Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 10. febrúar 2000 Hringlar f tómum bæjarsjóði: Bæjarstjórn hefui Meira en níu af hverju -Um leið verður að fara í framkvæmdir við skóla og fráveituker Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitar- félaga, þar sem varað var við slæmri fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar, lá fyrir bæjarstjórn á fímmtudaginn. Fulltrúar Vestmannaeyjalistans segja bréfið áfellisdóm yfír fjármálastjórn meirihluta sjálfstæðismanna og gengu þeir svo langt að leggja fram tillögu um að bæjarstjóri yrði leystur frá störfum og leitað yrði að manni með þekkingu á fjármálastjórn í hans stað. Yrði meginhlutverk hans að gera tillögur um uppstokkun á fjármálastjórn bæjarfélagsins. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum sjálfstæðismanna gegn þremur atkvæðum Vestmannaeyjalistans. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri: Persónulegt Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segist líta á það sem persónulega árás á sig að Vestmannaeyjalistinn skuli nota bréf eftirlitsnefndar með fjármálum svcitarfélaga sem á- stæðu til að ráðast á sig. Um leið viðurkennir hann að fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé ekki nógu góð, en segir að einnig þurfi að skoða verk- efnastöðu og framkvæmdir en frá 1990 erum við búin að framkvæma fyrir tæpar 700 milljónir umfram skuldaaukningu. Þetta þarf allt að skoða í einu samhengi. Þá figgi fyrir að árið 1999 var bæjarsjóði erfitt vegna minni útsvarstekna en gert var ráð fyrir. Astæður þessa segir Guðjón miklar framkvæmdir á undanförnum árum, yfirtöku bæj- arins á grunnskólunum og málefn- um fatlaðra, fækkun íbúa og hátt þjónustustig þar sem liðlega níu af' hverjum tíu krónum fari í rekstur. Minni tekjur á síðasta ári segir Guðjón að megi rekja til aflabrests í uppsjávarflski, loðnu og síld, sem nemur um um 80 milljónum króna sé miðað við fjárhagsáætlun ársins 1999. Það segir Guðjón líka vera áminningu um að við búum við sveiflur í tekjum. Hefnd Ragnars „í kosningunum 1994 var ég í fram- boði sem bæjarstjóraefni sjálfstæðis- manna og Ragnari Óskarssyni var teflt fram sem bæjarstjóraefni Vestmanna- eyjalistans. Ragnar reið ekki feitum hesti frá þeim viðskiptum og síðan hefur verið pirringur hjá honum í minn garð,“ segir Guðjón um van- trauststillögu V-listans sem hann lýsir sem uppsöfnuðum pirringi hjá Ragn- ari sem var flutningsmaður tillög- unnar. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ragnar ákveður að fara þess leið. Á kjörtímabilinu 1990 til 1994 beindu vinstri menn spjótum sínum að Sigurði Einarrssyni og þar fór Ragnar í fylkingarbrjósti. Þar helguðu öll meðöl tilganginn og nú er röðin komin að mér. Það kórónaði svo framkomu þeirra um daginn þegar Þorgerður Jóhannsdóttir oddviti Vestmannaeyja- listans fer með hrein ósannandi á Stöð 2, annars vegar um að enginn bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi varið mig nema ég sjálfur. Tillaga V-lista manna var felld án nokkurra umræðna um hana. Síðan fer hún með rang- færslu upp á 129 milljónir er hún vitnar í fjárhagsáætlun og skuldaaukn- ingu bæjarsjóðs og hafnarsjóðs fyrir þetta fjárhagsár." Guðjón segir margt jákvætt í far- vatninu og nefnir hann í því sambandi uppbyggingu stafkirkjusvæðisins á Skansinum. hugsanlega byggingu íþróttasalar og menningarhúss í nýja hrauninu, endurskipulagningu mið- bæjarins, uppbyggingu og endur- byggingu