Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Síða 15
Fréttir 15 Við vorum að tala um áfengis- kúltúr og stundum er jafvel talað um eiturlyfjakúltúr, hvemig var þetta í Eyjum þegar þú varsta að vinna héma fyrst í Eyjum? „Héma var nóg af dópi, nóg af dópi. Hins vegar kom ég ekki hingað vegna þess, heldur vegna þess að hér var vaðandi vinna. A þessu ámm þénaði maður mjög vel. Það borgaði sig að fara út á land að vinna og ég hafði mjög góðan pening upp úr því, en það var líka unnið og vakað sundum marga sólarhringa; upp- skipun, í loðnunni, aðgerð og svo framvegi. En dópið var til á þessum stöðum. Eins og einu sinni þegar ég var á Homafirði, þá kom þangað suður ameríkst flutningaskip. Skipstjórinn var danskur og fékk mig til þess að vera túlk. Suður ameríkanamir buðu mér niður í káetu og ég labbaði frá borði með fleiri hundmð grömm af grasi. En það var nóg dóp í Eyjum, en gleymum því ekki að 1974 em enn þá leifar af hippakúltúmum, hér vom og fjöldi útlendinga. Þá var ekki vitað hvað stuðið fór illa með menn, en þetta var partur af öllu saman. En þetta var mjög gaman, sólarsumarið 1974, mikilvinna og mikið sukk.“ Staðan í dag, ég hef gmn um að þér hugnist ekki þróunin eins og hún nefur verið og harðari efni alltaf að v'crða sýnilegri. Er þetta ekki /onlaus barátta að heyja? „Við stoppum þetta ekki, þetta er comið til að vera. Það sem við jetum gert er að gera það sama og Eyjamenn gerðu í gosinu, að mynda /amarlínu og reyna að hefta út- ireiðsluna. Við upprætum þetta ikki. Menn hlógu þegar byrjað var tð sprauta á hraunið, hveijum hefði iottið í hug að þetta virkaði. En sem íking er þetta magnað dæmi unt v'amarbaráttu og við þurfum að heíja þessa vamarbaráttu inni á heimilunum. Þegar ég var unglingur var ekkert vitað hvað þetta var rosalegt. í dag er allt miklu harðara, meiri hraði, meiri afþreying og meiri firring. Það má kannski segja að upplausn fjölskyldunnar blasi við að einhverju leyti. Að mínu mati hefur skólakerfíð líka algerlega bmgðist. Það er ekki vegna þess að það sé kennurum eða skólastjórum að kenna heldur skólayfirvöldum og þeim sem að reka batteríið. Ég vil meina að foreldrar eigi ekkert að ibba gogg í sambandi við skólakerfið. Ég vil bara að skólakerfið sé eins og víða erlendis byggt upp á jámhörðum aga; að kennarar geta ekki lengur hreyft sig í dag, eða skammað bömin vegna þess að eiga á hættu að hópur af foreldrum heimtar að vikomandi verði rekinn. Skólastjórar em þvingaðir úr starfi og við lesum um upplausn í skólum vegna þess að foreldrar samþykkja ekki ráðningu kennara og svo framvegis. Ég vil meina að við þurfum að taka á honum stóra okkar í sambandi við þessi mál. Við þurfum að einbeita okkur að æskunni og fyrir mér er þetta missjón, eins og þú orðaðir þetta áðan. Ég lít á það þannig að ég eigi svo mörgum skuld að gjalda, vegna félaga minna sem hafa dáið og em enn að þjást þama úti. Ég komst úr þessum hildareik eiturlyijanna, því ég lít á þetta sem vígvöll þar sem barist er upp á líf og dauða. Ur því ég komst út úr þessu, ég er ekki að segja heill, en sár og lifði af, hvemig á ég að halda kjafti og hugsa bara: „OK nú á ég bara að vera glaður úr því að ég slapp“. Það er enginn að byðja mig um þetta og ég geri þetta ekki fyrir einn né neinn, nema sjálfan mig.