Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Page 19
Fimmtudagur 10. febrúar2000 Fréttir 19 Nissandeildin: ÍBV 25 - FH 23 - Víkingur 21 - ÍBV 19 Góður sigur og magalcnding Strákarnir byrjuðu vel eftir nærri tveggja mánaða hlé á handbolta- vertíðinni, sigur gegn FH í annars ágætis handboltaleik, 25-23 og ÍBV komið í sæti í úrslitakeppninni. Ekki gekk eins vel í næsta leik, þegar liðið mætti Víkingum á útivelli, endaði leikurinn með 21 - 19 sigri Víkinga. Leikurinn gegn FH fór dálítið ein- kennilega af stað, mikið um klaufaleg mistök og misheppnaðar sóknarað- gerðir. En það var lán í óláni að gestimir áttu líka í vandræðum í sínum sóknarleik og byggðu sóknina til að byrja með aðeins á einum manni. Því virtust leikmenn IBV ekki átta sig á og FH seig framúr á lokakafla fyrri hálfleiks og staðan þegar hálfleiknum lauk 12-13 gestunum í vil. Seinni hálfleikur var hins vegar á öðmm nótum. FH-ingar skoruðu að vísu fyrsta markið, en góður leikkafli ÍBV undir stjóm Aurimas færði liðinu undirtökin í leiknum. ÍBV jók mun- inn hægt og sígandi og þegar um 5 mínútur vom til leiksloka var staðan 23-19 og sigurinn innan seilingar. En eins og svo oft áður þá hentar ÍBV ekki að vera með þægilegt forskot þvf gestimir skomðu fjögur mörk gegn aðeins einu marki IBV og leikurinn var galopinn. Þegar mínúta var eftir gat IBV nánast tryggt sér sigurinn, en í staðinn misstu þeir boltann og á- hyggjustunur liðu um loftið í fþrótta- miðstöðinni. En Erlingur fyrirliði vann boltann aftur og skoraði sigur- markið rétt áður en leiknum lauk, 25 - 23. Það settí svo ljótan blett á leikinn að einn besti maður leiksins Miro Barisic sá ástæðu til þess að kanna styrk rifbeina eins gestanna úr Hafnarfirði og var fyrir vikið útilokaður frá leikn- um þegar ein sekúnda var eftir. Mörk ÍBV: Miro 9/3, Erlingur 6, Aurimas 5, Svavar 3, Guffí 1, Emil I. Varin skot: Gísli Guðmundsson 18. Slakt í Víkinni Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi þjálfari ÍBV og núverandi þjálfari Víkinga, virðist hafa gott tak á fyrrverandi lærisveinum sínum sem sést best af því að árangur Vfldnga er ágætur gegn ÍBV í vetur, jafntefli í Eyjum í fyrri umferð og sigur á heimavelli um helgina. Hafa Víkingar náð þriðjungi stiga sinna í vetur gegn ÍBV. Reyndar þurftu Víkingar ekki að sýna mikil tilþrif til að sigra í leiknum á laugardaginn, leikur ÍBV var hreinlega ávísun upp á tap. Er ljóst að leikmenn þurfa svo sannarlega að fara finna taktinn ef ekki á illa að fara en úrslit leiksins urðu 21-19 fyrirgest- gjafana. Erlingur Richardsson, fyrirliði, sagði að liðið hefði spilað ágætan vamarleik, en sóknarleikur liðsins hefði ekki verið burðugur. „Við komumst aftur inn í leikinn undir lokin, en þá var ég rekinn út af fyrir kjaft, og Guffi svo rekinn út af þegar ég kom inn á. Þannig að við vorum einum færri á lokakaflanum. Víkingarnir náðu þá tveggja marka forystu sem við náðum ekki að vinna upp aftur," sagði Erlingur. Mörk ÍBV: Guffi 7/3, Erlingur 5, Aurimas 4, Svavar 2, Siggi Braga 1. Handbolti kvenna: IBV 19 - Víkingur 15 - Afturelding 16 - IBV 30 Góð vika hjá stclpunum Kvennalið ÍBV í handbolta hefur gefið öllum spámönnum langt nef þetta árið. Fyrir tímabilið var stelpunum spáð slöku gengi en þær hafa sýnt og sannað að þær eru til alls líklegar og komnar í topp- baráttuna. í síðustu viku gerðu stelpumar sér lítið fyrir og unnu Vfldngsstúlkur í Víkinni. Vikingar höfðu aðeins tapað einum leik fyrir leikinn gegn ÍBV, voru efstar í deildinni og