Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Qupperneq 11
Fimmtudagur 10. febrúar 2000 Fréttir 11 tónlistarstarfi heima og erlendis og væntingum á tónlistarsviðinu: tónlist, en Bandaríkjamenn hafa verið mjög hrifnir af honum. Ég var hjá honum tvö ár og síðan í einkatímum hjá Ron Ford. Lárus bróðir eða Halli eins og ijölkyldan kallar hann stund- aði nám í elektrónískri tónlist í Utrecht nokkur ár á undan mér, en ég er ekki nógu mikið græjufrík til þess að vera í þess háttar tónlist. Ég hef hins þegar mjög gaman af slíkri tónlist og hef mikið sótt tónleika þar sem elekt- rónísk tónlist er flutt.“ Markaði Holland einhver þáttaskil í viðhorfi þínu til tónlsitarinnar? „í Hollandi kynnist ég svo margs konar tónlist. Þessi nútímatónlist er svo margs konar. Það er til dæmis algengt úti í Evrópu að skrifa ný verk fyrir barokkhljóðfæri, t.d. blokkflautur og sembal. Einnig fékk ég tækifæri til þess að hlusta á hljómsveitir frá ýmsum löndum leika salza og alls konar þjóðlagatónlist, sem ég hef mjög gaman af. A meðan ég bjó í Hollandi ferðaðist ég dálítið og söng íslenska þjóðalagatónlist með Didda fiðlu og Njáli Sigurðssyni. Við byrjuðum á þessu 1988, þegar við vorum beðin um að syngja í Radio France, klukkutíma tónleika í beinni útsendingu. Eftir þennan konsert spurðist þetta út og fengum við tilboð frá Svíþjóð. Lettlandi, Litháen og Þýskalandi. Ég var þess vegna dálítið á ferðalögum til þess að fylgja þessu eftir og var mjög gaman. A þessum tíma voru einnig flutt verk eftir mig, til dæmis á Ung Nordisk músíkdögum í Osló, Kaupmannahöfn og Helsinki, en einnig voru flutt eftir mig verk í Hollandi. Þannig að maður býr vel að þessari reynslu, fyrir utan hversu gott maður hefur af því að komast frá Islandi og búa í öðru samfélagi. Arið 1994 var svo eiginlega kominn tími á að flytja heim, þó að okkur hafi liðið mjög vel í Hollandi, þá er þetta einhver tilfinning; líklega er það kallað heimþrá." Rætur í kvæðalögum Hafðir þú eitthvað verið búin að kynna þér þjóðlagahefð á íslandi? „Já, já. Pabbi var kvæðamaður, og mamma líka, svo maður er alinn upp við þessi kvæðalög. Þegar við vorum lítil systkinin, fórum við oft með for- eldrum okkar á fundi og í ferðalög með kvæðamannafélaginu Iðunni. Mér fór svo að þykja þetta mjög heillandi heimur og hef síðan verið að grúska sjálf í þessari hefð. Einhvem tíma bað Þórarinn Eldjám mig um að kveða í þætti sem var í sjónvarpinu þar sem leikarar fluttu ljóð eftir ýmsa höfunda.; Ég tók þetta að mér og kvað upp úr Disneyrímum Þórarins. Eftir þetta á ég smásjóð í lífeyrissjóði leikara, sem mér finnst alltaf dálítið íyndið." Hringt í Döddu skó Bára segir að þegar þau fóm að íhuga heimferð hafi komið upp sú hugsun hvort lenda ætti í Reykjavík, eða úti á landi. „Þá litum við á landakortið og sáum alla þessa litlu staði og hugsuðum með okkur. „Neeeeeeiiiii, jú kannski Akureyri. En Eyvindur á ættir að rekja til Vestmannaeyja og er fæddur í Eyjum og sjálf á ég hálfbróður héma, hann Smára. Svo ég hringdi bara eitt símtal, gott ef ekki til mömmu Eyvindar og hún talaði við Döddu skó, sem talaði við aðra og svo framvegis. Örfáum dögum seinna fæ ég símhringingu og bréf og allt er komið í gang og mín beið staða við gmnnskólann og Tónlistarskólann.; Það var eins og þetta hefði verið í undirbúningi í mörg ár. Síðan var bara pakkað saman og hér er ég. Þannig að þetta var Amsterdam - Vestmanna- eyjar.“ Hvemig var svo að koma hingað, er hægt að kalla það sjokk? „Það var ofsalega gaman að koma í þetta fallega umhverfi og rólegheitin en auðvitað saknaði ég margra hluta. Mér fannst til að mynda mjög einhæfur litur á fólki héma, eftir að hafa búið í samfélagi með Tyrkjum, aröbum, svertingjum og asíubúum. Kjötálegg og ostaúrval lítið. Lélegt grænmeti og lítið úrval, þvf við höfð- um lifað mikið á því úti. Ég hafði hlakkað mjög til þess að koma hingað og fá nýjan fisk en vað fyrir von- brigðum með hvað úrvalið í búðunum er lítið. Já við höfðum mikla matarást á Hollandi.Svo eru þar fjölbreyttir menningarviðburðir sem hægt er að sækja: myndlist, söfn, tónleikar, dans, góðir veitingastaðir og svo fram- vegis.