Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. apríl 2000
Fréttir
13
ýju skipi - Hann lætur vel af Kínverjum þó þeir horfi öðru vísi á hlutina en við eigum að venjast
síðasta ári til að skoða skipasmíða-
stöðvamar. „Þá flugum við fyrst til
Peking og þaðan til borgarinnar
Dalian við Gula hafið og fleiri borga
vítt og breitt um Kína. Ég held að við
höfum skoðað einar átta stöðvar í
ferðinni sem alls tók tíu daga.“
Hallgrímur rifjar upp skemmtilegt
atvik þegar þeir lentu í Peking í þessari
ferð. „Eftir að við vomm lentir sáum
við limmósíur renna upp að vélinni og
reiknuðum við þá með því að einhver
háttsettur væri í flugvélinni með
okkur. Gat það alveg passað því nóg
var um borðalagða menn á meðal
farþeganna. Datt okkur ekki í hug að
þama væri móttökunefnd til að taka á
móti tveimur sveitamönnum frá Is-
landi. En reyndin var önnur og var
ekki litið við þeim einkennisklæddu.
Við aftur á móti fengum konunglegar
móttökur, var keyrt beint á fimm
stjömu hótel.“
Eins kemur fram hér að framan
kemur fram hjá Hallgrími að þeirra
álit á skipasmíðastöðvunum hafði
nákvæmlega ekkert að segja en í hönd
fór samningaferli sem hann segir að
hafi tekið allt of langan tíma. Opna
þurfti bankaábyrgðir og auka hlutafé
en það varð allt að gerast á mjög
skömmum tíma. „Guðjón bjargaði því
á nokkmm dögum og nú er Istún vel í
stakk búið íjárhagslega til að takast á
við þetta verkeíhi. „Stærstu hluthafar í
Istúni hf. em Burðarás, Sjóvá-Al-
mennar, Skeljungur, Hekla, Þró-
unarfélag íslands, Sæhamar ofl.“
Líkar vel við Kínverja
Smíði skipsins er komin vel á veg
enda á það að vera tilbúið til
afhendingar í ágúst þessu ári. Hall-
grímur fór til Kína í byrjun janúar á
þessu ári til fylgjast með smíðinni og
lætur hann vel af samskiptum sínum
við Kínverjana. Skipið er byggt í
skipasmíðastöð sem heitir Houngan-
paou og er á eyju úti á Perlufljóti.
Eyjan tilheyrir borginni Gangzhou
(Kanton) sem er um 80 mílur inni í
landi upp af Hongkong. I skipa-
smíðastöðinni vinna um 4000 manns
og þar er verið að smíða átta skip af
ýmsum stærðum fyrir fslendinga.
„Það er greinilegt að Kínverjar ætla
sér stóra hluti í smíði á skipum fyrir
Vesturlönd. Samstarfið við þá gengur
mjög vel og við höfum fengið allan
þann búnað í skipið sem við biðjum
um. En Kínveijar eru þannig að þeir
vilja helst láta aðra taka ákvarðanir og
þú verður að kvitta fyrir að það hafi
verið þú sem valdir þetta eða hitt. Er
þá sama hvort hluturinn er stór eða
iítm.“
Hallgrímur býr í íbúð í skipasmíða-
stöðinni og segir hann að vel sé búið
að sér. „Kínveijamir eru mjög
ánægðir með að við skulum vilja búa
þama og vera innan um þá í stað þess
að búa á fimm stjömu hóteli í
borginni. Við látum okkur hafa það,“
segir Hallgrímur þegar hann er
spurður um matinn sem þeim stendur
til boða. „Maður verður að vera
jákvæður gagnvart matnum og læra að
meta það sem boðið er upp. Ég lærði
strax að nota prjóna og það líkar
Kínveijunum vel. Maturinn er ekkert
líkur þvf sem maður á að venjast á því
sem kallast kínverskir matsölustaðir á
Vesturlöndum. Þeir bjóða upp á
nautakjöt, svínakjöt, fisk, kjúkiinga,
slöngur og krabba. Allt er þetta ágætis
matur en maður þarf að venjast
honum. A veitingastöðum er boðið
upp á rottur sem em séraldar og miklu
stærri en við eigum að venjast. Ég veit
ekki hvort ég hef borðað rottukjöt en
þegar manni finnst kjötið eitthvað
torkennilegt segja þeir alltaf að við
séum að borða kjúkling. Hef ég á
tilfinningunni að það sé ekki alltaf
rétt,“ segir Hallgrímur og hlær.