hafnarmannvirkja svo eitt- hvað sé nefnt. „Einnig er unnið að því að fá ný fyrirtæki til Vestmannaeyja. Allt þetta virðist pirra minnihlutann töluvert og einu viðbrögð þeirra eru að ráðast á mína persónu með ýmsum óhróðri og ósannindum. Þó þetta hafi ekki mikil áhrif á mig þá má ekki gleyma þeim áhrifum sem óhróðurinn hefur á þá sem standa manni næst,“ segir Guðjón. Reyna að eyðileggja öll góð mál Um starf sitt sem bæjarstjóri segist Guðjón hafa gegnt því fráárinu 1990, alltaf af samviskusemi og í góðu samstarfi við íbúana. „Tillögur V-listamanna í atvinnu- og fjármálum hafa aldrei verið annað en sýndar- mennska og ég man ekki eftir að þau hafí lagt nokkuð til málanna sem að gagni gæti komið. Tillögumar hafa alla tíð byggst á því að fela ein- hverjum öðmm að hafa frumkvæðið og koma með lausnir. Á þessu kjör- tímabili hafa og orðið miklar breyt- ingar til hins verra er varðar samvinnu um hagsmuni okkar bæjarfélags. Á síðastu tveimur kjörtímabilum hafði minnihlutinn á að skipa mönnum sem sýndu í verki að þeir bám hag bæjarins fyrir brjósti. Þar á ég við Kristjönu Þorfmnsdóttur, Georg Þór Kristjáns- son og Guðmund Þ.B. Ólafsson sem alltaf voru tilbúin að leggja góðum málum lið og áttu gott samstarf við okkur í meirihlutanum þegar kom að því að við þurftum að standa saman í bæjarstjóm. Nú hefur orðið sú stefnubreyting að reynt er að eyði- leggja öll mál, smá og stór þó þau séu bæjarfélaginu til heilla. Það eru því miður allt of mörg dæmi um þetta viðhorf þeirra. Eitt áþreifanlegasta dæmið eru framkvæmdir vegna staf- kirkjunnar sem reynt hefur verið að gera tortryggilegar á allan hátt. Það er kannski vegna frumkvæðis Árna Johnsen í því máli og dugnaðar hans almennt fyrir Vestmannaeyjar, sem þetta virðist fara óskaplega í taugamar á þeim. Annað dæmið er tillagan um nýjan íþróttasal. Þau tóku sér 20 mínútna fundarhlé til að reyna að finna því eitthvað til foráttu. Ragnar staðhæfði á fundinum á fimmtudaginn að margt fólk innan íþróttahreyfmg- arinnar væri óánægt með tillögumar, þær yrði að athuga gaumgæfilega og þau létu bóka að hafa þyrfti samráð við íþróttaforystuna. Þetta gera þau þrátt fyrir að í inngangi hafi ég greint frá því að ég hafi talað við flesta af forystumönnum hreyfingarinnar, alls 25 til 30 manns. I þeim hópi var aðeins einn sem ekki var sáttur við tillögumar í heild sinni.“ Þegar Guðjón er spurður út í skuldir bæjarins segir hann að taka verði tillit til eignarstöðu sveitarfélagsins, verk- efnastöðu og hvað líði uppbyggingu þjónustu, þ.e. hvað er búið og hvað er eftir. „Að teknu tilliti til þessa emm við í nokkuð góðum málum. Ef uppbygging Iþróttamiðstöðvar gengur eftir em það fráveitumál og fram- kvæmdir vegna einsetningar gmnn- skólans sem standa enn út af,“ segir Guðjón. 1999 var vont ár í bréfi eftirlitsnefndarinnar emð þið beðnir um að gera grein fyrir árinu 1999. Hvemig kom það að út? „Það verður því miður að segjast eins og er að það lítur ekki alltof vel út. Við megum því eiga von á öðm bréfi á næsta ári. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 684 milljónum í útsvarstekjur en okkur vantar um 80 milljónir til að ná því marki. Þama er að mestu leyti um að kenna aflabresti í uppsjávarfiski ásamt verðlækkun á loðnuafurðum. Þetta er dæmi um sveiflur sem geta verið miklar á milli ára.