taplausar á heimavelli í þokkabót. Óhætt er að segja að ÍBV hafi komið Vfldngum mjög á óvart í leiknum. Stelpumar vom ávallt skrefi á undan efsta liði deildarinnar og gengu til búningsherbergja í leikhléi með tveggja marka forskot 8-10. í seinni hálfleik héldu leikmenn IBV áfram að þjarma að heimastúlkum og leiddu leikinn með 3-4 mörkum. Stelpumar héldu svo haus út leikinn og lönduðu líklega sínum besta sigri til þessa 15-19. Sigbjöm Óskarsson, þjálfari stelpn- anna, var að sjálfsögðu ánægður með sigurinn, en sagði að hann hefði í sjálfu sér ekki komið honum á óvart. ,jig tel okkur vera með miklu betra lið en t.d. Víkingur og við emm á réttri leið eins og er. Við vomm yfir allan tímann og hefðum jafnvel getað unnið stærri sigur," sagði Sigbjöm og vildi hann benda á að nú væri liðið í 5. sæti, en með sigri gegn IR hér í Eyjum á laugardaginn gæti liðið farið upp í 4. sæti ogjsar með í toppbaráttuna. Mörk IBV: Amela 8, Anita 5, Mette 2, Guðbjörg 2, Andrea 2. Vinnusisur gesn Aftureldinsu Liðið mætti svo botnliði Aftureldingar í leik kattarins að músinni í Mos- fellsbæ. ÍBV hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddi í hálfleik. Stelpumar héldu svo dampi út leikinn og fjórtán marka sigur í höfn, 16-30. ÍBV er því í fimmta sæti með 21 stíg, en á inni leik á Stjörnuna sem er í Ijórða sæti með 22 stig. Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmanns- dóttir 8, Amela Hegic 7, lngibjörg Jónsdóttir 6, Anita Andreasen 4, Andrea Atladóttir 3, Vigdís Sig- urðardóttir 1. Ljóst hvaða hópar fara í úrslitakeppnina Síðasta umferð í hópaleik ÍBV og Frétta var um síðustu helgi og má segja að spennan hafi verið í hámarki og mjög óljóst hvaða hópar kæmust í úrslitakeppnina. Þó má segja að nokkrir hópar hafi verið ömggir um að komast áfram. Hópurinn JóJó náði 10 réttum og fékk um leið 15.000 króna peninga- pottinn, en sá pottur var fyrir þá hópa sem tippuðu fyrir 1000 krónur eða meira allar 10 vikumar. Með þessum árangri náði JóJó einnig öðm sæti í sínum riðli. Bláa-Ladan náði 8 réttum og rétt náði inn í úrslita- keppnina annan hópaleikinn í röð. En lokastaðan var þessi: A-riðill: H.H. 71, Dumb and Dumber 69, Fema United 68, Austurbæjargengið og Klaki 67, Bonnie and Clyde 58 B-riðill: Húskross 68, JóJó 67, Allra bestu vinir Ottós 66, Joe on the Hill 64, Vinstri bræðingur 61, Munda 52 C-riðill: FF 73, Pömpiltar 71, Flug- Eldur 71, Mambó 66, E.H. 54 D-riðiIl: Bæjarins bestu 69, Man. City 65, Bláa-Ladan 64, Tippa- lingumar 64, Tveir á Toppnum 63 Urslitakeppnin hefst svo um næstu helgi og verður henni skipt í tvo riðla. Þar verða spilaðar íjórar vikur og efstu hóparnir í hvorum riðli keppa síðan til úrslita. í úrslita- keppnina taka hópamir með sér stig, hópamir í efstu sætunum taka með sér 4 stig, hópamir í öðm sæti 2 stig og hópamir í þriðja sæti taka engin stig með sér. Ætlunin er að hafa allavega einn hópaleik í viðbót og munum við í getraunanefnd auglýsa hann nánar síðar. GETRAUNANEFND ÍBV VARNARVEGGUR ÍBV-stelpnanna hefur reynst traustur í vetur og er ein ástæðan fyrir því að nú eru stelpurnar komnar í topp- baráttuna. Mynd: Páll Maiyin. Karfan: Valur 103 - IV 70 Hörmulegur seinni hálf- leikur gerði útslagið ÍV keppti gegn Valsmönnum á sunnudagskvöldið og með sigri hefðu Eyjapeyjar geta komið sér vel fyrir í þriðja sæti deildarinnar og ekki þurft að treysta á önnur lið til að komast í úrslitakeppnina. En ekki verður á allt kosið, leikmenn ÍV áttu sér yfirleitt ekki viðreisnar von í leiknum og