Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 13. apríl 2000
BókvitiðT
akkana
Nýfæddir________
* vestmannaeyingar
Ýtarlegar mannlýsingar
Gunnar á Hlíðarenda, Hallgerður
langbrók, Njáll og Bergþóra á
Bergþórshvoli eru aðalsöguhetjur í
bókinni sem ég var í miðju kafi að
lesa þegar Svava Boga, mín gamla
vinkona, skoraði á mig í síðustu viku.
Reyndar er Brennunjálssaga hluti af
námseíni mínu í íslensku á þessari
önn í FIV. Sterk einkenni sögunnar
eru mjög ýtarlegar mannlýsingar og
meitlað tungutak. Orðtök og máls-
hættir í sögunni eru mörg alþekkt:
„Góðar em gjafar þínar en meira
þykir mér verð vinátta þín og sona
þinn,“ sagði Gunnar við besta vin
sinn, Njál. Það hefur verið býsna
skemmtilegt að kynnast þessum fomu
hetjum þó finnst mér kvenpersónum
ekki hampað nóg af höfundi, þær em
margar hinar mestu gribbur og hafa
það hlutverk helst að eggja karlana til
hefnda. Ókunnur höfundur Njálu
hefur samt sem áður með ritsnilld
sinni, gert söguna að því meistara-
verki sem hún er. Ég mæli með
Brennunjálssögu. Þat var ok.
Ég var að hugsa um að skrifa um
uppáhaldsbækur mínar gegnum
tíðina en sé að það er of langur listi
svo ég ætla að segja frá einni af
bókunum sem ég fékk í jólagjöf. Hún
heitir Ný framtíð í nýju landi og er í
samtalsformi; skráð af Valgeiri
Sigurðssyni. I bókinni talar hann við
fimm þýskar konur sem settust að hér
á íslandi eftir lok síðari heims-
styrjaldar, samkvæmt beiðni ís-
lendinga sjálffa, því á þeim tíma var
mikill skortur á fólki til landbúnaðar-
starfa hér á landi. Þetta voru miklar
dugnaðarkonur sem náðu, þrátt fyrir
ofl erfiða lífsreynslu, að skapa sér gott
líf í nýju landi. Ein þeirra, Ursúla
Guðmundsson, giftist hingað til Eyja
og bjó hér með manni sínum, Jónasi
Guðmundssyni og bömum þeirra
fram að gosi.
Að lokum langar mig að segja frá
bók sem ég er nýbyrjuð að lesa og
mér líst ákaflega vel á. Hún heitir
Villtir svanir og er eftir kínverska
konu, Jung Chang. Þýðandi bókar-
innar er Hjörleifur Sveinbjömsson,
eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar
borgarstjóra. Ég fékk þessa bók senda
frá góðri konu þegar hún vissi að ég
færi til Kína. Bókin er í senn kvenna-
saga, fjölskyldusaga og mannkyns-
saga. Höfúndur segir sögu fjölskyldu
sinnar ffá sjónarhóli þriggja kynslóða
kvenna: sjálffar sín, móður sinnar og
ömmu. Bók þessi hefur farið sigurför
um öll Vesturlönd ffá því hún kom út
1991 og hefúr trónað á metsölulistum
víða um lönd.
Ég þakka ritstjóra Frétta fyrir
bókapistilinn í blaðinu sem ég les
alltaf og skora því næst á skólasystur
mína og sessunaut í nrörg ár, Sigrúnu
Ingu Sigurgeirsdóttur, að taka við
pennanum.
Ég man að ég öfúndaði hana dálítið
af flotta pennaveskinu sem hún fékk í
lestrarverðlaun í stubbadeild Aðvent-
istaskólans vorið 1961.
Ragnheiður Einarsdóttir.
Ekki sest í helgan stein
, Oft er talað um að kvennahandboltinn I
^ | Vestmannaeyjum hafi á síðustu 15 árum
“ hvilt á herðum þriggja fjöskyldna í
bænum. Hvað sem til er í því þá er það
víst að þær fjölskyldur hafa verið öllu
nátengdari kvennahandboltanum en
aðrir. Fjölskyldurnar eða hjónin, sem
þarna er um rætt, eru Olöf Heiða
Elíasdóttir og Björgvin Eyjólfsson,
Guðrún Ragnarsdóttir og Þorvarður
Þorvaldsson og svo Eygló Kristinsdóttir
og Grímur Guðnason. Afþeim sex varð
SEygló fyrir valinu sem Eyjamaður
vikunnar.
Fulltnafn? Eygló Kristinsdóttir.
