefur ekki verið spilaður í úrvalsdeild karla síðan einhvem tíma á árinu sem leið en er nú byijaður á ný. Landsliðið okkar fór enga frægðarför til Króa- tíu eins og flestum mun kunnugt sem fylgjast með handbolta. Okkar menn lentu þar í 11. sæti af 12 mögulegum, töpuðu öllunt sínum leikjum nema þeim síðasta. Raunar töpuðust sumir með litlum mun en um það er jafnan ekki spurt, það er sigur sem máli skiptir. Sérfræðingar í boltaíþróttum hafa undanfama daga velt því fyrir sér þvemig í ósköpunum geti á því staðið að liðið skuli ekki hafa náð betri árangri. Flestum ber saman um að liðið hafí bara ekki verið betra en þetta og þarf reyndar enga sérfræðinga til að komast að þeirri niðurstöðu. í handbolta gilda nefnilega sömu gmndvallarreglur og í öðrum íþróttum og keppnum. Liðið sem tapar er venjulega lakara en hitt sem hrósar sigri. Við því er bara ekkert að segja. Þau lið sem Islendingar öttu kappi við úti í Króatíu, vom einfaldlega betri og röðin varð eftir því. Auðvitað er súrt í broti að komast ekki áfram en við það verðum við bara að sætta okkur. íslenskir handboltamenn eiga ekki erindi á Ólympíuleika að þessu sinni, til þess em þeir bara ekki nógu góðir, náðu ekki lágmörkum eins og sagt er. Skrifari sér enga ástæðu til þess að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir ófarir handboltamanna okkar ytra. Eitt af einkennum góðra íþrótta- manna er að kunna að taka tapi jafnt sem sigri. Það er ekki öllum gefið en bæði landsliðs- mennimir okkar og þjálfarinn hafa sjálfir sagt að þeir séu bara ekki þetri en þetta. Þau ummæli vom eitt af því fáa sem gladdi skrifara eítir þessa Króatíuferð. Menn vom ekkert að afsaka sig með slæmum aðbúnaði eða vondum og vilhöll- um dómurum. „Við vomm bara ekki betri en þetta,“ sagði fyrirliðinn og þótti skrifara vel að orði komist. Þetta heitir að játa sig sigraða án þess að því fylgi nokkur niðurlæging. fþrótta- menn sem þannig hugsa hafa allt að vinna, þ.e. að vinna að því að verða betri í sinni íþrótt. Vonandi verða okkar menn það á næsta stórmóti. Það mátti skilja á þjálfara liðsins að undir- búningur fyrir mót sem þessi væri erfiður vegna auraleysis. Það er vandamál sem herjar á fleiri íþróttagreinar en handbolta. Skrifari þekkir enga íþróttagrein á Islandi sem veður f peningum. Fótboltamenn, golfleikarar og boxarar úti í heimi vita margir hverjir ekki aura sinna tal en þeirra heimur er allt annar en íþróttamanna á íslandi og verður líklega enn um sinn. Handboltaíþróttin á nefnilega heldur undir högg að sækja, ekki bara á Islandi heldur á heimsvísu líka. Þessi íþrótt er ekki mikið stunduð utan Evrópu og önnur innanhúss- boltaíþrótt, körfuboltinn, er miklu vinsælli á heimsvísu. Á íslandi gætir þessa líka. Körfubolti er í sókn hér, oft á kostnað hand- boltans. I minni byggðarlögum er ekki pláss bæði fyrir handbolta og körfubolta, önnur hvor íþróttin hefur betur og hin lognast út af. Það er út af fyrir sig athugunarefni hvar handbolti er stundaður á landinu í dag. Hann er t.d. ekki stundaður þegar kemur suður fyrir Hafnarfjörð, þá er körfuboltinn alls ráðandi. Þegar kemur út fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið er í raun aðeins hægt að tala um tvö byggðarlög þar sem handbolti er stundaður að einhverju marki, Akureyri og Vestmannaeyjar. Ekki treystir skrifari sér til að spá fyrir um þróun f boltaíþróttum framtíðarinnar. Hitt er ljóst að góð frammistaða okkar manna á stórmótum ytra hefur oft ýtt undir vinsældir viðkomandi íþróttar. Utkoman í Króatíu verður líklega ekki til að lyfta undir handboltann hér á landi. Því miður. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.