Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 10. febrúar 2000 Tónleikar Yuri og Vadim: Afdalaberangur og harmónikkuheimurinn Yuri ogVadim Fjodorov í áhættuatriðinu mikla sem tókst eins og að drekka vatn eða segjum rauðvín. Þriðjudaginn 2. febrúar fengu Eyjamenn sérlega ánægjulega heimsókn, þegar hinir heimsþekktu rússnesku harmónikkutvíburar, Yuri og Vadim Fjodorov héldu tónlcika í sal Tónlistarskóla Vest- mannaeyja. Góð mæting var á tón- leikana og ber að kasta nokkru lofi á þá Eyjamenn sem sinntu þessu framtnki fyrir að leggja við hlustir, jafnt þeim sem stóðu að tón- leikunum og ekki síður þeim sem mættu, enda enginn svikinn af þessum snillingum nikkunnar. Efnisskrána byggðu þeir upp á ferðalagi um harmónikkuheiminn og komu víða við, allt frá Rússlandi með viðkomu í Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Argentínu. Lagavalið var því fjölbreytt, allt frá léttum völsum og polkum til þyngri og stundum dramatískra tangóa úr smiðju Astor Piozzolla. Undirritaður hefur ekki verið mikill unnandi harmókkiutónlistar, eins og hún hel'ur gjaman verið kynnt í harmónikkuþáttum Ríkisútvarpsins í gegnum tíðina. Fékk maður þá ævin- lega á tilfinninguna að harmónikku- tónlist væri bara fyrir gamalt fólk í torfbæjum sem sótti dansleiki í ein- stæðingsleg félagsheimili á berangri í afdölum. En á tónleikunum kom ber- sýnilega í ljós að nikkan hefur miklu meiri og ijölbreyttari möguleika en að túlka íslenskan útnárakúltúr; kreppta bændamenningu íslenska og síldar- planastemmningu. Hins vegarhef ég oft á tíðum getað unað mér við harmónikkutónlist að Ríkisútvarpinu slepptu, því nikkan hefur verið aðal í ýmsri þjóðlagatónlist og skemmst að skreppa yfir til frænda vorra Ira, einnig fóm framsæknir tónlistarmenn í rokkbransanum að brúka nikkuna í lögum sínum og breytti það að sjálfsögðu afstöðunni til þess gamal- gróna hljóðfæris. Um tæknilega kunnáttu Yuri og Vadims verður ekki farið mörgum orðum hér, en ljóst að yfirburðir þeina og kunnátta á hljóðfæri sín er með ólíkindum, kom einnig á óvart þegar Yuri tók upp munnhörpu sem hann lék á af ekki minni innlifun. Einnig voru þeir mjög skemmtilegir og fræðandi í kynningum sínum á milli laga og ekki síður þegar þeir útskýrðu hvernig „Veronikkumar" þeirra væm uppbyggðar og hvílík galdratæki þeir væm með á milli handanna. Það sem margir biðu eftir var hið klassíska áhættuatriði þegar Yuri setti glas með rauðvíni upp á nikku sína, batt fyrir augun og lék á nikkuna með miklum belghristingi. Var markmiðið að ekki slettist úr glasinu meðan hann spilaði. Lýsir það miklu næmi fyrir hljóðfærinu að geta haft slíka stjóm og vald á hljóðfærinu, að ekki sé minna sagt, enda var hver dropi innanglass í flutningi hans. Minnti þessi athöfn þó kannski öðmm þræði á sirkusatriði, en allt um það skapaði það eftirvæntingu og ekkert nema gott um það að segja, að brjóta aðeins upp dagskrána, með undarlegum uppátækjum. Benedikt Gestsson NýfÆddir________ * Vestmannaeyingar Þann 23. desember eignuðust Helga Hauksdóttir og Hafþór Þorleifsson dóttur. Hún vó 16 merkur og var 52 cm að lengd. Hún hefur fengið heitið Urður. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Ljósmóðir var Laufey Ó. Hilmarsdóttir. Fjölskyldan býr í Garðabæ. Þann 9. nóvember eignuðust Þómnn Andrésdóttir og Rúnar Ingvarsson dóttur. Hún vó 12 merkur og var 49 cm að lengd. Hún hefur verið skírð Sigríður Inga. Hún fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þann 18. desember eignuðust Karitas Þórisdóttir og Gunnar Þór Bjamason dóttur. Hún vó 15 merkur og var 53 cm að lengd. Hún hefur verið skírð Selma og með henni á myndinni er frændi hennar Benóný Þórisson. