Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 10. febrúar2000 Gosminjasafn er draumur sem gæti orðið að veruleika -Gosið 1973 ekkert einkamál Vestmanna- eyinga, segir Gunnhildur Hrólfsdóttir GUNNHILDUR var í sárum eftir gosið: -Ég var með mikla heimþrá og gekk um grátandi með sólgleraugu. Lífið gaf mér enga gleði því að ég var búin að missa fótfestuna, heimilið mitt var horflð. Unaðslegur kökuilmur mætir vitum blaðamanns þegar útidyra- hurð á snotru húsi í Sigtúninu í Reykjavík er opnuð. Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur ætlar að halda upp á afmælið sitt á morgun og var að enda við að skella köku í ofninn. Hún er róleg og yfirveguð þegar hún losar af sér svuntuna og býður blaðamanni að ganga til stofu. Gunnhildur lætur hugann reika til fortíðar og rifjar upp góðar æskuminningar í Vest- mannaeyjum og erfiðan tíma eftir gosið. Framtíðin er heldur ekki langt undan í hugarskoti Gunnhildar en hún á sér draum um að byggt verði gosminjasafn í Eyjum. Gunnhildur ólst upp í Vestmannaeyjum í faðmi stórrar ljölskyldu. „Það var mjög skemmtilegt að vera bam í Eyjum, fjölbreytileiki og mikil nálægð við atvinnuveg þjóðarinnar, fiskvinnsl- una. Þetta var svo nálægt manni; sjórinn, lundapysjurnar og mann- lífið,“ segir Gunnhildur og minnist tímans fyrir 1968 þegar ekki var búið að leggja vatnsleiðslu. „Þetta var mjög sérstakt mannlíf, sérstaklega áður en vatnsleiðslan var lögð þvt þá varð að spara hvern einasta vatns- dropa og ég spara enn vatn,“ segir Gunnhildur og brosir við. „Það gekk illa að útrýma útikömram vegna þess að gamla fólkinu fannst það bara vera hreinasta sóun að nota vatnið í salemin. Það er svo margt sem gerir þennan tíma sérstakan," segir Gunnhildur dreymin á svip. Hún sagði skilið við æskuslóðimar eftir gosið, fluttist með fjölskyldu sinni til Mosfellsbæjar fyrst um sinn og heí'ur aldrei snúið aftur til Eyja nema sem gestur. Gunnhildur bjó við gamla Helgafellið en sú byggð fór undir hraun. Hræringamar í móður jörð settu ekki einungis mark sitt á umhverfið heldur einnig tilfinningalíf manna. Gosið fékk mjög mikið á Gunnhildi eins og alla aðra sem það upplifðu: „Eg var með mikla heimþrá og gekk um grátandi með sólgler- augu. Lífið gaf mér enga gleði því að ég var búin að missa fótfestuna, heimilið mitt var horfið,“ segir Gunnhildur. Það átti þó eftir að breytast því að í dag unir hún sér vel í Laugardalnum og hefur ekki hugsað sér að flytja aftur til Eyja. Hún á þar fá skyldmenni en heimsækir oft æskuslóðimar á sumrin. Gunnhildur fékk hugmyndina að gosminjasafni í Eyjum þegar hún var að vinna að gerð útvarpsþátta um Vestmannaeyjar. „Eg ias mjög mikið um sögu staðarins því mér fannst áhugavert að hugleiða hvað hafði skapað þessa menningu og þessi sér- kenni sem virðast einkenna Vest- mannaeyinga," segir Gunnhildur og verður hugsað til harðduglegra Eyja- manna sem oft á tíðum hafa þurft að takast á við náttúruna. „Það voru margir bátar sem fórast og mikil hræðsla. Það er dálítill gálgahúmor í Eyjamönnum sem kannski þarf til þess að yfirstíga þetta en auðvitað eru skipin orðin miklu betur útbúin en var í þá daga.“ „Ég tók viðtöl bæði við unga sem gantla og það sló mig svolftið hvað unga fólkið vissi lítið um söguna og hvað það var í raun áhugalítið," segir Gunnhildur og bætir við; „Það er ekki á hverjum degi sem upp kemur eldgos í byggð, hvorki hér á landi né annars staðar. Þetta tilheyrir ákveðnu tímabili í sögu lands og þjóðar og á ekki að vera einkamál Vestmanna- eyinga og jafnvel ekki þjóðarinnar heldur allrar Evrópu. Við fengum geysilegan stuðning frá íslensku ríkisstjórninni, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum. Mér finnst að það eigi að reisa minnisvarða um þennan atburð,“ segir Gunnhildur um leið og hún stendur upp úr sófanum og gengur að fallegri vatnslitamynd af æskuheimili sínu sem Guðjón Olafsson málaði eftir ljósmynd sem tekin var fyrir gos. „Þama fyrir neðan Landagötu 21 bjuggu Tóti með- hjálpari og Siggi múrari,“ segir hún og bendir á einstök hús. Nú eru þau horfin sjónum manna en Gunnhildi er mikið í mun að varðveita minn- ingu fortíðar og hefur fastmótaðar hugmyndir um hvernig gosminja- safnið eigi að líta út. „Þetta á að vera stórt hús, bæði gosminja- og byggðarsafn sem sýnir m.a. foma atvinnuhætti. Þegar maður gengur inn á að vera líkan af þeim hluta bæjarins sem ior undir hraun. Það á að vera hægt að hlusta á frá- sagnir á mörgum tungumálum og sjá kort af framvindu gossins með ljósamerkingum og dagsetningum," segirGunnhildur. Hún segist aðspurð vel sjá fyrir sér hvar safnið eigi að rísa. „Ég sé safnið fyrir mér í brekkunni vestan við nýja Éldfellið eða hugsanlega bara upp á hrauninu sjálfu,“ segir Gunnhildur og vonar innilega að hugmyndin um gosminjasafn eigi eftir að verða að veruleika. ,Jig er alveg sannfærð um að það muni ekki hafa minna aðdráttarafl heldur en Keikó.“ Kakan í ofninum er tilbúin og tími til kominn að kveðja kjarkmiklu konuna sem fylgir eftir sínum draumum. Það er aldrei að vita nema þeir eigi eftir að rætast. Elt'n Lilja Jónsdóttir, nemandi í hagnýtri fjölmiðlun við HÍ. FRÉTTIR litu urn helgina við á Fjörunni sem nú hefýir verið breytt í eina almennilega dansstaðinn í bænum. Um leið er möguleiki fyrir spjallarana að láta fara vel um sig á meðan hinir fá sér snúning. Sixties lék fyrir dansi og gerði það með miklum ágætum. iggK# _ ■ J Bvf- — n T- -***+>, ■ ■1 „ y ' J P'I ■ y 1

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.