Fæðingardagur og ár? 9.júlí 1959.
Fæóingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Gift Grimi Guðnasyni.
fcO Við eigum tvö börn, Guðna 18 ára og
^ \ Kristínu 14 ára.
Ilj Menntun og starf?
R™" Lauk skyldunámi.
Heimahangandi
húsmóðir og passa eina litla
stelpu á morgnana.
Laun? Misjöfn.
Bifreið? M.C.Pajeore.
Helsti galli? Enginn, segir
Grímur.
Helsti kostur? Léttlynd, segir
tengdó.
Uppáhaldsmatur? Allur matur
sem er vel matreiddur.
Versti matur? Það veit ég ekki.
Uppáhaldsdrykkur? Vatn.
Uppáhaldstónlist? Þjóð-
hátíðarlögin.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að vera I
góðum vina hópi.
Hvað er það leiðinlegasta
sem þú gerir? Veit ekki um
neitt leiðinlegt.
Hvað myndirðu gera ef þú
ynnir milljón i happdrætti? Njóta þess að vera til.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Ég á enga slíka.
Uppáhaldsíþróttamaður? Kristin Grímsdóttir,
íslandsmeistari í 5. flokki kvenna ÍBV í handbolta.
Ertu meðlimurí einhverjum félagsskap? ÍBV og
saumaklúbbnum „Sjö þræddum nálum.“
Uppáhaldssjónvarpsefni? iþróttirog Ráðgátur.
Uppáhaldsbók? Líklega bankabókin, einstöku
sinnum.
Hvað metur þú mest í fari annarra? Traust og
dugnað.
Hvað fer mest i taugarnar á þér í fari annarra ? Leti
og frekja.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ung-
verjaland.
Hvað ert þú lengi búin að vera að stússast í
kvennahandboltanum? Ég hætti að spila handbolta
23 ára og þjálfaði þá yngri stelpur og sá um rekstur
eldri flokkanna. Ég dró mig talsvert I hlé fyrir tveimur
til þremur árum en er nú til
staðar I sérverkefnum og ávallt
tilbúin að starfa fyrir stelpurnar.
Var þetta það sem stefnt var
að? Já, að sjálfsögðu stefndum
við alltafhátt, ofthöfum við verið
mjög nálægt titli en rétt misst af
honum. Svo þetta er meiri
háttar uppskera fyrir íþróttafólk
og þá sem standa við bakið á
þeim.
Á nú að setjast í helgan
stein? Nei. Ég kann það ekki.
Hvernig er framtiðin í kvenna-
handboltanum iEyjum? Björt,
og þessi frábæri árangur hjá
þessu brosmilda og létta liði
hjálpar til við að auka áhuga hjá
öllum.
Eitthvað að lokum? Tveir
íslandsmeistaratitlar á fimm
dögum. Er haegt að biðja um
meira? Áfram ÍBV.
Þann 22. september 1999 eignuðust Dagný Baldursdóttir og
Benjamín Steinarsson tvíbura. Þeir hafa verið skírðir Tanja Dóra
og Tinna Dröfn og eru hér á mynd ásamt foreldrum sínum. Þeir
fæddust á fæðingardeild Landspítalans. Fjölskyldan býr í
Kópavogi.
Þann 19. mars eignuðust Helga Svandís Geirsdóttir og Þórður
Amundason son. Hann vó 12 merkur og var 51 cm að lengd og
er hér á mynd ásamt foreldrum sínum. Hann fæddist á
fæðingardeild Landsspítalans.
Á döfinni 4*
13. apríl Opið erindi í Rannsóknasetrinu
um jarðskorpuhreyfingar og
fyrirboða eldgosa. kl.20.00
14. apríl Deildarfundur KA í sal
Sveinafélags Jómiðnaðarmanna
kl. 20.00
14. apríl Fjórir Bjórar ó Fjörunni
15. apríl Papamir ó Fjörunni
15. apríl Myndlistarvor Islandsbanka í
Eyjum 2000. Vignir Jóhannsson
opnar sýningu í Gallerí
Ahaldahúsinu kl.17.00.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir
17.apríl Kynningarfundur Fjórfestingafélags
Suðurl. og Nýsköpunarsjóðs í
Sparisjóðs Vestmannaeyja kl.
17.30 Allir velkomnir
22. apríl Handboltaslútt í Týsheimilinu. Allir
velkomnir og aðgangseyri stillt í
hóf
24. apríl Tónleikar Guðmundar H.
Guðjónssonar og Védísar
Gúðmundsdóttur í Landakirkju kl.
17.00
19. -20. maí Vor í Eyjum 2000