“ í fótspor Didda fiðlu Bára segir að þegar hún hafi komið til Eyja hafi ekki verið neinn kór nema kirkjukórinn, ekki einu sinni bamakór, en hins vegar hafði hún heyrt utan að sér að gaman yrði að fá Samkórinn aftur sem starfað hafði í Eyjum. „Hann hafði lítið verið starfandi síðan Diddi fiðla fór frá Eyjum, en það held ég að hafi verið ca.fimmtán ámm áður en ég kom. Ég ákvað síðan að setja auglýsingu í Fréttir um hvort fólk væri ekki tilbúið að endurstofna Samkór- inn. Það hringdu um fimmtíu manns eftir auglýsinguna og það var skellt á kóræfingu. Margir komu bara til á prófa, en ég held að um þrjátíu og fimm til fjörutíu manns hafi orðið eftir og það er sá ijöldi sem sungið hefur með kómum síðan. Sumir hafa líka verið með frá byrjun, það er að segja áður en þetta fimmtán ára hlé varð í starfsemi kórsins. Við sem þekktum fáa héma þegar við komum, kynnt- umst svo fullt af góðu fólki í gegnum starfsemina í kómum. Þannig að maður komst nokkuð fljótt inn í samfélagið, en svo auðveldaði það að Eyvi er innfæddur." Barstu einhvem kvíðboga fyrir því að þú myndir ekki samlagast í Eyjum? „Ég hafði aldrei búið á svona litlum stað. í Harstad í Norður-Noregi bjuggu tuttugu og þrjú þúsund manns og þess vegna enginn smábær á íslenskan mælikvarða. Að sjálfsögðu hafði maður heyrt ýmislegt um þessi litlu samfélög, eins og kjaftaganginn og ég varð ansi hissa á því hvað fólk leyfði sér að segja um náungann héma fyrst þegar ég kom hingað, eiginlega alveg ótrúlegt.“ En hvað með metnaðinn sem kór- stjóri. sástu fram á að geta fullnægt honum héma í Eyjum? „Já, fyrst þegar ég byrjaði með kórinn var maður aðallega með óvant fólk. Þannig að ég byrjaði á að láta það læra létt lög og venjast sam- hljómnum. Síðan hef ég unnið þetta þannig að kórinn æfir alltaf fleiri krefjandi lög og skemmtileg að flestra mati, mikið dægur- og jasslög, því ég trúi því að fólk læri meira með því að reyna mikið á sig. Ég hef líka verið að útsetja fyrir kórinn. því það er ekki alltaf hlaupið að því að fá útsetningar af því sem maður vill flytja. Hins vegar er þetta áhugamannakór og maður getur ekki sett markið of hátt, það fælir bara frá. Einnig hefúr kórinn svo mikið félagslegt gildi fyrir fólkið. Fjöldinn hér í bænum býður heldur ekki upp á atvinnumannakór, svo að maður reynir að fara einhvem milliveg og leitast við að fá það besta út úr fólk- inu. Islendingar em mikið söngfólk. Til dæmis, þegar við Islendingamir sem bjuggum í Hollandi hittumst, var alltaf verið að syngja og erlendir félagar okkar vom alveg gáttaðir á öllum þessum söng og fannst reyndar rosa gaman að koma í fslendinga- partýin." Eyjamenn og sönghefðin Nú er oft talað um Vestmannaeyinga sem mikið söngfólk og hér er ákveðin hefð fyrir tónlist, og kennd við Eyjalög, hefúr þú eitthvað leitað í þá smiðju? „Nei, ekki í mínum lögum, en ég hef útsett Eyjalög. Ég er mjög heilluð af því hvað hefðin af þessum lögum er gömul og hvað þau em fjölbreytt, og mörg þeirra em miklar perlur. Það sem ég tek eftir hér er að fólk hér er mjög duglegt að syngja, hins vegar lftið um að fólk sé að radda sönginn Ég er miklu vanari því, eins og fyrir norðan að lög séu rödduð í hópsöng. Vestmannaeyingar kunna mikið af textum, en þessi Eyjalög og Þjóð- hátíðarlög em alveg sér á parti, fyrir norðan er allt önnur söng- og lagahefð." Bára segir að áður en hún byrjaði að kenna í Hamarsskólanum, hafi tón- menntakennslan verið dálítið glopp- ótt. „Ég varð því dálítið að byrja á upphafspunkti og þróa hvað hentaði krökkunum og mér. En ég hef lagt mikið upp úr því að krakkamir syngi og ég heyri mikinn árangur og sumir bekkimir syngja æðislega vel. Og af því að við vomm að tala um Eyjalögin finnst mér nauðsynlegt að krakkamir læri þau, en ég nota þau mikið, sér- staklega á miðstiginu í fjórða - sjö- unda bekk.