töpuðu með rúmlega þrjátíu stiga mun,103 - 70. Eyjamenn hafa því tapað tveimur leikjum í röð og sitja því sem stendur í 5. til 6. sæti l. deildarinnar ásamt Breiðabliki með 16 stig. Amsteinn Ingi hafði þetta um leikinn að segja: „Við byrjuðum mjög illa og þeir náðu 12 stiga forystu strax á fyrstu mínútunum. En við tókum okkur taki, spiluðum ágæta vöm með Valda í fararbroddi, og komumst yfir 18 - 20. Við leiddum svo leikinn í dágóðan tíma, en svo datt allt niður á sama plan og áður og Valsmenn höfðu yfir 26 - 35 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo algjör hörmung, nema síðustu tvær mín- útumar þegar menn fóm loksins að spila sem lið, en það var að sjálfsögðu allt of seint.“ Um framhaldið sagði Addi að ÍV þyrfti helst að sigra í þeim íjómm leikjum sem eftir era. „Við eigum þrjá heimaleiki í röð gegn þremur neðstu liðunum og ættum að geta híft okkur aftur í 3. til 4. sæti, en síðasti leikurinn er útileikur gegn næstefsta liðinu og við þurfum helst að vera búnir að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni fyrir þann leik.“ Stig ÍV: Stebbi 26, David 20, aðrir minna. Tap sesn Keflavík Meistaraflokkur ÍBV keppti sinn annan æfingaleik í ár þegar liðið mætti Kellavík í Reykjanesshöllinni í Keflavík. Skemmst er frá því að segja að ÍBV tapaði með tveimur mörkum gegn engu, þrátt fyrir að vera ráðandi aðili leiksins. Liðið skapaði sér fjölmörg færi en menn söknuðu greinilega Steingríms markahróks til að klára færin. Fjórir í landsliðshópa Fyrir skömmu var valinn æfinga- hópur drengjalandsliðs íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Einn leikmaður úr ÍBV er þar á meðal, Ástvaldur Gylfason heitir hann og spilar nteð þriðja flokki í sumar. Einnig var valinn 26 manna æfingahópur skipaður leikmönnum 18 ára og yngri. Þar eru þrír leik- menn 2. flokks ÍBV, þeir Alli Jóhannsson, Gunnar Heiðar Þor- valdsson og Olgeir Sigurgeirsson Að öllu eðlilegu hefði Unnar Hólm Olafsson, einn besti maður flokksins síðasta ár. átt að vera þarna á meðal, en ekki verður á allt kosið. Skuldlausirvið HSÍ „Við skuldum HSÍ ekki neitt sagði Jóhann Pétursson í stjóm handknattleiksdeildar ÍBV-íþrótta félags. Komið hefur fram í l'réttum að nokkur lið eigi yfir höfði sér leikbann vegna skulda við sam- bandið en ÍBV er ekki í þeim hópi. „I síðasta yfirlitý áttum við smá inneign hjá HSÍ. Við myndum sjaldan skuld við þá vegna þess að kostnaður við að fá dómara hingað er mikill. Þann kostnað greiðum við og sendum síðan HSÍ reikninginn," sagði Jóhann að lokum. Framundan Föstudagur 11. febrúar Kl. 20.00 ÍBV-UMFA karlar, ath frítt inn fyrir kaupendur happa- drættismiða Laugardagur 12. febrúar Kl. 13.30 IBV-ÍRkonur Kl. 15.30 ÍV-Hötturkarfan Sunnudagur 13. febrúar Kl. 14.00 IBV-ÍR 2. fl. kvenna Mánudagur 14. febrúar Kl. 19.15 ÍBV-ÍR 2fl. karla. Miro fékk bann einn leik Miro Barisic, leikmaður IBV, sem vísað var af velli eftir gróft brot í leiknum á móti FH verður ekki nteð í leiknum á móti Aftureldingu annað kvöld. Sá leikur mun fara fram því Mosfellingar em eins ÍBV, skuldlausir við HSl. Málið var tekið fyrir af dómstól HSÍá þriðjudaginn og var hann dæmdur í bann í einn leik. Mál Gunnars Bergs tekið fyrir í byrjun mars Mál Gunnars Bergs Runólfssonar, markmanns 2. flokks ÍBV, sem ákærður hefur verið fyrir alvarlega líkamsárás verður tekið fyrir í byrjun mars í héraðsdómi Reykja- ness. Ákæran kom í kjölfar leiks gegn HK í innanhússknattspyrnu fyrirári.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.