Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 10. febrúar 2000 Drakk í mig fróðleikinn Ég ætla ekki aða þakka Jóa listó fyrrverandi vini mínum fyrir að skora á mig sem lestrarhest. Þetta verður gleypt en ekki gleymt. Ég skildi ekkert í því á fimmtudagsmorguninn þegar Ester kom stormandi inn í svefnherbergi kl 07.30 um morgun- inn, þreif Rapport og Höstler af náttborðinu og fleygði þeim í ruslið. En ég áttaði mig á því þegar ég fór að lesa Fréttir, að undan þessum annars ágætu blöðum komu þær bækur sem ég hafði verið að lesa um og eftir jólin. Fyrst má nefna bókina Með bros í bland eftir Magnús Óskarsson fyrr- verandi borgardómslögmann, fulla af kímni og skemmtilegum uppákomum frá hans yngri árum þegar hann var stúdent og sögur er hann var á síld á sumrin til að vinna sér inn fyrir skóla- gjöldum. Þá er nýfarin í lán hjá mér bók sem ég var að lesa og heitir hún Spell- virkjamir eftir Egil Egilsson, mjög skemmtileg bók. Nú einnig var ég að klára bókina Vetrarferðin, eftir Olaf Gunnarsson, og ijallar um ástandið og mannlífið á stríðsámnum í Vestur- bænum í Reykjavík, akkúrat á þeim tíma þegar ég var að alast upp á Brekkustígnum. Síðan var ég að lesa bók eftir Hákon Aðalsteinsson, sem mig minnir að heiti Glott í golu- kaldann. Einnig fletti ég upp Al- íslenskri fyndni og bestu bröndumm Svavars Gests og innan seilingar er bókin, Nokkur orð um kossa, afbrýði og ást. Síðan ætlaði ég að fara að lesa bókina, 19 holan, bók um golf sem Reynir bróðir gaf mér í afmælisgjöf, en þegar ég opnaði hana var grópaður viskípeli inn í hana, svo ég drakk hann. Þar með má segja að ég hafi drukkið síðustu bókina sem ég ætlaði að lesa og leika trúlega fáir það eftir mér. En þetta heitir að drekka í sig fróðleik í orðsins fyllstu merkingu. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvem eða hverja ég ætti að tilnefna sem næsta bókaorm. Menn hafa verið að hringja í mig og viljað hafa áhrif á það. Ég er að hugsa um að ríða út fyrir hrossahópinn og tilnefna Hartmann Ásgeirsson sem næsta bókaorm. Hann var að gera við tönn í mér um daginn og þegar ég opnaði munninn sagði hann: „Þetta er stærsta hola sem ég hef séð,“ og endurtók þetta þrisvar sinnum. Þá sagði ég við hann: „Það er nú óþarfi að vera endurtaka þetta í sífellu." ,,Ég er saklaus af því,“ svaraði hann. „Þetta er bergmálið í holunni." Eyðilagði sængina Fyrir skömmu voru vígðar nýjar kirkjuhurðir sem Kvenfélag Landakirkju hefur gefið kirkjunni. Hurðirnar prýða fagurlega útskornar myndir, gerðar af Sigurði Sigurðarsyni frá Vatnsdal en þær eru gerðar til minningar um afa og ömmu Sigurðar, séra Oddgeir og Önnu Guðmundsen á Ofanleiti. Sigurður er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Sigurður Sigurðarson. Fæðingardagur og ár? 22. júií 1928. Fæðingarstaður? Á þriðju hæðinni í Vatnsdal. Nú liggur 60 m hraun þar yfir. Fjölskylduhagir? Kvæntur Jóhönnu Friðriksdóttur. Við eigum fjögur börn og barnabörnin eru átta. Menntun og starf? Lærður húsamiður og skipasmiður. í dag er ég ellilífeyris- þegi og skurðarmaður. Laun? Lítil. Bifreið? Peugot 1994. Sparneytinn og góðurbíll. Helsti galli? Fljótfær Helsti kostur? Flólegheit. Reyndar verð ég snargeggjaður einu sinni á ári. Uppáhaldsmatur? Égermikill matmaður og þykir margt gott. En fátt jafnast á við gott hangikjöt. Versti matur? Ég held að það sé fýll. Mér fannst lyktin af honum alveg hroðaleg. Uppáhaldsdrykkur? Dags- daglega appelsínusafi. Rauðvín til hátíðabrigða. Uppáhaldstónlist? Mið- evrópsk klassík. