Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. febrúar 2000 Fréttir 9 lítið svigrúm til aðgerða þrátt fyrir erfiða stöðu m tíu krónum í rekstur i fyrir allt að 800 milljónir til að mæta ákvæðum laga og reglna manns með lögheimili annars staðar." Bréf eftirlitsnefndar Hver verða viðbrögð ykkar við bréfi eftirlitsnefndarinnar? „Við munum gera grein fyrir fjár- hagsáætlun þessa árs, 3ja ára áætlun ásamt því að gera grein fyrir upp- byggingu þjónustunnar og fram- kvæmdum sl. ára. Við munum einnig gera grein fyrir hvaða framkvæmdir eru eftir sem við þurfum að fara í, í samræmi við lög og ESB reglur. Þá verður lögð fram áætlun um niðurgreiðslu lána.“ Er raunhæft að vera að boða fram- kvæmdir við byggingu íþróttamann- virkja upp á 200 til 300 milljónir króna við þessar aðstæður? „Það verður rekstrarfélag sem byggir nýjan tvöfaldan íþróttasal í samvinnu við Steina og Olla efh. og bærinn gerir langtíma leigusamning á nokkuð hagstæðum kjörum að mínu mati. Það má ekki gleyma því að í þessum tillögum er hætt við fram- kvæmdir í tengibyggingu og 1. hæð, samtals upp á um 50 milljónir króna. Rekstri Týsheimilis verður hætt og það sparar bænum 6 milljónir á hverju ári.“ „Mörg sveitarfélög hafa þurft að byggja upp þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamannaþjónustu og það mál leysum við með nýtingu Þórs- heimilisins yfir sumartímann. Yfir annan tíma verður þar skóladag- heimili, athvarf og dagþjónusta fatl- aðara. Með þessum tillögum erum við að slá margar flugur í einu höggi, ásamt því að spara tugi milljóna í framkvæmdakostnað eins og hér að framan er getið. Eg held að aldrei hafi eins margir mikilvægir þættir verið hnýttir saman og leystir til frambúðar í einum pakka.“ Heldur þú að bæjarfulltrúum V- listans finnist þú liggja betur við höggi vegna veikinda Sigurðar Einarssonar? „Því miður er hugsunarháttur þeirra nú þannig að pólitíkin hjá þeim er alltaf númer eitt og mannlegi þátturin þar langt á eftir. Sigurður og hans fjölskylda hafa í gegnum tíðina fengið ýmislegt á sig og annað hef ég og mín ijölskylda fengið. Mér sýnist að nú sé komið að næsta framhaldsþætti þeirra V-lista manna, það er að ráðast á mig og þar af leiðandi mína fjölskyldu. Mitt mat er, eftir svona orrahríð; það sem stendur eftir er að Eyjamar skaðast mest af þessu." Ætla að sitja áfram Ætlar þú að sitja áfram þrátt fyrir að V-listamenn vilji losna við þig? „Eg ætla að sitja út þetta kjör- tímabil eins og ég var kosinn til af miklum meirihluta kjósenda í Eyjum. Eyjamenn em nú þannig að þegar þeim finnst pólitíkin fara yfir strikið þá liggja þeir ekki á skoðunum sínum. Eg hef fengið gífurleg viðbrögð frá hinum almenna bæjarbúa, bæði símtöl og fólk hefur komið að máli við mig til þess að fordæma þessi vinnubrögð og lýsa yfir stuðningi við mig. Margir þeirra sem kusu V- listann síðast hafa komið og hringt til mín og beðist afsökunar á þessum gjömingi. Það segir meira en margt annað í þessu máli,“ sagði Guðjón að lokum. Ó.G. Þorgerður Jóhannsdóttir oddviti minnihlutans; Vestmannaeyjar í hópi sjö verst settu Þorgerður Jóhannsdóttir, bæjar- fulltrúi Vestmannaeyjalistans, sagði, vegna ummæla hennar á Stöð 2 um afkomuviðvörun bæj- arsjóðs