“ ú minntist nokkuð á guð og heilaga ritningu á tónleikunum. Er guð mjög ofarlega í huga þér í baráttunni gegn eiturlyfjunum? „Daglega, daglega. Ég er þá algerlega að tala fyrir sjálfan mig, því ég get ekki annað en talað frá eigin brjósti og segi að trúlaus maður sé í vondum málum. Ég hefði svo sannarlega viljað þora gangast við því fyrr hversu trúin er sterk og gott að eiga trú, því hún getur hjálpað alveg rosalega. Öll þessi ár sem að ég eyddi í að andskotast út í trúmál finnst mér nú illa varið. Augu mín opnast ekki fyrr en ég slepp út úr þessum hildarleik og kannski ekkj fyrr en ég er endalaust að fá símhringingar um vini og sam- ferðamenn sem höfður drepið sig á ýmsan hátt. Allt em þetta strákar sem ég hafði eitt ámm með. Ég hef verið að spila á Litla Hrauni og horfi á meirihlutan af æskuvinum mínum þar vegna þess að þeir náðu ekki að stjóma vímuefnaneyslu sinni. Hver er sá sem hefúr efni á því að hæða Jésú, hreint út sagt. Ég er enginn ofsatrúarmaður, en ég tel ekkert mál að tala um trúmál, eða syngja þessa sálma sem ég hef samið. Fyrir mér skiptir þetta ofsalega mikiu máli. Við eigum að heita kristið samfélag og það er opunber trú samfélagsins, samt virðist mér meiri hluti þjóðarinnar vera heiðinn, OK. Ég þori alveg að ganga fram fyrir skjöldu og segja mig trúaðann, og það hefur hjálpað mér alveg gífurlega.“ B ubbi segist hafa verið mjög ánægður með tónleikana, og að salurinn hafi verið mjög góður eins og stundum er sagt. „Þetta hús er líka ofsalega gott. Ég hef komið svo oft hingaða áður til að spila og verið þá að keppa við barinn, svo er fólk að koma og byðja mig um að spila þar sem hægt er að hlusta á mig. Þaðer að vísu meiri peningur fyrir mig að spila þar sem barir eru, en ég þá hef ekkert að gefa, þá er þetta bara aðgerð. Þegar maður fær svona tækifæri eins og nú, til þess að spila myndast svo náið samband og maður þarf ekkert að æsa sig, maður er rólegur og vandar sig. Þannig að það er ofsalega gott að geta komist í svona hús og held að það sé engin spuming að ég kem til meða að spila oftar hér.“ Nú voru áheyrendur þínir þetta kvöld að mestum hluta framhalds- skólanemendur, um 120 til 130 manns. Hugsarðu um það á tónleikum eins og þessum að eitthvað af áheyrendum þfnum á eftir að lenda í ógæfit vegna brennivíns og eiturlyfja? , Já og finnst hræðilegt að geta ekkert gert í því. Ef að hafa verið 140krakkar þettakvöldá tónleikunum, þá eru 30 þeirra sem eiga eftir að lenda í hræðilegum hlutum. Það er bara staðreynd. Þess vegna tala ég um þetta af meiri agressjón, stundum ekki, en maður má líka passa sig að setja sig í þannig stellingar að þau upplifi sig eins og verið sé að tala niður til þeirra, þá er vorðinn vís. Þú verður að mæta þessum krökkum algerlega á jafnréttisgmndvelli. Það þýðir að ég get talað um þetta og sagt frá, en maður verður líka að vita hvar línumar em dregnar í predikuninni, því að hún er mjög hættuleg. Við könnumst við það ef að gripið er í öxlina á manni og manni er haldið, þá er fyrsta viðbragðið að losa sig, ef einhver ætlar að tala við mann, staldrar hann við og maður er tilbúinn að hlusta. Ég lít á predikanir þannig að ef maður er með lúku fulla af sandi og kreppir hnefann, rennur sandurinn út, ef lófinn er opinn, fer sandurinn ekki neitt, þetta er alveg það sama. Ef ég næ einum í svona sal, eða ef einn segir: „Hei, það er nokkuð til í því sem Bubbi er að segja, ég ætla að skoða minn gang." Þá er miklu náð að mínu mati. Ur því að ég gat talað um það í gamla daga að ég notaði eiturlyf og hafi fundist það æðislegt og bla, bla, bla, þá get ég alveg eins gert þetta líka án þess að finna íyrir einhveijum þröskuldum sem við öll höfum innra með okkur.“ Er Bubbi Morthens hamingjusamur maður í dag? „Að öllujöfnu, já. Lífiðerekki bara öldudalur, lífið er toppar og lægðir, en ef við tökum fyrir stöðu mína í dag og eins og hún var áður en ég hætti að nota eitulyf, þá er það svo himinhrópandi munur. Og ég held að ég geti sagt fullum fetum að ég sé hamingjusamur og ég á það skilið." BUBBI:. Ef að hafa verið 140 krakkar þetta kvöld á tónleikunum, þá eru 30 þeirra sem eiga eftir að lenda í hræðilegum hlutum. Það er bara staðreynd. Þess vegna tala ég um þetta af meiri agressjón. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skrifa: Logið að alþjóð Vegna fréttar á Stöð 2 sl. laugardag um fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Vest- mannaeyja og tillögu bæjarfulltrúa V-listans um vantraust á Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóra viljum við undirritaðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins koma eftirfarandi athuga- semdum á framfæri. Samkvæmt fréttinni á Stöð 2 segir oddviti V- listans, Þorgerður Jóhannsdóttir að aðeins Guðjón Hjörleifsson hafi haldið uppi vömum fyrir sig á fund- inum. Réttara er að segja að tillaga minnihlutans var felld án umræðu. Við töldum ekki ástæðu til sérstakra umræðna um þetta mál þar sem við vitum að það er aðallega sprottið af persónulegri óvild og andúð sem full- trúar minnihlutans í bæjarstjóm hafa á Guðjóni Hjörleifssyni. Síðan er haft eftir Þorgerði að útlit sé fyrir að skuldir bæjarsjóðs og hafnarsjóðs aukist um 234 milljónir á þessu ári. Annað hvort fer hún vísvitandi með rangt mál eða hún kann ekki að lesa úr fjárhagsáætlun bæjarfélagsins. Hið rétta er að skuldir bæjarsjóðs og hafnarsjóðs aukast á þessu ári skv. áætlun um samtals 105 milljónir. Fréttin í heild sinni var eins og samin af óvildarmanni Vestmanna- eyja. Fréttin tekur Vestmannaeyjabæ einan út úr sem eitt af þeim 19 sveitarfélögum sem fengu áminningu frá eftirlitsnefndinni að þessu sinni. Hún gerði lítið annað en að gera til- raun til að skaða ímynd Eyjanna út á við. Hvort upptökin eða hugmyndin að þessari niðurrifsfrétt kemur beint frá V-listanum skal ósagt látið. Það er eitt af hlutverkum þeirra sem sitja í bæjarstjórnum og stjórna sveitarfé- lögum að leggja metnað sinn í vand- aðan málflutning og gæta hagsmuna bæjarfélaganna í hvívetna. Tillaga bæjarfulltrá V-listans hefur þann eina tilgang að grafa undan trausti á bæjar- félaginu og skaða persónu Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra. Guðjón Hjörleifsson hefur með miklum dugnaði sinnt störfum bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum í liðlega tvö kjörtímabil. Bæjarstjóraefni V-listans í síðustu tvennum kosningum geta ekki leynt gremju sinni og er það meginástæðan fyrir þessu klámhöggi þeirra í bæjarstjórn í síðustu viku. Það er leitt til þess að vita að bæjarfúlltrúar V-listans virðast hafa misst sjónar á hlutverki sínu og eyða orku sinni og tíma í það að koma á framfæri persónulegri óvild í garð Guðjóns bæjarstjóra. Við sem störf- um með Guðjóni vitum að hann vinnur sína vinnu af dugnaði og metnaði með hagsmuni bæjarins að leiðarljósi. Virðingaifyllst, Elsa Valgeirsdóttir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Helgi Bragason Bjarni Jónasson skrifar: Þakkir vegna harmonikkutónleika Þann 2. febrúar sl. voru hér á ferð tvíburamir Yuri og Vadim Fjodorov og héldu þeir har- monikkutón- leika í sal Tón- listarskólans við húsfylli og góðar undir- tektir. Ekkert lá í augum uppi hver séð gæti um tónleikana þegar þessir listamenn vildu heiðra okkur Eyjamenn með komu sinni. Einhverju snjöllu fólki fannst liggja í augum uppi að Har- monikkufélag Vestmannaeyja ætti að taka að sér málið. Ég þvemeitaði í fyrstu en þegar mér var heitið stuðningi og velvilja féllst ég á að láta til leiðast. I þessum fáu orðum vil ég koma að þakklæti til þeirra Yuri og Vadim og þess fólks sem kom á hljómleikana. Ég held að flestir hafi notið þeirra og farið heim glaðir í sinni. Ég vil ennfremur koma á framfæri þakklæti til þeirra sem studdu mig við undirbúninginn með einum eða öðmmhætti. Þá nefni ég til sögu Her- mann Einarsson og Dagskrá, Oskar Ólafsson og Sjónvarpsvísi, Georg Stanley Aðalsteinsson, Garðar Tryggvason, Bergþóm Þórhallsdóttur og Sigurgeir Sævaldsson, Flugfélag Islands og síðast en ekki síst Sigurð R. Símonarson f.h. Vestmannaeyjabæjar. Þessum aðilum færi ég bestu þakkir en læt öðmm eftir að fjalla um tón- leikana frá sjónarhóli tónleikagesta. F.h. Hannonikkufélags Vestinannaeyja Bjami Jónasson, formaður FRÉTTIR SÍMI 4813310

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.