Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 13. apn'l 2000 Ferming í Landa- kirkju árið 1952 Jóhanna Andersen, sem fermdist í Landakirkju vorið 1952, kom með þessar myndir af fermingarbörnum í Vestmannaeyjum þetta ár. Hún lét fylgja nöfn allra á myndunum sem gefur þeim aukið gildi. Fréttir fengu Jóhönnu og Elías Baldvinsson til að rifja upp fermingardaginn fyrir 48 árum. Þessi mynd er af fermingarbörnum séra Halldórs Kolbeins í Landakirkju á hvítasunnudag, 1. júní 1952. Fremsta röð frá vinstri: Guðrún Gísladóttir Héðinshöfða, Sigríður Gísladóttir Héðinshöfða, Hanna Guðrún Ingibergsdóttir Vegg, séra Halldór Kolbeins Ofanleiti (látinn), Guðrún Eiríksdóttir Hásteinsvegi 41 (látin), Guðný Steinsdóttir Hásteinsvegi 58, Harpa Þorvaldsdóttir Heimagötu 25, Ásta Guðbjörg Þórarinsdóttir Háeyri. Önnur röð frá vinstri: Elías Baldvinsson Steinholti, Helgi Helgason Heiðarvegi 20 (látinn), Guðbjartur Heijólfsson Einlandi, Birgir Jóhannsson Sólhlíð 8, Guttormur Einarsson Kirkjuvegi 25, Esther Valdimarsdóttir Varmadal, Ásrún Amþórsdóttir Hásteinsvegi 34, Una Elíasdóttir Varmadal, Bima Berg Bemódusdóttir Nýborg, Amdís Pálsdóttir Heiðarvegi 44, Ema Siguijónsdóttir Hólagötu 10, Guðbrandína Sveinsína Kristinsdóttir Norðurgarði, Gréta Guðjónsdóttir Landamótum, Ásta Sigurðardóttir Ásavegi 7. Þriðja röð frá vinstri: Hrafn Johnsen Brekku, Haukur Guðjónsson Reykjum, Atli Örvar Brekku, Högni Jónsson Grafarholti, Hannes Haraldsson Fagurlyst, Ástmar Ólafsson Kalmanstjöm. Efsta röð frá vinstri: Bjami Guðmundsson Háagarði (látinn), Ólafur Sveinbjömsson Odda, Hlöðver Pálsson Þingholti, Haukur Þorgilsson Gmnd, Kristinn Viðar Pálsson Héðinshöfða. Þessi mynd er af fermingarbörnum séra Halldórs Kolbeins í Landakirkju á annan í hvítasunnu, mánudaginn 2. júní 1952. Fremsta röð frá vinstri: Ólöf Svavarsdóttir Byggðarholti, Svanhvít Tryggvadóttir Raufarfelli (látin), Valgerður Ragnarsdóttir Vesturvegi 31, Lára Kolbeins Ofanleiti, Séra Halldór Kolbeins Ofanleiti (látinn), Sjöfn Ólafsdóttir Brautarholti (látin), Ólafía Ásmundsdóttir Hlíðarenda, Þómnn Sigurðardóttir Staðarhól. Miðröð frá vinstri: Magnús Gíslason Hvanneyri (látinn), Runólfur Runólfsson Bræðratungu, Magnús Sigurðsson Urðavegi 44, Kjartan Bergsteinsson Múla, Reynir Þorsteinsson Vesturhúsum, Konráð Guðmundsson Landlyst, Matthías Guðjónsson Miðhúsum (látinn), Kolbrún Ingólfsdóttir Hólagötu 20, Kjartan Hreinn Pálsson Hvítingavegi (látinn), Jóhanna Andersen Kiðjabergi, Jóhanna Kolbrún Jensdóttir Hlaðbæ, Júlíus Magnússon Bergi (látinn), Sigrún Júmusdóttir Skólavegi 36 (látin), Jón Ingi Steindórsson Brekastíg 6, Jóhann Andersen Sólbakka. Efsta röð frá vinstri: Sveinn Halldórsson Kalmanstjöm, Stefán Bjöm Ólafsson Skólavegi 13, Sævar Jóhannesson London, Viðar Óskarsson Brimhólabraut 31, Snorri Vestmann Ólafsson Boðaslóð 3, Sesar Sigmundsson Nikhól, Ingi Engilbertsson Hólshúsi. Með 40 stiga hita í fermingunni Jóhanna Andersen var í hópi fermingar- barnanna 1952 og segist muna vel eftir fermingar- deginum. „Eg var fárveik, með 40 stiga hita í kirkjunni. Það var flensa að ganga og við vorum þrjú sem vorum með hana, ég, Kjartan á Múla og Lóló á Hlíðarenda. Eg fór svo beint upp í rúm eftir athöfnina og missti af vcislunni. Svo var altaris- ganga daginn eftir og ég komst ekki í hana. Ogtil altaris gekk ég ekki fyrr en ég fór með syni mínum þegar hann fermdist. Þáfyrst má segja að fermingin hafl endanlega verið orðin lögleg. Veislan var haldin heima á Kiðabergi og margt um manninn þar, öll fjölskyldan, allir bræður pabba og þetta var mikill mannfjöldi. En allt komst þetta vel fyrir og á þessum árum datt engum í hug að halda fermingarveislu annars staðar en heima. Þá voru ekki teknir salir á leigu eins og nú er gert. Eg man að afi, Danski Pétur, gaf mér hundrað krónur sem var mikið fé og ég fékk mikið af peningum frá öðrum líka. Þá fékk ég perlufesti, víravirkis- nælu og undirkjól í kassa sem var rosalega móðins þá. Svo fékk ég úr frá pabba og mömmu. En líklega verður fermingardagurinn eftirminnilegastur fyrir það að vera með 40 stiga hita," sagði Jóhanna Andersen. Fékk tíu kílóa ferðaútvarp Jú, þessum degi man ég vel eftir,“ segir Elías Baldvinsson, sem fermdist á hvítasunnudag 1952. „Kannski sérstaklega vegna þess að engu munaði að félagi minn og sessu- nautur missti af athöfninni. Þetta var mikill foringi í hópnum og fyrirferðarmikill, sópaði að honum og gerir enn. Um morguninn hafði hann skroppið með bændum með fé út í Álsey og taldi að hann myndi ná í ferminguna á réttum tíma. Það svona stóð á endum því að hann kom hlaupandi inn rétt áður en messan hófst, móður og másandi, og hvíslaði því að mér að hann hefði skroppið út í Álsey. Ég man að mér þótti gaman að ganga til spurninga hjá séra Kolbcins. Hann sagði okkur oft sögur og ég man sérstaklega eftir einni sem er svona: „Einu sinni var strákur sem var alltaf að brjóta rúður. Svo kenndi ég honum ensku og þá hætti hann að brjóta rúður.“ Þar með var sagan búin og enginn skildi ncitt. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég skildi hana, þetta var dæmisaga um hvað iðjuleysi getur haft í för með sér og hvers virði það er að hafa eitthvað fyrir stafni. Það var veisla í Steinholti og ég fékk 100 krónur í peningum sem var stórfé enda ættin stór. Svo fékk ég ferðaútvarpstæki sem var líklega ein tíu kíló að þyngd enda með stóru batteríi. Það tók ég með mér í sveitina og man alltaf hvað mér fannst ég vera stór karl þegar ég hafði það með í heyskapinn og allir karlarnir hópuðust í kringum mig og tækið til að hlusta á veður- fréttimar,“ segir Elías

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.