Vestmannaeyja og van- trauststillögu minnihlutans á bæjarstjórann, að hún hafi verið samkvæmt bókun minnihlutans. „En í bókuninni segir að lántökur muni aukast um 130 milljónir og hjá hafnarsjóði um 104 milljónir á næsta ári, hvort fréttamaðurinn hefur svo sagt eftir mér að þetta væru skuldir sem myndu aukast, en ekki lántökur, eins og ég sagði, þá standa tölurnar. Mér tinnst hins vegar að bæjarráðsmenn Sjálf- stæðisflokksins séu, eins og þeim er gjarnan tamt, að snúa út úr hlutunum og gera aukaatriði að aðalatriðum.“ Þorgerður segir að aðalatriðið sé alvarleg fjárhagsstaða Vestmanna- eyjabæjar og við erum því miður eitt af sjö verst settu sveitarfélögum í landinu en þau eru 124. „Það er alvarlegi hluturinn og það er aðal- atriði sem við þurfum að snúa okkur að og taka á. Við þurfum að taka á fjármálastjóminni héma og hvemig við ætlum að reyna að spila betur úr þeim peningum sem við höfum og þeirri stefnu sem við emm að reyna að setja fram.“ Hafa brugðist Er það tillaga minnihlutans til þess að ná tökum á fjármálum bæjarins að núverandi bæjarstjóri og fram- kvæmdastjóri víki úr embætti? „Okkur finnst Sjálfstæðisflokk- urinn hafi bmgðist í fjármálastjóm bæjarins og núverandi bæjarstjóri sem framkvæmdastjóri." Hafið þið lagt fram einhverjar tillögur til úrbóta og til þess að bregðast við þessum vanda sem bæjarsjóður stendur frammi fyrir? ,Já við höfum lagt fram tillögur bæði á síðasta kjörtímabili og fyrir kosningamar í vor og núna þessi tæp tvö ár sem við höfum verið í bæjarstjóm sem Vestmannaeyja- listinn. Við höfum verið að leggja áherslu á að byggja upp atvinnu- vegina héma og lagt fram tillögur sem hefur verið vísað í Þróunar- félagið, en þar hefur ekki verið haldinn fundur síðan í október, því miður. Við lögðum fram tillögu á sfðasta bæjarstjómarfundi. þar vildum við til dæmis að verka- lýðsfélögin ættu fulltrúa í stjóm Þróunarfélagsins, svo og atvinnurek- endur, til þess að takast á við þennan vanda sem við er að etja, en þeirri afgreiðslu var frestað. Við höfum lagt á það áherslu að atvinnurekendur kjósi sér sinn fulltrúa, bærinn kjósi hann ekki, og að verkalýðsfélögin kjósi sér líka fulltrúa til þess að takast á við þá vinnu sem framundan er. Það verður hins vegar að viðurkenna vandann til þess að takast á við hann.“ Nú hefur verið talað um að 19 verst settu sveitarfélögin hafi fengið viðvörun vegna fjárhagstöðu sinnar en ekki sjö, og notað sem huggun harmi gegn, hvað viltu segja um það? „Það er okkar að líta í eigin barm og takast á við okkar vanda, við emm ekkert bættari með að einhver annar hafi það verra. Bæði Þórður Skúla- son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa fullyrt að 7 sveitarfélög fengu sams konar bréf og Vestmanna- eyjabær og síðan fengu 12 sveitar- félög annars konar bréf, en eftir stæðu 105, sagði Vilhjálmur Þ. í útvarpinu á mánudaginn, sem ekkert bréf fengu, því þau vom ágætlega sett.“ Þorgerður segir að Vestmanna- eyjalistinn hafí lagt fram fjölda tillagna og hugmynda til úrbóta í atvinnumálum, sumum hefur verið vísað til Þróunarfélagsins og öðmm hafnað. „Þessar tillögur em allar til, en hafa líklega sofnað í Þróunar- félaginu, eins og annað. Það hefur ekkert verið gert þar í þrjá rúma mánuði." Nú hefur Vestmannaeyjalistinnn fengið fulltrúa í stjóm Þróun- arfélagsins? „Það er rétt. Hann hefur tvisvar verið boðaður á fund, en þeir fundir hafa fallið niður.