Ofdekruð einbimi
Á flestum veitingastöðum er ekki
verið að burðast með frysta og kæla
heldur lögð áhersla á ferska vöru. Er
hún svo fersk hægt er að velja kjötið á
fæti og fiskurinn er geymdur lifandi í
kerjum. Einnig hefur Hallgrímur
heimsótt Kínveijana á heimili Jieirra
og geta þau ekki talist stór. „Ég var
einu sinni boðinn í mat tii manns sem
er í ábyrgðarstöðu hjá skipasmíða-
stöðinni. Hann býr með fjölskyldu
sinni í tíu fermetra íbúð í skipasmíða-
stöðinni. Innan stöðvarinnar búa flestir
starfsmennimir í annað hvort karla-
eða kvennagörðum og svo fjölskyldu-
búðum. Eins og allir vita mega
Kínveijar aðeins eiga eitt bam og þar
af leiðandi er allt látið eftir þeim.
Eðlilega em bömin óþekk eftir því og
hálfgerðir skæmliðar. Annars verður
fólk að vera umburðarlynt í öllum
samskiptum í öllum þessum fjölda.
Þetta er alveg ótrúlegur fjöldi af fólki.
Kínverjar em kurteisir og vingjam-
legir. Eiga þeir það til að vinda sér að
manni úti á götu og byija að spjalla.
Það var verið að vinna í garðinum
framan við húsið þar sem ég bý.
Nágrannamir hafa fylgst með fram-
kvæmdunum og þeir hafa alveg
ákveðnar skoðanir á þeim. Hverjar
þær em hef ég ekki hugmynd um en
þeir láta skoðanir sínar óspart í ljós við
mig. Þegar það gerist finnst mér best
að tala íslensku. Þá skilja þeir
nákvæmlega jafnmikið og ég.“
Fólkið inn, rottumar út
Eyjamaðurinn Gunnar Steingrímsson
verður yfirvélstjóri á Ófeigi VE sem er
togari og túnfiskveiðiskip sem verið er
að smíða fyrir Viktor Helgason.
Gunnar átti að fá íbúð í skipasmíða-
stöðinni eins og Hallgrímur en hún var
ekki tilbúin þegar Gunnar kom til
Kína. „Gunnar svaf þess vegna hjá
mér fyrstu tvær nætumar eftir að hann
en þriðju nóttina svaf hann í íbúðinni
sinni. Þegar hann vaknaði daginn eftir
sá hann eitthvað sem hann hélt að væri
rottuskítur. Dong, framkvæmdastjóri
skipasmíðastöðvarinnar, hélt að það
gæti verið rétt en benti Gunnari á að
þegar fólk flytti út flyttu rottumar inn.
Svo þegar fólk flytur inn flytja
rottumar út. Það getur bara tekið tvo tíl
þijá daga. Gunnar var ekki alveg á að
sætta sig við þetta og býr á hóteli inni
í borginni."
Þeir hafa gert eina tilraun til að fá
Kínveija tíl að borða íslenskan mat, en
það var á sprengidaginn. „Gunnar
kom með saltkjöt að heiman sem var
ákveðið að borða á sprengidag. Eftir
að við höfðum fundið eitthvað sem
líktíst rófum elduðum við saltkjötið og
búðum túlkunum okkar í mat. Túlk-
urinn minn, Cao Yi Bin var mjög
jákvæður og lét sig hafa það að borða
sig saddan. Varð honum ekki meint af
íslenska saltkjötinu."
Hallgrímur var hér á landi í nokkra
daga fyrir skömmu en er nú farinn út
aftur. Hann segir að nú fari í hönd
miklir hitar, var hann kominn í 30
gráður síðast þegar hann hafði
samband út. „Hitinn á eftir að fara
mikið ofar og þá verður ekki gott að
vera þama því rakinn er það mikill. Þá
fara skordýrin líka meira á ferðina. Ég
hef aðeins fengið að finna fyrir
moskítóflugunum. Þær fara ekki á stjá
fyrr en maður er búinn að slökkva. Þá
hef ég stundum látið það eftir mér að
berja frá mér í myrkrinu. Ummerkin
leyna sér ekki daginn eftir því þá em
blóðslettur um alla veggi út af blóðinu
sem þær hafa verið að sjúga úr mér.
Ég er samt heppinn að því leyti að ég
bólgna ekki neitt og hef alveg losnað
við öll veikindi. Reyndar fékk ég
tvisvar smá sting í magann en það var
ekkert sem orð er á gerandi," segir
Hallgrímur Rögnvaldsson að lokum.
HALLGRIMUR fylgist með smíði nýja skipsins en það er eitt af átta skipum sem Kínverjar eru að smíða
fyrir Islendinga í þessari skipasmíðastöð.
STÓRT stykki í nýja skipið híft á s inn stað.
-KINVERJAR bjóða upp á nautakjöt, svínakjöt, fisk, kjúklinga, slöngur og krabba. Allt er þetta ágætis
matur en maður þarf að venjast honum. Á veitingastöðum er boðið upp á rottur sem eru séraldar og
miklu stærri en við eigum að venjast, segir Hallgrímur.