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að ferðast og skoða fallegar byggingar og menningarstaði. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að gera skatt- skýrsluna. En ég er svo hepp- inn að ég kem því verki yfir á konuna og geri ekkert annað nú orðið en að skrifa undir. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Skella mér í hnattreisu. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Hann er núna sendiherra í Kanada og heitir Svavar Gestsson. Uppáhaldsíþróttamaður? Frændi minn, Guðni Davíð Stefánsson, Ólympíugullhafi. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Ég var í Alþýðubandalaginu hérá árum áður, meðan það var og hét en er nú félagi í Rauða krossinum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttirog fræðslumyndir. Sérstaklega gamalt íslenskt efni. Uppáhaldsbók? Sjálfstætt fólk stendur upp úr. Hvað meturþú mest í fari annarra? Skemmtilega framkomu og góðan húmor. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Belgingur og grobb. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ég hef komið víða en ekkert jafnast á við Vestmannaeyjar. Hve lengi hefurþú fengist við útskurðarlist? Frá þvíað ég var fjögurra eða fimm ára. Þetta kom fljótt í Ijós. Guðmundur frá Miðdal gaf mér leir og ég dundaði við hann uppi í rúmi og eyðilagði sængina. En þá var ég líka búinn að móta Jesúbarnið og Maríu ogýmislegt f fjárhúsinu í Betlehem. Ertu eitthvað lærður í þessum fræðum? Ekki beint. Enég hef kynnt mér bækur um útskurð og þær aðferðirsem eru notaðar. Eru fleiri verkefni þessu lík á döfinni? Þessa stundina er ég að bögglast við að gera styttu af Agli Skallagrímssyni þar sem hann erað reisa Noregskonungi níðstöng. Ég er búinn með hrosshausinn og er að byrja á Agli. Er kostnaðarsamt að koma sér upp tækjum til útskurðar? Nei, ætli góður búnaður kosti ekki um 30 þúsund. Getur hver sem er dundað sér við útskurð? Já, en efárangur á að nást þá verður teiknigeta að vera fyrirhendi. Eitthvað að lokum? Mér þykir vænt um Landakirkju og söfnuð hennar og þótti gaman að fá þetta verkefni. Mér finnst nokkuð skorta á í því að íslenskar kirkjur geti státað af sama glæsileika og margar kirkjur, t.d. í Evrópu, og úr því þarfaðbæta. Nýfæddfc estmannaeyingar ?cr Þann 8. ágúst eignuðust Helena Rut Sigurðardóttir og Gestur Magnússon son. Hann vó 15 merkur var 54 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Amsteinn Kári. Hann fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Þann 3.nóvember eignuðust Helga Barðadóttir og Gunnar Öm Ingólfsson, Þórarinssonar, son. Hann vó 14 merkur og var 53 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Hákon. Hann fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Ljósmóðir var Helga Harðardóttir. Drengur Drenqurj Þann 30. janúar eignuðust Marta Sigurjónsdóttir og Hermann Sigurjónsson son. Hann vó 17.5 merkur og var 56 cm að lengd. Með honum á myndinni er frænka h ans Ingibjörg Sigurjónsdóttir . Ljósmóðir var Valgerður Björg Ólafsdóttir. Á döfinni 4* 10. feb Aðalfundur Ránar 11. feb Partý á Fjörunni 11. feb Mfí. karla í handbolla IBV- Aflurelding kl 20.00 12. feb Sóldögg á Fjörunni 12. feb Þorrablót Sjóve 12. feb Mfí kvennna í handbolta ÍBV-ÍR kl. 13.30 13. feb 2. fí. kvenna í handbolta ÍBV-ÍR kl. 14.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.