Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 1
^ 27. árgangur • Vestmannaeyjum 13. apríl 2000 • 15. tölublað • Verðkr. 140, Sími: 481 3310 • Fax:481 1293 1 Úrræðaleysi l I * -Ohugnanleg árás fullorðins manns á átta ára barn vekur spurningar um öryggi borgaranna Sá fáheyrði og jafnframt óhugn- anlegi atburður gerðist síðastliðinn föstudag að maður, sem átt hefur við meint geðræn vandamál að stríða, sparkaði í átta ára dreng, sem var að leik við Faxastíginn ásamt öðrum börnum svo að lær- beinsbrot hlaust af. Það álit, að maðurinn er álitinn sjúkur og mun áður hafa þurft að sæta afskiptum yfirvalda án þess þó að ákæra hafl komið til, vekur þá spurningu hver úræði eru í Eyjum til lausnar og hjálpar mönnum sem við geðræn vandamál eiga að stríða. Asgeir Guðmundsson, faðir drengs- ins sem varð fyrir árásinni, sagði að eftir því sem honum skildist hefði áður verið kvartað undan árásar- manninum, en yfirvöld ekki hlustað á það af einhveijum ástæðum. „Það virðist ekkert aðhald vera þegar þessi maður á í hlut, því það er vitað að hann hefur verið á geðdeildum og sjúkdómsgreining hlýtur því að liggja fyrir. Félagsmálayfirvöld hér hljóta að hafa einhverja eftirlitsskyldu með skjólstæðingum sínum og ég vil skora á yfirvöld að bregðast við, svo að ekki þurfi að koma til fleiri svona atburða.“ Asgeir sagði að drengurinn hefði það eftir atvikum gott. „Hann fór í aðgerð síðastliðinn laugardag, en tíminn einn mun skera úr um hvemig brotið grær, eða hvort árásin á eftir að valda honum einhvetjum andlegum erfið- leikum síðar. Hann hefur verið dug- legur og staðið sig eins og hetja fram til þessa,“ sagði Asgeir. Tryggvi Kr. Olafsson lögreglufulltrúi sagðist ekki geta tjáð sig um geðheilsu viðkomandi, hins vegar sé það ekkert launungarmál að árásarmaðurinn hafi verið kærður fyrir þessa árás og að mál hans sé til rannsóknar hjá lög- reglu. „Við vomm kvaddir á staðinn kl 18.47 sl. föstudag og handtókum manninn. Hann var mjög samvinnu- þýður og sýndi engan mótþróa. Arásin flokkast sem meiri háttar líkamsárás og fer hefðbundna leið í kerfinu," sagði Tiyggvi. Hera Einarsdóttir, félagsmálastjóri, sagði að samkvæmt lögum um mál- efni fatlaðra, sem geðfatlaðir tilheyra, væm ýmis úrræði þeim til handa í Vestmannaeyjum. „Félagsþjónustan sinnir þessum málaflokki, en 50 manns njóta aðstoðar hennar í Eyjum og em um 15 prósent þeirra geð- fatlaðir. Um einstök tilfelli get ég hins vegar ekki tjáð mig, eins og gefur að skilja," sagði Hera Ósk Einarsdóttir félagsmálastjóri að lokum. % Ófeigsmálið enn í sama farvegi í Eins og getið hefur verið í Fréttum, fólu 14 skipverjar kvóta. Þeir sem halda öðm fram em með mjög óeðlilega og getið hefur verið í Fréttum, fólu 14 skipverjar af Ófeigi VE Farmanna- og fiskiniannasambandinu að annast mál sín vegna leiðréttingar á launum. Er þarna um að ræða tímabilið frá júh til nóvember á síðasta ári. Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri FFSI, sagði í viðtali við blaðið í gær að þetta mál væri enn í sama farvegi og verið hefur um tíma. Utgerðarfyrirtækinu Stíganda ehf. hefði verið send krafa um leiðréttingu og enn hefði ekki * borist svar frá þeim. Benedikt vildi ekki gefa upp þær ■ ■ j upphæðir sem um er að ræða en því hefúr verið haldið ÍTam að um sé að ræða 11 milljónir króna.. Viktor Helgason, útgerðarmaður Ófeigs vildi sem minnst láta hafa eftir sér þegar rætt var við hann í gær. „Eg vil þó að það komi fram að ef eitthvað hefur verið tekið af hlut áhafnarinnar hefur sú upphæð verið notuð til að leigja mjög óeðlilegan og óheiðarlegan málflutning," sagði Viktor. Elías Bjömsson, formaður sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, sagði þegar hann var spurður um Ófeigsmálið og meint misræmi á launum áhafnarinnar og uppgjöri, að það hefði ekki komið formlega inn á borð hjá félaginu. Elías sagði þó að honum fyndist málið ganga allt of hægt. „Það er Ijóst af öllu að verið er að þvinga menn til samninga. Verðlagsstofa skiptaverðs væri með gögn málsins, þar sem frarn kæmi mismunur á uppgjöri og því sem menn áttu að fá. Ég vona því að formaður Farmanna- sambandsins taki á sig rögg og klári þetta mál með lög- fræðingum sínum. Með þessu misræmi er verið að hlunn- fara, bæjarsjóð, stéttarfélögin, lífeyrissjóðina, ríkissjóð og hafnarsjóð," sagði Elías. INGIBJÖRG Jónsdóttir, fyrirliði kvennaliðs ÍBV, fagnar íslands- meistaratitlinum sem var í höfn á fimmtudaginn. Þegar úrslitin lágu fyrir var skotið upp flugeldum, skipsflautur hljómuðu og slegið var upp balli á öllum veitingastöðum bæjarins. Má segja að flestir Eyjamenn hafi samglaðst stelpunum með einum eða öðrum hætti. Dómur vegna Campari-auglýsingar á bíl í gær var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Suðurlands í máli ákæruvaldsins, sýslumannsins í Eyjum á hendur Kristmanni Karls- syni, að hafa sem forráðamaður Heildverslunar Kristmanns Karls- sonar birt eða látið birta auglýsingu um áfengi af tegundinni „Camp- ari“ á bifreið fyrirtækisins. Talið var að ákærði teldist sekur um áfengislagabrot, eða 20. gr. l.mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Ákæru- valdið krafðist refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en ákærði sýknu og greiðslu málsvamarlauna veijanda úr ríkissjóði, en til vara vægustu refs- ingar er lög leyfa. Ekki var ágreiningur um málsatvik, hins vegar var ágreiningur um hvort áletranir og myndir á bifreiðinni væru undanþegnar banni við áfengisaug- lýsingum. En undanþegnar því banni eru auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningatækjum áfeng- isífamleiðanda, vöruumbúðum, bréfs- efni eða öðru sem beinlínis tengist stafsemi hans. Samkvæmt dómnum töldust áletranir og myndir á bifreið ákærða fara langt fram yfir undan- þágur frá banni við áfengisaug- lýsingum og niðurstaðan að téðar skreytingar væru hafðar til þess að hvetja til neyslu á umræddum drykk, en ekki eingöngu til þess að merkja bifreiðina og ákærði því sakfelldur og brot hans talið refsivert. Ákærði var dæmdur til að greiða 200 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, eða sæta ella 30 daga fangelsi, auk þess var hann dæmdur til greiðslu sakar- kostnaðar og málsvamariauna kr. 60 þúsund. JgL ÖflVGGI ú O'ióni ■jv’Ch TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll tryggíngamálin , a einfaldan og J ' hagkvæman hátt Bílaverkstæóió Bragginn s.f; ltíé66ítegjcMf ögj sföra.Ofitcuifm Flötum 20 - Sími 481 1535 Vt/Ögjen'ö'tir ög) gaaiwaBiBÉí «É4 Vetraráætlun vvv Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. kl. 08.15 kl. 12.00 Sunnudaga kl. 14.00 kl. 18.00 Aukaferð föstud. kl. 15.30 kl. 19.00 <‘$Herjólfu k Tvær ferðir á 1 Sími 481 2800 föstudögum! - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.