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Fjölskyldan býr í Árósum Af jarðgöngum Eitt helsta málið sem snýr að Vestmannaeyjum þessa stundina, fyrir utan vandræði í fjármálum og uppbyggingu íþróttamannvirkja, er hvort ráðast eigi í að bora göng milli lands og Eyja. Þetta er raunar ekki nýtt af nálinni, lengi vel hafa menn látið sig dreyma um beina tengingu við meginlandið. Skrifara minnir að fyrir rúmum tíu árum haft Ámi Johnsen hreyft því á alþingi að kanna möguleika á jarðgöngum milli lands og Eyja. Það fékk ekki mikinn hljóm- grunn, gott ef menn hlógu bara ekki að þessari vitleysu, bæði innan þings og utan. Nú er Ámi ekki að því þekktur að láta hlæja að sér óum- beðið og ekki heldur aðgeföst upp, fái hann ein- hverja flugu í höfuðið. I fyrra tók hann sig til og flutti á ný þessa tillögu, nokkuð endurbætta. Og nú fór svo að enginn hló, a.m.k. ekki margir, og málið er komið á fulla ferð. Hér er einungis verið að kanna möguleikana og tæknilega séð á þetta að vera hægt enda hefur tækni í gerð jarðganga fleygt mjög fram á síðari ámm. Aftur á móti er það kostnaðarhliðin sem óneitanlega vefst fyrir mönnum. Hér er nefni- lega um að ræða tölur sem ekki hlaupa á milljónum eða hundruðum milljóna heldur milljörðum. Talið er að kostnaðurinn geti orðið um einn milljarður á hvem kílómetra og þegar um er að ræða göng sem em ríflega 20 kíló- metrar að lengd þá er auðvelt að reikna hvað svona fyrirtæki kostar. í bæjarfélagi, sem nýlega er búið að fá afkomuviðvörun vegna slæms fjárhags (það mun þýða á mæltu máli að vera með allt niður um sig) þætti því eðlilegast að sleppa því að hugsa um slíka framtíðar- drauma, a.m.k. á næstu misserum. En auðvitað er í lagi að láta sig dreyma og kannski er þessi draumur ekki svo fjarlægur þrátt fyrir allt. Kostnaður við gerðjarðganga fer lækkandi með hverju árinu sem líður, t.d. munu nýjustu jarðgöng Norðmanna vera komin niður fyrir hálfan milljarð hver kílómetri. Og sé hægt að sýna fram á að þetta sé hagkvæmt (eins og Hvalfjarðargöngin hafa gert) þá breytist málið nokkuð. Það er nefnilega ekki það sama að leggja almannafé í framkvæmdir sem ekki skila arði og að verja því til einhvers sem sannanlega skilar sér aftur. Ýmsir útreikningar benda til þess að göng milli lands og Eyja kæmu til með að borga sig. Ekki eru allir á eitt sáttir um þessar spekúlasjónir. Skrifari hefur heyrt margar úrtöluraddir, þar af nokkrar frá vitringum sem halda því fram af eigin hyggjuviti að ekki sé hægt að bora göng milli lands og Eyja og verði aldrei hægt. Slíkir vitringar hafa verið uppi allt frá því sögur hófust. T.d. var Kólumbus sérlega varaður við að reyna að sigla vestur um haf, það væri nefnilega ekki hægt. Brautryðjendur í flugi fengu sömu afgreiðslu, þetta væri ekki hægt. Og svo kom í ljós að þetta var alveg hægt. Önnur tegund spakvitringa hefur líka á orði að þetta sé með öllu óþarft, það sé alveg nógu gott að hafa daglegar ferðir með Herjólfí upp í Þorlákshöfn og flug þegar veður gefur. Við höfum ekkert við meira að gera. Svo er líka til enn ein tegundin sem sér einungis vonda hluti í nánari tengingu við meginlandið. Sá hópur taldi t.d. daglegar ferðir Herjólfs milli lands og Eyja eitthvert það versta sem konúð hefði fyrir menn- ingu Eyjamanna. Skrifari hefur oft haldið því fram að íhaldssemi sé dyggð en afturhaldssemi ódyggð. Skrifari vill nefnilega flokka það undir afturhaldssemi þegar menn vilja stoppa og segja: „Nú höfum við það svo gott að við höfum ekki við meira að gera, það er líka allt of dýrt.“ Hefði alltaf verið hlustað á þessar raddir væmm við sennilega enn að dorga á áraskipum og kveða rímur við kertaljós. Nú er skrifari kominn vel yfir miðjan aldur, seinni hálfleikur er hafinn hjá honum. Hann veit ekki hvort sér muni endast aldur og heilsa til að fara um göng upp á fastalandið. Það skiptir enda ekki máli. Hann er þess alveg fullviss að göng eiga eftir að koma á milli lands og Eyja. Spumingin er ekki hvort, heldur hvenær. P.s. Rétt svona af því að skrifari er áhugamaður um íslenskt mál. Það hefur stundum vafist fyrir fólki hvemig eigi að beygja orðið „göng,“ hvort tala eigi um gangagerð eða gangnagerð. Eignarfallið af göng er „ganga“ og því er rétt að tala um gangagerð. Aftur á móti tölum við um þá sem smala fé af fjalli sem „gangnamenn.“ Þeir fara nefnilega í göngur sem er allt annar handleggur en göng. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.