“ Horft til Þróunarfélagsins Varðandi framkvæmdastjóra Þró- unarfélagsins sem enginn er núna. A hann að vera óháður pólitískum öflum í bænum að þínu mati? „Það á að auglýsa eftir hæfum framkvæmdastjóra, sem hefur þekkingu og getu til að takast á við þau verkefni sem Þróunarfélaginu em falin.“ Hefur svo ekki verið fram að þessu? „Ég held að Bjarki Brynjarsson, fyrrverandi framkvæmdstjóri, hafí unnið mjög gott starf í Þróunar- félaginu á sinni tíð, en einhverra hluta vegna hefur það ekki skilað sér nógu vel út í atvinnulífið hér. Við skulum ekki gleyma því að Þróunarfélagið hefur verið stjómandalaust síðan í haust.“ Samt heyrist mér á þér að ekkert hafi skeð hjá Þróunarfélaginu þegar Bjarki var þar og ekkert eftir að hann lét af störfum hjá félaginu. Geturðu útskýrt þetta nánar? „Þá skaltu fá Bjarka Brynjarsson og Sjálfstæðismennina, sem sátu í stjóm Þróunarfélagsins, til þess að skýra það út. Við höfðum ekki mann þar inni.“ Þannig að þið hafið ekkert fengið að vita hvað var að ske í Þró- unarfélaginu? „Við höfum farið á ársfúndi og það em einu afskiptin sem við höfðum af Þróunarfélaginu, þangað til við fengum mann inn núna í haust?" I sambandi við stöðu bæjarsjóðs núna og aðvömn eftirlitsnefndar með fjár- málum sveitarfélaga, er Vestmanna- eyjalistinn með einhverjar lausnir til þess að rétta við hag bæjarins? „Við höfum þær hugmyndir að það þurfi að koma fjármálastjóri sem vinni mjög náið með eftirlits- nefndinni og meiri- og minnihluta bæjarstjómar til þess að reyna að leysa skuldastöðu bæjarsjóðs. Það þarf að fjölga hér atvinnutækifæmm og gera eitthvað aðlaðandi héma svo að fólk flytji hingað. Fólki hefur fækkað í Eyjum síðan 1994 á hverju einasta ári og auðvitað þarf að spoma við fótum þama. Það gemm við með því að auka atvinnutækifærin." Kostar það ekki peninga lfka? „Við höfum horft á og komið með tillögur um fjarvinnslu, eins og komið hefur verið upp á nokkmm stöðum um landið. Sparisjóðurinn fékk aðila frá Islenskri miðlun til þess að koma hingað um daginn, Vestmannaeyjalistinn hafði komið með þær tillögur síðastliðið haust. Þær tillögur sofnuðu einhvers staðar á leiðinni frá Ráðhúsinu niður á Strandveg. 24. janúar sl. samþykkti bæjarstjóm tillögu okkar í minni- hlutanum um að fela Þróunarfélaginu gerð áætlunar og stefnumótun í atvinnumálum til næstu ára.“ Það em sem sé engar ákveðnar tillögur frá Vestmannaeyjalistanum um hvemig bregðast skuli við þessum vanda sem nú blasir við? „Svörin em nú hér að framan en ég vil vekja athygli þína á því að minnihlutinn fær aldrei að koma nálægt fjárhagsáætlun. Húnerunnin einhliða af Sjálfstæðisflokknum, ef við fengjum að setjast yfir peninga- lega stöðu og reikninga og hefðum þau tækifæri sem meirihlutinn hefur, að fara yfir þessi gögn, þá að sjálfsögðu myndum við vinna þá vinnu. Við fáum aðgang að fjárhags- áætlun þegar hún liggur fyrir. Fjárhagsáætlun er lögð fram einhliða af Sjálfstæðisflokknum. Við emm alveg tilbúin til að setjast yfir með eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga til að finna út leiðir hvemig við ætlum að komast út úr þessu. Við þurfum að gera það með hæfu fólki, um það snýst þetta.