“ „Fyrstu tvö árin söng Kór Ham- arsskóla á jólatónleikum Samkórsins. En þegar Michelle Gaskell kom hingað og hóf að stjóma Kór Bama- skólans sá ég fram á að við gætum sett upp dagskrá með skólakórunum sérstaklega. Það var vorið '97 og síðan hafa verið tónleikar þeirra ásamt sönghóp frá Rauðagerði bæði fyrir jól og á vorin.“ Tónlistarfjölskylda Bára og Eyvindur em bæði í tón- listinni og því freistandi að spyrja hvort nokkuð annað komist að hjá fölskyldunni? „Heimilislífið snýst ansi mikið um tónlist. Eyvindur leikur á gítar f hljómsveitinni Dans á rósum og leikur undir hjá söngvumm og því fylgja æfingar. Nú og við tökum oft lagið saman íjölskyldan því Andri leikur á saxófón og klarinett og svo var Ey- steinn að byrja að læra á blokkflautu í haust. Ég fer á tónleika í Reykjavík ef svo ber undir. Og núna hef ég verið að fara til Reykjavíkur, vegna þess að ég er að æfa íslensk þjóðlög með Didda fiðlu og KK, því við emm á leiðinni til Kanada í mars til að spila á þorrablóti Esjudeildar þjóðræknisfélags í Ar- borg. Þetta kom til af því að Davíð Gíslason hringdi til mín, en ég hafði hitt hann á fundi hjá Kvæðamanna- félaginu og ég sagði honum hvað ég hafði verið að gera með Didda fiðlu og Njáli á sínum tíma Ég er líka mikið að grúska í gömlum nótnahandritum í Þjóðarbókhlöðunni. Það er mjög spennandi verkefni sem ég vinn í samvinnu við Collegium Musicum í Skálholti.; Þá er ég líka að útsetja sálma og lög fyrir kóra, en einnig nota ég þetta efni í tónsmíðum mínum, þannig að ég hef enga aðra kosti en að fara til Reykjavíkur að sækja það. Eins og er, emm við bæði sátt við þetta fyrirkomulag og okkur líður vel héma. Hins vegar viljum við ekki ákveða neitt um framtíðina og leyfum þessu öllu að ráðast." Tónskáldið En þegar þú ert að semja sjálf, þarftu að setja þig í ákveðnar stellingar, eða bíða eftir að andinn komi yfir þig, liggur kannski mikið grúsk að baki hverju verki? „Þetta er svo sem alla vega og fer eftir því hvað ég er að semja hverju sinni. Eins og þegar ég samdi verk fyrir Hljómeyki, Draum Brynjólfs, þá er það verk byggt á latneskum texta. Ég var búin að finna stef í handritum sem mér leist vel á . Síðan byrjaði ég að vinna út frá þessum stefjum og fann hljóma sem féllu vel að þessu. Ef ég er að semja með texta nota ég hann til þess að hjálpa mér að byggja upp formið. Ef hins vegar ef ég er að semja hljóðfæraverk hugsa ég meira teknískt og um formið, hljóma og mótív sem ég vinn með.“ Bára segir að núna sé hún mikið að fást við tónsmíðar. „Ég er farin að starfa miklu meira við tónsmíðar núna en áður Ég titlaði mig sem tónlistar- kennara, en leyfi mér að kalla mig tónskáld, þó að ég sé meira og minna allt í öllu, auk þess auðvitað að vera húsmóðir. Það sem mig langar kannski mest til er að geta helgað mig tónsmíðum meira. Það bíða mín verkefni, því ég verð staðartónskáld í Skálholti næsta sumar, þar sem flutt verða verk eftir mig. Einnig er ég að vinna verk fyrir Caputhópinn sem verður frumflutt í nóvember.Ég verð að hafa næði þegar ég er að semja og stundum gengur á ýmsu í þeim efnum þegar maður er líka í húsmóður- hlutverkinu, en ég tók mér nú frí frá kennslu íTónlistarskólanum í veturtil þess að geta samið. En ég er ánægð í Eyjum og ef mig vantar eymakonfekt er hægt að setja disk undir geislann, eða þá að fara á tónleika hér eða í Reykjavík, stundum getur það verið svekkjandi að komast ekki vegna veðurs en svona er þetta bara. Synir okkar era hamingjusamir hér og við Eyvindur eram það líka.“ Benedikt Gestsson FJÖLSKYLDAN, Eyvindur og Bára með soninn Júlíus. BÁRA, Diddi fiðla og Njáll Sigurðsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.