“ Guðjón segir að bærinn njóti þess í dag að langt er komið að byggja upp nauðsynlega þjónustu, gatnagerð sé langt komin og sama eigi við um uppbyggingu þjónustustofnana. „Stóru málin núna em miklar fram- kvæmdir við gmnnskólana vegna laga um einsetningu gmnnskólanna og fráveitukerfið þar sem við verðum að mæta kröfum Evrópusambandsins. Einsetningu gmnnskólanna á að vera lokið árið 2005 og gemm við ráð fyrir að kostnaður verði um 300 milljónir króna. Endurbyggingu fráveitukerf- isins á að vera lokið árið 2005 en við áætlum að ljúka henni á átta til tíu árum sem við teljum raunhæfa áætlun. Á þessu ári gemm við ráð fyrir 25 milljónum í þessa framkvæmd en í heild kostar fráveitukerfið milli 300 og 400 milljónir. Þegar þessum fram- ÞÆR eru ekki margar krónurnar sem eru á lausu í bæjarkassa Vest- mannaeyjakaupstaðar þessa dagana. kvæmdum lýkur er þetta bæjarfélag mjög vel sett framkvæmdalega en auðvitað tekur lengri tíma að greiða niður lán sem við verðum að taka. Þetta sýnir líka hvað hlutimir geta verið afstæðir þegar kemur að því að ræða skuldastöðu sveitarfélaga. Sveit- arfélag með lágt þjónustustig getur skuldað lítið á meðan sveitarfélag, eins og okkar, sem er með hátt þjón- ustustig skuldar tiltölulega mikið. í þessu sambandi vil ég vekja athygli á að í úttekt Vísbendingar á búsetu- skilyrðum í haust var Vestmanna- eyjabær í þriðja efsta sæti allra kaupstaða í landinu. Eg man ekki eftir því að V-listinn hafi verið með sérstaka bókun og fögnuð í bæjarráði út af því. Það var of gott mál til þess.“ Skuldir bæjarsjóðs yfir milljarð I fjárhagsáætlum bæjarsjóðs er gert ráð fyrir sömu krónutölu í sam- eiginlegum tekjum og í Qárhagsáætlun síðasta árs. Samkvæmt því verða sameiginlegar tekjur, útsvar, fast- eignagjöld og sorphirðugjöld, 913 milljónir nettó. Ekki liggur enn fyrir hvað skuldir bæjarsjóðs vom um síðustu áramót en um áramótin 1998/1999 vom þær 886 milljónir og varlega áætlað má gera ráð fyrir að þær séu komnar í 1 milljarð. „Á þessu ári gemm við ráð fyrir að eiga 106 milljónir frá rekstri til eignabreytinga. Gert er ráð fyrir 99 milljónum í gjaldfærðan stofnkostnað og 46 milljónum í eignfærðan kostnað og í fjármagnsstreymi verður gert ráð fyrir skuldaaukningu upp á 31 milljón króna. Helstu liðir í eignfærðum kostnaði em Listaskólinn, íþróttamið- stöðin og uppbygging Landlystar. í gjaldfærðum kostnaði em fráveitu- málin fýrirferðarmest, 25 milljónir og 15% framlag við endurbætur á Sjúkra- húsinu sem er 5 milljónir og framlag okkar vegna stafkirkjunnar sem er 4,5 milljónir á móti 50 til 55 milljóna framlagi ríkisins." 92 prósent í rekstur Er reksturinn farinn að taka of mikið til sín? „Sameiginlegar tekjur bæjar- sjóðs á þessu ári em áætlaðar 913 milljónir og þjónustugjöld 359 millj- ónir sem gera samtals 1272 milljónir. Reksturinn kostar okkur 1166 milljónir þannig að eftir standa 106 milljónir sem em aðeins 8%. Það fara því 92% beint í rekstur bæjarins. Við emm með mjög hátt þjónustustig en höfum verið að reyna að klípa utan af rekstrinum eins og hægt er. Mér er engin launung á því að yfirtaka bæjarins á gmnnskólunum og málefn- um fatlaðra ásamt færri fbúum er að koma í bakið á okkur. Við urðum til dæmis að hækka laun kennara vem- lega umfram verðlagshækkanir. í þessari stöðu er um tvennt að ræða, að auka tekjumar eða skera niður þjónustu. Við fundum fyrir því á síðasta ári hvað tekjur sjómanna skipta okkur miklu máli en það er líka sárgrætilegt til þess að hugsa að á skipum frá Vestmannaeyjum er fjöldi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.