“ Þeir sem að nú fara með ljármálastjómina em ekki hæfir? „Þeir hafa bmgðist og við eigum að viðurkenna staðreyndimar og tak- ast á við vandann." Attu við að stjóm bæjarins sé ein- tómur feluleikur og hann sé rekinn sem einkafyrirtæki bæjarstjórans? „Við gagnrýndum mjög í kosn- ingabaráttunni fjármál sveitarfé- lagsins. Þá var sagt að allt væri í besta himnalagi og ekkert væri að og miklar framkvæmdir boðaðar, eins og til dæmis á Stakkagerðistúninu. En það hefur verið farið í ýmis gæluverkefni og peningum verið eytt í óþarfa sem við teljum að betur hefði verið varið í aðra hluti. Við fjár- hagsáætlun síðasta árs spurði ég hvað hefði breyst, því að þá dró úr öllum kosningaloforðunum. Þá fengum við hið fræga svar: „Ekkert“. Það hafði ekkert breyst. En hvað skyldi hafa breyst núna þegar eftirlitsnefndin sendir okkur þetta bréf núna. Ekki skipum við eftirlitsnefndinni fyrir verkum, það eru bara staðreyndimar sem tala sínu máli. Við höfum bent á að tekjur hafa dregist saman héma og að hér er fólksfækkun, samt eykst atvinnuleysið." Samþykkir meiri fjárútlát Á síðasta bæjarstjómarfundi vom lagðar fram tillögur um uppbyggingu íþróttamannvirkja og Vestmanna- eyjalistinn hafði lagt fram ákveðnar tillögur í því efni. Hvemig líst ykkur á þessar nýjustu tillögur? „Það er rétt að við lögðum fram tillögur og reyndar tvisvar sinnum um að stækka núverandi sal Iþrótta- miðstöðvarinnar. Við sáum tillögur meirihlutans í bæjarráði á mánu- deginum í síðustu viku og svo á bæjarstjómarfundi á fimmtudginn var. Teikningar lágu hins vegar ekki fyrir á bæjarstjórnarfundinum af þessari nýju byggingu. Iþróttahúsið verður að laga og bæta verður aðstöðuna þar en eins og bókun okkar minnihlutamanna, með sam- þykktinni fyrir byggingunni var, þá verður að gera þessar breytingar með samþykki íþróttahreyfingarinnar." I ljósi stöðu bæjarsjóðs er eitthvert vit í því að fara út í slíka framkvæmd núna? „Eins og bæjarstjóm leggur þetta fram á að stofna um þetta hlutafélag og tillögur bæjarstjóra í þessu máli em mjög góðar og vona ég að þær nái fram að ganga.“ Það er mikið talað um að þessi vantrauststillaga snúist annars vegar um persónu þína og Ragnars Oskarssonar, og hins vegar Guðjóns Hjörleifssonar en ekki málefni og nú sé lag af því að Sigurðar Einarssonar njóti ekki við, hvað viltu segja um slíkar túlkanir? „Benedikt, mér finnst ósmekklegt af þér að spyrja þessarar spumingar. Við skulum ekki blanda Sigurði Einarssyni inn í þetta mál. Við erum ekki að koma með þessa tillögu á persónulegum nótum. Ástæðumar eru af málefnalegum ástæðum. Það er firra að þetta sé á persónulegum ástæðum. Ef svo er þá er það mat meirihlutans. Við leggjum fram þessa tillögu í framhaldi af bréfi eftirlitsnefndarinnar. Við höfum gagnrýnt fjármálastjómina, eins og komið hefur fram, en þegar bréfið kom fengum við nóg, það fyllti mælinn. Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að hengja bakara fyrir smið ef mat þeirra er að um persónulegar ástæður sé að ræða.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.