Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 3. febrúar 2000 SrT " »1 1 A K ■ 2Í1 FJÖLSKYLDA Sævalds Pálssonar og Svövu Friðgeirsdóttur saman komin í borðsalnum á Berg. MARGIR samglöddust Sævald og fjölskyldu þegar Bergur kom. Birkir Agnarsson framkvæmdastjóri Netagerðar Ingólfs færir Sævaldi blóm. NÝ aðalvél er af gerðinni Caterpillar, 5500 hestöfl. Hekla er með umboð fyrir Caterpillar hér á landi og hér er Sævald ásamt Sigfúsi Sigfússyni, framkvæmdastjóra Heklu í vélarrúmi Bergs. Bergur VE kom til Eyja síðdegis sl. fimmtudag. Skipið hefur verið í Póllandi síðan í ágúst á síðasta ári þar sem lokahönd var lögð á stór- felldar endurbætur á því. Raunar eru endurbæturnar svo stórfelldar að miklu nær er að tala um nýtt skip í því sambandi þar sem nánast ekkert er eftir af neinu sem var í gamla Berg. Ný aðalvél var sett í skipið, ásamt gír og skrúfubúnaði, ný hliðarskrúfa og nýtt spilkerfi. Allar mannaíbúðir voru endumýjaðar. Þá var afturlestin lengd um þrjá metra og eykur það burðargetuna um 100 tonn þannig að reiknað er með að Bergur geti borið um 1300 tonn af loðnu eftir þessar breytingar. Helsta útlitsbreytingin er sú að ný brú var sett á skipið. Gamla brúin var í litlu samræmi við hinn nýja og stóra skrokk en með nýju brúnni er Bergur orðinn einkar glæsilegur útlits. Elías Geir Sævaldsson, sem sigldi skipinu heim, sagði að þeir hefðu fengið gott veður að Færeyjum en síðasta spölinn hefðu þeir fengið brælu beint í nefið, allt upp í 30 m vind. Það hefði seinkað komunni til Eyja því að slá hefði þurft af ferðinni vegna brælunnar. Annars hefði heim- ferðin gengið að óskum og allt virkað eins og til er ætlast. „Það var út af íyrir sig allt í lagi að fá smábrælu til að sjá hvemig hann er við slíkar að- stæður. Og ég var mjög ánægður með hreyfingamar á honum, hann er góður í sjó og hefur, að ég held, í engu misst af þeirri sjóhæfni sem hann hafði," sagði Elías Geir. Sfðustu daga hefur verið unnið við ýmislegt smávegis um borð, hefð- bundin skoðun hefur farið fram en skipið er klárt til að halda til loðnu- veiða um leið og einhveijar aflafréttir berast af miðunum. Fátt sem minnir á Magnús NK Það er ekkert sem minnir á að hér sé á ferðinni skip sem upphaflega var smíðað á 7. áratugnum. Þegar Bergur fór í breytingar í Póllandi fyrir þremur árum hafði skipið gengið í gegnum ýmsar breytingar. Upphaflega hét hann Magnús NK og hafði verið lengdur og byggt yfir hann eins og algengt var um skip frá þessum tíma. Þegar útgerð Bergs ákveður að stækka er farin sú leið að byggja nýtt skip utan um það gamla til að komast hjá ákvæðum um tonn á móti tonni. Þessi leið útgerðarinnar hefur heppnast frábærlega, því Bergur er nýtt skip og ekkert sem minnir á Magnús NK. Pólverjum hefur farið mikið fram í allri smíði innanstokks. Sést það vel í brú skipsins og íbúðum áhafnar. Skráning á Alfa-námskeiðið stendur yfir Alfa-námskeið í Landakirkju leitar svara við grund- vallarspumingum lífsins. Alfa er ódýrt, skemmtilegt og lífbreytandi 10 vikna námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. febrúar, stendur írá kl. 19-21, og verður vikulega. Hver stund hefst með léttum málsverði, síðan fræðsla og fyrirspumir, endað er með góðri stund uppi í kirkju. Kennarar verða prestar Landakirkju. Þessi námskeið hafa hlotið lof víða um landið og opnað fólki nýja sýn. Skráning stendur yfir, í safnaðarheimili Landakirkju í s: 481 2916. Takmarkaður íjöldi þátttakenda. Fyrstir koma, íyrstir fá. Með blcssunaróskum, Sr. Bára Friðriksdóttir. Heilbrigt líf á árs- hátíð Hamarsskóla NEMENDUR fjölmenntu á árshátíðina. Síðastliðinn fimmtudag var haldin árshátíð nemenda Hamarsskóla. Arshátíðin var undanfari þemadaga, hvar lagt var upp með einkunnarorðin: Heilbrigt líf. Voru þá fengnir fyrirlesarar til að kynna nemendum hina ýmsu fleti heilbrigðs lífs. Má þar nefna lækni, hjúkrunarfræðing og prest. Einnig fengu nemendur einn útivistardag, þar sem náttúrunnar var notið. Árshátíðin er að venju hápunktur slíkra þemadaga og var engin undantekning að þessu sinni og höfðu nemendur lagt mikið í skreytingar skólans, þar sem ýmislegt tengt sjötta áratugnum og hippatímanum bar hæst, en þann áratug að öðrum áratugum ólöstuðum var ungt fólk mjög í uppreisn gagnvart viðteknum venjum samfélagsins. Er stundum sagt að einkunnarorð þessarar kynslóðar hafi verið ást, kynlíf og eiturlyf. Árshátíðin hefur fengið á sig hefðbundinn blæ í gegnum árin, þar sem nemendur snæða íjúffenga máltíð og njóta ýmissa skemmtiatriða sem nemendur útbúa. Flutt voru minni kennara og nemenda, leikþáttur var fluttur um dæmigerðan dag á kennarastofunni, myndbönd, sem nemendur höfðu gert, voru frumsýnd og að sjálfsögðu var svo sett upp tískusýning. Lauk svo árshátíðinni með diskóteki, hvar DJ Tryggvi „Moonshine“ Sæm bímaði diska og nemendur dönsuðu fram eftir kvöldi. Hér á síðunni má sjá nokkrar svipmyndir frá árshátíðinni og þeirri miklu gleði. ÞESSAR ungu dömur léku í myndbandi sem sýnt var á árshátíðinni. KRAKKARNIR settu upp leikþátt sem fjallaði um dæmigerðan dag á kennarastofunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.